Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 29.05.1909, Síða 1

Reykjavík - 29.05.1909, Síða 1
IRe^kjavík. X, 29 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 29. Maí 1909 Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. X, 29 JNlæstu viku höfum við á$ett okkur að bjóða við$kiftamönnum okkar eftirfyl^jaridi verð á vörum: í YefnaðarYörudeiIdinni: í Fataefnisdeildinní: 0,35 Lérept fyrir 0,28 pr. al. 6,95 Karm.fatat. fyrir 5,75 al. 0,28 Do. 0,22 » » 4,50 Do. — 3,60 » 0,65 Flunnel — 0,52 » » 11,50 Kjólar fyrir 7,50 pn al. 5,75 Skyrtur — 4,60 » 0,25 Do. — 0,20 » » 9,75 Do. — 6,50 » » 3,75 Do. — 3,00 » 1,35 Kjólatau — 1,10 » » 7,00 Do. — 5,50 » » 0,60 Karlm.kragar fyrir 0,45 1,10 Do. — 0,90 » » 4,80 Do. — 3,25 » » 0,55 Do. — 0,40 Þetta miða$t að eiri$ við eina viku. Yerzlunin Edinborg Rvk. Sparnaður ráðherrans. Lúsaleitin á Landsbankann lieíir nú staðið yfir i 35 daga, án þess að vitanlegt sé, eins og áður hefir verið skýrt frá og viðurkent er af ráðherra sjálfum í þinginu, að nokkur ástæða sé til þeirrar rann- sóknar. Engin önnur en sú, að talið er vist að ráðherra rói að því öllum árum, að bola Tryggva Gunnarssyni trá bankanum og koma einhverjum af gæðingum sinum að. Þessvegna eigi nefndin að reyna að finna eitthvað, sem afsakað geti þá ráðstöfun. Eftir því sem ráðherra fórust orð i efri deild, má gera ráð fyrir að nefnd þessi sitji á rökstólum 400 daga. Á hún þá enn eftir að sitja rétt ár. Þessi langi og strangi Ieiðangur, hlýtur að kosta mikið fé. Og væri gaman að vita hvaðan ráðherra ætlar að taka þetta fé. Vér þekkj- um enga heimild til slíkra útgjalda. Á fjárlögunum finst sú heimild livergi, og þingið hefir yfir höfuð enga slíka heimild veitt. »Ríkið og ég erum eitt«, sagði Loðvík. Það má sjálfsagt búa§t við að allir gæðingar Björns, Árni, Kamban, Indriði, o. s. frv. verði innan skamms settir í einhverja nýja lúsaleitar-nefnd, með svo eða svo margra króna launum á dag hver. Til þess hefir ráðherra jafnmikla heimild og til bankarannsóknar- innar. Finst ekki þjóðinni lil um sparn- aðinn? Spánnýr sparnaður er það og hjá stjórninni, og um leið gott sýn- ishorn af framkomu hennar, sem Reykjavík hefir nýlega frétt at. Svo stóð á nú á dögunum að lands- sjóður þurfti að láta mæta i dán- arbúi fyrir sina hönd vestur á fjörðum. Landritari, sem eftir 5 ára venju fer ineð öll venjuleg umboðsstjórn- arstörf, fól málafærslumanni hér i bænum, langduglegasta málafærslu- manninum og sem altaf liefir áður mætt fyrir landssjóðs hönd að mæta Jiarna vestra. Málafærslumaður Jiessi átti sem sé erindi, hvort sem var vestur á land, og gat því rek- ið erindi landssjóðs fyrir mjög litla þóknun. Sem praktiskur mað- ur, notaði landritari sér auðvitað þetta, og gaf honum umhoð. En nú er það kunnugt að mála- færslumaður þessi er góður og gamall Heimastjórnarmaður og er ráðherra frétti að honum vær falið að mæta fyrir landssjóð, brást hann reiður við og kvaðst ei geta notað slíkan kliku-dindil. Hleypur hann siðan til, lætur taka umboðið af málafærslumanninum og gerir í J>ess stað mann út gagngert. Varð hann auðvitað að borga þeim manni bæði ferðakostnað og hærri þókn- un en hinum. Þetta er ágætt sýnishorn afsparn- aði B. J., og þvi hve vel honum lætur að lifa eftir þeim kenningum er hann hélt fram sem ritstjóri, að valdsmenn ættu að varast alt sem litið gæti út sem hlutdrægni, var- ast það meira en heitan eldinn. Frí Tjiijrn Yfirlit yfir uppreisnina. [Framhald]. Meðan þessir viðburðir gerðust, höfðu kringum 60 þingmenn