Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 05.02.1910, Blaðsíða 3

Reykjavík - 05.02.1910, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 19 Fundarboð. Almennir kjósendafundir fyrir Reykjavik út af bankamáiinu verða haldnir þannig: 1. Fyrir Þingholtin að meðtöldu Bankastræti, Skólavörðustig, Njáls- götu og Grettisgötu, sunnudaginn 6. Febr. kl. 8 siðdegis i Gói- templarahúsinu. 2. Fyrir hinn hluta Austurbæjarins (Laugaveg allan og alt þar fyrir neðan) Mánudag 7. Febr. kl. 8 siðdegis sama stað. 3. Fyrir Vesturbæinn og Miðbæinn (allir fyrir vestan læk) Þriðjudag- inn 8. Febr. kl. 8 siðd. á sama stað. Alþingismenn bæjarins eru sérstakiega boðnir á alla fundina. Alþingiskjósendur geta vitjað aðgöngumiða, sem hljóða upp á nafn, i Góðtemplarahúsinu, frá því á Laugardag til þess á Þriðjudag, kl. 11—7 hvern dag. Engum verður hleypt inn nema hann haíi aðgöngumiða ag sé alþingiskjósandi, á því svæði, er fundurinn er fyrir. Reykjavík 4. Febr. 1910. Jón Jónsson alþm. Jón Porláksson verkfr. Pétur Zóphóniasson rits(j. Porleifur H. Bjarnason kennari. Pétur Porsteinsson verkstjóri. Bjarni Jónsson snikkari. Bergsteinn Magnússon bakari. H. Hafstein alþm. Karl Nikulásson versl.stj. Ót. Runólfsson bókhaldari. Jóh. Jóhannesson kaupm. Jes Zimsen kaupm. Bjarnhéðinn Jónsson. Porsteinn Gíslason ritstjóri. Siggeir Torfason kaupm. Arinbj. Sveinbjarnarson bókbindari. Baldvin Einarsson aktygjasm. Jón Ólafsson alþm. Sig. Björnsson kaupm. Jón Helgason kaupm. Gísli Porbjarnarson verslunarm. Kristján Teitsson trésm. Jón Stefánsson skósm. Kristófer Sigurðsson járnsm. Ólafur Sveinsson úrsmiður. Kristján S. Sigurðsson trésmiður. S. Sigfússon kaupm. Jón Hermannsson úrsmiður. Jóhannes Magnússon verslunarm. Sigurjón Sigurðsson trésm. Jón ólafsson skipstjóri. Wntaar «g hrala «E éwteag«i ði|M stmmé* 1 aáfHi mmémrn hrel« m. M Mfifl latta af SUNLIGHT SAPU Hún er ireUflaleft hrtin og •meticuó. Borgarness-fundurinn. IVýramenn lýsa vantrausti á ráðherra og krefjast aukaþings. Eins og skýrt var frá f nsest síðasta tölubl. »Reykjavíkur« að til stæði, hjeldu Mýramenn almennan kjósendafund í Borgarnesi 31. f. m. fyrir forgöngu þingmanns síns, Jóns bónda Sigurðurssonar í Haukagili. Eftir símtalsfregnum hefir »Rvík« fengið þessa skýrslu um fundinn, en samþyktirnar voru sendar í símskeyti orðrjettar: Fundurinn hófst kl. I2l/x og stóð til kl. 4. Fundarstjóri var Sigurður Þórðarson sýslumaður. — Fyrstur tók til máls þingmaður Mýramanna, Jón Siguiðsson bóndi á Haukagili. Hann kvað ráðherra í bankamálinu hafa sýnt þinginu óvirðingu og gengið á rjett þess, sýndi fram á, að ráðherra metti þingræðið að engu og að hann með stjórnarathöfnum sínum hefði traðkað þingræðisreglunni. Þótti þetta bæði vel mælt og skörulega. í ræðu- lok bar þingmaðurinn fram tillög þá, sem hjer fer á eftir: »Fundurinn telur einveldi það, sem núverandi ráðherra hefir tekið sjer yfir Landsbankanum með því að setja þangað á sitt eindœmi 2 gcezlustjóra, að gœzlu- stjórum alþingis lifandi og ófor- fölluðum á allar lundir, og þrátt fyrir skijlaus orð og anda banka- ktganna frá 9. júlí f. á. og