Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 19.02.1910, Síða 1

Reykjavík - 19.02.1910, Síða 1
1R k \ a\> í ft. xi., s Otbreiddasta blafi landsins. Upplag 2,800. Lauarardag 19. Febrúar 1910 Áskriiendur í b æ n u m yfip IOOO. XI., Ö gQT ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. ^ Svar bankastjóranna (Tr. G., E. Br., Kr. J ) „Athuga8emdir og andsvör viO skýrslu Landsbanka- rannsóknarnefndarinnar“. Eftir Tryggua Gunn- arsson, Eirík Briem og Krislján Jónsson. Gutenberg. 1910. Þar er komið svarið frá gömlu bankastjórunum. Það er 48 bls. í Stjórnartíðindabroti („skýrslan" var 80 bls.) Það er vert að benda á það, að póstar fara næsta Miðkudag, svo að ísafold hefir færi á að svara athuga- semdunum og ljúga svo miklu sem hún vill á móti þeim. Bankastjórarn- ir hafa ekki viljað leika sama laun- pukuisleikinn og ráðherrann lék með skýrsluna, sem enginn fékk að sjá hér, fyr en póstar vóru farnir. Það hefir hvorki verið létt né skemtilegt verk fyrir höíundana að svara öllum inum órökstuddu fullyrð- ingum „skýrslunnar“ eða ákæruskjals- ins, einkum þar sem þeir hafa ekki fengið að sjá nein skjöl nefndarinnar, nema þetta sem birt var um daginn og kölluð #„skýrsla“. Hefðu þeir t. d. fengið að sjá nöfn- in í 1. og 2. ílokki mats-flokkanna (um efnahag skuldunauta), þá hefðu þeir, þótt engin nöfn væru birt, getað fengið færi á að hrekja lið fyrir lið með rökum þetta fáránlega „mat“. Það er hverju orði sannara sem þeir segja á einum stað: „Það er að vísu ekki alls kostar gaman að eiga að berjast við tilbúnar tölur, sem svífa lausar eins og loftsjónir. Pnð er eins og að berjasl við drauga í myrkri«. fin þrátt fyrir þessa erfiðleika, sem mestir eru í þessum kafla, hefir höf- undunum að mínu áliti tekist að tæta sundur grundveilinn undir fullyrðing- um nefndarinnar og sýna, að þær, og sjálfar tölurnar, standa í skýrslunni ekki að eins í ósamræmi, heldur jafn vel í beinni mótsögn hverjar viðaðra, stangast þar eins og hrútar, eða, til að nota orð séra Jóns á Bægisá: „eitt rekur sig á annars horn eina Og graðpening hendir vorn“. Þá má naerri um fara, að ekki hafi síður tekist á hinum köflunum, þar sem tilraunir höfðu þó verið gerðar til að rök8tyðja. Ég hefi hvorki rúm né tóm til í dag, að gefa neinn útdrátt úr svörum þess- um og athugasemdum. — Allir þurfa líka að lcsa þau sjálfir. Þess eins vil ég geta, að höfundarn- ir segja m. a.: npa(f var ómögulegt að fá nefndina til að bóka rétt það sem milli för. Svörin eru meira og minna skœld og skakt bókuðu. (bls. 5). Ennfremur segja bankastjórarnir um annað atriði: „telur það eitt, sem annað, er nefndin hefir rangt bókað, svo að ekki sé annað sterkara1 orð um bókanir hennar haft“. (20. bls.). Enn segja bankastjórarnir (á 23. bls.): „Svarið, sem nefndin teggur oss i munn, , . . er svar, sem vér aldrei höfum gefið nefndinni, heldur skáld- skapur2 sjálfrar hennar". Loks geta höfundarnir þess (á 5. bls.), að í „skýrslunni“ hafi nefndin á ein- um stað (66. bls.), „búið til“ heilan fund (12. Nóv. kl. 9 árd.), þar sem gæslustjórarnir eiga báðir að hafa mætt og eru þar prentuð ýmis svör eftir þeim upp á ýmsar spurningar. Fund- urinn er heil blaðsíða prentuð. En bankastjórunum er alveg ó- kunnugt um þennan fund, að hann hafi nokkur verið. Því síður kannast þeir við „svör“ þau, sem þeim eru eignuð þar. Fundurinn með öðrum orðum allur „til búinn" skáldskapur! Eða aðrir finna ef til vill betur við- eigandi orð um slíka bókun! Hvað virðist mönnum nú um trú- verðuleik nefndarmanna? , Þeir eru ófáanlegir til að bóka rétt; þeir neita að leiðrétta rangar bólranir; þeir bóka að þessi og þessi bankastjóri hafi kannast við, að rétt sé bókað, þó að hann neiti að undirskrifa gerðabók- ina, af því að hún er röng. Og loks „skálda“ þeir heila fundi, sem aldrei hafa átt sér stað og bóka þar spurn- ingar, sem ekki