Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 10.04.1909, Síða 2

Reykjavík - 10.04.1909, Síða 2
74 REYKJAVIK Sigurjón Ólafsson Skólavörðustíg 4 og Klapparstíg 30. kemur Björn inn sexföldum ó- sannindum, og sum eru þannig löguð, að þau hljóta annaðhvort, að vera vísvitandi eða sá maður er ekki með fullu ráði, sem sagt hefir þau. Nýi ráðherrann notar sér ósann- sögiina til þess að koma sér í mjúk- inn hjá »dönsku mömmu«. Þetta er vanalegt bragð illa siðaðra barna að skrökva að mömmu sinni til þess að fá bita. Björn hefir hefir haft sama lagið og það hreif. II. Loforðin. Þegar Björn hefir svo blíðkað »mömmu« með öllum þeim ósann- indum, sem nefnd hafa verið og eru ómótmælt frá hans hálfu, þá fer piiturinn að skýra dönsku mömmu sinni frá þvi, hvernig hann ætli nú að hegða sér, meðán hann sé í þjón- ustu hennar. 1. Hann lofar að halda núverandi stjórnarástandi óbreyttu (símsk. 1. apr. þ. á.) Hann lofar að halda stjórnarástandi þvi óbreyttu, sem hann hefir svo oft áður kveðið nið- ur fyrir allar hellur. Danir eru stórhrifnir af þessu, því að það er meira en nokkur íslendingur hefir áður viljað lofa þeim. 2. Af þessu er það óhjákvæmileg afleiðing, að hann lofar enn fremur að berjast gegn skilnaði og kveður skilnaðar-hugmyndina loftkastala. — Þetta staðfestir hann berum orðum í símsk. 5. apr. þ. á.), sem hann eða aðrir íslendingar taki ekki mark á. Þetta segir nú hinn sami mað- ur, er undirritaði Þingvallafundar- ályktunina sælu sumarið 1907, þar sem ákveðið var að vinna fyrir skiln- aði, ef Danir vildu ekki verða. við kröfum þeim, sem fram komu og samþyktar voru á þeim fundi. Hann lofar vitanlega að vinna að góðu samkomulagi. Það er gott út af fyrir sig. en i því sambandi sem það stendur, er það loforð um að hefta sjálfstæðismál íslands og ekk- ert annað- 3. Þá heldur nýi ráðherrann á- fram (símsk. 3. apr. þ. á.) og segist ekki vilja stofna lýðveldi þó í boði vceri. Segir hann enn, að Islending- ur viti sig örugga með Dönum og geti ekki œskt neins betra en að vera i sambandt við Dani. Alt er þetta ó- mótmælt. Þetta segir nú maðurinn sem fyrir nokkrum mánuðum taldi landráð að halda því fram, að ís- lendingar ættu að hafa hermál sam- eigin Danmörku, sem taldi það hlægi- legt, að Danir hugsuðu til að verja ísland og sagði að Danir væru kart- nögl á heimsmenningunni, mundu hrökkva sem rúsínusteinn niður í gin Þjóðverja o. s. frv., o. s. frv. III. íslandglýsing ISjörns Jónggonar. Til áréttingar Danasmjaðri sínu og ósannindum, svo og til þess að rök- styðja enn betur stefnu sina og sýna Dönum, að hugur fylgdi máli hjá sér, þóttist þessi herra þurfa að gefa Dönum dálitla hugmynd um Iandið. Hann hefir líka lengi kvartað um þekkingarleysi Dana á því og mál- um þess. 1. Hann byrjar með því að iikja Islandi við Husmandshus (»þurra- búð«, »hjáleigu«) og Danmörku við »herragarð«. Þetta skýrir hann svo í símskeyti 5. apr. þ. á., að hann hafi átt við stærð landanna. ísland (þurrabúðin) er nú reyndar nálega þrefalt stærri en Danmörk (herra- garðurinn)! Og þótt herrann vilji ef til vill halda því hér fram, að hann hafi átt við fólksfjölda land- anna, þá er samlíkingin íslandijafnt til smánar fyrir því. Ætli t. d. Dan- ir kærðu sig um samskonar samlík- ingu milli Danmerkur (þar yrði Danmörk þurrabúðin) og þýzka rík- isins? Og þótt hann ætti við fólks- fjöldann, þá er samlíkingin jafn herfileg fyrir því. Herragarðurinn er ekki veglegri en þurrabúðin, þótt þar sé fleira fólk, heldur einungis ef þar er betra fólk. Loks mætti geta til, að karlinn segist hafa átt við landskosti og sjávar. Danmörk er fisksnaúð og málmsnauð og fossar engir. Fiskur er hér og fossar og líklega málmar. Hvernig sem þessi samlíking karlsins er skýrð, verður hún ekki skilin öðru vísi en tilraun til smánar íslands og smjaðurs Dön- um, og til að gera hlægilegt alt sjálfstæðishjal Björns sjálfs og frels- isbaráttu íslendinga. 