Reykjavík

Issue

Reykjavík - 10.01.1910, Page 2

Reykjavík - 10.01.1910, Page 2
2 REYKJAVIK Því úrskurðast: Gjörðarbeiðandanum Kristjáni Jóns- syni veitist aðgangur að Landsbanka- húsinu og bókum bankans og skjölum. Jón MagnÚ88on. Úrskurðurinn upplesinn í heyranda hljóði. Rétti slitið. * * * Með úrskurði þessum er þá fyrsti dómsúrskurður fenginn fyrir því: 1. að Kristján Jónsson sem lög- legur gæzlustjóri Alþingis á rétt á að rækja gæzlustjórastörf sin. Réttur hans til aðgangs að hús- um, bókum og skjölum bank- aös er bygður á þvi að hann sé lögum samkvæmt gœzlusljóri Landsbankans. þá er og með úrskurðinum svo úr skórið (sbr. forsendurnar), að bréf ráðhcrra 3. þ. m. til E. Br. og Kr. J. sé lögleysa. 3. Að þar sem lögin að eins á- kveða 2 gæzlustjóra kosna af Alþingi, þá er útnefning ráð- herra á öðrum mönnum til að vera gæzlustjórar eftir 1. Jan. þ. á. lögleysa. Ýmislegt er það fleira í at- höfnum ráðherra og bankastjóra, sem ólöglegt verður samkvæmt þess- um úrskurði. Sá græningjaskapur heyrðist þeg- ar er úrskurðurinn var fallinn, úr herbúðum stjórnarinnar, að úrskurð- urinn félli þegar úr gildi, er honum væri áfrýjað. Þeir sem ekki heyrðu sjálíirþessa fásinnu stjórnarliðsins, munu eiga örðugt með að trúa henni. Hvert barn í lögum, hvað þá heldur hver lögfræðingur, ætti þó að vita, hver munur er á áhrifum áfrýjunar gagn- vart dómi og gagnvart fógetaúr- skurði. Áfrýjun getur stöðvað fullnæging dóms, en áfrýjun raskar ekki gildi fógetaúrskurðar. Fógetaúrskurður stendur í gildi þar til er bann er felldur úr gildi með œðra dómi. Kristján Jónsson hefir samkvæmt þessu mætt og rækt störf sín í bank- anum á hverjum degi síðan úrskurð- urinn féll, og mun svo gera fram- vegis. Hætt við að þess verði langt að bíða að nokkur dómstóll felli úr- skurð þennan úr gildi. Það má fullyrða, að ekki hefir verið flasað að konum. Daginn eftir að úrskurðurinn féll, er mælt, að ráðherra hafi sent þá Svein og Ara i umboði sínu niður í banka til að banna bankastjórunum að veita Kristjáni viðtöku. Ekki veit ég sönnur á þessu. En hitt er vist, að bankastjórarnir hafa ekki viljað baka sér ábyrgð með að hlýða því. En um hitt hafa þeir neitað hon- uro, að borga honum laun sin. Verður það dýrt fyrir bankann, því að dæmdur verður hann óefað til þess, og þá með vöxtum og máls- kostnaði. Hvað verður nú þessu næst? Hvað eiga þessi lögbrot og þessi ófagnaður allur að standa lengi? Það er meirihlutinn á Alþingi, sem siðferðislega ber alla ábyrgðina á öllum gerðum ráðherrans, meðan þingmenn þess meirihluta láta hann ! ekki vita, að hann hafi misf traust þeirra og fylgi. En kjósendanna er það, að ýta við þingmönnum sinum, og krefja þá reikningsskapar. En það er ekki fyrir það: nú veit maður og heyrir daglega, hvað er að gerast í landinu. Sú hreyfing er þar vöknuð, jafnvel meðal meiri- hluta-þingmanna, sem virðist gefa fulla ástæðu til að vona, að úr þessu fari að verða skömm óhófs ævin. Jón Olafsson, alþm. jfýárs-kappsunð ,6rettis‘. Sundskálafjelagið »Grettir«, er stofnað var hjer í Reykjavík í fyrra vetur, og byggði í sumar sundskála við Skerjafjörð, hefir nú ákveðið, að þreyta kappsund í sjó á hv'erjum nýársdegi, og fór það í fyrsta skifti fram núna á nýársdag. Veður var hryssingslegt, útsynn- ings jeljagangur, en frostlaust að kalla. Guðjón Sigurðsson, úrsmiður* hafði | gefið þeim fjelögum stóran og vand- | aðan silfurbikar, er þeir skyldu keppa um. Þeir urðu fimrn, sem kepptu um hann í þetta skifti: Benedikt W. Guðjónsson, Guðm. Kr. Guðmunds- í son, Sigurjón Pjetursson, Sigurjón