Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.05.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 11.05.1910, Blaðsíða 2
78 REYKJAVIK yðar er ófyrirleitin æsingagrein. Er von að pólitískir vinir yðar, sem þekkja yður að góðri greind og skarpsýni, verði hissa, að sjá svona skrif á prenti frá yður. Nokkur vorkunn samt, að þjer virðist hafa haft lítinn tíma af- gangs frá öðrum störfum. Ef svo hefði ekki verið, skil eg ekki annað, en þjer hefðuð haldið yður við aðal- ástæður málsins, heldur en aukaatriði, hártoganir og dylgjur, sem koma illu til leiðar og sverta yður sjálfan. Vinsamlegast. Staddur á Seyðisflrði 23. apríl 1910. Jón Jónsson frá Hvanná. Artíöaskrá Heilsuhælisins. Minningargjöfum er veitt viðtaka í skrifstofu landlæknis á hverjum degi kl. 5—7. Hælinu hafa þegar borist nokkrar minningargjafir. Viðtökuskírteinin eru nú fullgerð. Það eru stinn spjöld, gylt á röndum. Á aðra spjaldhliðina er markaður hvítur skjöldur, upphleyptur, á dökk- bláum feldi. Skjöldurinn er með sporöskjulagi. Á hann er ritað nafn hins látna og dánardægur og nafn þess, er gjöf gefur, en gjöfin því að- eins skráð á skjöldinn, ef þess er óskað. Iðnaðarmannafélag Reykjavlkur vill stuðla til þess með því að halda sýningu á íslenskum iðnaði fyrir land alt sumar- ið 1911. Er ætlast til að hún hefjist 17. Júní — á aldarafmæli Jóns Sigurðssouar. Miklu skiftir, að sýning þessi takist vel. Það þarf að sýna almenningi, svo ekki verði móti mælt, að ýmislegt er nú þeg- ar unnið í landinu, sem þolir saman- burð við alla útlenda keppinauta, að hinn forni heimilisiðnaður vor er ekki aldauð- ur, og hefst vissulega aftur í nýrri mynd, til vegs og valda. Það þarf að gefa iðn- aðarmönnum tækifæri til þess, að reyna kraftana, og sýna, hvað þeir geta best gert. Alt þetta getur sýningin gert, ef allir taka höndum saman og styðja hana. Iðnaðarmenn í öllum iðn- g r e i n u m ! Látið sjá, hvað þið getið. Sendið sýningunni úrvalsmuni, sem verði yður og ísl. iðnaði til sóma. K o n u r! Sendið oss úrval, er sýni hið besta, sem ísl. heimilisiðnaður og hannyrðir hafa að bjóða. Sýslunefndir og bæarstjórn- ir! Styðjið drengilega þessa tilraun til þess að efla þann iðnaðarvísi, sem vér höfum. Þér, sem óskið upplýsinga viðvíkjandi sýningunni, sendið fyrirspurnir til ein- hvers af oss undirrituðum. Reykjavik 4. Maí 1910. Carl F. Baftels Laugaveg 5. Alt er þetta gert í lfkingu við málmskildi þá (silfurskildi) er tíðkast hafa að fornu fari hjer á landi, áður en kransarnir komu til sögunnar. Þá er utanbæjarmenn senda minn- ingargjafir, eru þeir beðnir að skrifa greinilega fult nafn hins látna, aldur, heimili, stöðu, dánardægur og dauða- mein; ennfremur nafn sitt, heimili og stöðu. Þeim verður þá tafarlaust sent viðtökuskírteini. Gjafirnar skal senda til Jóns læknis Rósenkranz, Reykjavík. G. Bjórnsson. r Islenzk íðflsýnmg í Reykjavík 1911. íslendingar! Sú var tlðin, að íslenskur iðnaður stóð 1 engu verulegu að baki nágranna vorra. Frá landnámstíð og fram á miðja síðustu öld unnu flestir verkfærir menn, konur sem karlar, að iðnaði allan veturinn. og á þennan hátt vorum vér sjálfbjarga 1 flestum greinum. Húsin, búsgögnin, skip- in, verkfærin, fötin, alt var þetta íslenskt smfði. Stutta sumartfmann