Reykjavík - 17.04.1909, Blaðsíða 3
REYKJAVIK
85
SUNLIGHT
SÁPA
Óttist ekkl a6 Sunlight Sápa
skemmi föt yftar. Þa6 eru eng-
in skaöleg efni i Sunlight og
þessvegna engin hætta a6 hún
eyöileggi hinn fingerftastn
vefnað.
Aft tlu mllljón pakkar af Sunllght rru ;
seldar á hverri vlku er gó6 sönnun
fyrir hreinleika hennar. i8(ooo
krðnur fær hver sá sem getur
fundiA nokkra falska efnasamsetq*
w ingu I Sunlight Sápu. ‘
átt rneira safn af íslenskum bókum,
fornum og'níjum, enn nokkur annar
útlendur maður, að prófessorunum
Fiske og Maurer undanskildum.
íslendingum, sem til Uppsala koma,
mun nú þikja skarð firir skildi, því
að hið fagra heimili hans stóð þeim
altaf opið. Hann var trúr vinur
vina sinna, Qörugur og skemtinn, og
drengur hinn besti.
Björn M. Ólsen.
Erlend símskeyti
411 „Kvikur^.
Katipmannahöfn 15. apríl.
Afturhaldsseggir hafa gert
uppreisn á Tyrklandi.
Ung-Tyrkir eydilagöir.
Afturhaldsliðið rœður lögum og
lofum.
Morð og hrgðjuverk.
* * *
J>að eru mikil tíðindi og ill sem
skeyti þetta flytur. Eins og kunnugt
er höfðu Ung-Tyrkir komið á mikilli
stjórnarbót, þingbundinni konungsstjórn
o. fl-, °S tekið við stjórninni. Það er
ekkert vafamál að bragðarefurinn og
ilimennið Abdul Hamid Tyrkjasoldán
er á bak við þessa uppreisn, hefir hann
notað hermenn og t.rúarofsamenn til
þessa, og komið Ung-Tyrkjum á óvart.
Af þessu geta leitt stór tíðindi og
mikil.
Nú er syo komið að Hannes
Þorsteinsson er orðinn skjaldsveinn
Isafoldar-Björns. Ólíklega hefði þvi
einu sinni þótt spáð. Greinin um
forsetaförina er þjóns-verk frá upp-
hafi til enda. Það er engum rök-
semdum að svara i þeirri grein, því
röksemdir eiga þeir stjórnarþjónar
bágt með að finna á þessum tímum.
Aftur á móti er þar nóg af sleggju-
dómum eins og Þjóðólfur á vanda
til nú upp á síðkastið.
Maður bjóst satt að segja ekki
við, að Hannes Þorsteinsson ætti
mikið erindi niður til Danmerkur,
eða mikið myndi þar að honum
kveða. En það gat þó verið von
um það, að hann héldi dálítið aftur
af félögum sínum, léti þá ekki liggja
alveg á maganum fyrir Dönum. En,
ó nei. Það var óvit.
En þessa von gerðum við okkur
hér heima, af þvi H. Þ. hafði þó
ekki bullað eins við Dani eins og
hinir — hafði að minsta kosti haft
vit á að þegja.
Nú sést að svo hefir ekki verið. —
Það geta menn séð á Þjóðólfi. Þar er
hann sem sé að bera í bætifláka
fyrir Björn Jónsson á allan hátt.
Þar lætur hann eitt yfir sig og hann
ganga —. Þar fær hann málið.
Og hann gerist meira að segja
svo djarfur i viðbót að halda því
fram í alvöru, að eftir þessa frægð-
arför forsetanna, dyrfist víst enginn
að halda frv. millilandanefndarinnar
frameða leggja því liðsyrði. Auðvitað
er þessu slegið fram til þess að reyna
að gera menn ánægðari með það
fyrirkomulag sem er, sem við eig-
um nú að fá að búa við — líklega
um aldur og æfi. Engum getur
dottið þetta í hug nema H. Þ. —
ekki einu sinni ísafold — að þessi
þjóðvansaför hafi að nokkru leyti
orðið til að hagga við þeirri skoðun
sem menn höfðu á frumvarpinu,
enda þótt forsetarnir njóti nú að-
stoðar innlimunarmannsins Knud
Berlin — sem e k k i v i 11 að vér
fáum frumvarpið — til þess að gera
það tortryggilegt.
Nú mun það þvert á móti skýr-
ast fyrir mönnum, hversu mikils
vér höfum mist er vér köstuðum
frá oss því sjálfstæði er oss stóð til
boða í frumvarpinu, um leið og
hvatir þeirra manna verða ljósar,
sem móti frumvarpinu börðust.
