Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 10.07.1909, Qupperneq 2

Reykjavík - 10.07.1909, Qupperneq 2
138 REYKJAVÍK Sigurjón Ólafsson Skólavörðustíg 4 og Klapparstig 20. þeir annars ekki myndu ráðast í og gæta ekki eins og vera ber að lifa ekki fram yfir efni sín. Vondu árin minna mann á að vera gætnari. Þau eru því holl áminning ef menn láta sér þau að kenningu verða. Það hefir verið sagt að vér íslendingar séum ekki sparsöm þjóð, og það erum við heldur ekki þegar við berum okkur saman við nágrannaþjóðir okkar, Fær- eyinga, Skota og Norðmenn. Þegar við lítum í landshagsskýrslurnar íyrir 1908, úfgefnum í ár, sjáum við að aðfluttar vörur til landsins nema næst- um 6 railj. meira en útfluttar vörur. Árið þar áður var mismunurinn 3 milj. í aðfluttu vörunni er ekki getið skipa þeirra, mótorbata, botnvörpunga og annara skipa sem landsmenn hafa keypt árið 1907. Aftur á móti mun alls konar byggingarefni vera meðtalið, því talsvert var bygt af húsum það árið, bæði í kaupstöðum og til sveita, en þó tekið sé tillit til bygginga það ár, þá er mismunurinn alt of mikill, og bendir ekki á góðan búskap. Peningaeklan, sem hér er nú, mun að nokkru stafa af peningaeklu erlendis, sérstaklega í Danmörku, en ekki er ólíklegt að ætla að ein aðal-orsökin sé að við Islendingar höfum ekki kunnað að nota lánstraust okkar bæði hér hjá bönkunum og erlendis. Menn hafa í mörgum tilfellum tekið óþörf lán og verið of fúsir á að „lána nafnið sitt“ á víxla. Menn sem myndu hika við að lána öðrum manni 100 kr. í peningum hafa orðalaust skrifað upp á víxil fyrir sama mann- inn fyrir 100 kr., gætandi ekki þeirrar afleiðingar sem slíkt kann að hafa í för með sér. Hvað gera eigi til að bæta ástandið ? Að mínu áliti eigum við að gera alt sem við getum til þess að spara sem mest, eyða sem minstu, fara varlega með lánstraustið, og að auka fram- leiðsluna af afurðum landsins sem mest má verða. Það væri mjög æski- legt, ef blöðin okkar vildu gera meira en gert hefir verið, til að leiðbeina mönnum í þeim efnum, sem geta gert þjóðina sjálfstæða í efnalegu tilliti, brýna fyrir henni sparsemi, iðjusemi og dugnað í öilum verklegum fyrirtækjum. Aths. Af vangá hefir fallið eitt atriði úr viðtalsskýrslu vorri við Th. Thor- steinsson um fjárhagsástandið, í síðasta blaði. Að því er sjávarútveginn snertir lagði hann aðal-áherzlu á samtaka- og samvinnuleysi skipaútgerðarmanna um ráðningar og kaup háseta o. fl. Taldi það hafa haft afar vondar afleiðingar fyrir skipaútgerðina. En sem annað atriði nefndi hann ósparsemina. Loks stóð af vangá „peningavandræði" í stað- inn fyrir „fjárhagsvandræði“ í setning- unni: „þetta er í mínum augum á- stæðan til að peningavandræðin eru svo mikil o. s. frv.“ Þetta vildum vér biðja lesendur blaðs vors að athuga. fornmenjarannsiknir. Eins og kunnugt er, hafa þeir pró- fessor Finnur Jónsson og kafteinn Daníel Bruun fengist við fornmenja- rannsóknir hér á landi undaníarin tvö sumur. í fyrra sumar rannsökuðu þeir meðal annars gamalt hof á Hof- stöðum við Mývatn. Um þessa rann- sókn höfum vér fengið eftirfarandi skýrslu : Hofið snýr frá norðri til suðurs, og skiftist, eins og flest hof, í tvent, af- hús og veizluskála. Afhúsið var um 7 metra á lengd, skálinn rúmlega 36 metrar, lengd alls hofsins 45 metrar. Dyrnar á afhúsinu voru á vestúrhlið, en á skálanum á austurhlið, nálægt þverbálkinum, sem greindi skálann frá