Reykjavík - 20.11.1909, Blaðsíða 1
fcjaví ft.
X,, 54
TJtbreiddasta blað landsins.
Upplag yfip 3000.
Laugardag 20. Nóvember 1909
Áskrifendur í b ao n u m
yfir 1000.
ALT FÆST I THOMSENS MAGASlNl.
Baðliúsið virka daga 8—8.
Biskupsskrifstofa 9—2.
Corgarstjóraskrifstofa 10—3.
fiókasaín Alþ.lestrarfél. Pósthvisstr. 14, B—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7.
Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið opið hv. virkan dag kl. 11—12.
Islandsbanki 10—2‘/j og Bl/a—7.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. id. 7-8 e.m.
Landakotsspitalinn 10'h—12 og 4—5.
Landsbankinn IO'/j—21/*.
Landsbókasafnið 12—3 og 5—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7.
Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6.
Læknaskólinn ók. iækning þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasafnið sunnud. Vjt—2J/>.
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„REYKJ AYÍ K“
Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlanda 3 kr.; erlendit
kr. 8,50—4 sh.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. afsl.
Auglýsingar innlendar: & 1. bl«. kr. 1,60;
3. og 4. bls. 1,35 — Útl. augl. 38*/*°/o bwrra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ábyrgðarm. «Jón Olafsson, alþingism.
SLindargötu 28. Fónn 20.
yfygreiðsla ,Reykjavíknr‘
er á Smiðjustíg 7.
Afgreiðslúm. blaðsins er áreiðanlega
að liitta þar ltl. XO—11 f. m.
og 2—4 e. m. — Fónu 199.
Ritstjópi er til viðtsls virka
daga, nema Mánudaga, kl. 4—5 síðd.,
Lindargötu 28.
Stefnuskráin.
Ráðherrablaðið birti 8. Ágúst 1908 „stefnu-
,skrá“ sína. I henni var þetta m. a.:
„Við skulum láta kné fylgja kviði meðan
við liggjum ofan á þeim, höfum völdin, með
öllum þeim fylgjandi lilunnindum og hags-
munum“.
„Við skulum heita á fylgismenn okkar um
nóga og góða atvinnu eða önnur fríðindi,
ef við berum sigur úr bytum“.
„Við skulum varast, eftir því sem hægt
er, að láta aðra menn fá embætti eða sýsl-
anir, en reynda eða líklega fylgismenn okk-
ar, hvað sem líður hæfileikum þeil’ra“.
„Við skulum koma okkur upp sem flest-
um leppuðum saurblöðum, sem við getum
notað til að svívirða þá aila persónulega,
sem okkur eru andvígir . . . i ’:ið sem við
þurfum til slíkra blaða að lcosta úr okkar
vasa, tökum við af almannafé með launa-
hækkunum og bitlingum11.
Hver sem viil hafa fyrir að iesa ráðherra-
biaðið (XXXV. árg. 48. tbl.) 8. Ágúst 1908,
getur sannfært sig um, að þetta stendur
þar svona.
Svo geta menn borið saman orðin og
tverkin og séð, hvort ekki hefir verið við-
íeitni til að lialda þessa stefnuskrá.
Snúið úr ensku.
Margur lífið selur sitt
— selur það fyrir brauð.
Aðrir selja sálina
fyrir silfurs og gullsins auð.
Hold og blóð er hrak-ódýrt;
helzt er um of þess mergð.
Manns-sálir hafa’ á markaðnum þó
marg-oft lægra verð.
J. Ól.
yroflntiiingsbanmð.
Bæði fylgismenn og mótstöðumenn bann-
laga byggja mjög málstað sínn á því, hvort
hannlögin hafi fylgi nógn mikils meiri
hluta þjóðarinnar. Sumir telja 5/s nóg;
aðrir heimta að minsta kosti zji.
Oss virðist sem báðir skjóti fram hjá
markinu og hæfi ekki — fari á mis við það
sem er kjarninn i málinu.
Þá er um það er að ræða að banna at-
hafnir, þá er aðalkjarni málsins sá: hefir
þjóðin (löggjafarvaldið) siðferðislegan rétt
til þess? Og þá er undir því komið, hvort
athöfnin er svo löguð, að hún snerti þann
einn, sem fremur hana, og enga aðra, eða
hún er þess eðlis, að hún verði ekki framin,
án þess að rétti annara sé misboðið. Enginn
neitar því, að rétt sé að banna mönnum að
stela, því að með því að stela er jafnan gert
á annara hlut. — Enginu mun hinsvegar
neita því, að löggjafarvald hafi engan sið-
ferðislegan rétt til að banna mönnum að
ganga í silkinærfötum, því að það gerir eng-
um öðrum rangt til að menn kiæðist silki
næst sér.
