Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 19.02.1910, Síða 2

Reykjavík - 19.02.1910, Síða 2
28 REYKJAVÍK ' 1 E 1 1 1 1 1 1 1 STÓR ♦ ÚTSALA ♦_ Ekkert undan dregið. YERZLUNIN = DAG3BRÚN^- ^JLiltill M afsláttur |n| af öllix ® sem keypt er. i y mmm mmm i 1 1 og á hún að leynast með þeim sem stofuþerna. Hún heldur, að sjer muni þar með öllu óhætt, og fer því óvarlega. Hún sezt út í oþinn glugga til að þurka rúður, og fer að syngja. Sjer hún þá fyrir neðan sig á götunni gamla biðilinn sinn, Volkov, sem nú er kominn i leyni- lögregluna. Hann þekkir líka Katíu, pinir föður hennar til að borga sjer 50,000 rúblur til að þegja, en lætur sjer það ekki nægja, heldur ætlar að nota vald sitt til þess, að ná tökum á stúlk- unni. Þá gripur faðirinn til þess eina úrræðis, sem hann heflr til þess að bjarga dóttur sinni úr klóm þessa manns, og drepur hann. Móðirin kemur heim skömmu eftir að faðirinn er farinn til að tilkynna lögreglunni drápið, og þeg- ar hún heyrir hver það hefir framið, þá skilur hún auðvitað, til hvers það er gert; en mælirinn er fullur — hjarta- strengurinn brestur. Síðustu orð hennar eru fyrirgefning og huggunaryrði í garð föðurs og dóttur. Síðasti þátturinn fer fram á verönd við hús Gorlovs, svila Murinovs. Garlov, gamall embættismaður og mesta góð- menni, sem elskar Katiu eins og dóttur sína, hefir leynt henni hjá sjer. Þangað kemur einnig faðir hennar með leyfi fangastjórans, sem er gamall skóla- bróðir hans. Katia ætlar að fylgja föð- ur sínum til Siberiu, þótt hún nú sje unnusta Narovs, stúdentsins, sem getið er um fyrsta þætti, en faðir hennar vill ekki þiggja það. Segir hann svo frá, að þegar hann i fangaklefanum hafi farið að velta öllu þessu fyrir sjer, sem á daga hans hafi drifið, þá haíi hann sannfærzt um, að hún og hennar sinnar (»nihilistar«) hafi haft á rjettu að standa. Hann segist hafa tekið algerðum sinna- skiftum, og þess vegna geti hann ekki þegið, að hún fari með sjer, heldur verði hún að starfa áfram i þarfir þessmálefnis, sem þau öll berjist nú fyrir. »Takið þjer hana«, segir Murinov gamli við stúdentinn, »og segið þjer fjelögum okk- ar, að þetta sje mín gjöf til málefnisins«. Öllu betra leikrit, en »Sinnaskifti«, hefir sjaldan eða aldrei verið sýnt hjer á leiksviði. Framsetningin er skýr, þráðurinn glöggur og óbrotinn, og sann- leiksásthöfundarins ómenguð, en snilldin er mest í þvi, að engum dylst, að höf- undurinn hefir sjálfur lifað eða sjeð það allt með eigin augum, sem hann segir frá. Frágangurinn á tjöldunum er á- gætur, og er þar orð á gert, að varla hafi fallegra leiksvíð sjezt hjer, heldur en útsýnið og allt sviðið í síðasta þætti, enda fagna áhorfendur þvi með lófa- klappi. Öll aðalhlutverkin eru ágætlcga leikin, bæði Murinov (Árni Eiríksson), frú Muri- nov (Emilia Indriðad.) og Katia (Guð- rún Indriðadóttir); sömuleiðis Gorlov I (Friðf. Guðjónsson). F’rú Gorlov (Þuríður Sigurðardóttir) er einnig mikið vel leikin. Narov (Helgi Helgason) hefir ekki heppn- azt jafnvei, enda er hlutverk hanseinna örðugast viðfangs, mikils krafizt af raanninum, en ekki svið fyrir neinn stórvaxinn leik. Rangt væri, að geta þess ekki, hve snilldarlega vel Akulina vinnukona (Marta Indriðadóttir) erleikin, því að það sjá allir á henni, þegar hún ber inn tesuðuvjelina i 2. þætti, að það er guði að kenna og ekki stúlkunni, ef hún er klárvig. Yfirleitt hefir tekizt ágætlega að sýna þetta leikrit, og ætti að benda á nokk- urn sjerstakan kafla i leiknum, auk fyrri hluta 2, þáttar, þá væri það síðari hluti 3. þáttar, eftir að skammbyssuskotiö riður af. Líklega tekst sá kafli einna bezt, þótt víða sje ágætlega leikið einnig í síðasta þætti, bæði hjá Guðrúnu Ind- riðadóttur og Árna Eiríkssyni. Full skil hefir leikfjelagið gert, en hvað segir fólkið? »Viltu dropana mína?