afhúsinu. í skálanum fundust greini- legar leiíar af langeldum, og fram með langveggjunum upphækkaðir pallar til að sitja á. Nokkuð frá veggjunum, langsetis eftir húsinu, fundust merki til að staðið hefðu tvær súlnaraðir, sín hvoru megin, er hefðu haldið uppi þakinu. Auk leifanna eftir langeldana fundust gryíjur, sem virtist hafa verið eldað í, á 2 stöðum inni í skálanum. í rústunum fundust ekki margar en þó nokkrar fornleifar og eru þessar hinar helztu : Bein af húsdýrum, einkum nautum, kindum og geitum, og líka af hestum og svínum og ýsubein, og hafa þessi bein verið ákveðin af herra Herluf Winge, umsjónarmanni við Dýragripa- safnið í Kaupmannahöfn. Mörg brýni. 2 sökkur (eða steinkylfur?). Ýmisleg járnbrot, þar á meðal af 2 skærum, járnnaglar o. fl. Einkennilegt verkfæri úr beini. Alt, sem fanst, er afhent Fornmenja- safni íslands. Að lokinni rannsókn var rústin færð í samt lag aftur, svo að engum steini er haggað úr sæti, og þakið yfir. í sumar ætla þeir félagar meðal annars að rannsaka hofið í Ljárskógum í Dalasýslu. Hver er munurinn á Tómasi Sæmunds- syni og Birni Jónssyni? Um Tómas var kveðið : Lengi mun hans lifa rödd hrein og djörf um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir þá ísafold er illa stödd. Um Björn má segja: Lengi mun hans lifa rödd hrein og djörf um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir þá „ísafold“ er illa stödd. Þessi fyrirspurn kom, þegar verið var að ræða um prentun alþíngistíðindanna. X. Nær og fjær. Trúlofuð eru nýlega ungfr. Lóa Guðmundsdóttir frá Nesi og Ivar Yen- nerström ritstjóri í Karlstad í Sviþjóð. Um prestsekknasjóðinn var lögð fram skýrsla á prestastefnunni á Þing- völlum. Hann nam í árslok 1908 kr. 27,706,40 og höfðu tekjur hans það árið verið kr. 191,64. Eftir tillögu biskups var uppgjafa prestum og prests- ekkjum úthlutaðar 900 kr. af honum. Tekjur landssímans i. ársfjórðung 1909. Símskeyti innanlands r Almenn skeyti................ 3409,70 Veðurskeyti.................. 1200,00 Símskeyti til útlanda: Almenn skeyti ...... 1730,42 Veðurskeyti....................312,47 Símskeyti frá útlöndum.................... Símasamtöl............................... Talsímanotendagjald...................... Viðtengingargjöld og einkaleyfisgjald . Aðrar tekjur............................ 4609,70 2042,89 1098,76 Kr. 7751,35 . . „ 7990,40 . . „ 1727,95 . . „ 500,00 . . „ 647,80 (3598,04*) ( 3946,85) | 2370,76) ( 397,46) Samtals kr. 18617,50 (10313,01) Reykjavík, 26. júní 1909. O. Forberg1. *) 1. ársfjórðungur 1908. Fjárkláða hve hafa orðið vart í Arnes- og Rangárvallasýslum, og er því kent um að fé hafi ekki verið baðað nógu oft. Blaðið „Ingólfur" hefir það eftir Magnúsi Einarssyni dýralækni að ómögulegt sé að fullyrða að nokkur hluti landsins sé laus við fjárkláða, og því sé árangurslaust að gera að hon- um nýja útrýmingaratlögu, nema alt fé landsins sé baðað, og það tvisvar. Engar ráðstafanir hefir landsstjórnin enn þá gert í þessu máli. Bær brann vestra í Kálfavík í Skötu- firði hinn 6. f. m. Innanhússmunum varð flestum bjargað, en bærinn sjálfur brann til kaldra kola. Bærinn var ó- vátrygður, svo tjónið nemur miklu. Leikfélagið í Reykjavík hefir átt miklum uppgangi að fagna hvað tekj- ur snertir hin síðustu ár. En að sama skapi hafa auðvitað útgjöldin vaxið. í vetur náinu tekjur þess 11947,95 en útgjöldin voru tæpum hundrað krónum minni. — Framförin