Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.02.1909, Blaðsíða 4

Reykjavík - 13.02.1909, Blaðsíða 4
28 REYKJAVIK o • MaC HThAThomsen HAFNflRSTR-17-18 1920 2U2-K0USI2-LÆKJARTW • REYKJAVTK* Minna en einnar gráðu áfengi inniheldur hin þekta öltegund vor JARÐARFÖR móður minnar Ragn- hildar sál. Einarsdóttur fer tram frá heimili minu Bergstaðastræti 20 miðvikudaginn 17. þ. m. og hefst með húskveðju kl. IIV2. Rvík 13. febr. 1909. Jón E. Jónsson prentari. er lang-fjöibreyttasta verzlunin. I Pakkhúsdeildinni eru seldar allar matvörur og aðrar þunga- vörur, alt til sjávarútgerðar, timb- ur, járn, saumur, farfi o. s. frv. í Nýlenduvörndeildinni (Nýhöfn) allar matvörur (nauðsynja- og sælgætisvörur) í smærri kaupum, nýlenduvörur, tóbak o. s. frv. í Kjallaradeildinni allar drykkj- arvörur, áfengar og óáfengar. í Tefnaðarvörndeildinni allar mögulegar vefnaðarvörur og alt sem kvenfólk og börn þurfa til fata, inst sem yzt. í Klæðskeradeildinni alt sem karlmenn þurfa til fata, hátt og lágt. í Hazardeildinni allar mögulegar járnvörur, ljósáhöld, glervörur, glysvörur o. s. frv. Thomsens Magasín er langbezta verzlunin, því aðaláherzlan er lögð á j)að, að vörurnar séu sem vand- aðastar, en um leið svo ódýrar sem unt er. Thoinsens Magasín er langþœgi- legasia og hagkvœmasta verzlunin, þvi annars fjölgaði ekki viðskifta- mönnum hennar dag frá degi og ár frá ári. Nýmjólk, undanrenning, rjórai og brauð f'æst daglega í Þingholtsstræti 16. Geymist afarlengi, en er að eins ekta, ef á ftösku- miðanum stendur merkið: Hafnía. Bidjið alt af um, öl þelta hjá kaupmanni yðar. Hlutafelagið „Kebenhavns Bryggerier og Malterier“. Stórmiklar birg'ðir af alls konar efni, verkfærum og verkfæravélum, fyrir smíðavinnustofur, mótorsmiðjur og vélaverksmiðjur. Alls konar vélar fyrir smærri trésmíði, svo sem bandsagir, stillarar o. s. frv. Biðjið um verðlista vora með myndum. Nienstædt & Co. Yestre Boulevard 20. Kjöbenhavn 13. Eaupmannahöfii Stotnsett 18'7'S). Gothersgade 14. VI. Schajer 2 Co. Mekanisk skóverksmiðja og lieildsölu-forði af öllum venjulegum tegundum af karla-, kvenna- og barnaskóm, skóhlífum og flókaskóm. Sterkleiki, gott snið, lægsta verð. Bezta samband fyrir útsölumenn. Vegna utanfarar D. Östlund verða engar sunnudagasamkomur í ,BeteI‘ fyrst um sinn. vandaða, en mjög ó- dýra heíi ég til sölu. Sömul. tek ég að mér viðgerð á gömlum rokkum. Halldór Þorsteinsson, Grettlsgötn 35B, Thomsens prima vinðlar. Beynið einu sinni vín, sem eru undir tilsjón og etna- rannsökuð: rautt oB hvítt PORTVIN, MADEIRA og SHERRY frá Albert B. Cohn, Kobenhavn. Aöal-birgðir í H. Th. A. Thomsens Magasin. Stór-auðug’ir geta menn orðið á svipstundu, ef lánið er með, og þeir vilja ofurlitið til þess vinna. — Biðjið um uppiýsingar, er verða sendar ókeypis. — Reykjavik, — Pingholtsstræti 3. Stefán Runólfsson. íívar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjan Gutenberg. 16 ið út. Það var gjöf sem henni var geíin fyrir löngu síðan, hún átti hann sjálf, ég hafði ekki keypt hann handa henni. Og þetta gerði ég þrátt fyrir, að við búum í ísköldum kima, og í vetur sem leið hafði hún altaf kvef og hósta, svo nú er blóð farið að ganga upp úr henni. Og við eigum þrjú smábörn, og Katrin Ivanowna stritar frá morgni til kvölds, meira að segja fram á nótt. Hún þvær og sópar og heldur börnunum hreinum, því hún er alin upp við hreinlæti frá því hún var barn. En hún er heilsulin, og ég veit að hún er mót- tækileg fyrir tæringu. Já, ég veit það! Pess meira sem ég drekk, þess meira kvelur það mig! Og hvers vegna skyldi ég þá drekka ? Vegna þess, að ég leita huggunar og meðaumkvunar í víninu . . . Ég drekk til þess að líða tvöfalt meira!« — Hann lét höfuðið síga niður á borðið eins og í örvæntingu. »Ungi maður!