Hvort vín hefir nokkurt eitur i sér eða
ekki, kemur málinu heldur ekki við. Otai-
margt, sem menn neyta daglega, hefir ofur-
lítið af eitri í sér.
Ef auðið er að sýna fram á, að öli nautn
áfengis geri öðrum rangt til, en þeim sem
neytir þess, þá hefir þjóðfélagið siðferðisleg-
an rétt til að banna það. — Meira að segja:
Þótt auðið sé að neyta áfengis án þess að
gera með því á annara lilut, þá getur samt
verið siðferðislega réttmætt að banna þá
nautn, ef auðið er að sanna, að nautn á-
fengis hafi í för með sér almennan pjóðar-
voða, og að eigi sé auðið á annan hátt,
að hefta þann voða eða minka hann svo, að
tjónið af honum verði ekki meira, en tjón
það er leiðir af banninu.
Hafi þjóðfélagið siðferðislegan rétt til að
banna athöfn, þá hefir það rétt til að gera
það með einföldum meirihluta. — En hafi
það ekki siðferðislegan rétt til þess, þá öðl-
ast það hann ekki með neinum atkvæða-
fjölda, hve mikill sem er.
TJm það ættu umræðurnar að snúast, hvort
svo sé eða ekki.
Hvorugur málsaðili gerir málstað sínum
sannarlegt gagn til langframa með því að
hylja aðalkjarna máisins með orðgnótt og
málalengingum um auka-atriði.
Þetta er ritað að eins til bendingar
báðum aðilum.
Ódýr húsagerð.
Grjótsteypa. — ,Lath‘ og ,plaster‘.
[Niðuri.].
— Hitt atriðið er það sem á ensku
er kailað „Latli“ og „Plaster“. —
Er það kalk-klæðning á rimlum. Hún
er notuð alment mjög í Ameríku —,
nálega eingöngu innanlrúss — svo
alment, að þar er varla þiljað innan
nokkurt einasta íbúðarhús á annan
hátt. Á útveggjum er það oft haft
tvöfalt, og reynist það þá sérlega hlýtt,
en á loftum og skilrúmum er það
vanaiega einfalt. Það fer sérlega vel,
og endist vel með góðri umgengni.
Þegar sprungur koma í það, eða ef
úr því brotnar, þá er gert við það
með sárlitlum tilkostnaði; og þegar
nýi blærinn á því fölnar, er það þvegið
með þar til gerðu ódýru dufti,
úthrærðu í vatni, og þá með þeim lit
sem ’nver óskar („Kalsomining"). —
„Lath“ og „plaster" er aðallega
notað í bindingshús; — en þó oft sem
þiijur á grindum innan á steinveggjum.
Það er gert þannig:
Fyrst er „lath“-ið neglt á stafina
og bitana (þverS um), um alt húsið; en
„iath“-ið er 4 feta langir tré-listar,
sem eru xjt—3/s þml. á þykt og 1—1 Va
þmi. á breidd. Og eru þeir látnir ná
á þrjú 16 þml. stafabil, á víxl,—hvor
kafli urn 2 fet á lengd.1)
Þegar búið er að lista (,,latha“), þá
er farið að „plastra". Það er: þá er
kalkblandan sett á, strokið um og á
með þrýstingi, með fjöl, jafnt og slétt,
þannig að það iæsi sér að innanverðu.
Eftir svolitla stund er það elt til með
járnflöt til að jafna það. Þegar það
er hart orðið, er sett á það þunn gips-
húð á sama hátt, og „afpússað" jafn-
framt.
Þessi kalkblanda er búin til vana-
legast úr lesktu kalki að Va, sandi
sálduðum að 3/r, og svo alt að x/2 af
greiddu búkhári í kalkfötuna.
Þessi þilju-aðferð er afar-ódýr; vestan
hafs kostaði hún (með efni og öllu verki)
álíka mikið og flettinga-þiljur, og var
timbur þar þó ódýrara en hér.
Hór á Reykjum geta menn einnig
séð sýnishorn af þessu, og fengið frek-
ari upplýsingar í því efni.
Æskilegt væri að „Búnaðarritið11
vildi taka upp þessa grein (eða þá
„Freyr") til frambúðar-leiðbeiningar
fyrir bændur iandsins.
Reykjum í Mosfellssveit, Okt. 1909.
8. B. Jónsson.
Alþing’is-luísið.
Herra ritstjóri „Reykjavikur“!
í blaði yðar 6. þ. m. hafið þér gert Al-
þingishúsið að umtalsefni og segið, að það
liggi undir skemdum, vatn gangi þar upp i
kjallaraun, hitavélin gerskemmist og húsið
og það sem í því sé, ef aldrei sé hitað þar
upp eða hirt um vélina, og spyrjið svo um
leið, hvað forsetarnir hugsi og hvort þetta
eigi að vera sparnaður. Með því að hér er
gefin í skyn vanræksla frá okkar hálfu, sem
l) Milli lista mun vera ca. 1—1 */* þml. bil.
