Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.11.1909, Blaðsíða 2

Reykjavík - 30.11.1909, Blaðsíða 2
224 REYKJAVIK Vinnustofur eru fluttar í Bankastræti 7, og fást þar margs- konar luísgög;ii. Sömuleiðis eru myndir settar í ramma. (upphæð varasjóðs), þá kemur í Ijós, að eftir síðustu sögusögn ráðh.bl. sjálfs á Land8bankinn í óvcðsettum verð- bréfum 15,000 kr. umfram varasjóð sinn. Það er ekki auðhlaupið að því í svipan að ná sönnunum í hendur hér fyrir bankastjórana, sem eru úti- lokaðir frá öllum bókum bankans. Enda virðist sönnunarskyldan hér hvíla á þeim sem ásaka þá. Komi þeir fram með veðsetning- arbréfin eða staðfest eftirrit þeirra. Þangað til þau skilríki koma fram, munu allir trúa framburði Eiríks Briem, Kristjáns Jónssonar og Tryggva Gunn- arssonar. Hver óvalinn maður, sem sakaður er um eitthvað, er að lögum talinn saklaus, ef hann neitar, þar til er sannanir eru fram færðar gegn hon- um, sem sýna, að hann hafi sagt ósatt. Eiga þeir valinkunnu og þjóð- kunnu heiðursmenn, sem hér eiga hlut að máli, minna skilið en hver óvalinn maður ? Ef þeir eru sak- aðir um að hafa veðsett varasjóð, hví er þá ekki komið fram með þá einu sönnun, sem óvéfengjandi er í því máli — sjálft veðset.ningarskjalið eða st.aðfest eftirrit af þvi ? Það er fyrirhafnai litið og auðvelt að gera, ef það er nokkurt til. Hefir ekki jafnvel Björn Jónsson þá sómatilfinning og réttlætistilfinning, að hann sjái, að þetta er siðferðisleg skylda hans. Geri hann þetta ekki, og það nú þegar — tafarlaust —, þá er ekki vandséð fyrir almenning, hvorum hér sé að trúa, honum, eða þeim sem hann ber sakir á. Vita má hann það, að alt íslandtrúir orðum Eiríks, Kristjár.s og Tryggva hetnr en ósönnuðum ummœlum hans, í máli þar sem hann getur, ef hann vill, lagt fram sönnun sina, ef liún er til. 3jörn að baki Xára. Ráölierra og saurblaðsriti. Sonurinn leppur. í gildi, sem haldið var fyrir nokkru, varð Ólafur ráðherra-son „ísafoldar"- leppur, svo drukkinn, að hann fór að gráta brennivíns-grát og barma sér yfir lepps-ævi sinni: „Pað er faðir minn, sem skrifar allar s ví virðileg ustu greinarnar í bluðið“, sagði hann og nefndi tvær greinar til dæmis. Þetta höíum vér vitað nokkrar vik- ur, en þagað yfir af hlifð. Pað eru vitni að því; það má sanna það fyrir dómi. — Stærsti mannsöfnuður, sem sést hefir i Reykjavík. Öskudags-ráðherrann lætur sáldra ösku á borgara bæjarins. Lífvörðurfnn : lögregluþjónar og 26 götustrákar. Á Sunnudagsmorguninn vóru festar upp viðsvegar um bæinn auglýsingar, undirskrifaðar af 17 borgurum bæjarins, köiium og konum, nokkurneginn jafn- mörgum úr báðum þjóðmálaflokkum, og var þar skorað á bæjarmenn að koma saman á Lækjartorgi kl. 3 til að hefja þaðan göngu heim til ráð- herra og skora á hann að segja afsér völdum. Kl. milli 10 og 11 fóru þrír jar til kvaddir borgarar heim t.il hans og fengu hann til viðtals; tjáðu honum, að bæjarbúar ætluðu að flytja honum áskorun og spurðu, hvort hann vildi vera heima og veita þeim áheyrn. Hann svaraði því engu, og urðu þeir að fara við svo búið. Á nóni komu menn saman — Lækj- artorg alt svo þéttskipað fólki, að viða lá við troðningum; Asturstræti fult vestur