vóru bornar þar upp fyrir gæslustjórum, og svör, sem þeir hafa aldrei gefið. Ef samvizkusemin og rétthermið er nú svona á því, sem bankastjórarnir geta borið um og dæmt — hvernig má þá búast við að þetta sé í þeim atriðum, sem bankastjórum er synjað um að sjá — t. d. matinu ? Sannsögli bankastjóranna, alþektra valinkunnra sæmdarmanna, jafnvel að dómi ráðherrablaðsins, hvað þá ann- ara, dettur engum manni eitt augna- blik í hug að draga efa á. En þá eru rannsóknarmennirnir ekki heldur öfundsverðir af því áliti og trausti, sem þeir hljóta að ávinna sér með „skýrslu" sinni. En — ég ræð hverjum, sem vill verða sannfróðari í máli þessi, til að lesa y>Athugasemdirnar« sjálfir. Enginn maður getur lesið þær, án þess honum verði ijóst, að Iwertatriði í „skýrslunni" er hrakið — með rök- um. 1) falsanir? éða hvað ? — J. Ó. 2) =« uppspuni. — J. Ó. í henni stendur ekki steinn yfir steini óhaggaður. Útreiðin, sem nefndin fær, er verri, en mér eða nokkrum manni fyrir utan bankann hefði getað dottið í hug. Og þegar Alþingi samkv. 21. gr. stjórnarskrárinnar skipar nefnd til að rannsaka gerðir rannsóknarnefndarinn- ar — verður útreiðin vafalaust miklu verri þó. Jón Olafsson, alþm. „Viltu ðropana mína?“ Sinnaskifti nefnist leikrit það, sem Leikfjelag Reykjavikur sýndi hjer i leik- húsinu um síðustu helgí. Höfundur þess er rússneskur maður, er tekið hefir sjer gervinafnið Stepniak, en heitir rjettu nafni Sergei Mikailovilsch Kravshinski. Hann er eða var aðalsmaður að ætt, og því snemma til mennta settur. Var hon- um ætlað að ganga i herinn, eins og títt er um marga stjettarbræður hans, og varð hann foringi í stórskotaliðinu. Hann ljet þó fljótt af þeim starfa, og var orsökin til þess sú, að hann þegar í æsku hafði liaft töluverð kynni af bænd- unum rússnesku, og þeim högum, sem þeir áttu við að búa. Segir hann svo sjálfur í þessu leikriti, að það sje jafn- aðarlegast byrjunin til þess, að verða »nihilisti«, að taka þátt i kjörum bænd- anna, og hafa meðaumkun með þeim, og að endirinn verði oft sá, að gripið sje til sprengikúlunnar, sem örþrifa- úrræðisins. Má hann lijer trútt um tala, því að þetta er lífsreynsla hans sjálfs. Þegar hann lagði niður herforingja- starfið, ferðaðist hann um, sem dular- klæddur farandkennari, reyndi til að fræða og kenna þeim, sem bágast voru staddir andlega, en varð út úr því, að flýja land. Hann tók þátt í uppreist Herzegovinumanna á móti Tyrkjum 1875, og í uppreist ítala 1877. Fyrir það varð hann að sitja eitt ár i fangelsi á Ítalíu. Til Rússlands kom hann aftur 1878, og gekk þá i lið með »nihilistum«. Fólu þeir honum á hendur, að ráða af dög- um formann leynilögreglunnar, Mesent- sev hershöfðingja. Hann sýndi þar bæði karlmennsku og snarræði. Hann vatt sjer að hershöfðingjanum á stræti úti, og vó hann með rýtingi, en svo rösk- lega var að þessu undið, að lögreglunni heppnaðist ekki, að hafa hendur í þári hans, og óskemmdur komst hann af landi burt, þótt ofTjár væri lagt til höf- uðs honum. Að hann hefir ekki iðraö þessa verks, kemur ljóslega fram í þessu leikriti, sem að ofan |er nefnt, því aö þar verður leynilögreglan fyrir sömu útreiðinni, og dettur víst engum í hug, sem á sjónleikinn horfir, að álita það ódæðisverk. Svo megnt óálit hefir hann á leynilögreglunni, að honum finnst það vera að misbjóða djöflinum, þessum stórláta uppreistaranda — eins og hann kemst að orði um hann — að líkja hon- um við hana. Eftir flóttann úr Rúss- landi hatðist höfundnrinn fyrst við í Sviss, en siðan á Englandi. Hefir hann skritað fjölda rita á enska tungu, og er einna merkast þeirra skáldsagan »The career of a Nihilist«. Kravshinski fædd- ist 1852, og ljezt 23. des. 1895 (varð undir járnbrautarvagni). Pó hefir sá kvittur gosið upp síðar, að liann muni aidrei hafa oröið fyrir járnbrautarlestinni, heldur mundi lifa í góðu gengi á Eng- landi, og