Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.06.1909, Blaðsíða 3

Reykjavík - 12.06.1909, Blaðsíða 3
RE Y K J A V I K 123 Tombóla kvcimaskólans. Vér viljum vekja sérstaka eftirtekt bæjarbúa og annara landsmanna á aug- lýsingu hér í blaðinu um tombólu fyrir kvennaskólann. Þetta er í annað skifti er hann heldur tombólu. Þegar hann var stofnaður í fyrstu fékk forstöðu- kona hans og frumstofnandi frú Thora Melsted því til vegar komið ásamt öðr- um, að tombóla var haldin honum til ágóða. Og nú þegar kvennaskólinn er að færa út kvíarnar og flytja í hið nýja hús, er nauðsynin og þörfin engu minni. Styrkurinn sem kvennaskólinn fékk hjá þinginu er mjög skorinn við nögl, og engan veginn nægur, þax sem nú þarf að afla ýmsra nýtízku-áhalda, sem óhjákvæmilegt er að fá, svo skól- inn geti svarað til krafa tímans. Skólinn heflr eflst mjög þessi síðustu ár, og hefir forstöðukona hans, ungfr. Ingibjörg Bjarnason, skýrt oss frá, að hún hafl þessi ár síðan hún tók við skólanum orðið að neita fjölda um- sækjenda um upptöku á hverju hausti vegna rúmleysis í hinu gamla skóla- húsi. Yonandi er landsmönnum orð- inn kvennaskólinn svo kær og kunnur, fyrir ötula starfsemi hans, að þeir verði fúsir á að styrkja þessa tombólu hans, og hjálpa með því til þess að hann geti komið að fullum notum, og verði sniðinn eftir kröfum tímans. Iönaöapfpamföp. Vér viljum vekja athygli lesenda vorra á auglýsingu í síðasta blaði frá hr. Baldvin Einarssyni aktýgjasmið. Hann hefir komið á miklum framför- um í iðnaðargrein sinni, og smíðar hér manna bezt aktygi. Nam hann ak- tygjasmíði í Noregi og dvaldi þar all- lengi. — Hér eftir þurfa menn hvorki að sækja listivagna né erfiðisvagna til útlanda, hann smíðar þá með hvaða lagi sem óskað er, og leysir það einkar- vel af hendi. Landssjóður hefir keypt allmikið af aktygjum af honum til vegagerða og hafa þau reynst mjög vel; og úr ílestum sýslum þessa lands hafa honum borizt pantanir; enda ætti það svo að vera, að íslendingar styrktu íslenzkan iðnað. Það verður happadrýgst fyrir landið. — Vér höf- um séð ýms aktygi eftir hr. B. E., og lýst einkarvel á þau, enda segist hann leggja áherzlu á að smíða þau eftir þörfum og kröfum landsmanna. Nær og fjær. Ágætur afli sagður norðan úr Ólafsfirði. Botnvörpungur var nýlega tekinn af »Islands Falk« og sektaður á Seyðisfirði. Hann var þýzkur og hét »Franzius Bremenhauen«. Var hann sektaður um 1200 mörk. Afli og veiðarfæri gert upptækt. Botn- vörpungurinn keypti aflann aftur fyrir 800 mörk. Raíiir utan af landi. V. Akureyri i‘/e—'09. „ Valurinn‘‘ danski kom í morgun með þingmanninn héðan. Það er ann- ars undarlegt örlagaspé að Sig. Hjörl. skuli hafa orðið feginn (og sleikt út um) yfir því að mega liggja þar í skut, eins og hann hefir þó elt „ísafold", í því eins og öðru, að atyrða „Valinn“ þegar hann hefir flutt landsmenn. Sigurður kom og með „adjutant" sinn með sér, Knudsen slátrara, er var hafður til þingskrifta í vetur í verðlaunaskyni fyrir pólitiska þægð sína að sögn. 111 þykir kjósendum framkoma Sig- urðar á þinginu, og þó ekki að mun auðvirðilegii en við var búist af þeim er þekkja vitsmuni hans. En hlutverk sitt mun hann hafa unnið þar í þá átt, að elta „ísafoldar“-Björn í hverju sem var. Verður Sigurði nú hugsuð þegjandi þörfin fyrir lítilmensku sína og smán þá er mikill hluti kjósenda telja hann hafa gert sér með framkomu sinni. Skúli Thoroddsen hefir heldur vaxið í augum mann hér nyrðra fyrir afskifti sín af Thore-tilboðinu. Á hinn bóginn þykir mörgum það samvizkusök fyrir hann að hafa skilið við gamla Björn í valdasessinum að þinginu loknu, og má margt af því leiða. — Annars eru margir hér uppi um dalina sem tæp- lega trúa því enn þá, að „ísafoldar“- Björn sé orðinn rábherra. Margir and- stæðingar fyrv. ráðherra eru og mjög þungir í huga og áhyggjufullir yfir framtíð þessa lands og þjóðar eins og málunum virðist nú komið í óvænt efni. Sárt þykir mörgum gömlum Land- varnarmönnum hér um slóðir, og þeim er voru þeim hugstæðir, að vita nú um hin pólitisku afdrif þeirra Ara, Benedikts og Bjarna frá Vogi. Voru þeir að minni hyggju allir meiri menn og sjálfstæðari en nú er raun á orðin. Er þungt til þess að vita að þeir hafa á þenna hátt, sem nú er kunnugt, gerst undirlægjur Björns, þar með því að bisa við skóþvengi hans kasta þeir skugga á málefnið er Landvarnarmenn fylgdust að um. Er og lítt sennilegt að þeir uni vel hag sínum undir væng Bjarnar, þó sköp hafi þeim nú skipað þenna sess. „Mer og reitir hálsinn helsi, hunda unir slíku lundin, geyr í hlekkjúm garmur þakkir, getur mat við frelsi og etur". Kvað Bjarni frá Vogi hér á árunum. — Héðan er ekki neitt tíðinda af al- mennum fréttum. Heilsufar manna fremur gott. Veðr- átta hagstæð. Aflabrögð erxgin. Verzl- unarhorfur allgóðar. Efnahagur ekki sem beztur þó, smákaupmenn að fara „á hausinn* og fingraför þeirra sjást hér og þar á ábyrgðarmönnum o. s. frv. €ggert Claessen, yflrréttarmálaflutningsmaður. Póstlmsstp. 17. Talsímt 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. X citingaliúsið Jlorðurpóllinn" fæst til kaups og íbúðar nú þegar. Ágætt verð. Góður gjaldfrestur. Semjið sem fyrst við Siff. Hjöpnsson, Grettisgötu 38. SeM eigandi allra útistandandi skulda, við þrotabú Guðmundar Sigurðsson- ar, klæðskera hér í bænum, vil ég hérmeð biðja þá er skulda nefndu þrotabúi, að greiða skuldir sínar til umboðsmanns míns, herra Oísla Þor- bjarnarsonar búfræðings. Virðingarfylst. Reykjavík, 8. júní 1909. Jóhannes Nordal. * * íjc SaMKVÆMT ofanskrifaðri auglýsingu, skora ég á alla þá, er enn þá skulda ofannefndu þrotabúi, að greiða skuldir sínar til mín, eða semja um greiðslu eirra við mig iiinan 20. þ. m., því að öðrum kosti, verða skuldirnar tafarlaust innheimtar með lögsókn, á kostnað skuldunauta. Reykjavík, 8. júní 1909. Gísli Þorbjarnapson. Heima kl. 10—11 og 3—i. selur velverkaðan, þurran þorsk, smiííisk og ýsu. Ný húseig’n, á góðum stað í borginni, við tvær aðalgötur, til sölu fyrir mjög lágt verð: nxeð bakaríi, búð, þrem- ur íbúðum og nýu útihúsi ásamt hesta-, hey- og þvottahúsi með fl. Semja ber við Bjarna snikk- ara Jónsson, Laugaveg 30 A. Reykjavik. Heima kl. 9—10 f. m. Tombólu hefur kvennaskólanefndin í Reykja- vík áformað að halda síðari hluta septembermánaðar i haust til á- góða fyrir kvennaskólastofnunina. Nefndin væntir þess að allar kon- ur, yngri og eldri, einkanlega þær er notið hafa kennslu á skól- anum fyr