þvert ofan í óraskaðan rjetlarúrskurð, — vera bersýnilegt lagabrot og slórhœttulegt fyrirtœki fyrir þjóð oora. Fundurinn vantreystir ráðherra til að fara lengur með stjórn tandsins og krefst þess, að kvatt verði til aukaþings þegar í stað til þess að þinginu gefist færi á að reka rjeltar síns og koma stjórninni í aðrar hcndura. Þá tók fundarstjóri til máls, og gerði grein fyrir lagabrotum ráðherra, þeim er tillagan hjer á undan bend- ir til, og sýndi fram á, í hverju þau væru fólgin. Því næst gat fundar- stjóri þess, að á fundinn væri kom- inn sendimaður frá stjórninni, Ari Jónsson, aðstoðarmaður á 3. skrif- stofu í stjórnarráðinu, og var hon- um leyft að taka til máls. Ari Jónsson þuldi því næst upp alla bankaþvæluna úr ísafold og á- kæruskjali ransóknarnefndar ráðherra, og tók sá lestur fullan klukkutíma. Þá talaði fundarstjóri í annað sinn og mótmælti sendimanni stjórnar- innar með skýrum og ljósum rökum, sýndi fram á, að það væri í alla staði óafsakanlegt af ráðherra, að hafa hindrað gæzlustjórana f, að gegna störfum sínum við Landsbank- ann frá sfðastl. áramótum. Sendimaður mælti nokkur orð aftur og leitaðist við að verja ráðherra. Þá talaði síra Jóhann prestur f Stafholti og mæltist til, að alt færi friðsamlega fram og að menn tækju hverju, sem að höndum bæri, með ró og stillingu. Næstur tók til máls Jóhann bóndi Eyjólfsson í Sveinatungu, og tók eindregið f sama strenginn og þeir þingmaðurinn og fundarstjóri. Hon- um þótti það undarlegt og óvið- kunnanlegt, að stjórnin hefði sent þangað á fundinn málfærzlumann sinn í þessu máli, en hefði hins vegar, að því er hann hafði fengið fulla vitn- eskju um, gert sitt ítrasta til þess að koma í veg fyrir, að nokkuð bærist fundarmönnum, er upplýsti málið frá hinni hliðinni. Þá talaði Hafsteinn Samson og mælti fastlega með aukaþingi, ef þingræðið ætti ekki að fara forgörð- um frekar en orðið væri. Enn töluðu þeir síra Jóhann í Staf- holti, í annað sinn, og síra Gísli Ein- arsson í Hvammi; báðu menn að fara friðsamlega. Var svo gengið til atkvæða um tillögu þingmannsins og hún samþykt með 67 atkv. gegn 27. Þess má geta, að aðalfylgi ráð- herrans og ísafoldar f þessu kjör- dæmi hefir einmitt verið þarna í kring um fundarstaðinn. En alþingismaður Mýramanna, Jón Sigurðsson, á mikið lof skilið fyrir framgöngu sína. Hann fylgdi, svo sem kunnugt er, meirihlutaflokknum á síðasta þingi, en mun þó þá þegar fyrir þinglokin hafa verið búinn að fá nóg af ráðherra, þótt hvorki hon- um nje öðrum hafi komið til hugar, að eins færi og nú er raun á orðin. Sambandsmálið. Þegar þessu var lokið, sem nú hefir verið skýrt frá, mintist fundar- stjóri á sambandsmálið og var borin fram svohljóðandi tillaga: y>Fundurinn lœtur í Ijósi undrun sína og gremju yfir afdrifum sam- bandsmálsins á alþingi 1909 og skorar á alla sanna sjálfstæðis- menn í landinu að taka höndum saman til að afmá skömmina og skaðann, sem fiokkadráttur hefir þar enn á ný bakað þjóð vorrh. Jón alþm. Sigurðsson tók þá til máls og skýrði frá gangi málsins á þingi. Tillagan var samþykt með 62 samhljóða atkvæðum. Mýramönnum er fundur þessi