stýra rússneskum uppreistar- mönnum þeim, sem þar hafast við. Efni sjónleiksins er þetta: Ríkurkaup- maður í Pjelursborg, Murinov að nafni, hefir stritast við það alla æfi, að kom- ast í höfðingjatöluna. I’eningana, sem til þess þarf, hefir hann náð sjer í með dugnaði sínum, og nú stendur að eins Öllum sem heiðruðu útfdr móður okkar, tengdamóður og ömmu, frú Þorbjargar Jónsdóttur, þökkum við hjartanlega. Jón Ólafsson alþm., Hclga Ólafsson og börn þeirra. á því, hvort Katia, dóttir hans, vill verða við þeirri bón hans, að taka biðlinum, sem hann hefir á boðstólum handa henni. Takist það, þá er öllu borgið, því að biðillinn, Volkov herforingi, er systur- sonur Mentirovs greifa, sem um sömu mundir er gerður að forsætisráðherra. Katia hefir komizt i kynni við ungan stúdent, Narov að nafni, sem er »nihíl- isti«, og afleiðingin er sú, að hún hefir meiri löngun til að hjálpa þeim, sem bágstaddir eru, en sitjasem skrautbrúða innan um liðsforingja. Hún er því fremur fráhverf biðlinum, og þegar hún kemst að því, að hann hefir svikið í hendur lögreglunni systkini, sem hann þekkti, þá tekur hún af skarið, og segist aldrei verða konan hans. Volkov vill ekki gjarnan kannast við, að hann hafi verið hryggbrotinn, en notar sjer það, að ávarp frá »nihilistum« hefir dottið innan úr bók, sem Katia á, og hann og frændi lians, greifinn, þykjast því vera tilneyddir, að láta bónorðið falla niður. F'aðir Katiu reiðist henni ákaflega fyrir tiltækið, og lofar liún honum því, að þagga allt niður, og hverfur burt af heimilinu. Föt hennar finnast síðar á bökkum Nevafljótsins, og syrgja báðir foreldrar hennar hana sem dauða, og að stúlk- unni er ekki framar leitað. Foreldr- arnir fá því að vera í friði fyrir lögregl- unni, — en ekki fyrir sorginni. Hún hvílir eins og mara yfir öllu heimilinu. Móðirin, mild og mjúk, á enga aðra gleði, en að hugsa um dótturina dánu, einkabarnið sitt; en hún verðurað hafa lágt, því að maðurinn liennar má ekki heyra það. Hann þolir það ekki. Og sjálf er hún skar, og hjartað er lúið. »Lúið hjarta er eins og visnað trje; það vex ekki, þótt greinarnar standi«; svo lýsir hún sjálfri sjer. Allir strengirnir eru brostnir, utan einn — hjartastreng- urinn, en hann má ekki við miklu, þá brestur hann líka. Föðurnum líður enn þá ver, því að hann er ekki sýkn saka. Honum líður illa í myrkri, enveríljósi, því að þá sjer hann allt, sem minnir á þá, sem hann er einlægt að hugsa tim og getur aldrei gleymt. Hann telur stundirnar til háttatíma, en þá tekur andvakan við. Hann hefir orðið fyrir reyðarslagi. »Stundum kemur óveðrið á undan eldingunni, og þá er það tákn þess, að nú sje tími til að búast, signa sig og biðja; en stundum skellur eldingin og þruman á fyrirboðalaust, og þá hjálpi guööllum. Pað getur litið svo út, að takast ætli að afbera það, en sje betur að gætt, þá er hárið orðið hvitt fyrir hærum«. Þannig lýsir faðirinn þvi, hvernig honum sje innanbrjósts. Petta er sorgarsvipurinn, sem hvílir yfir leik- sviðinu í byrjun 2. þáttar, sami svipur- inn, sem hvilir yfir öllum þcim heimil- um, þar sem gott fólk á heima og sorgin er gestur. »Viltu dropana mína?« spyr gamla konan, þegar hún heyrir mann- inn sinn stynja af sálarkvölum; en hann hefir ekki vit á pð þiggja þá, því aið liann veit ekki, að þetta eru sorgar- dropar, sem stilla kvalir þeirra, sem trúa á þá. Ætli það sje til nokkur gömul og mædd kona í víðri veröld, sem ekki á sorgardropana sína? Svo litur út, sem þessari sorg ætli að ljetta af heimilinu, því að öllum óvör- um kemur Katia heim aftur. Hefirhún hafzt við hjá »nihilistum« allan þennan tíma, er menn ætluðu hana dauða, og flýr nú á náðir foreldra sinna undan lögreglunni, sem komizt hefir á snoðir um fylgsni hennar og fjelaga hennar. Foreldrarnir taka hcnni tveim höndum,

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.