eða síðar, leggi fram einhvern skerf í munum eða pen- ingum, eptir hvers getu og vilja. Gjafir má senda til einhverra af oss undirrituðum. Rvk. 5. júní 1909. * Anna Daníelsson, Guðrún J. Briem, Katrin Magnússon, Ingibj. H. Bjarnason, Eirikur Briem, Jón Jensson. Til þess að veita hússtjórnar- deild kvennaskólans í Reykjavik forstöðu óskast hraust og heilsu- góð kona, sem hefur lært til fulln- ustu bæði bóklega og verklega allt er að hússtjórn lýtur. Launin eru 400 kr., fæði. og húsnæði frá 1. okt. til 1. júní ár hvert. Umsóknir um þennan starfa séu stilaðar til kvennaskólanefndar- innar og sendist forstöðukonu skólans fyrir lok júlímán. þ. á. Meðmæli íylgi umsóknum. Rvík 5. júní 1909. Ingibjörg II. B/arnason. Kartöflnr bjá Jes Zimsen. 35 hafi ætlað að dylja tilfinningar sínar fyrir öðrum með hi'ottaskap sínum og móðgunum. En að lokum gat hann þó ekki á sér setið, og var nógu ósviíinn til að gera Dunju niðrandi tilboð. Hann bauð henni of fjár, og létzt jafnvel myndi yfirgefa alt, ef hún óskaði, gegn því, að hún færi með honum annaðhvort í annan landshluta eða til útlanda. Þú getur nú sjálfur hugsað þér hvað hún hefir tekið út! Hún gat ekki yfirgefið heimili hans, fyrst og fremst vegna skuldar- innar og í öðru lagi til þess að gera Mörfu Petrownu ekki hugraun, því hana myndi hafa grunað hvernig í öflu lá, ef hún hefði farið. Afleiðingarnar af því hefði því orðið sundurlyndi á heimilinu, sem síðar hefði borist út og orðið um leið að hneyksli fyrir Dunju. Það voru lika ýmsar aðrar ástæður, svo Dunja gat ekki gert sér von um að komast frá þessu hræðilega heimili fyr en minsta kosti að sex vikum liðnum. Þú þekkir nú Dunju, og veizt hve kjarkgóð og hyggin hún er. Hún getur borið alt, og jafnvel þó á yzta oddi leiki, er hún of stolt til að láta á sér sjá. Hún skrifaði mér ekki einu sinni alt eins og það var, til þess að hlífa mér, og skrifumst við þó á um alla hluti. En svo losnaði hún frá þessu á óvæntan hátt. Marfa Petrowna stóð einu sinni á hleri niðri í garðinum, þegar maður hennar grátbændi Dunju um að verða við óskum hans. Konan mis- skildi þetta viðtal og hélt að öll sökin lægi hjá Dunju. Það varð nú háa rifrildi þarna niðri í garðinum. Marfa Petrowna vildi ekki hlusta á eitt einasta orð; hún lamdi Dunju jafnvel, hrópaði upp yfir sig og lét eins og hún væri óð, og endaði með því að senda hana samstundis heim til mín á bóndavagni. Alt sem hún átti, bæði lín og föt og annað smávegis lét hún kasta óumbúnu upp í vagninn. Og þannig varð Dunja hædd og svívirt að aka seytján werstur í opn- um bóndavagni í hellirigningu heim til mín. Hugsaðu þér nú sjálfur, hverju ég hefði átt að svara þér upp á bréfið sem þú skrifaðir mér fyrir tveim mánuðum síðan? Eg var alveg eyðilögð; ég þorði ekki að skrifa sannleikann —, hann hefði að eins gert þig sorgbitinn og reiðan, og hvað hefðir þú svo getað gert? Ef til vill að eins steypt sjálfum þér í glötun. Svo harðbann- aði Dunja mér það líka. Ég tók það ráð að skrifa þér ekki, þvi ég gat ekki fengið mig til að skrifa þér innihaldslaust rugl, þegar slík sorg hvíldi á herðum mér. í heilan rnánuð hafði bæjarslúðrið hérna ekki annað að gera,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.