2. Þá er það í samræmi við smjaður og fagurgala kappans við Dani í þessari utanför er hann segir að ísland sé o/ menningarsnautt og óþroskað fjárhagslega til skilnaðar. Hann þykist nú reyndar aldrei hafa sagt, að það væri of menningar- snautt. Má vera að eigi hafi hann það sagt berum orðum. En ekkert liggur nær Dönum, en að draga slíkt út af þurrabúðarsamlíkingu hans. Peir verða ekki í vafa um það, hvernig þeir eigi að skýra hana. IV. Árangfurinn. Eftir það að Björn hefir likt ís- landi við þurrabúð, uppmálað fátœkt landsins og lofað Dönum að halda núverandi stjórnarástandi óbreyttu, að berjast gegn skilnaði /lojtkastalahug- mgndinni), segist Björn í símskeyti 5. apr. halda fram persónusambandi milli íslands og Danmerkur! Þar sem Björn er nýbúinn að bjargfesta þá trú hjá Dönum, að Is- lendinga skorti öll skilyrði til að standa á eigin fótum, kveðst hann nú halda slíku fram. Það er aum- asti kattarþvottur. Það er sama sem að segja fyrst: »Eg fermérað voða ef ég fæ hnífinn«, en biðja svo um hann á eftir. Stærsta og síðasta heimskan í skeyti Björns (5. apr.) er sú, er hann kveðst vona, að það (o: honum) lán- ist að telja Dönum trú um réttmæti krafa vorra (o: kröfunnar um per- sónusamband). Von þessa hlýtur hann að byggja á því, að hann er sjálfur nýbúinn að sannfæra Dani um vanmátt vorn og alvöruleysi og á því að honum sjálfum hefir (auð- vitað) ekki lánast að fá »neinar nýtilegar breytingar á millilanda- frumvarpinu« (símsk. frá B. J. 2. apr. þ. á.)! Það er alt á eina bókina lært hjá þessum manni. Hann hefir um ó- fyrirsjáanlegan tíma eyðilagt stærsta velferðarmál landsins, fyrst hér heima með hóflausum rangfærslum eða sakir skilningsleysis síns á því máli sem öðrum, innrætt Dönum með hinni fíflslegu framkomu sinni, að vér gætum ekki verið sjálfstæðir, að vér vildum ávalt vera undir vernd- arvæng Dana og teldum oss þar ör- ugga, en þykist þó halda fram per- sónusambandi, sem allir menn með fullu viti vita, að veitir oss ekkert skjól af hálfu Danmerkur og hlýtur að hafa í för með sér allar sömu skyldur sem skilnaður. En Björn hefir gert meira en þetta. Það er skylt að geta þess, að hon- um hefir ratast satt á munn i sam- tali sínu við Dani. Skeytið segir hann hafa eingöngu barist gegn Hannesi Hafstein. Þetta segir hann satt. Aðeins kveðst hann (5. apr.) ekki hafa sagt, að hann hafi eingöngu barist gegn Hafstein. Loks er það með eigin játningu Björns (símsk. 5. apr.) sannað, að baráttan gegn uppkastinu hafi m e s t- megnis verið vegna ósamræmis þess, er þeir frumvarpsandstæðingar töldu vera milli danska og íslenzka texta frumvarpsins. Þetta hvorttveggja hefir Björn vit- anlega sagt — ekki af því að það var satt — heldur til þess að koma Dönum i fullan skilning um það, að til þeirra hafi skeytunum eigi verið beitt í kosningahríðinni síðast- liðið sumar, og til þess að telja Dönum trú um trygð sína og holl- ustu gagnvart þeim. Skeytum þeim, er »Lögr.« og »Rvík« hafa fengið um afrek Björns, hefir hann að mestu leyti játað í skeyti sínu 5. apr., eins og sýnt hefir verið hér að framan. En áður en þetta skeyti hans kom, var »ísaf.« svo óheppinn, að hún hafði lýst alt uppspuna, sem »Lögr.« og »Rvík« hafði flutt, þar á meðal samlíking- una um herragarðinn og þurrabúð- ina. Svo að »ísaf.