Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.01.1910, Blaðsíða 3

Reykjavík - 10.01.1910, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 3 Sauíárkróksfuníurinn í fyrra dag, 8. þ. m. Um landsstjórnina og bankahneykslið. Vel af staö farið. Pingmenn Skagfirdinga höfðu hoð- að til fundarins. Fundurinu hófst einni stundu eftir hádegi og stóð til náttmála. Fundarstjóri var Páll V. Bjarna- son sýslumaður. Skrifari fundarins síra Jónnuind- ur Halldórsson á Barði i Fljótum. Á fundinum voru mæltir 26 full- trúar, 2 kjörnir fulltrúar úr hverj- um hreppi Skagafjarðarsýslu nema Fellshreppi; þaðan komu engir fulltrúar. Fulltrúar einir höfðu atkvæðis- rjett, en fundarmenn allir málfrelsi og tillögurjett. Þær 8 klukkustundir, sem fund- urinn stóð yfir, var jafnan húsfyllir. Umræður urðu miklar og töl- uðu margir. Bar fundarmönnum saman um, að lögbrot væri framið á rjetti al- þingis og gæslustjórum þess, og að aðfarir stjórnarinnar í bankamál- inu væru óafsakanlegar. Enginn ágreiningur “var um ó- hæfa framkomu ráðherra í banka- málinu. Fundarmenn gátu að eins ekki allir orðið á eitt sáttir um það, hvað gera skyldi, hvers þjóð- in skyldi kreQast. Tillaga kom fram á fundinum frá þingmönnunum og krajðist hún aukaþings. Sigurður Sigurðsson kennari á Hólum, fulltrúi fyrir Hólahrepp, bar fram tillögu um, að kosin væri 5 manna nefnd til þess að orða tillögu fyrir fundinn, en síðar tók hann tillögu þá aftur, og bar þá fram tillögu um, acf hinir löglega kosnu gœzlustjórar grðu af ráð- herra settir inn í stöðu sína aftur, að öðrum kosti á hann skorað, að hlutast til um, að kvatt yrði til aukaþings hið allra bráðasta. En þingmennirnir mæltu með sinni tillögu, og mun þeim liafa þótt tillaga Sigurðar kennara fúll skörp, — vildu bersýnilega skjóta ráðherra undan kröfu um svo mikla auðmýkt frá hans hálfu, að hann setti gæslustjórana inn í stöðu sína aftur, eftir að hann þ. 3. þ. m. var búinn að lýsa þvi vfir, að hann ætlaði sjer það ekki. Báðar þessar tillögur, hæði þing- mannanna og Sigurðar kennara, fóru fram á aukaþing. Mæltu allir með því nema 3 menn; 2 þeirra hreyfðu mótmæl- um gegn aukaþingi, en mœltu ráð- herra þar fyrir enga bót í málinu, töldu að ýmislegt hefði átt að vera þar ógert, þótt hinsvegar yrði ekki lagður neinn fullnaðardómur á ráð- herra, meðan nægjanlegar skýrsl- ur væru enn ekki fengnar. Mótmæli sin gegn aukaþingi 4 v væru enn þá mikil elliinörk á Qárhagslega hlutanum af heila Druces. Þegar hin unga frú Druce sat grátandi í herbergishorninu sinu, eins og getið er um í upphafi sögunnar, kom tengdafaðir hennar inn og læddist eins og þjófur. Hann var smáeygur og hvasseygur, en augnaráðið nokkuð flóltalegt. Augun tindruðu undir loðnu augabrúnunum hans, eins og neistar af sjóðandi stáli. Hann virtist aldrei horfa beint framan í nokkurn mann, og það leit oft svo út, sem hann væri að reyna að skygnast aftur fyrir sig, eins og hann væri hræddur um, að einhverjir væru að veita sjer eftirför. Sumir sögðu, að Druce væri si og æ hræddur um það, að hann yrði myrtur, og aðrir fullyrtu, að hann vissi að íjandinn væri ætið á hælunum á honum og myndi taka liann að lokum. Gamli maðurlnn nam staðar á iniðju gólli, þegar hann sá tengdadóttur sína grátandi. »En góða mín, góða mín«, mælti liann, »hvað gengur að þjer ? Hefir hann Edvard verið vondur við þig?« »Nei, nei, pabbi«, svaraði hún. »Enginn getur verið betri og ástúðlegri við mig, en hann er. Nei, það er ekkert«. ()g til þess að sýna, að hún segði þetta satt, fór hún aftur að gráta. Gamli maðurinn settist við hliðina á henni, tók hönd hennar og hjelt henni milli handa sjer. »Peningar?