Reykjavík

Issue

Reykjavík - 09.04.1910, Page 2

Reykjavík - 09.04.1910, Page 2
58 REYKJAVIK leikfjelag Reykjaviknr. L e i k i ð : Íiyilíianíitii eftir Moliére Sunnudag ÍO. Apríl i Iðnaðarmannahúsinn. leiknrinn byrjar ki. 1%. P/t milíón, sem landssjóður tólc að láni síðastl. ár. 3 miljónir íranka eru sem næst 2 miljónir króna, og þá upphæð haíði alþingi heimilað honum að taka til láns. E£ það er nú satt, að af franska láninu eigi ekki að greiða hærri vöxtu en 31/* eða 3V20/0, þá er það sýnn hagur, að taka það og borga með því núverandi lán, sem Pjhlo vextirmunu vera greiddir af. Það hefði ekki verið annað en að hreyta dýrara láni í ódýrara lán. Eg sagði því við hvern mann, sem var að hrista höfuðið yflr þessari fyr- irætlun ráðherra, að ef ráðherra gerði þetta, ætti hann þökk en ekki ámæli fyrir skilið. En nú er mér sagt, að hann sé horfinn frá þessu. Ef það er satt, að hann hafi verið að hugsa um þetta, þá er mór ekki skiljanlegt, fyrir hverja sök hann hefir frá því horfið — svo framarlega sem satt er frá sagt um lánskjörin. En svo kom forsjónin og lagði Björn Sigurðsson á sóttarsæng, svo hann liggur nú hættuiega veikur á spítal- anum. Svo fyrir nokkrum dögum skipaði ráðherra hr. Jón Gunnarsson, sem áður er löglegur samábyrgðarstjóri og ólöglegur gæzlustjóri, til að vera líka bankastjóri við Landsbankann í for- föllum Björns Sigurðssonar. Og síðan er sagt að sé farið að liðkast til um fúsleik Landsbankastjór- anna til að láta Landsbankann ganga i ábyrgð fyrir franska láninu. Er nú sagt, að nú sé þeir bankastjórarnir í þann veginn að skrifa undir ábyrgðina. Jafnvel talið líklegt, að það kunni að verða afstaðið um það er þessi grein kemur út. Sé svo, að þetta verði að ráði, þá kvað eiga að stofna banka með frönsku milíónunum. Þeim banka er sagt að eigi að stýra þrír bánkastjórar, og eigi Landsbankínn að skipa einn þeirra (hver það verði, hefi ég eigi héyrt); annan á ráðherra að skipa, og kvað það eiga að verða Ari lífvörður. Þriðja mann eiga þeir fínanzmennirnir að skipa, sem taka féð til láns og stofna bankann, og er mælt að Páll Torfason verði til kjörinn af þeirra hendi. Svona er nú sagt að sakir standi BÚ. Sé eitthvað rangt af þessu, sem ég hefi heyrt og altalað er nú hér um þetta efni, þá leiðrétta væntanlega þeir sem hér eiga hlut að máli. III.' jslands-banki og fiskkaupa-einokun. Það er mjög í hámæli haft, að hér sé til einokunar stofnað, ekki í Reykja- vik að eins, heldur víðast um land, naeð kaup og sölu á fiski. Þær fjórar stórverzlanir, sem hér eiga hlut að máli, vil ég ekki nafn- greina að sinni, en allar eru þær útlendar. Það er mælt, að til þess- ara samtaka hafi þegar verið stofnað í fyrra, en þá gat einn kaupmaður hór í bænum rofið hringinn, með tilstyrk íslands-banka, sem lét hann fá nægt lánstraust. Hann keypti því nokkra gufuskipsfarma af saltfiski og seldi erlendis, og mun hafa gengið vel, því að hann mun hafa endurgoldið bankanum alt féð, og þó haft hag af. Og vafalaust má þakka