Sigurðsson og Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn. Syntu þeir frá bæjarbryggjunni yfir að lausabryggju, er sett hafði verið fram, og voru það 50 metrar (rúml. 26V2 faðmur). Stefán Ólafsson vann glæsilegan sigur og hreppti bikarinn. Hann synti þessa 50 metra á Í8 sekúnd- um. t dómnefnd voru Guðm. Björns- son landlæknir, Hallgrímur Bene- diktsson og Ólafur Rósenkranz. Að kappsundinu loknu sneri land- læknir sjer að áhorfendum og hjelt eftirfylgjandi tölu; „Áhorfendur! Þið hafið horft á nýárs-kappsund nokkurra ungra manna úr Sundskála- fjelaginu Grettir. Þeim Grettismönnum hefur verið gefinn mikill og vandaður silfurbikar með þeim ummælum, að hann skuli vera sigurlaun þess, er sigur ber úr býtum í kappsundi á nýársdag. Jeg kann gefendunum, Guðjóni Sigurðs- syni úrsmið og Ungmennaljelagi Reykjavíkur, bestu þökk fyrir gjöfina. Bikarinn heitir „Nýársbikar Grettis". Og Grettismenn hafa strengt þess heit, að þreyta jafnan framvegis kappsund um þennan bikar á sjálf- an nýársdag, hvernig sem blæs og frýs; það eitt er til skilið, að sjór sje auður við land. Sá, er sigurinn hlýtur, fær bikar- inn að launum og nafn sitt skráð á hann; hann er skyldur að varðveita bikarinn vandlega, má ekki lóga hon- um, selja hann nje veðsetja; hann skal láta bikarinn af hendi við þann, er næst ber af öðrum I nýárskapp- sundi. Sá einn fær bikarinn til efa- lausrar eignar, sem verður öllum öðr- um fremri á þremur nýárskappsund- um í röð. Þið vitið, að þeir fjelagar, Grettis- menn, hafa reist sundskála við Skerja- fjörð, til gagns og gleði fyrir alla bæj- arbúa. Fjelagið er bláfátækt, og það hafði gert sjer von um, að því mundi á- LÁRUS FJELDSTED, yflrréttarmálaflutningrsmaðnr Lækjargata S. Heima kl. 11—12 og 4—5. skotnast einhverjar nýársgjafir frá þeim, er hingað sæktu, ef það rjetti út hendina. En landslög leyfa það ekki,1) að lagt sje á helgidögum í aðrar kistur en guðskistuna; í dag er helgur dag- ur og á morgun er líka heilagt, en á mánudaginn er rúmheilagt og þá verður Grettiskistan opin, og alla virka daga úr því. Hún er hjá for- manni fjelagsins, Sigurjóni Pjeturs- syni, og það er ekki botnhylur í henni; ef einhver kynni að eiga leið þar fram hjá með eyri í vasanum, væri vel gert að líta inn. Þegar jeg var ungur og fór utan, fyrir rúmum 20 árum, til að leita mjer frægðar og frama, þá lagðijeg hjer út sundin með þeim hug, að koma helst aldrei aftur. Jeg kunni þá ekki að meta föður- land mitt, lærði það ekki fyr en fjöllin hurfu mjer sjónum og heim- þráin vaknaði. Þetta ræktarleysi var ekki mín sök, heldur þjóðarinnar; hún hafði getið mig og alið mig upp, ug jeg var ekki vitund verri, en hin börnin hennar. Því var svo háttað í þann tíma, á ísárunum, að kjarkur manna var á þrotum, ástin á landinn kulnuð og trú þjóðarinnar á mátt sinn og meg- in komin mitt í milli heims og helju. Ungir menn ög hraustir flýðu land- ið, hver á fætur öðrum, vestur um haf. Hreppsnefndirnar sendu fátækar fjölskyldur, stórhópa af kornungum börnum, sömu leið, út úr landinu, til þess að ljetta sveitaþyngslin. Þjóðin bar út börnin sín. Et ötulir smástrákar voru spurðir: „Hvað ætlar þú að gera, þegar þú ert orðinn stór?" þá var svarið oft þetta: „Je ædl a faða ti Ameðigu". Þeir fóru ekki allir til Ameríku. Þeir eru hjer flestir enn og nú full- þroska. En þegar þeim þykir eitthvað að, sem þeir kalla óáran eða óstjórn, þá rís margur þeirra upp að nýju og segir; „Nú þoli jeg ekki þessi höft lengur, þessa kúgun, þetta harð- æri; nú fer jeg til Ameríku". Og vitið þið hvaðþetta er