unnum vér að jarðrækt, langa veturinn að iðnaði. Ætíð var nóg gagnlegt starf fyrir hönd- um. Nú er öldin önnur! Á örfáum ára- tugum hefir útlendur verksmiðjuvarning- ur, oft af lökustu tegund, tekið höndum saman við skammsýni vora og viðburða- leysi og nærfelt kollvarpað hinum forna innlenda iðnaði. Nú er nálega alt keypt frá útlöndum, þarft og óþarft, skaðlegt og gagnlegt. Annríkið og iðjusemin gamla horfin, og í hennar stað kom at- vinnuleysi og iðjuleysi að vetrinum, fá- tækt og skuldir. Vér, sem áður vorum sjálfbjarga sækjum nú alt til annara! Þetta verður að breytast. íslenskur iðnaður skal blómgast og þroskast á ný, svo honum sé engin hætta búin af léleg- um útlendum varningi. Vér skulum aftur verða sjálfbjarga, aftur gera veturinn arð- saman. Jón Halldórsson Skólavörðustíg 6 B. Jónalan Þorsteinsson Laugaveg 31. Th. Krabbe Tjarnargötu 40. Glóðin og kakan. „Við, Siggi, Jón og jeg, vorum búnir að gera okkur góða glóð (=eld) til að baka á kökuplenturnar okkar. Þá vaða þeir inn í eldhúsið, Jón Boli og Sör- ensen, með sínar stóru kökur; þeir leggja kökur sínar á glóð okkar, hrifsa til sín skörungana, og skara glóðinni að sínum, en frá okkar kökum. Þvi meiri glóð sem við gerum, þess meira skara þeir að sínum kökum, svo okkar kökur bakast ekki nema að nokkru leyti. Við stöndum ráðalausir . . . .“ Þannig lét Árni „dæluna ganga“. Litlu síðar kemur Jón, og segir: „Sörensen og Jón Boli eru „að skara eld að sínum kökum í eldhús- inu okkar“. Árni og Jón skýra báðir frá sama verknaðinum. Árni greinir hvernig hann er framkvæmdur, en Jón nefnir hann sínu nafni. Sá, er á hlýðir, heyrir og skilur þegar, að báðir skýra frá einu og sama eíni. Ef nú maður (látum hann'TTeita J. Ó.) skýrir frá samskonar efni, fyrst með ýtarlegri lýsing þess, hvernig verknað- urinn er framkvæmdur, með hverjum meðulum (t. d. peninga-einveldi) og af hverjum (útlendingum t. d.), og hverjir fyrir hallanum verða (t. d. íslenzkir fiskimenn), tekur þátt í gremju þeirra, er fyrir skaðanum verða (glóðinni= eldinum, er skarað frá), og bætir síðan við: En þeir, sem þetta vinna, eru víta- lausir; því það „er eðlilegt, að hver skari eld að sinni köku“ (—geri það, sem þeir eru að gera) — þá nefnir hann aftur sama, verknaðinn i færri orðum: sínu algenga (likingar)-«a/ní, („að skara eld að sinni köku“). Ef ég nú hermi orð hans (J. Ó.) á þann hátt, að taka upp frásögnina fulla og rétta, en sleppi endurtekning- unni, nafninu —- getur hann þá sakað mig um, að ég „byggi á því, að hann hafi sagt alt annað, en hann hefir sagt“ ? Það er ólíklegt um skynsaman mann. Og þó hefir þetta átt sér stað („Rvík“ XI., 18.). Þaðan sem ég átti þess sízt von. Ekki er ég sá sjálfbirgingur að ætla, að mín skoðun sé hin eina rétta. Skoðanamunurinn liggur í því (milli J. Ó. og mín) að ég tel ekki sama, að „skara eld að köku“, og að „glæða eld gera glóð) undir (eða við) köku“= baka köku við eiginn eld. Á því byggj- ast mótmæli mín gegn því, að dæmið (í „Rvík“ XI., 16.) ætti við lýsinguna á þeirri „skörun elds að sinni köku“, sem þar var rætt um. „Eldurinn" er = framleiðslan (upp- spretta auðsins). „Kakan" er — atvinnan (brauðið). Auður flskimannsins er fiskurinn (flskvörur), er hann dregur úr djúpinu (framleiðir); af því hefir