honum það, að saltfiskur komst hér þó í það verð, sem varð. Og allir kaupmenn græddu á salt- fiskinum í fyrra, sumir stórfé. En í ár kvað íslandsbanki hafa gert samning við einokunarhringinn, lofað að láta þeim í té alla þá peninga, sem þeir þurfa til fiskkaupa og skuldbundið sig tíl, að láta engan kaujpmann, sem ekki er í samtökunum, fá neina pen- inga til fiskkaupa! Svona gengur sagan um bæinn, og ég hefi engan mann heyrt efa hana eða bera brigður á hana. Svo hefir þessi einokunar-hringur að sögn sent mann til Spánar, til að fá fiskkaupendur, þar til að semja um, að kaupa ekki fisk héðan af öðrum en sér. Það er víst, að menn hór, utan hringsins, sem áður hafa selt fisk beint til Spáns, — fisk, sem kaupend- ur þar vóru mjög ánægðir með — hafa nú fengið bróf um það, að kaup- endur þar geti ekki keypt fisk frá þeim, nema þeir selji hann hringnum hér fyrst. Þetta er ekki vænlegt útlit. Fisk- verðinu verður auðvitað haldið hér lægra en ástæða væri til, lægrá en það yrði, ef samkeppnin væri frjáls sem áður. Og það eru ekki blessunarorðin, heldur eitthvað annað, sem hér eru nú daglega tautuð yfir einokunar-hringnum. Kaupmennirnir í þeim hring eru allir heiðursmenn, sæmdarmenn í hví- vetna. Og hvaða ástæða er til að á- fella þá? Er ekki eðlilegt, að hver skari eid að sinni köku? Reyna ekki islenzkir bændur að gera alveg það samameð samtökum, að svo mikiu leyti sem þeir geta? Sláturfélagið t. d.? Nei, kaupmönnunum er ekki að á- mæla. Þeir gera það sama sem allir gera í kaupum og sölum, að reyna að hafa svo mikinn hag, sem þeir geta með löglegu og ráðvandlegu móti. En só þetta alt satt, þá á íslands- banki engan heiður skilið fyrir sinn þátt í þessu máli. Það er ekki fallegt né drenglegt af þeirri stofnun, sem hefir fengið mikil hlunnindi af löggjafarvaldi landsins, að ljá sig til að styðja að einokun í verzlun. Og að því öllu sleptu, þá efa ég að það sé hyggilegt af ísl.-b., sjálfs sín vegna, að gera þetta. Þó að hann kunni að geta verið einn um hituna í ár og grætt ærið fé á þessu bragði, þá er ekki líklegt að hann verði lengi einn um hituna. Hæt.t við að fé komi þá til úr annari átt, svo að hringurinn verði rofinn, og þá gæti svo farið að landsmenn yrðu ekki gleymnir. Það munu vera útlendir viðskifta- bankar ísl.-banka, sem hafa fengið hann til þessa tiltækis — ef þessi sögn öll er sönn. Það kvað líka vera danskur maður, ötuli kaupmaður að vísu, en ófyrirleitinn í meira lagi, sem hefir gengizt fyrir þessu. Það hefir verið reynt hér að gera pólitík úr þessu tilboði ísl.