« spurði hann ákafur, en þó í hljóði. »Nei, nei. Jeg hefi miklu meira af öllu, heldur en nokkur maður getur óskað sjer«. Gamli maðurinn varð þungur á brún. Þegar ekki var hægt að bæta lir vandkvæðunuin með peningum, þá vissi hann engin ráð. bygðu þeir á því, að það eftir at- vikum fengist naumast saman fyr en á áliðnu sumri, og væri þá skemst eftir til reglulegs alþingis í febrúar. Þá var því hreyft, að heyrzt hefði, að ráðherra mundi ætlasjer að stilla svo til, að reglulegt al- þingi skyldi ekki koma saman tyr en í mai eða júní næsta ár. Bar þá hinn þriðji þeirra fjelaga, er mótfallnir voru aukaþingi, fram tillögu um að bankamálið fyrir greindar sakir yrði látið bíða reglu- legs alþingis, en þess jafníramt krafizt, að reglulegt alþingi kæmi saman í febrúar. Fulltrúar skiftust um þessar 3 tillögur: tillögu þingmannanna, til- lögu Sigurðar kennara og hina síðast töldu tillögu. I.oks var gengið til atkvæða, og bar þá fundarstjóri fyrst upp til- lögu þingmannanna. Hún er svohljóðandi: Með því að það er álit fundarins, 1, að landsstjórnina eftir lög- um um stofnun Landsbanka bresti heimild til að víkja gœzlu- stjórunum frá til futlnaðar, eða skipa gœzlustjóra til langframa að fornspurðu alþingi, sem eitt hefir rjett og skyldu til að kjósa menn í þá trúnaðarstöðu 2, að slíkt vald, og þar af leiðandi ótakmörkuð yfirráð eins manns yfir bankanum, sje viðsjárverð, og þannig lagað fordœmi gœti verið hœttulegt vopn í höndum hverrar stjórnar 3, að þjóðin eigi örðugl með að komast að rjettri niðurstöðu í málinu, meðan öll vök fyrir frá- vikningu bankastjórnar eru ekki lögð fyrir þingið til rannsóknar, — telur fnndurinn nauðsynlegt, að alþingi gefist sem fyrst kost- ur á að kynna sjer allt sem bankastjórnin er sökuð um, meta gildi þess, og kjósa gœzlu- stjóra ef þörf krefur. Fundurinn skorar því á ráð- herra, að hlutast til um að kvatt verði til aukaþings hið bráðasta. Tillaga þessi var samþykt með 15 atkvæðum gegn 11. Þar með taldi fundarstjóri hinar aðrar tillögur fallnar. Gegn tillögu þessari greiddu at- kvæði Sigurður kennari Sigurðs- son á Hólum og þeir, er honum fylgdu að málum og hans tillögu. Þeir skýra svo frá, að þeir hefðu greitt tillögu þingmannanna at- kvæði sitt, ef þeirra tillaga, semer hvassari og að því leyti betri, hefði fyr komið til atkvœða og fallið. Þeir einir voru því á móti kjarna þess, er i milli bar, aukaþingi, sem fresta vildu bankamálinu til reglu- legs alþingis, gegn þvi að það kæmi saman i febrúar, en ekki nema 3 menn tjáðu sig því fylgjandi, eins og þegar hefir verið tekið fram. En fundarmenn voru eindregnir á móti ráðherra í öllu atferli hans gagnvart landsbankanum. Fundurinn fal þingmönnunum að birta ráðherra áskorun fundar- ins þegar i stað með símskeyti, og aðalefni röksemdanna. Ennfrem- ur var þeim falið að sjá um, að ráðherra verði með næsta pósti send skýrsla um fundinn. Heill og heiður sje Skagflrðing- nm“og þingmönnum þeirra. ðájeng sæt ávaxtasaft írá H. G. Raaschou, Kaupmanna- höfn er ódýrust. [2 í m. — 3 m.]. Til leigu óskast 14. Maí: 3 herbergi mót sól, ásamt eldhúsi. — Uppl. j Gutenberg. Hrekkur. Úti i horni í afarskrautlegu herbergi sat ung og fögur kona i mjúkum hægindastól. Hún var gift syni einhvers auðugasta mannsins í Ameriku. Hún var ung, maðurinn hennar unni henni hugástum, og hún bjó þarna sem drottning í höll sinni. Allt það, sem auðið var að fá fyrir peninga, gat hún veitt sjer, ef hún að eins fór tram á það. En nú sat hún grátandi, og var nýskeð komin að þeirri niðurstöðu, að liún væri í raun- inni ólánsamasta kona heimsins. Ef ókunnur maður hefði komið inn i herbergið, myndi hann fyrst hafa hugsað sem svo, að þetta væri einhver fríð- asta konan, sem hann liefði sjeð, og að sig minnti fastlega, að liann hefði sjeð hana einhvern tima áður. Ef hann var lista- vinur, myndi það liafa rifjast upp fyrir honum, að hann hlyti að hafa sjeð andlit hennar á einhverri málverkasýningu, og ef hann var ekki með öllu ókunnur öllum þvaðursögum, þá hlaut hann að minnast þess, hve blöðin göspruðu hátt um það, þeg- ar hinn ungi málari, Edvard Druce, gekk að eiga stúlku þá, er hann og starfsbræður hans höfðu haft sem fyrirmynd, og ann- áluð var fyrir fegurð. Blöðin notuðu þetta og þýddu það eins og þeirra er siður. lidvard var töluvert öðrn vísi skapi farinn, en faðir hans. Hann

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.