hann atvinnu sína: bakar köku sína við þann eld, er hann heflr sjálfur kynt (glætt) undir henni (við hana). Hann nýtur þessa elds að fullu, og fær „bakað köku“ sína svo sem föng eru til, ef hann fær það verð fyrir vörur sinar, sem neytandi borgar — auðvitað að frá- dregnum nauðsynlegum kostnaði —, bakar þá köku sína við eiginn eld= er „sjálfur (einn) um sina hitu“. En ef þriðji maður getur gert sér að atvinnu, að vera milliliður milli þeirra (framleiðanda og neytanda), og kemur svo „ár sinni fyrir borð“ (0: nær í skörunginn), að fiskimaðurinn verður (neyðist til) að fá honum i hendur framleiðslu sína (auð sinn = eldinn) fyrir mihna verð en sannvirði á markaðinum, o: minna en neytandi borgar -f- kostnaði við að koma vör- unni til háns, verðinu aftur til fram- leiðanda 0. s. frv. — þá bakar milli- liðurinn köku sína við eld, sem hann skarar frá köku fiskimannsins — „skarar eld að sinni köku“. Millilið- urinn hefir þá atvinnu af framleiðslu (auði) fiskimannsins, sem fyrir það hefir minni atvinnu af framleiðslu sinni sjálfur. Og ef landbóndinn, sem „bakar köku“ sína við framleiðslu búfénaðar, úti- lokar milliliði í verzlun með íram- leiðsluvörur sinar —jafnhliðaumbótum á framleiðslunni — og fær fyrir það meiri hagnað af þeim, án þess verðið hækki óeðlilega eða nokkurri einokun sé beitt við kaupendur (neytendur) — þá glœðir hann eldinn undir sinni (við sína) köku = er sjálfur um sína hitu, en skarar ekki eld (frá öðrum) að köku sinni. Eg gat ekki felt mig við saman- burðinn í „Rvík“ XI, 16, vegna þess, að mér virðist kaupmanna (= milli- liða) — hringmyndun sem þar er lýst, vera dæmi upp á íélagsskap, til að „skara eld að sinni köku“, eins og það er þar réttilega nefnt, en bænda- félagsskapurinn (Sláturfél. t d.“), sem tekinn er til samanburðar, vera dæmi upp á félagsskap, til að „vera sjálfur um sína hituu. Og mér skilst ekki enn, að þetta hvorttveggja sé eitt og hið sama, eigi sama nafn. Hvorttveggja mun vera jafn-„löglegt“; en skiftar geta verið skoðanir um, hvort aðferðirnar eru báðar jafn „ráð- vandlegar" eða samvizkusamlegar. Og eg get ekki dulist þess, að mér finst það eðlilegri réttur, að „vera sjálfur um sína hitu", heldur en hinn: að „skara (annara) eld að sinni kökuu. Lái mér hver sem vill. Auka-atriði má það telja fremur, hverrar þjóðar skarandinn er, eða hvar kakan, sem hér er bökuð, er etin. En ef eg get eigi hjá því komist, að glóð mín sé sköruð að annars köku, kynni eg þó, — sem íslendingur — bet- ur við, að hún yrði brauð fyrir sam- landa mína, heldur en annarra þjóða menn. I því liggur mismunur á út- lendu og innlendu „kökubökunarfélagi“, þó að öðru væru jöfn. Til þess benti J. Ó. í fyrstu og eg einnig í grein minni. Þetta er aðalefni greinar minnar í „Rvík“ XI., 18., og hefir J. Ó. leitt (ekki „knúið“) mig til að skýra það; því eftir svari hans að dæma, mun þess ekki vanþörf. Ekki skal eg deila um það, til hvers félagsskapur íramleiðenda á landi hér Markús Þorsteinsson Frakka8tíg 9 — Reykjavík selur hljómfögur, vönduð og ódýr --- Orgel-Harmonia. ------- gæti leitt eða kunni að leiða, ef hann yrði allur annar en nú á sér stað og útlit er til. Taka mundi eg því einnig með jafnaðargeði, þótt mér yrði láð það, að „taka upp þykkju“ fyrir