« hefir þá þótt samlíkingin ófögur! Hvað skyldi Björn xitstjóri gera við Björn ráðherra fyrir alt saman? ísafold segir væntanlega næst, að Björn sé »mikilhæfastur stjórnmála- maður þessa lands« og hafi alt gert rétt — og síðan tekur öll halarófan undir það. Alvöraorð. „Berlingur", hið gætnasta og orðvar- asta blað Dana flytur 31. í. m. eftir- farandi ritstjórnargrein: “Hinn nýi íslandsráð- h e r r a. Hann afneitar »Jsa/old« og allri sundrungarviðleitni. Hinn nýi íslandsráðherra, alþingis- forsetinn, Björn ritstjóri Jónsson hef- ir í viðræðum við ýmsa blaðamenn hér lýst hollustu* sinni gagnvart Dan- mörku, honungi hennar og þjóð. Hann staðhæfir að hann hafi aldrei reynt að tortryggja Dani eða vekja gremju gegn þeim meðal íslendinga, þykist þvert á móti alltaf hafa reynt að hvetja til *) Allar auðkenningar í textanum eftir ritstj. góðrar samvinnu og samkomulags milli landanna og ætíð hafa snúizt öndverður gegn öllum sundrungartil- raunum, sem borið hafi á meðal sumra íslendinga, enda tjáist hann vera hinn einbeittasti mótstöðumaður hverskonar tilrauna til að fjarlœgja Island frá Danmörku. Hin einbeittu mótmæli ráðherra Is- lands gegn allri óhollustu og óvin- semd af hans hendi gagnvart Dan- mörku stafa vitanlega af því, að blað hans ísafold hefir flutt ýmsar greinar meðan stóð á baráttunni gegn sambandslagafrumv. síðastlið sumar og haust, sem reyndu á allan hátt að tortryggja tilgang Dana með frum- varpinu. í Danmörku hafa menn litið svo á, að ísafold hafi staðið í brjóstfylking hins fjandsamlega andófis gegn Dan- mörku, að hún hafi lagst svo fast á móti frumvarpinu af því að slíta ætti ísland úr öllu sambandi við Danmörku. Og það álit styrktist mjög er hún í sumar flutti grein nafngreinds Norð- manns, er hvatti til að endurreisa hið gamla lýðveldi. Eftir því sem ráðherranum — nú far- ast orð, má álíta að greinar þessar hafi allar verið að kenna kosningahit- anum. Hann hefir um alla nauðsyn fram skýrt frá því, að allar þær heiftar og smánargreinar, sem blaðið flutti um eitt skeið gagnvart Dan- mörku, væru eftir ungan glanna, er hefðu slæðst inn í blaðið meðan hann var fjarstaddur, og ætti hann þannig enga sök á þeim, og hann hefir lýst ví yfir að sér þyki miður fara, að þær hafl komið fram. Það mun vafalaust gleðja alla, sem fylgst hafa rás viðburðanna á íslandi og öllu öfugstreyminu þar með á- hyggju, að heyra hinn nýja ráðherra landsins taka svo skýrt og ákveðið af öll tvímœli. Menn munu taka eftir því, hve einlœgan vin hann telur sig að sambandi Islands við Danmörku. Og það mun friða menn að í broddi hinnar ísienzku stjórnar stendur mað- ur, sem vísa mun ómjúklega á bug allri sundrungarviðleitni. Bj. Jónsson er alkunnur á íslandi sem framúrskarandi atorkusamur at- vinnurekandi. Nú er hann verður ráðherra, verður hann vitanlega að sleppa öllum atvinnurekstri, svo sem nú er slegið föstu sem meginreglu um danska ráðherra. En þekkingu sína í slíkum efn- um mun hann nú að sjátfsögðu nota til að stgrkja hið fjárhagslega samband milli Islands og Danmerkur. Og að því sambandi getur einmitt holl íslensh-dönsk stjórn stutt afar- mikið. Fjárhagsböndin eru einmitt sterkustu böndin sem hinir ýmsu ríkis- hlutar verða bundnir með. Og það má ganga að því sem sjálfgefnu, að hinn nýi íslandsráðherra muni hafa þetta fyrir augum, eftir því sem hor.um hafa farist orð nú síðast. Hinn nýi íslandsráðherra styðst við> þann flokk á alþingi, sem með engu móti verður ætlað um, að taki sam- bandslagafrumvarpinu þannig löguðu sem Danir áskilja. Meiri hluti alþingis hafnar hinu danska boði og þ á s t e n d- ur við það ástand sem n ú e r. Annað mál er það, hvorti ineirihluti alþingis fer hyggilega að ráði sinu taki hann núverandi ástand fram yfir sambandslagafrumvarpið, sem mjög á-

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.