Ritstj.
X,, 54
Iðnaöarmenn I
Munið eflir að ganga »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna.t
Sueinn Jónsson gjk.
Heima kl. 6 e. m. — Ðókhlöðustíg 10.
ekki er á nokkrum rökum bygð, væntum
við þess að þér ljáið eftirfarandi leiðrétt-
ingu og skýringu rúm í blaði yðar:
Það er rétt, að hitavélin í húsinu liggur
undir skemdum, en það stafar af þvi, liversu
óheppilega henni hefir verið komið fyrir af
þeim, er önnuðust viðbótarhygginguna við
AlþÍDgishúsið og lögðu hitaleiðsluna. Hefir
nú þegar verið varið allmiklu fé til að hefta
vatnsuppgang i kjallaranum, þar sem vélin
er, en hefir lítið sem ekkert hjálpað og
verður vist aldrei að verulegu liði, af því
að fráganginum hefir í upphafi verið svo
ábótavant. En um hitun hússins er það að
segja, að löngu áður en athugasemdin í
„Reykjavík11 birtist, hefir þess verið farið á
leit við stjórnina, að hún gerði ráðstafanir
til þess, að húsið yrði hitað upp að vetrin-
um, til að reyna að verja véiina skemdum,
og mun stjórnin þegar hafa gert fyrirskip-
anir í þá útt. En dýrt hlýtur það að verða
og mundi hafa veríð öldungis óþarft, ef vel
hefði verið frá vélinni og verkinu öllu
gengið. Yið forsetarnir herum sannarlega
enga ábyrgð á því, hvernig verk þetta hefir
verið af hendi leyst i upphafi. Við getum
ekki annað gert en bent stjórninni á, hvers
við þurfi, og það hefir verið gert. Á verki
þessu ber landsstjórnin alla ábyrgð, en við
alis enga. Skemmist húsið og vélin vegna
þessa frágangs -— og það getur vel verið
að upphitun ein verði ekki næg til þess að
vernda vélina og hitaleiðsluna — þá er það
á ábyrgð þeirra, er létu framkvæma verkið,
áður en við fórum að hafa nokkur afskifti
af umsjþn hússins.
Reykjavík, 8. Nóvember 1909.
Hannes Borsteinsson. Kristján Jónsson.
• *
— Auðvitað eiga forsetarnir enga sök á
þvi, hve illa (sviksamlega?) viðaukinn við
þinghúsið hefir gerður verið. Sá sem verkið
vann, er nú um það bil að fara úr landi,
og lítur út fyrir að hann eigi engri ábyrgð
að sæta fyrir þetta verk sitt eða önnur. En
eftir að þessi húsviðbót er nú upp komin,
er hún væntanlegaí umsjá forsetanna eins og
húsið í heild S’nni. Á þeim virðist vafalítið
að ábyrgðin hvíli fyrir viðhaldi og meðferð
hússins, og virðist þeirra skylda, að sporna
við tjóninu eftir megni. Ráðherrann hefir
víst enga skyldu til að sjá um húsið, nema
hann taki hana góðfúslega að sér af forset-
unum, ef þeir vilja koma umsjóninni yfir á
hann. Enga fyrirskipun eða ráðstöfun hefir
hann enn gert, svo kunnugt sé, til að varð-
veita húsið og hitavélina. Það eina, sem
hann hefir forðað skemdum, ei’u húsgögn
þau og myndir, sem hann hefir „bjargað11
heim til sin!
En ætla má, að eitthvað verði nú gert
eftir að forsetarnir hafa nú (þökk sé „Rvík“)
kannast við, að hitavélin liggi undir skemd-
um. Yonandi það dragist ekki þar til það
er um seinan. >3/u ’09. Ritstj.
Ógeðslegt
er að sjá ráðherrablaðið rífa klæði sín
og barma sér af gremju yfir því, að
„Rvík“ gat nýlega um þjófnað tveggja
unglinga, stjórnardindla-sona, og var
svo mannúðleg að nefna hvorlú dreng-
ina né föðurnöfn peirra. Sjálft tekur
rhbl. fréttagrein „Rvíkur“ upp orðrétta,
alla eins og hún var, og veitir henni
þannig útbreiðslu meðal þeirra af les-
endum sínum, er ekki lesa „Rvík“, og
skyldi menn ekki ætia að hún gerði
það, ef það væri nokkurt ódæði að
flytja sanna fregn.
Hins minnist hún ekki, að þá er
maður úr stjórnandstæðinga-flokki fyr-
irfór lífl sínu í vor, þá nefndi hún
manninn fullu nafni, og var það ekki
tiltökumál’ En hún hnýtti par við
hnjóðsyrðum um manninn dauðan,