sam- taka tilraunir bænda til að hafa sjálfir not síns eiginn elds, ef mér virðist við þeim amast. Viðleitni landsmanna til að verjast því, sem þeir haía orðið að búa við öldum saman: að þeirra eiginn eldi sé skarað að annara (að mestu erlendra þjóða) kökum, til að „vera sjálfir um sína hitu“, er enn ekki svo þroskamikil (— er í fæðingu eða enn skemra á leið komin, t. d. hjá fiskimönnunum —), að það gæti talist karlmenskubragð, að rétta henni löðrung. Hún þarfnaðist fremur lífg- unartilrauna og næringar. Einn og sami verknaður er ekki jafn nytsamur undir öllum kringum- stæðum. Sá, er eytt gæti fóstri skað- legustu sníkju- og rándýra (lúsa, músa, rotna, refa) mundi talinn þjóðnýtur maður. Öðru vísi yrði á það litið, ef hinu sarna væri beitt við búfénað og notfisk. Þjóðarvelgerð væri það, að koma í veg fyrir myndun félagsskapar til að féfietta landsmenn á þann „löglega og ráðvandlega" hátt, sem lýst var í „Rvík“ XI., 16. En — enn sem komið er, virðist engin þörf á, að hnekkja félagsskap landsmanna, bænda né anu- ara, sem að eins er veik byrjunar- tilraun, til að verjast áreitni og „vera sjálfur um sína hitu“. Grh., 28. apr. 1910. B. B. Athug-as.: Ritstj. „Rvíkur“ hefir sýnt mér framanritaða grein, ef ég fyndi ástæðu til að svara henni nokkru. Ég er í vanda með það. Annaðhvort sækir mig nú elliglöp eða Björn vinur er að hjala úti á þekju. Öll hans dæmisaga um, hvernig menn geti skarað ranglega eld að sinni köku, kemur málinu ekkert við. Hvert mannsbarn hélt ég að vissi það, að það að „skara eld að sinni köku“ þýðir það eitt, að efla sjálfs síns hag — það og ekkert annað. Það liggur alls ekki í þvi, að sá eldur sé ranglega frá öðrum tekinn. Það getur verið eldur mannsins sjálfs, sem hanri skarar hagsýnilega að köku sinni, svo að hún bakist. Hér þarf engar málalengingar um eða dæmisögur. Spurningin er sú: Reynir sláturfélagið, eins og aðrir fé- sýslumenn (menn, sem viðskifti reka) að „skara eld að sinni köku“ (efla hag sinn) eða ekki? Mér skilst það sé til þess stofnað. Geri það ekki það, þá er eigi gott að sjá tilveru-rétt þess. í guðsþakka-skyni mun það ekki stofnað. Hitt er annað mál, á hvern hátt það geri það. Ég vona, að ein aðferðin sé sú, að vanda vöruna (og spara til- kostnað?). En ég veit — og það vita allir —, að einn af vegum þeim, sem það notar, er einokun. Einokun er viðleitni til að útrýma keppinautum, til að geta verið einn um hituna. Þetta gerir félagið vitan- lega — eftir megni. Þá getur það skamtað verðið úr hnefa. Ef bændur yfirleitt á því svæði, sem hingað sækir, binda sig flestallir sam- tökum um það, að selja engum fé nema félaginu, þá er samkeppni úti- lokuð. Þá getur félagið t. d. sett það verð á hausa og fætur af fé, að það gangi ekki út; og til að kenna mönn- um, að þeir verði að sætta sig við verð félagsins, getur félagið þá lofað hausunum og fótunum að úldna, heldur en seija þá ódýrara, og þegar þetta er orðið að óæti, má ferma nokkra báta með því, róa það út á höfn og sökkva því í sjóinn, eins og mælt er að fé- lagið hafi eitt sinn gert. Vinur Björn getur náttúrlega barið sér á brjóst og sagt, að allir sjái, að það geti ekki borgað sig fyrir félagið- ab eyða þannig vörunni. >

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.