sést bezt þegar borið er saman, að árið 1897 — '98 voru leikkvöldin 18 og kvöldtekj- urnar að meðaltali 172 kr., en nú þetta siðasta ár eru leikkvöldin 36 og tekj- urnar 275 kr. á kvöldi. ‘J00 ferðir hefir „Laura“ nú farið milli íslands og Danmerkur, er hún kemur næst. Hefir hún jafnan verið happaskip. Má telja vist að þessa verði minst að einhverju. Landssíminn. Það er óneitanlega glæsilegur vöxtur á notkun hans eftir ársfjórðungsskýrslunnisíðustu að dæma, hér um bil helmingi meiri tekjur en fyrsta ársfjórðung 1908, og má það vera mönnum gleðiefni að sjá fram á að þessi nauðsynjastofnun er einnig orðin álitleg fjárvon fyrir landið. Óefað má mikið þakka þetta lands- símastjóra Forberg, er rækir starf sitt með dugnaði, nákvæmni og fyrirhyggju, því ávalt kemur í Ijós „veldur hver á heldur". Nú nýlega hefir hann t. d. fengið framgengt nokkurri gjaldlækk- un fyrir símskeyti til ýmsra útlanda. Síldarmatsmenn hefir ráðherra skipað, á Akureyri Jón Bergsveinsson skipstj. í Hafnarfirði, á Siglufirðí Jakob Björnsson kaupmann frá Svalbarðseyri. Ráðherra sjúknr. „Þjóðólfur" flyt- ur þá fregn, að ráðherra sé sjúkur ytra, og hafi farið um hríð til Norð- ur-Sjálands sér til heilsubótar. Raddir ulan af landi. Helgafellssveit, 20. júni. Loksins áræddi þingm. Jöklara,. séra Sigurður Gunnarsson, að byrja á leiðarþingum hér í kjördæminu. Boð- aði hann til þess fyrsta og ef til vill þess síðasta á Skildi þ. 19. þ. m. Hann hældi þar á hvert reipi fram- komu meirihluta þingsins og þá um leið framkomu sjálfs sín. Leiðarþingið1 var að afloknum hreppskilum, þau (hreppskilin) voru mjög illa sótt og margir fóru í burtu meðan þingm. talaði, því honum sagðist seint og dræmt að vanda. Eftir að þingm. hafði mælt fram i rúman kl.-tíma voru flestir búnir að fá nóg, og var sagt, að þeir sem fastast sváfu undir ræðu þingm., hefðu vaknað þegar hann hætti að tala, t. d. séra Jón í Bjarnar- höfn, sem vildi að menn þökkuðu þingm. fyrir framkomuna. En þá stóð upp Gestur Guðmunds- son á Staðarbakka og sagði, að það væri viðkunnanlegra að fleiri tækju til máls, þingm. hefði skýrt æði einhliða frá gerðum þingsins, sýndi fram á hlutdrægni þingsins í fjárveitingum, mintist á úrslit sambandsmálsins og margra fleiri mála, og sýndi það, að hann hafði kynt sér rækilega gerðir þingsins og sagði hann þingm. ótvírætt til syndanna. Þingm. svaraði nokkr- um orðum aðfinslum Gests við vín- sölubannslögin, enn varð ógreitt um að svara ýmsum öðrum aðfinslum um framkomu þingsins; séra Jón í Bjarnar- höfn stóð þá upp og sagðist hafa heyrt að það væri þingm. þessa kjördæmis að þakka að nokkuð varð úr verki fyrir þinginu, ósamkomulagið hefði að öllum líkindum orðið afar slæmt, ef þingmanninum hefði ekki tekist að bæta það, og brostu þá sumir fundar- manna; fyrir þetta starf sitt í þarfir friðarins bað séra Jón menn að votta þingm. þakklæti sitt með því að rétta upp aðra eða báðar hendur og urðu til þess þeir séra Jón og Hallur á Grís- hóli, aðal-smalar séra Sig. hér í sveit, ennfremur Ágúst trésmíðameistari í Drápuhlíð, Guðm. í Jónsnesi, landseti séra Sig. og Nikulás Þorsteinsson þurfa- lingur frá Kljá. Ekki hefir heyrst að þingm. hafi boðað til fleiri leiðarþinga og geta sumir þess til, að hann hætti pú við að segja meira í fréttum af sér og þinginu, enda var þetta engin sigurför fyrir þingm. Helgfellingur.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.