« Listavinnr. „^jóðviljinn1* segir alveg óhlutdrægt frá fundar- höldunum hér í Reykjavik. En auk þess ritar ritstjórinn, hr. Skúli Thoroddsen, forseti samein- aðs þings, dálitla grein um fund- arboðanirnar, getur fyrst um fund- arboðið til kjósendafunda almcnnra í Templarahúsinu og prentað það orðrétt. Síðar segir hann: »Pegar hljóðbært varð um fundarboð þetta, risu þegar upp nokkrir kjósendur úr mótflokknum, og boðuðu fundi ná- kvœmlega á sömu límnm og fyrir sömti hlula bœjarins, sem hinir höfðu gert. Tilgang’urinn: — að draga úr aðsókn- inni að fundum minni hltilans, og gera pað va/asamara í augum landsmanna, en ella hefðí getað orðið, hver skoðun Reykvíkinga er, að pvi er aðgjörðir ráð- herra i málinu snertir, — leynir sér auðvitnð ekki«. Það er virðingarverð óhlutdrægni af hr. Sk. Th., að dylja lesendur sína ekki þess, hve hrætt ráðherra- liðið var við að heyra álit kjós- enda hér. »lsafold« hefir líka þykkst við og ávítar Skúla fyrir. En hann er vanur að fara sínu fram fyrir henni. Frammistaða ráöherrans nt af stejtinn nin liotnyörpungaselítiniar. 1. Lýsir ráðherrablaðið símskeytið um botnvörpusektarféð „stórfeldustu lygar“. En þar með er því lýst yfir að forsætisráðherra Dana sé ósann- indamaður að skýrslu sinni í ríkis- þinginu danska um það mál, að ráð- herra íslands hafi lofað að gera hvað hann gæti til þess að ríkissjóður fengi sinn venjulega hluta (2/s) af botnvörpu- sektarfénu. 2. Lýsir ráðherra því yfir á sam- komu í „Iðnó", er hann treystist ekki til að mótmæla skýrslu forsætisráð- herrans danska, að málið horfi þannig við, að fyrirrennari hans hafi „gert á sinni tíð (1905) að oss fornspurðum beinan samning við fjárlaganefnd fólks- þingsins og yfirráðgjafann danska (J. C. Chr.) um, að 2/3 sektanna m. m. rynnu í ríkissjóð. Hér var því um samn- ingsrof að tefla í Dana augum“, segir ráðherra, oggerði hannn þennanleyni- samning að ástæðunni fyrir því, að hann hafi heitið sinni liðveizlu (þ. e. liðveizlu tíl efndanna á þess- um samningi, er H. H. átti að hafa gert að oss fornspurðum). Og hann bætir við, að „það hefði verið eina ráðið til að forða því að þjóð og þing hér stæði frammi fyrir Dönum sem það úrþvætti, er ekki mætti treysta til að efna orð og eiða", en áður er ráð- herra búinn að lýsa því yfir, að um- rædd heitorð hafi verið unnin af H. H. að þjóð og þingi fornspurðu. Og það hefði B. J. átt að sjá, að það er ekki síður Dönum til hneysu en ráð- herra íslands, hver svo sem hann er, að gera pukursamning síú í milli í heimildarleysi af hálfu íslands ráð- herra, en að löggjafar- og fjárveitinga- valdi íslendinga, Alþingi, fornspurðu, og það hefði B. J. átt að sjá, að ís- lendingum væri það að eins til vegs og sóma, að vísa slíkum samningum til föðurhúsanna, ef til væru. 3. Lýsir ráðherrablaðið yfir því, jafnskjótt og þessi leynisamningsskrök- saga er rekin ofan í ráðherrann, að þá hljóti þeir Chr. og N., fyrv. forsæt- isráðherrar Dana, að hafa logið þess- um leynisamningi upp, ef það sé ó- satt að hann hafi verið gerður, því að þeir hafi sagt ráðherranum, Birni Jóns- syni. Hverju verði fundið upp á næst, þegar þeir Chr. og Ng. hafa fengið tækifæri til að bera þetta af sér, er ekki gott að vita, því að ekki mun ráðherra kannast við yfirsjón sína að hann sé ósannindamaður að þessu öllu, en ósæmilegt er það af ráðherranum, að hlaða þannig hverri skröksögunni