« hélt hann áfram og rétti sig aftur við. »Mér sýnist ég sjá sorg og áhyggjur á andliti yðar. Ég sá það jafnskjótt og þér komuð inn; þess vegna sneri ég mér strax að yður. Því sjáið þér til, — þegar ég segi yður æfisögu mína, þá er það ekki til þess að setja mig í gapastokk frammi fyrir þessum slæpingjum þarna, þeir þekkja hana hvorl sem er áður. Nei, það gerði ég vegna þess, að ég leita að mentuðum nianni, sem sýni mér samkend. Ég skal láta yður vita að kona mín er alin upp á aðal-legri uppeldisstofnun, og þegar hún lauk prófi þaðan, dansaði hún við landsstjórann og aðra háa herra, sem boðnir voru við þetta hátíðlega tækifæri. Hún fékk þaðan gullmedalíu að verðlaunum, og hið loflegasta mentunar- vottorð. Medalíuna — o, jæja — hana höfum við selt . . . fyrir . . . hm, . . . löngu. Mentunarvottorðið aftur á móti á hún enn, það liggur í kistunni hennar. Hún sýndi konu húsráðandans það ekki alls fyrir löngu. Að vísu eru þær altaf að smá-rífast, en henni fanst hún þurfa að státa sig við einhvern og minnast hamingjusamari, liðinna daga. Og það get ég alls ekki ásakað hana fyrir, ég virði henni það ekki til miska, því þetta er alt og sumt sem eftir er af mynjagripum þeim er hún færði mér; hinu er ég fyrir löngu búinn að eyða. Jæja, jæja, en liún er skapstór kona, stolt og óvægin. Hún þvær sjálf gólfin sín, og borðar þurt rúgbrauð, en hún þolir ekki að aðrir sýni henni lítilsvirðingu. Það var einmitt þess vegna, að hún vildi ekki sætta 17 sig við ósvífni og hrottaskap hr. Lebesetnikows. Og þegar afleið- ingarnar af því urðu að hr. Lebesetnikow lúbarði hana, þá lagðist hún í rúmið. Það var ekki meiðslum að kenna, heldur at því að sómatilfinningin var særð. Þegar ég eignaðist hana, var hún ekkja og þriggja barna móðir, sem var hvert öðru yngra. Fyrra manni sínum, sem var yfirmaður í stórskotaliðinu, hafði hún giftst af ást, og flýði með honum úr hús- um foreldra sinna. Hún elskaði hann út af lífinu, en hann varð spilafífl, komst í liendur Iögreglunnar, og dó. Seinustu árin var hann farinn að berja hana; það er að visu satt, að hún tók ekki á móti því með þögninni, það get ég sannað með svörtu á hvítu. En samt sem áður minnist hún hans grátandi, og talar um hann sem fyrir- mynd, mér til eftirbreytni, og ég er svo ánægður yfir að hún trúir því að hún hafi að minsta kosti einu sinni verið hamingjusöm, þó það sé að eins í ímynduninni.... Nú, jæja, þarna stóð hún þá uppi með þrjú smábörn i afskektu og einmanalegu héraði, þar sem ég dvaldi líka um þær mundir. Hún var svo átakanlega fátæk, að ég get ekki einu sinni lýst því með orðum, enda þótt ég hafi nú sjálfur reynt sitt af hverju. Öll ættmenni hennar létu sem þau þektu hana ekki — en hún var aftur á móti svo stolt, altof stolt.... Já, og sjáið þér til herra minn. Ég var þá sjálfur ekkjumaður og átti fjórtán ára gamla dóttur frá fyrra hjónabandi. Ég gat ekki horft upp á þessa neyð, og bauð henni þess vegna að giftast mér. Þér getið nú hugsað yður sjálfur, hve neyð hennar hefir verið mikil, úr því hún, sem var mentuð og vel upp alin og af góðum ættum, gat fengið sig til að taka slíkum manni, sem mér. Hún tók mér há- grátandi, næstum því meðvitundarlaus af sorg — hún hafði engin önnur úrræði. — Skiljið þér þetta, ungi maður? Skiljið þér hvað það er, að hafa engin önnur úrræði? Nei, það getið þér ekki skilið enn þá ! — í heilt ár á eftir rækti ég skyldu mína með samvizku- semi og trygð, og bragðaði ekki einu sinni á þessari þarna — hann benti á brennivínsflöskuna. — Því þér skuluð vita að ég hefi sóma- tilfinningu. En það kom að engu haldi; einmitt þá misti ég stöðu mína, án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Og svo — ja, svo byrjaði ég á sömu óreglunni aftur. Það er nú liðið hálft annað ár síðan við settumst að í þessari skrautlegu borg, sem er skrýdd með svo mörgum minnismerkjum, eftir að við höfðum ílakkað fram og

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.