-banka, reynt að breiða það út, að það væri Hannes Hafstein, sem hefði ráðið þessu. Ég hefl ekki spurt hann um þetta; þarf þess ekki með; veit líka að það hefði ekki verið til neins; hann hefði sjálfsagt ekki mátt neitt um það segja, sakir stöðu sinnar. En það er líka alger óþarfi. Það vita allir, að hann ræður ekki lögum og lofum í bankanum. Og allir, sem hann þekkja, vita líka, að ekkert getur verið honum ólíkara, en þetta tiltæki. Það er því alveg tilefnislaust og ranglátt að kenna honum um það. IV. Brezkur banki. Eins og nú stendur á, má telja það fagnaðarefni, ef það rætist, að hér verði stofnaður brezkur forvöxtunarbanki (Disconto-banki) jafnvel þegar í næsta mánuði. Það var erindi hr. Einars Benedikts- sonar, er hann kom hér upp snögga ferð um daginn, að þreifa fyrir sér í því máli. Eftir því sem ég veit til um þá fyrirætlun, þá er tilgangurinn að byrja hér með nokkrum hundruðum þús- unda króna; kaupa víxla af kaup- mönnum, þeim er fisk vilja kaupa af botnvörpungum og öðrum, gegn trygg- ing í fiskinum meðan hann er í verk- un, og svo í hleðsluskrá (connossement) yfir fiskinn, er hann er sendur út. Það er mikið vit í þessu, og mjöé líklegt til góðs árangurs, bæði fyrir bankann og landsmenn. Tilgangurinn mun vera, að hér komi upp enskur maður með peningana og sá taki sér 1—2 íslendinga til aðstoð- ar, og reki svo bankann. Án nokkurrar landsábyrgðar, án nokkurra sérréttinda eða hlunninda — og án þess að hafa heilt stóð eða 3—4 kúgildi af starfsmönnum; sjálf- sagt svo skriffinskulaust og óbrotið sem auðið er, að brezkum sið. Sá banki á sannarlega erindi hingað nú. Um franska bankann skal ég ekkert segja að sinni — öllu þvi fyrirtæki er svo mjög á huldu haldið, að örðugt er að leggja þar nokkurn réttan dóm á með rökum enn, og þá heldur ekki von að menn berl traust til þess að sinni. Ea komist þessi brezki banki á og byrji á þann hátt, sem ég veit að tilgangurinn er, þá munu margir telja hann happastofnun á heillastund. Jón Ólafsson, alþm. Mikilsverður ráðgjafi lyrir alla þá, sem eitthvað þurfa að auglýsa í útlöndum, er hin mikla blaðaskrá fyrír árið 1910, sem auglýsinga-skrifstofan al- þekkta, „Invalidendank“ í Berlin, hefir ný- skeð gefið út. Á skrá þessari eru talin hjer um bil öll dagblöð, myndablöð og tíma- rit heimsins, og flokkuð þannig, að auðvelt er að finna það, sem leitað er að. Góð- gerðasemi og hjálpsemi „Invalidendanks11 er alkunnug, og sömuleiðis það, að krón- prinz Þýzkalands er verndari fjelagsins. Blaðaskrá ,,Invalidendanks“ er send ó- keypis og kostnaðarlaust, hverjum þeim, sem sendir beiðni Jim það til „Zentrale des Invalidendanks, Berlin“, eða til A/S Re- klames Annoncebureau, Christiania. Reykjavíkurfrjettir. Lárus H. Bjarnason. lagaskóla- stjóri hefir legið í umgangsveiki þeirri er hér hefir gengið undanfarnar siðustu vikur. Hefir nú klseðst þessa vlku og verður vænt- anlega verkfær á mánudaginn. Þilskip þessi ,hafa komið inn síðan um mánaðarmótin: Keflavíkin með 14,000, Haffarinn með 13,000, Sigríður með 9,000, Hildur með 10,000, Haraldur 8,500, Jósep- hina 8,500, Guðrún Zoéga 9,500. Botnvörpungarnir lslensku afla ágætlega. 