ofan á aðra, og mikla hneysu gerir hann sjálfum sér og landinu með því, að skrökva þannig á fyrirrennara ’sinn og erlenda menn, sem hvergi eru nærri og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér að sinni. En það er ekki þar fyrir, þetta er eftir öðru í fari þessa manns. Viðskifti Svía og Norðmanna við ísland. Ragnar Lundborg, ritstjóri í Upp- sölum, hefir nýlega gefið út dálítmn bækling um verzlunarviðskifti Svía og íslendinga. Skorar hann þar fastlega á landa sína, að gera allt sitt til þess að auka viðskifti við ísland, og til þess að efla þau, segir hann að þurfi um fram allt beinar gufuskipaferðir milli Svíþjóðar og ísland, og auk þess þurfi Svíar að eiga heimansendan kon- súl í Reykjavík. Hann vekur, í því sambandi, athygli á því, hve mikla þýðingu norski konsúllinn hafi þegar haft, að því er snerti viðskifti Norð- manna og íslendinga, og skýrir frá því, að stjórnin íslenzka sje einmitt að semja við norsku stjórnina um ýmsar titslakanir á núgildandi á- kvæðum. Sjerstaka áherzlu leggur hann á það, að fuliyrt sje, að um 70—80#/o af allri þeirra síld, sem veiðist við ís- land, sje seld til Svíþjóðar og eytt þar, og þykir það ósanngjarnt, að aðrar óviðkomandi þjóðir hafi allan hagnaðinn af þeirri veiði, þar sem Svíþjóð eigi nóg af góðum fiskimönn- um, sem auk þess gangi iðjulausir þann tíma ársins, sem bezt veiðist við ísland. Norskum blöðum er meinilla við bækling þennan. Segja, að Svíar ætli með þessu að bola Norðmönnum frá, og er jafnvel svo að heyra, sem þau álíti að Norðmenn eigi einir veiði- rjett hjer við land. En jafngott væri, þótt Norðmenn væru minntir á það í allri vinsemd, að ísland er ekki enn þá komið í tölu norsku seljanna, hvað sem Bjarni kann að hafa gefið þeim vonir um, og að íslendingar hafa ekki óskað eftir veið- um neinna útlendinga við strendur íslands, hvorki Norðmanna nje annara. í skúmaskoti. Ekki vill skúmaskotsmaðurinn ,J.‘ í „Fjallkonunni" segja til nafns sins, hann vill halda „raggeitar“-nafninu. En undir því nafni má hann spyrja og jarma um Landsbankann og banka- stjórn eins og honum sýnist. Jeg stend við mín orð, að meta hann ekki svars verðan meðan hann er í felum. — Tr. G. Stjórnarskifti í Noregi. Hinn 25. f. m. kom norska stór- þingið saman í fyrsta skifti eftir kosn- ingarnar í haust, og varð Bratlie for- maður þess. Knudsensráðaneytið, sem setið hefir að völdum síðastliðin tvö ár, hafði orðið í minni hluta við kosn- ingarnar, og beiddist því lausnar. Sam- kvæmt tillögum Bratlies og Konows, bað konungur Michelsen að gangast fyrir myndun nýs ráðaneytis, en Mie- helsen bað sig undanþeginn því, vegna heilsuleysis. (Hann sagði af sjer ráð- herrastörfum 1907 vegna heilsulas- leika, og hefir lítið látið á sjer bera síðan). Loks var svo Wollert Konow falið, að mynda hið nýja ráðaneyti og samþykkti konungur ráðherralistann 1. þ. m. Ráðherrarnir eru þessir: Wollcrt Konow ráðaneytisformaður; Irgens (sá er verið hefir sendiherra Norðmanna í Lundúnum) utanríkisráð- herra; Arctander (borgarstjóri) verzl- unarmálaráðherra; Berge (amtmaður) fjármálaráðherra; Holstmark (búnað- arskólastjóri) landbúnaðarráðherra; Sig. Bull (hershöfðingji) varnarmálaráðherra; Brenne (stórþingismaður) atvinnumála- ráðherra; Qvigstad (skólastjóri) kirkju- málaráðherra, og Herman Scheel (ass- essor) dómsmálaráðherra. Þrír hinir fyrst töldu eru úr flokki hinna frjálslyndu vinstrimanna. Hinir eru allir taldir hægrimenn, en munu þó standa miklu nær vinstrimönnum í skoðunum, heldur en hinum reglulegu hægrimönnum. I

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.