Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.06.1909, Blaðsíða 2

Reykjavík - 12.06.1909, Blaðsíða 2
122 REYKJAVIK X Sigurjón Ólafsson Skólavörðustíg 4 og Klapparslig 30. Krákubróðurs-tilhneyging B. J. ætti þó að geta gengið of langt, eins og hjá fyrirmynd hans meðal fuglanna, sem allir muna hvernig fór fyrir. £istamannasj óðurinn. menn það ráðvendni Kínversku em- bættismannanna. Héldu menn nú að ekkert yrði úr járnbrautarlagningunni um hrið. En í vetur gaus upp fregn sú, að Kínverjar væru búnir að fá petta mikla lán hjá Þjóðverjum og réðu til sín pýska verkfræðinga, og reyndist sú fregn sönn. Brá Englendingum mjög við þá fregn, og varð það ekki til að mýkja skap þeirra í garð Þjóðverja. Enda reyna þær þjóðir nú að ríða skóna hver niður af annari eftir megni. Krákubróðir safiiar fjöðrum. Ráðherrann okkar finnur til þess að hann er orðinn ráðherra, annað væri synd að segja. Honum finst hann eiga alt ísland. Ekki einungis »ísafold« og Einar Hjörleifsson, heldur hvern kopp og hrákadall sem landið á. Krákubróðurs-tilhneyging hans vex að sama skapi og ofmetnaðar-æðið. Hvern hlut sem hugsanlegt er að hann geti notað, og landið á, tekur hann og brúkar án þess að gjalda nokkra leigu fyrir, skreytir sig með því eins og krákubróðirinn stolnu fjöðrunum. Honum nægir ekki að taka dýr húsgögn, sem landið á, og brúka þau heima hjá sér endurgjaldslaust. Honum nægir ekki að rupla borð- um stjórnarráðsins, og taka þau heim til sín í borðdans. Honum nægir ekki að rupla mál- verkum af málverkasafni landsins, og krækja þeim upp á veggina hjá sér. Nei —, nú fann hann upp um daginn að ekki væri slikum höfð- ingja sæmandi að aka í öðru en kongs-vagninum — þessum vagni, sem kostaði landið nokkur þúsund krónur!! Fyrst ætlaði hann að aka í hon- um inn að Kleppi og lét spenna fyrir hann hesta. En vinir hans réðu honum frá förinni, meðfram af ótta fyrir því, að hann ætti þaðan ekki afturkvæmt. Þá skaut ráðherra skelk i bringu, svo hann hætti við förina. En síðan ók hann í vagninum upp að Vífilsstöðum, og nú má sjá hans vegsemd aka 1 honum með skylduliði sinu um bæinn. Sjálfsagt þykir honum upphefð mikil og fróun að sitja í »konung- legu sæti«, annað getur honum ekki gengið til, því nógir aðrir vagnar eru til í bænum. En myndi lands- mönnum ekki þykja viðkunnanlegra að þessi dýri vagn yrði annaðhvort seldur, eða geymdur svo vel, að nota mætti hann handa góðum gestum, heldur en láta B. J. slíta honum og eyðileggja, fyrir þann hégómann einn, að láta eftir Napóleons-æði sínu, og aka í »kongs-vagni«. Fyrir nokkrum árum gengust þeir fyrir því Sig. Sigurðsson skáld, Jón Sigurðsson stud. mag., Árni Eiríks- son leikari og Þorkell Þorláksson féhirðir, að stofnaður yrði sjóður fyrir íslenzka listamenn. Því var tekið vel í bænum og söfnuðust hér á stuttum tíma loforð fyrir liðugum 1000 kr. Nokkuð af því fé hefir verið borgað og sett á vöxtu. En síðan fyrsti spretturinn var gerður, hefir harðla lítið safnast til Listamannasjóðsins. Er það sjálfsagt miklu fremur að kenna því, að fáir hafa vitað af til- veru hans, en áhugaleysi manna. Að listir hafi stórmikla þýðingu fyrir menning og þroska þjóðanna þarf nú ekki að prédika fyrir öðr- um en Grænlendingum og Papúum og slíku fólki, sem það í rauninni myndi hafa afarlítil áhrif á. Ekki skal ég því móðga íslend- inga með því að gera það hér. Hitt vil ég benda á, að skeytingar- leysi manna hér um list og lista- menn er altof mikið. Og þó við reynum af fátækt okkar að miðla þeim