fyrir íslandsbanka; mannsafn- aður suður eftir Lækjargötu, upp eftir Bankastræti upp hjá Bernhofts-bakara- búð, sundið norður úr Lækjartorgi og eins upp eftir Hverfisgötu. A torginu var reistur ræðustóll og sté verkfræðingur og bæjarfulltrúi Knud Zimsen þar upp og mælti til mannfjöldans á þessa leið: Reykjavikur borgarar! Þessi mannfjöldi er hér saman kom- inn til að mótmæla aðförum Björns Jónssonar, ráðherra, gagnvart lands- bankanum og forstjórum hans. Eg hefi verið beðinn að rökfesta mót- mælin með fáum orðum og er petta mitt mál: Vér höfum allir verið sjónar-og heyrn- arvottar að því, sem iram fór hér í borginni á Manudaginn var, erráðherra íslands rak frá embættum forstjóra Landsbankans með háðung og smán, og lét festa upp á strætum hér og síma út um allan heim tilkynningu um pessa stjórnarathöfn. Það var ógæfudagur! Hér skal eigi deilt um það, hversu réltmæt séu ásökunarorð og smánarorð ráðherra um pá þrjá, þjóðkunna ráð- vendnismenn, sem sæti áttu í stjórn Landsbankans, enda þótt enginn maður muni nú dirfast að halda fram réttmæti þeirra orða. Þessi orð vekja sára gremju hjá oss öllum! Eigi heldur skal fullyrt að landsstjórn- in kunni ekki að hafa haft einhverjar aðrar ástæður en kunnar eru. til að þrifa til þess óyndisúrræðis að að víkja iorstjórum Landsbankans frá. En það skilst hverjum manni, að þær ástæður, sem fram komið hafa opinberlega gela engan \eginn réttlætt það. Isafoldargreinin í gær um veðsetningu verðbréfa varasjóðs bankans rjettlæta ekki frávikninguna, þvi að símskeytið sem staðhæfingin byggist á, er dagsett 3 dögum eftir að hún fór fram. Banka- stjórar mótmæla því og eindregið, að bréfin séu veðsett. Ekkert veðbréf er til þessu viðvíkjandi. Bankavaxtabréfm eru send Landman'sbankanum til sölu. En þó það væri satt, sem ísaf. hermir, þá væri ekki hér um neitt lagabrot aö ræða, þvi samkv. 7. gr. bankaiagal8. sept. 1885 er bankanum heimilt að taka lán gegn tryggingu í sjálfs síns eígnum og eignirnar eru einmitt aöallega eða jafnvel eingöngu varasjóður bankans, þar sem allur ágóði bankans árlega tegst við varasjóð lögum samkvæmt. Fregnmiði ísafoldar, sem út kom fyrir hálftíma síðan, vill halda því fram, að reglugerð bankans banni veðsetninguna. En reglugerðin byggist á lögunum og lagafyrirmælin eru skýlaus. Ráðherrann virðist þvi herfilega hafa mísbeitt valdi sínu með frávilcningu bankastjórnarinnar. En ráðherrann lætur sér ekki nægja frávikning bankastjórnarinnar og smán- arorðin um hana, heldur gefur hann ó- tvirætt í skyn í tilkynningu sinni, að bankinn muni þurfa aðstoðar utan að, til að geta staðið í skilum við viðskifta- menn sina og segist hafa gert ráðstafanir utan lands og innan til að útvega banlc- anum slíka aðstoð. Einnig þenna boðskap hefir ráðherra flutt á öldum rafmagns út um alt land og út um allan heim. En þetta er, sem betur fer og vita mátti, falsbodskapur. Bankinn er tryggur og alls ekki hjálparþurfi. Með öllu þessu atferli ráðherra er Landsbankanum stofnað í voða. Tiltrú og traust erlendra viðskiftamanna er veikt, eigi að eins til bankans, heldur og til landsins og allra íslenzkra viðskiffa. Þetta er þegar komið á daginn. Fjármálastjórn Danahefir