Hannes Þorsteinsson má vita það,
að nógan hlátur (svo vér sleppum
gremjunni) hefur för hans og félaga
hans vakið, þótt hann ekki bætti
þessari vizku við. Það sat líka sízt
á honum, sem lézt i alt sumar ekki
vilja fella frumvarpið, heldur aðeins
freista að fá breytingar á þvi.
Það hefur nú skeð hvorttveggja
að hann hefur reynt það! — og um
leið hefur þjóðin reynt hann.
Eftir þá reynslu hefði honum ver-
ið hezt að þegja. En það vill nú oft
verða svo að óvitrum mönnum geng-
ur það illa.
J. G.
— — i » i i —
Alþingi.
Hæstaréttarfrinnrarpid
er komið úr nefnd í neðri deild, og er
nefndin öll á því, að flytja eigi hið æðsta
dómsvalú inn i landið. Verður málið
bráðlega til umræðu í deildinni.
Annars virðist það vera að eins til
málamyndar, því málið hefir sofið í
nefnd mestallan þingtímann, og verður
sjálfsagt látið daga uppi á þingi. —
Stjórnin fer víst ekki, að ýta á eftir
því.
Læknishjeraðaskipnnin.
Nefndin sem í það mál var sett (Sk.
Th., Jón Sig., Þorl. Jónss., Jón Magn., P.
Jónssonj leggur til að Nauteyrarhérað verði
skilið frá ísafjarðarhéreði, en vill að öðru
leyti ekki gera neina breytingu á lækna-
skipunum. Jón Magn. og P. Jónsson skrifa
undir álitið með íyrirvara.
Aðílntningsbannið
var samþykt í fyrradag í neðri deild
með 15 atkv. gegn 7. Allmiklar breyt-
ingar hafa þó verið gerðar á frurovarp-
inu frá þvt sem það var fyrst lagt fyrir
þingið, en feld var sú breytingartillaga að
bera lögin undir atkvæði þjóðarinnar.
Lög frá alþingi.
10. Um breyting á lögum, er snerta
kosningarétt og kjörgengi i málefnum
kaupstaða og hreppsfélaga.
1. gr. Kosningarrétt í málefnum kaup-
staða og hreppsfélaga hafa allir kaupstað-
arbúar og hreppsbúar, karlar og konur, í
hverri stöðu sem þeir eru, ef þeir eru 25
ára að aldri, þegar kosning fer fram, hafa
átt lögheimili í kaupstaðnum eða hreppn-
um síðastliðið ár, hafa óflekkað mannorð,
eru fjár síns ráðandi, standa ekki í
skuld fyrir sveitarstyrk og greiða gjald í
bæjarsjóð eða hreppsjóðs.
Kona gipt kjósanda hefur kosningar-
rétt, þó hún sé ekki fjár síns ráðandi
sökum hjónabandsins og þótt hún ekki
greiði sérstaklega gjald í bæjarsjóð eða
sveitarsjóð, uppfylli hún að öðru leyti
áður greind skilyrði fyrir kosningarétti.
2. gr. Kjörgengur er hver sá, sem
kosningarrétt hefur, sé hann ekki vistráðið
hjú. Hjón mega þó aldrei sitja samtímis
1 bæjarstjórn eða hreppsnefnd, heldur eigi
foreldrar og börn, né móðurforeldrar eða
föðurforeldrar og barnabörn þeirra.
Konum er jafnan heimilt að skorast
undan kosningu.
... 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan.
1910.
11. Um bregting á lögum 10. növ. 1905
um bann gegn innflutningi áátlendu kvikfé.
Fyrsta málsgrein 1 1. gr. hljóðar svo:
Það er öllum bannað að flytja hingað
til lands frá útlöndum sauðfénað, naut-
gripi, hesta, svín, geitur og hunda.
12. Um vígslubiskupa.
1. gr. Auk biskupa landsins skulu vera
hér á landi tveir vígslubiskupar (officiales),
annar 1 Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna,
en hinn í Hólabiskupsdæmi hinu forna.
2. gr. Konungur skipar vígslubiskupana
eptir tillögum prestastéttarinnar í hvoru
biskupsdæmi; skulu þeir hafa biskupsvigslu.
Til vigslukostnaðar, er þeir vígjast, skulu
hvorum þeirra greiddar 500 kr. úr land-
sjóði.
3. gr. Annar vígslubiskupanna vlgir
biskup landsins, er svo stendur á, að frá-
farandi biskup getur eigi gert það, I for-
föllum biskups vfgja þeir og presta, hvor
1 sínu umbæmi.
Fyrir biskupsverk, er þeir vinna í for-
löllum biskups, greiðist þeim úr landsjóði
borgun eptir reikningi.