einhverju, er það vanalega svo að þeir geta hvorki lifað né dáið fyrir það. Og auk þess eigum vér þingi voru það að þakka, að slíkum veilingum fylgja vanalega stórmóðganir til lista- mannanna, sem gerir þeim þungbært að taka við náðarbitunum. Afþví er það með öllu óviðeigandi, að þingið hafi það starf á hendi að veita til lista, enda verður ekki af slíkri stofnun krafist, að hún hafi þá sérþekkingu sem til þess þarf. Þvert á móti. Það má í flestum tilfellum gera ráð fyrir að pólitíkin verði þyngri á metunum en listin, þegar um veitingu er að ræða hjá slíkri stofnun. Þörfin er því brýn fyrir sérstakan sjóð, sem bæti úr þessu, brýnni hér en nokkursstaðar annarsstaðar, sök- um þess hve lítill markaðurinn er hér fyrir list af hvaða tagi sem er. Þjóðarmetnaður vor, og það sem við þegar höfum framkvæmt í list- um, og gefur oss vonir um gott framhald, ætti því að sýna oss að svo búið má ekki standa. Þetta mun líka mörgum ljóst, þvi á þingi kom hr. Skúli Thoroddsen með tillögu, sem fór í þá átt að þingið legði fram drjúgan skerf til slíks sjóðs í eitt skifti fyrir öll. Mér virðist það vel og viturlega ráðið og vonast til að hr. Sk. Th. fylgi því fast fram á þingi þegar tækifæri gefst. Og með þessum línum vildi ég vekja athygli landsmanna á að slíkur sjóður er til, og að menn geta styrkt hann og um leið íslenzkar listir, með því að gefa eitthvað til hans. Hver einstakur þyrfli ekki að gefa nema fáa aura. Kornið fyllir mælirinn. Hr. Þorkell Þorláksson féhirðir veitir gjöfunum móttöku. Ég vona að ýmsir verði til að leggja sér þetta á minni. Jónas Guðlaugsson. flytur næsta haust í hið nýja skóla- hús, sem nú er í smíðum við Frí- kirkjuveg. í þessu nýja húsi væntir skólinn að geta fullnægt sanngjörnum kröf- um tímans, bæði að því er snertir húsnæði og kennslu. Það er gert ráð fyrir allt að 30 heimavistum í skólhúsinu, og vonar skólinn á þann hátt að verða við óskum og tilmælum margra foreldra, er senda vilja dætur sínar á skólann, en hafa ekki átt þeim vissan neinn góðan dvalarstað. Ætlast er til að stúlkurnar borg- með sér 30 kr. á mánuði, er greiði ist fyrirfram fyrir hvern mánuð. Umsókn um heimavistirnar sé skrif- leg, og skulu foreldrar eða fjárráða- menn námsstúlknanna sækja um skól- ann fyrir þær. Umsóknin gildir fyrir allt skóla- árið, frá 1. okt. ár hvert, til 14. maí. Sérhver námsmær leggi sér til 4 lök, 3 koddaver og 4 handklæði, er sé merkt þeirra fulla fangamarki. Einnig verður sett á stofn hús- stjórnardeild við skólann, þar sem kenna á allt það, er lýtur að hús- stjórn heimila, svo sem matartilbún- ing, þvotta, að sterkja og slétta lín, og öll innanhússtörf. Ennfremur nokkrar munnlegar greinar, er lúta að húsmóðurstörfum. Námsskeiðin í þeirri deild verða 2 á ári hverju — frá 1. okt. til 30. jan. og frá 1. febr. til 1. júní ár hvert. Mánaðargjald fyrir hverja stúlku ér 25 kr., er borgist fyrirfram. Gjaldið lægra í þessari deild sökum þess, að stúlkurnar vinna að innanhússtörfum. — Þeir nemendur sæki einnig skrif- lega, óg hver námsmær leggi sér til, auk þess sem áður er talið, hvítar og mislitar svuntur. Bekkirnir verða framvegis 4, eins og verið hefur undanfarin ár; þó verður sú breyting á, að kennslan í 4. bekk getur ekki verið ókeypis að sinni, sakir hins þrönga efnahags skólans og mikils aukins kostnaðar við rekstur hans. Inntökuskilyrði í hvern bekk er, að stúikurnar séu fermdar og sið- prúðar. Til 1. bekkjar útheimtist einungis góð kunnátta í því, er unglingar eiga að hafa numið til