til hins mesta sóma og ætti hann að verða öðrum kjördæmum til hvatn- ingar og fyrirmyndar. sem Um len§ri tíma , hafa haft Iiggjandi hjá mjer myndir og aðra muni, en ekki vitjað þeirra innan 14. þ. m., til- kynnist hjer með, að þeir verða seldir. Reykjavík 5. febr. 1910. Sigurj. Ólafsson. Geitur í skúmaskoti. í „Fjallkonunni", 3. tölubl., er tvær jórturgreinar hver annari avívirðilegri, um Landsbankann og hina fráfömu stjórn hans. í þeim eru svo margar spurningar, sem þarf að svara. Skora jeg því hjermeð á höfunda grðinanna, sem eru merktar J og Raukur, að segja til síns rjetta nafns, því jeg vil ekki eiga orðastað við raggeitur, sem fela sig og bakbíta í skúmaskotum, og skammast sín aö koma í dagsbirtuna. Það ætlar að rætast, sem sagt var, að ráðherrann með nokkrum fylgi- flskum hefði keypt „Fjallkonuna" handa ritstjóranum, og fengið honum með- gjöf að auki, móti því að „Fjallkonan“ gerði fjósaverkin, og grófasta róginn, sem stjórnarblaðið þóttist of „fínt“ til. En illa situr það á ritstjóranum, að vera endurskoðari við Landsbankann með 750 kr. árslaunum, en jafnframt vera að útbreiða nið um fráförnu banka- stjórnina og veikja traust landsmanna á Landsbankanum, með því að fullyrða, að 400,000 kr. sjeu tapaðar af skuld- um bankans, mörg þús. kr. vanti upp á víxla og ávísanir og varasjóðurinn sje veðsettur m. m. Hann veit sjálfur að þetta er lygi, þó lætur hann blað sitt breiða það út. Þótt ráðherrann með fylgifiskuin sínum „borgi brúsann1' verður ritstjórinn að sjá um sóma sinn. Tryggvi Qunnarsson. Verzlunarbækur. Menn eru sífelt, ýmist munnlega eða bréflega að spyrja mig um Lögin um verzlunarbœkur frá síðasta Alþingi, þau er öðluðust gildi 1. þ. m. Flestir spyrja um það, hvort verzl- unarbækur, eða sérstaklega höfuðbók og frumbók (Kladdi), eigi að vera gegnumdregnar og innsiglaðar, eða á nokkurn hátt »löggiltar«. Til þessa er að svara: Nei! Engia bók þarf að vera löggilt, nema efnahags-bókin (Sfafus-bók). Hinar hafa ekkert meira gildi löggiltar ea ólöggiltar, og það er að fleygja pen- ingum í sjóinn, að kosta upp á lög- gilding þeirra. Frumbækur eru lang-hentastar tvíritunarbækur þær sem einn kaup- maður selur hér ódýrt. Ég má ekki nefna nafn hans hér, af því að ég hefi ekki leyfi til að auglýsa ókeypis í blaðinu, en honum er ekki sve annt um að selja bækur þessar, að hann vilji auglýsa þær. Þá spyrja iðnaðarmenn eða hand- iðnarmenn, hvort sér sé skylt að haga bókhaldi sínu eftir lögum þess- um. Samkv. 1. gr. laganna eiga þau við handiðnarmenn, er smíða varn- ing, er þeir selja, nema því að eins, að enginn maður vinni með þeim að framleiðslunni, svo að þeir selji að eins »handvinnu sjálfra sín«. Annars er bezt fyrir menn að lesa sjálf lögin. Þau eru prentuð bæði í Alþingistíðindunum (A, þskj. 651) og í Stjóruartiðindunum. Jón Ólafsson alþm. Stórt uppboð í Good-Templarahúsinu þriðjudaginn 15.þ. m., kl. 11 árd, Verða þar seld allskonar Húsgögn, þar á nieðal 1 Piano. Myndir, Rammalistar 0. m. fl. Munirnir eru til sýnis og sals nú þegar í Bankastræti nr. 7. Sigurj. Ólafsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.