13. Um viðauka við lög 22. nóv. 1907
um bœjarstjórn í Hafnarfirði.
(Um byggingarmál og hafnarrnál bæjar-
ins og vatnsveitu.
Í4. Um heimild fgrir veðdeild Lands-
bankans til að gefa út þriðja flokk (seríu)
bankavaxtabréfa.
(Veðdeildinni veitt heimild til að gefa
út bankavaxtabréf allt að 3 milj. króna,
með sömu skilyrðum og áður).
Þingtíminn
hefur verið lengdur fram til 24. þ. m.,
en sennilegt er talið, að hann herði enn
lengdur að mun.
Vinnukona óskast á gott sveita-
heimili. Hátt kaup. Elisabet Þórðardóttir
Laugaveg 20 B gefur upplýsingar.
IV efndarálitid
gegn aðflutningsbanni.
Mörguin mun þykja fróðlegt að kynn-
ast því, skulum vér því birta það hér
í heilu lagi:
Nefnd sú, sem neðri deild alþingis
kaus til þess að athuga þetta stórmál,
hefir að vísu haldið nokkra fundi, en
ekki hafa höfuðatriði málsins verið rædd
þar, að heitið geti. Meiri hluti nefnd-
arinnar tók þegar á fyrsta fuudi þá
afstöðu gegn okkur, minni hlutanum,
að það var ótvírætt, að allar umræð-
ur um aðalefni málsins, bann eða ekki
bann, voru taldar með öllu gagnslaus-
ar. Og þegar til þess kom, að gera
tiliögur um breytingar á einstökum
atriðum frumvarpsins, þá var komið
með prentaðar tillögur um það ánefndar-
fund. Meiri hlutinn hafði samið þær
tillögur utan funda, eða líklega réttara
sagt, látið semja þær, því að til þess
fékk meiri hlutinn aðstoð eins þing-
manns, sem ekki var kosinn af þing-
deildinni til þess. Sýnist okkur rétt
að benda á þetta, af því að það er
nokkuð óvanalegt og einkennilegt, þótt
við annars vegar teljum ekki liklegt,
að það hafi haft veruleg áhrif á niður-
stöður þær, sem meiri hlutinn hefir
komizt að. Enn er þess að geta, að
við vitum ekki til að nokkuð hafi
verið borið upp til atkvæða á nefndar-
fundum, nema kosning formanns og
skrifara.
Yið tökum þetta fram, til þess að
það verði Ijóst, að í raun og veru var
okkur fyrirmunað að fá hjá með-
nefndarmönnum okkar þá æðri og betri
þekking á þessu merkilega máli, sem
til þess hefði þurft, að við skiftum um
skoðun á því. Nefndarálit meiri hlut-
ans, sem útbýtt hefir verið prentuðu,
flytur ekki heldur neitt nýtt eða merki-
legt, að okkur sýnist, og því er það,
að öllu þessu athuguðu, að við teljum
hklegt að það þyki ekki neitt undar-
legt, þótt við höfum ekki getað fylgt
meiri hlutanum, og að skoðun okkar
sé sú sama og fyr, að þetta frumvarp
eigi alls ekki að verða að lögum.
Svo viljum við, með sem allra fæst-
um orðum, lýsa nokkrum af aðal-
ástæðunum fyrir tillögum okkar í þessu
máli:
1. Frumvarpið gengur út fyrir þau
takmörk, sem rétt er eða heppilegt að
löggjafarvaldið setji um athafnarétt
einstaklinganna. Bannlóg mega ekki
ganga svo langt, að þau stefni að þvi,
að varðveita fidlþroskaðan, fullveðja
og fullvita mann fyrir sjálfum sér.
2. Þegar gengið er svo nærri per-
sónulegu frelsi og at.hafnarétti manna,
sem hér er gert ráð fyrir, þá verða
slík þvingunarlög illa þokkuð og óvin-
sæl. Freistingin til að brjóta þau
verður afarmikil, þar sem menn eru
sér þess annars vegar meðvitandi, að
hér sé ekki um neina ósæmilega at-
höfn að ræða. Eigi lögin að ná til-
gangi sínum, þá verða njósnarmenn
og böðlar á hverju strái, reiðubúnir til
að draga sjálfstæða og góða drengi
fyrir lög og dóm, þótt um reglulega
smámuni sé að tefla. Þetta leiðir aftur
til meinsæra og mannorðsspillis, og
kveikir í mönnum miður góðar og
frjálsmannlegar hvatir til þess að koma
vilja sinum fram með leynd eða ofríki,
þrátt fyrir allar torfærur.
Þetta er sálfræðislegur sannleiki og
söguleg reynsla, sem ekki dugir móti