fermingar. Inntökuskilyrði til 2. bekkjar eru, að stúlkurnar hafi numið undirstöðu- atriði íslenzkrar tungu.nokkuð ídönsku og reikningi, lært höfuðgreinar í heil- um tölum og brotum; ennfremur dá- lítið í íslandssögu og landafræði. Inntökuskilyrði til 3. bekkjar eru, að stúlkurnar hafi numið nokkru meira í öllum þeim greinum, en heimtaðar eru til 2. bekkjar, og auk þess lært að minnsta kosti 50 tírna í enskunámsbók G. T. Zoéga. í 4. bekk verður svo áframhalds- kennsla í öllum munnlegum greinum, sem kenndar eru í skólanum; en auk þess geta nemendurnir átt kost á góðri kennslu í ýmsum öðrum greinum, tungu- málum, hannyrðum o. fl. fyrir væga borgun. Námsmeyjar þær, er síðastl. vetur voru í 3. b. skólans, njóta þó ókeypis kennslu í 4. bekk næstaskólaár, þar eð þær vissu ekki um þetta ákvæði, er þær gengu í 3.bekk, og bjuggust við að halda áfram í 4. bekk. Allar umsóknir séu komnar til undirritaðrar íorstöðukonu skólans fyr- ir lok ágústmánaðar. Inntökupróf fyrir nýjar námsmeyj- ar. sem haldið er 2. og 3. okt. ár hvert, sker úr því, í hvaða bekk nem- andinn getur sezt. Reykjavík 5. júní 1909. Ingibjöry II. Bjarnason. (Til viðtals kl. 4-5 e. h. hvern dag). er það, að borga »Reykjavík« fyrir 1. júlí. Borgun fyrir blaðið veitt móttaka á afgr. bl. Smiðjustíg 7 á hverjum virkum degi frá kl. 8 árd. til kl. 8 síðd. Rey kj a v í k u r f r étt i r. Tíðin ágæt. Sólskin og gróðrarveður. Leikhúsið lék 2 leiki á sunnudaginn var, sem verða endurteknir á morgun. Annað hét „Fagra malarakonan í Marly“, franskt kýmileikrit, vel íyndið og skemtilegt. Hitt var „Lygasvipir" eftir Stellan Rye, sem oft hefir verið sýnt i Höfn og víðar. Það er ágætt smáleikrit sem grípur á nokkuð almennu kýli. Yfirleitt voru báðir þessir leikir leiknir með bezta móti, eftir því sem hér gerist. En heyrt höfum vér að sumir bæjar- búar — einkum hinn nýi ritstjóri „ísafoldar" — hafi hneyxlast mjög á „Lygasvipunum", og fundist að oft mætti satt kyrt liggja. J611 frá ýlúla er kominn úr austurför sinni; segir góða tíð og góðan afla þar eystra. Grjafir til heilsuhælisins hafa borist frá Geir Zoega kaupmanni 100 kr. og Guðmundi Þorsteinssyni frá Heiðarbæ 200 kr. Sfórstúkuþing halda Templarar um þessar mundir, stendur það yfir í nokkra daga. Aðkoinumenn eru hér margir þessa dagana. Meðal þeirra má nefna : Kristján H. Jónsson ritstj., Magnús Torfason sýslumann, Magnús Einarsson organista, Halldór Jónasson kennara á Seyðisfirði, bræð- urna Guðmund og Kristján Jónassyni úr Skarðsstöð, Halldór Steinsson læknir í Ólafsvík o. fl. — Ennfremur er ný- kominn frá Höfn Magnús Jónsson cand. jur., siglir hann aftur nú með „Laura*. §am»öng ætla þau systkinin ungfr. Elín Matthías- dóttir og Gunnar Matthíasson að halda hér í Bárubúð í kvöld. Hr. Gunnar Matthíasson er nýkominn frá Ameríku, og býr þar í bæ þeim er Seattle heitir á Kyrrahafsströndinni. Herra Gunnar Matthíasson hefir mikið fengist við söng þar vestra, og hefir ágæta söngrödd. Bæjarbúum má því vera nýjung mikil að heyra hann, því fátt er hér um góðar karlmanna- raddir, og því síður vel æfðar. Ungfr. Elín systir hans er kunnugri fólki hér en frá þurfi að segja, og sömuleiðis ungfr. Kristrún Hallgríms- son, er ætlar að aðstoða við sam- sönginn. Vonandi að samsöngur þessi verði því fjölsóttur. Þau systkinin fara að samsöng þessum loknum, norður til Akureyrar, á fund foreldra sinna. Gefst mönnum þYÍ að líkindum ekki kostur á að heyra þau hér nema í þetta eina skifti.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.