gerst svo hug- aðir að fara upp í þingsalinn. Ung- Tyrkir þorðu ekki að fara þangað, og þingmenn „frjálslynda flokksins", sem þar mættu, ákváðu að styðja Kiamil Pascha, sem stórvesír. Albaniskur þingmaður, Ismail Ko- mal að nafni, sem er talinn langmest- ur ræðugarpur í tyrkneska þinginu og er svarinn óvinur Ung-Tyrkja, fór með fjórum öðrum þingmönnum á fund soldáns, og fór fram á við hann að útnefna Kiamil Pascha. Meðan á því viðtali stóð, bárust soldáni fregnirnar af morði dómsmáiaráðherrans, og lést hann verða mjög reiður og sorgbiiinn við og sleit talinu við þingmenn. En ástæðan var sú, að hann vildi með engu móti að Kiamil Pascha yrði stór- vesír. Kl. 4Ú2 um daginn las fyrsti skrifari soldáns upp þann boðskap hans í þÍDg- inu, að hann hefði veitt ráðaneyti Ung-Tyrkja lausn, og hann væri að stofna nýtt ráðaneyti. Hann útnefndi síðan fyrverandi sendi- herra í Berlin og utanríkisráðherra í ráðaneyti Kiamils Pascha, Tewfik Pascha, sem stórvesír, og sigurvegar- ann frá gríska striðinu Edhem Pascha sem hermálaráðherra. Nokkrir af her- mönnunum ætluðu nú að hefjast handa móti þessu, og krefjast að Kiamil Pascha yrði gerður stórvesír, en þá barst þeim fregnin um að hinn harðskeyttasti fjandmaður þeirra Mahmud Mukhtar væri flúinn, og að Javed Pascha hefði tekið við stjórninni í hans stað, svo þeir hættu að hugsa um stórvesírinn. Þeir tóku Edhem Pascha með hin- um mesta fögnuði, þegar hann kom fram á þingsvalirnar um kvöldið, og tóku að skjóta „gleðiskot" hingað og þangað um bæinn, sem er gamall tyrkneskur ósiður. Stórskotaliðið tók líka þátt í þessum skotum, svo hávað- inn var eins og alt ætlaði af göflum að ganga. Soldán mátti nú fara að renna grun í, að hann hafði leyst anda, sem hann ekki megnaði að temja. „Gleðiskotin" urðu þannig, að götur Konstantinopels voru stráðar likum friðsamra borgara, og hver yfirforingi sem dyrfðist út á götuna var vægðarlaust skotinn. Það tókst þó að koma nokkurn vegin reglu á herinn þann 15. apríl í sjálfum bæn- um, en að kvöldi þess dags drógu há- setar af einu herskipinu, yfirforingja sinn, sem var Ung-Tyrki, upp til soldáns-hallarinnar, og myrtu hann fyrir augum soldáns með byssustingj- um sínum. Skömmu á eftir fékk soldán fregnir, sem færðu honum heim sanninn um, að hann hefði helzt til snemma glatt sig yfir sigri sínum yfir Ung-Tyrkjum. Hinn 13. og 14. apríl hafði það litið svo út, sem veldi Ung-Tyrkja hefði horfið jafn skyndilega og það kom. Það eitt er víst — sögðu allir — að nú er úti um Ung-Tyrki. En þann 15. apríl gaf hin sama leyndardómsfulla stjórn, sem í júlí hafði kúgað soldáninn, út þá skipun að Salonike-herdeildin skyldi vera viðbúin striði, og jafnframt fréttist að hinir ungtyrknesku hershöfðingjar Enver Bey og Hakki Bey, sem voru sendiherrar í Berlín og Wien, væru á leið til Salonike, og að þangað væri majór Niazi kominn, sá er var foringi Ung- Tyrkja í júlí. Og þegar daginn eftir hélt hin fyrsta ungtyrkneska hersveit með járnbraut- inni frá Salonike, og var kominn þann 17. að helztu víggirðingu Konstantin- opels Tschataldscha. Ung-Tyrkir voru vaknaðir, og höfðu aftur búizt til stríðs, og allur heimur- inn horfði nú forvitnisaugum til Saio- niki og Konstantinopel. Hver myndi sigra í þessu borgara- stríði? Hvernig myndi fara fyrir soldáni, „landssvikaranum", eins og Ung-Tyrkir kölluðu hann, ef hann biði ósigur? Þannig spurðu allir. Getgáturnar stöfuðu af því að í fyrstu virtust Ung-Tyrkir ekki hafa miklum

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.