5 þeirra hafa komið inn nú um, og eftir mánaðarmótin: Marz með 20,000, íslendinguriun með 25,000, Snorri Sturluson með 36,000, Preyr með 26,000 og Jón Forseti með 46,000, Marz kom aptur í gær eftir 8 daga útivist með 31,000. Aiiabrðgö dágóð hjá þeim fáu, sem sjó sækja á opnum bátum hjeðan úr Reykja- vík. Hrognkelsaveiði byrjuð. Úrskurður Stjórnarráðsins um bæjar- stjórnarkosninguna29.jan. siðastl. var kveðin upp síðastl. laugardagskvöld (dagsettur 31. f. m.), og hefir því ekki verið nema fulla tvo mánuði á leiðinni. Stjórnarráðið komst að þeirri niðurstöðu, að ekki gæti komíð til nokkurra mála, að gera kosninguna ógilda, og úrskurðaði hana lögum samkvæma. Svo fór um sjóferð þá. Einmunatio hefir verið það sem af er þessum mánuði, logn og vorhlýindi, og jörð að kalla alauð hjer á Suðurlandi. Einar Benedlktsson skáld, er dvalið hefir erlendis síðastl. ár, kom hingað með „Botníu“, í siðustu ferð, og fór aftur með henni. Sagt, að hann sje að reyna að koma hjer á fót nýjum banka. sem einkum eigi að stuðla að efling sjávarútvegsins, og að hann hafi fengið einhverja enska auðmenn í lið með sjer. Sagt var og, að einhverjar hafnar-hugleiðingar væru i hon- um. Seldar fasteigulr. Þingl. 17. f. m. Gísli Einarsson selur Sturlu kaupm. Jónssyni jörðina Sauðagerði, 4,50 hndr. að nýju mati, með erfðafestulöndum, húsum öllum o. fl. Dags. 8. júlí 1908. Sveinbjörn Olafsson i Hafnarfirði selur Bjarna Magnússyni, Laugaveg 18, og Guðna Símonarsyni í Breiðholti '/s í húseignínni nr. 66 við Laugaveg. Dags. 27. jau. Þingl. 31. f. m. Engilbert Gislason málari selur Sveini Jónssyni trjesmið lóð við Laugaveg, 30 álnir meðfram veginum og 44 álnir á breidd, fyrir 1320 kr. Dags. 14. marz. Jón málari Reykdal selur Sveini trjesmið Jónssyni (Bókhlöðust. 10.) lóð úr Holtaataða- bletti, 30 álnir meðfram veginum og 44 álnir á breydd, fyrir 1320 kr. Dags. 14. raarz. Slurla Jónsson kaupm. selur Þorleifi Guðmundssyni verzlunarm. frá Háeyri Sauða- gerði með tilheyrandi. Dags. 23. febr. Carlsborgr. Það eru tvö ölgerð- arhús í Valbæ i Danmörku, sem heita þessu nafni. Hið eldra (Garola Carls- berg) stofnaði Jacob Chr. Jacobsen árið 1847. Hann bjó fyrstur manna til bæ- heimskt öl i Danmörku. Hitt (Nýja Carlsberg) stofnaði sonur hans, Carl Chr. H. Jacobsen árið 1871. Ölgerðar- hús þessi hafa ávalt verið talin meö þeim fremstu á Norðurlöndum, enda hafa eigendurnir grætt offjár á þeim. En öllum ágóðanum er varið til þess að styrkja vísindi og listir. J. Jacobsen stofnaði 1876 Carlsbergs-sjóðinn. Hann ver nú árlega hátt á annað hundrað þúsundum króna til vísindastarfsemi. Nú eru bæði ölgerðarhúsin orðin eign þessa sjóðs, en þeim þó haldið þannig aðgreindum, að ágóðanum af Gl. Carls- berg er eingöngu varið til styrktar vís- indunum, en ágóðanum af N. Carlsberg eingöngu til þess, að styrkja og efla alls konar listir. Þær óáfengu öltegundir. sem ölgerðarhús þessi auglýsa hjer í blaðinu, eru mjög mikið keyptar, og að ilestra dómi mjög ljúffengar. Íalenzkt gulrófnafpœ er selt. á Laugaveg 58 B._________________________ Til leigu nú þegar 2 berbergi móti sól í nýja húsinu mínu, hentug fyrir einhleypa. 3 herbergi með eldhúsi og geymslu eru einnig til leigu. Arni Nikulásson, rakari.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.