dæmt banka- vaxtabréf Landsbankans óverðmæt með þvi, að neita að standa við samning um kaup á bréfum fyrir 450 þúsund krónur. Ver erum alt” að því hálfri miljón króna fátækari og máttum þó sízt við því nú. Allar ráðstafanir ráðherra eftir á til að taka allan geig úr fjármálastjórninni dönsku hnfa ekki borið árangur. Ranka- vaxtabréf Landsbankans, sem eru meðal tryggustu verðbréfa heimsins, bera enn þann stimpil dönsku stjörnarinnar, að þau séu óverðmæt. . Þetta er sárgrsefilegnr hneklcir fyrir ísland. / Landmandsbankinn i Kaupmannahöfn, sem LandsbanlCinn hefir haft öll sín er- lendu skuldaskifti við, og sem oft hefir lánað honum stórfé tryggingarlaust, ber nú ekki meira traust til bankans, en að hann heimtar, að mega sen la mann til að kynna sér ástand Landsbankans. — Pirlendur skuldheimtumaður á að fara að rannsaka hag Landsbanka vors. Hvílík pjóðarskömm! Það er auðsætt, hvaða áhrif þetta alt muni hafaáverzlun og viðskifti íslenzkra kaupmanna eigi að eins við Dani, held- ur og við Þjóðverja, Englendinga og allar erlendar þjóðir. Tortrygni og vantraust kcraur í staö tiltrúar og trausts og það hlýtur að hafa afar-miklar og iltar ath'iðingar fvrir a!la ina islenzku þjóð. Það mætti nefna dæmí, sem ,þegar eru kunn, svo sem að hlutabréf íslands banka féllu i verði undir eins og alilkgnning ráðherran varð heyrum kunn, og svenskt stórfélag bannar með símskeyti, að láta bankana taka á móti nokkru innheimtufé sér til- heyrandi, en hér skal ekki frekar út i það farið. Þetta tiltæki ráðherra snertir oss alla. Það er árás á viðskiltalííið og hag hvers einstaklings. Það er árás á þjóðarsæmd vora og lieill alls íslands! Þess vegna verður þjóðin að rísa upp og mótmæla aðförutn ráðherra einum rómi. Hér er ekki að ræöa um stjórn- málaflokka. Nei! Her er um heill og sóma islenzkrar þjóðar að tefla! Enginn Islendingur, sem ann fósturjörö sinni, getur þvi látið þetta mál afskiftalaust. Reykvikingar! Látum oss orða mót- mæli vor á þessa leið: Flinduriun niótmælir nðförnm Björns Jónssonar rádherra írnirnvart Landsbank- annm og landsbanknstjórninni, telur nt- ferli bans ófyrirleitna mlsbeitinfr n valdi sínn inn á við, óþolandl litílsvirðiiifr á saimd Ofr hafrsmniinm íslands lit á við og talandi vott nin það, að lionnm sé ckki trnnndi fyrir því emhætti, sem hnnn heiir á liendi. — Þess vegna krefst fiindnrinn þess, að hann leggi þegnr niður raðherra- emhættið«. Vér hðfum nú komið orðum að mót- mælutn vornm og látum oss þá sam- stundis fara suður til ráðherra og ílyt.ja honum þau. Eg sting upp á þvi, að vér biðjnm alþingismann Jón Jonsson frá Múla að hafa orð fyrir oss vlð ráðherra.« (Samþykt með lófatæki). Því næsfc skoraði hann á alla, sem vildu styðja þessa áskorun, að gera það með því að ganga suður til ráð- herrans ásamt þeim er flytti honum erindið. IOnaOarmenn I Munið eftir að ganga »Sjúkrasjóð Iðnaðannanna.c Sveinn Jónsson gjk. Heima kl. 6 e. m. — Bóklilöðustig 10. Siðan gekk mannfjöldinn allur, fullar 7000 manna, að því er næst verður komist (því alt var á ferli ungt og gamalt í bænum, Seltirningar margir og Akurnesingar og Mosfellssveitar- menn) — alt suður að bústað ráðherr- ans; var alskipuð