kallað? Þetta hefur verið kallað vottur um manndómshug. Þessari vanvirðu, þessum ósóma, þessari þjóðarsmán hefur upp aftur og aftur verið hrósað hástöfum af nafnkunnum mönnum. Að flýja landið, strjúka úr því, svíkja það, þegar þjóðin á bágt — það hefur verið kölluð manndáð hjer á Fróni. Svo djúpt höfum við sokkið. Sleppum þessum þungu hugsunum. Allir dagar eiga kvöld — og allar nætur morgun. Alt jafnar sig. Lftið á þennan bikar. (Rædumadur lyfti hátt bikarnum). Þið haldið víst að hann sje alveg tómur, en hann er fullur, fullur upp á barma, — af ást og rækt við land- ið, af heitum óskum ungra hreysti- manna um það, að verða landinu til gagns og þjóðinni til sóma, aldrei að flýja, hvorki eld nje ís, óstjórn eða kúgun, heldur eflast við hverja þraut. Og þú, sem barst sigurinn úr být- um í sundþrautinni — þjer sel jeg 1) Bsejarfógeti hafði bannað, að safna samskotum meðal áhorfenda. Markús Þorsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavík selur hljómfögur, vönduð og ódýr --- Orgel-Harmonla. ------- nú í hendur Nýársbikar Grettis, með einlægri hamingjuósk. Það er þinn frami, að þú færð fyrstur manna þennan frægðargrip til varðveislu og nafn þitt skráð á hann upp við efstu brún. Varðveittu gripinn vel og mundu, að þjer ber að fara með hann eftir fyrirmælum fóstbræðra þinna. í þeirra nafni, fyrir hönd Grettis- manna, þakka jeg öllum komuna, og segi, eins og góðskáldið kvað: Gleðilegt nýár, menn og fljóð. Sólbjart ár yfir fögur fjöll; frjóvsamt ár yfir blómsturvöll. Yndisár yfir ey og sker; arð og gagn yfir fiskiver. Frelsisár yfir frae í jörð; farsælt ár yfir búmannshjörð. Læknisár yfir lýðamein; hknarár yfir sorg og vein. Heilsukraft yfir hvern einn arm ; hamingjurót í sjerhvern barm. Bjóðum svo öll fósturjörðinni gleði- legt nýár með margföldu fagnaðar- Opi". INiíaU húrra). Hvað er að írétta? Döaskn bankamennirnir, sem Landmandsbankinn sendi hingað í desember-byrjun, til þess að athuga hag Landsbankans, sigldu aítur með „Vestu“ á annan í jólum. Höfðu þeir þá lokið starfi sínu hjer. Eins og sjálf- sagt var, gættu þeir algerðrar þag- mælsku um það, hvers þeir hefðu orðið vísari, og sögðust engum segja neitt um það, nema þeim er þá hefði sent. Landmandsbankinn gerði þá það er honum sýndist. Má telja sjálfsagt, að stjórn Landmandsbankans birti skýrslu þeirra, og verður þess vonandi ekki langt að bíða. Einar Hjörleifsson skáld o. fl. var sendur til útlanda með ,Vestu‘ á annan dag jóla. Sagði hann mönnum í trún- aði, er hann stje á skip, að förinni væri heitið beint til Frakklands í fjármálaerindum, en mikið má það vera, ef andi hans gerir ekki vart við sig í Kaupmannahöfn, um það leyti sem stjórn Landmandsbankans skýrir frá árangrinum af starfi dönsku banka- mannanna hjer, Drukknun. Skömmu fyrir jólin drukknuðu tveir menn úr Hafnarfirðþ Jbn Vigfimon fertugur að aldri og JSinar Pjetursson 28 ára, báðir giftir menn. Höfðu þeir farið á sjó til fugla- veiða, og hvergi komið fram, en brot úr bátnum fundizt að sunnanverðu við Hafnarfjörð. [„ísaf."] Tangaveiki allmikil gengur í Húna- vatnssýslu. Nokkrir bæir og hús á Blönduósi sóttkvíuð. [,,ísaf.“] Slys. Ólafur Einarsson, aldraður maður, varð nýskeð undir stórum sements-steypusteini í gasstöðinni hjer, og meiddist töluvert í fæti. Sjálfsmorð. Ólafur bóndi í Norður- koti í Grímsnesi fyrirfór sjer fyrir skömmu. Hafði farið út seint um kvöld, og fundizt litlu siðar skorinn 4 háls rjett við bæjardyrnar. Hann hafði verið mjög heilsulítill síðastl. sumar..

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.