öll Tjarnargata og mikið af Vonarstræti, Suðurgata og alt svæðið umhverfis húsið. Þegar þangað kom, voru þar fyrir allir lögregluþjónar bæjarins og vakt- arar, einn fordrukkinn alræmdur snikk- araræfill, einn bókbindari ísafoldar og einn eða svo fullorðinn maður til, sem vér þekkjum ekki, þeir voru uppi á pallinum við húsið ofan við tröppurn- ar. í sjálfum tröppunum stóð stúdents- garmur, fyrir nokkrum árum útskrif- aður af vitlausraspítala í Danmörku, og með honum eitthvað 24 götustrák- ar, 12—18 ára að aldri, og stýrði hann því iiði. Jón í Múla bað iögregluþjón að koma orðum inn til ráðherra, að biðja hann að hlýða á, meðan honum væri flutt ávarp. Það vildi ráðherra ekki. Jón reyndi nokkrum sinnum til að mæla nokkrum orðum, en þá öskraði Jakob Möller jafnan upp, afskræmdur með krampadrætti í andlitinu, og götu- strákarnir hinir tóku undir með hon- um. Annars segir Jón í Múla sjálfur á öðrum stað hér í blaðinu sögu sína, og vísum vér þangað. Ráðherra kom út á gluggsvalir húsins, náfölur og titrandi, og fór að ávai pa oss. En fáir heyrðu neitt veru- legt af því, þeirra er næstir stóðu, hvað þá aðrir. Hann bysjaði á því, að hann þættist renna grun í, hvers erindis þessi mikli mannsöfnuður væri þangað kominn. Én svo hrópuðu götu- drengirnir 25: „iengi lifi Björn Jóns- son“! En það óp hafði þau áhrif á kariinn, að það sló út í fyrir honum og hann fór að tala eitthvað óráð um þann mikla meirihluta þjóðarinnar, sem mundi fylgja sér í banka-máiinu. En þá varð einhver viðstaddur svo mis- kunnsamur að segja: „Hann er að tala vitleysu. Á það er ekki vert að hJusta. Niður með ráðherrann /“ Það óp var endurtekið í ýmsum út- gáfum : Niður með þann sem myrð- ir lanstraust landsins! Niður með frelsismorðingjann ! Niður með Skr .. - Björa! — og óteljandi voru þær úfc- gáiur sem þar mátti heyra. Björn karlinn hélt áfram með vað- alinn, sem enginn heyrði né skildi. Stundum var Leppur að spýta í hann og minna hann á, og var þá hlegið. Annars var mannfjöldinn siðprúður og kyrrlátur, eins og fyrir mönnum hafði verið brýnt, enda vóru þar all- ar stéttir saman komnar: embeettis- menn, kaupmenn, iðnaðarmenn, veika- menn, sjómenn, bændur o S. frv. Þorvaldur Bjönsson lögregluþjónn gerði sig fjarska gleiðan, hélt hlifi— skildi yfir götustráka-lífverðinum, en ávítaði merkustu borgara bæjarins, sem stóðu grafkyrrir; af og til var harm að hrinda mönnum, sem kyrrir stóðu í hálkunni, ráfct eins og hann væri að hana kerlingu. „Ég geri ekki annað en það, sem bæjarfógetinn hefir fyrir mig lagt!“ sagði hann hróðugur. Göt.udrengja- kvígildin, sem hann stýrði á tröppun- um og pallinum, var að reyna að sálda öskn á þá sem næstir stóðu. Engir höfðu reyndar búist við „trak- téririgum" hjá ráðherra við þetta tæki- fæi i; en auðvitað var, að ef það væri látið nokkuð heita, þá mundi það verða úr öskupokanum Öskudags-ráðherrans. Tveir lögregluþjónar stukku einu sinni fram úr hópnum og að manni, sem stóð með höndurnar í vösunum, en var víst eitthvað að kalla, og tóku hann og ætluðu víst að „setja hann inn“ eða í járn, eða hver veit hvað. En þeir höíðu ekki óðara snert mann-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.