Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.05.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 21.05.1910, Blaðsíða 1
1Re^k javík. XI., 33 Útbreiddasta blað landsins. Upplag 2,800. Laugardag 31. Maí 1910 Áskrifendnr i b » n u m yflr IOOO. XI., 33 ReykSavik - Hamborg - Kaupmannahöfn. UPPBOÐ >»■ ,BDINBORG“ Miðvikudag’inn 35. J>. m., lcl. 11 árd. Á uppboði þessu verða selðir ýmiskonar Skóverkstæðismunir, Leður o. m. fl. Baðliúsið virka daga 8—8. BÍ8kupsskrif3tofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—8. Bókasaín Alp.lestrarfél. Pósthvisstr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið sd., þrd. fimtud. kl. 12—2. Islandsbanki 10—2’/» og 51/*—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7-8 e.m. Landakotsspítalinn 10*/»—12 og 4—5. Landsbankinn ÍO1/*— Landsbókasafnið 12—3 og 6—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. INáttúrugripasafnið sunnud. I1/*—2*/». Pósthú8ið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. i mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „REYKJAYlK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — l doll. Borgist fyrir 1. júlí. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3, og 4. bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 33*/»°/o hærra.— Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stefá.11 RunóIísboh, Pingholtsstr. 3. T alsími i 8 8. yijgeiísla .Reykjavikur* er í Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. - Talsími 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—-1. — Plnglioltsstr. 3. Kælirúi Thore-félagsins. Blekkingarog prettir „ísafoidar“. „Upp koma svik um síðir“. Inn nýi „ritstjóri" ísafoldar, sonur ráðherrans, tók í fyrrasumar við rit- stjórn ráðherra-málgagns þessa. í fyrsta tölublaðinu eftir það (4. Sept. 1909) ritar hann (eða lofar föð- ur sinum að rita?) grein fremst í blaðið um „Samgöugumálið,‘. Þar segir svo: „Kælirám gerði Alþingi ráð fyrir i tveim millilanda-skipum, en engum í strandbát- unum. Eftir samningunum verða kælirúm ekki einungis i 2 millilandaskipum, heldur par að auki í 2 strandbátum. Með þessu móti er ekki einungis Regkjavík og þeim tiltölulega fau bæjum, sem millilandaskipin leggja leið sína um, gerður kostur á því að koma smjöri, fersku kjöti og fiski o. s. frv. á markaðinn, heldur og nærri hverjum krók á öllu landinu. Betra verður ekki á kosiðu. Mönnum getur illa hefnst fyrirjað trúa „Isafold". Það er eins og mönnum ætli aldrei að lærast að trúa því, að hún sé eins frábitin allri sannsögli og hún er. Sigurður bóndi Fjeldsted á Ferju- bakka las þetta í ráðherrablaðinu, og glæptist til að trúa því — því fremur væntanlega, sem honum var kunnugt um, að aða/ástæðan (nærri því eina ástæða) þingsins til að heimila ráð- herra að gera 10 ára samning um ferðirnar, var sú, að með því fengist kælirúm í tvö mittilanda-skip. > í þessu trausti réðst Sigurður í að reisa sór íshús í vetur, og gera sam- ninga við aðra bændur um kaup á laxi til útflutnings í kælirúma-skipunum. Nú tókst hann ferð á hendur hing- að til Rvíkur (og er hér nú) til að semja við Thore-fél. um flutning á laxi í kælirúmum í sumar. Honum brá heldur í brún, er af- greiðslumaður félagsins hér tjáði hon- um, að í engu skipi félagsins, er hingað gengur, öðru en strandbátun- um, yæri kælirúm. „En samningurinn?“ „Hann áskilur að eins kælirúm í einu millilanda-skipi“. „Hvaða skip er það þá?“ „Það er Ingólfur“. „Ingólfur?! //“ „Já, Ingólfur". „Hvenær fer hann þá næst frá Reykjavík í surnar?" „Aldrei. Hann kemur alls ekki til Reykjavíkur“. „Oghann teljið þið mittilanda-skip?“ „Já“. „Skil ég það þá rétt, að félagið hafi ekkert kælirúm í neinn skipi sínu, því er gengur milli Reykja- víkur og útlanda í sumar?“ „Já. Ekkert kælirúm". Geta nú þeir sem lesið hafa ráð- herrablaðs-ummælin, sem upp eru prentuð hér að framan, hugsað sér stórfeldari blekkingar og pretti? Vitaskuld ber ég ekki Thorefélaginu neitt slíkt á brýn í þessu sambandi, heldur ráðherrablaðinu, sem víssvitandi hefir gert leik til þess að tæla almenn- ing og með því bakað mönnum stór- kostlegt fjártjón. Fari maður nl. að lesa ofan í kjöl- inn sjálft samningsskjalið við Thore- félagið, þá kemur brátt í ljós, að þar stendur alt annað, en ráðherrablaðið skýrir frá. Þar stendur: „Millilandaskipin. — Eitt skipið á að vera með kælirúmi . . . og fari það skip 7—9 áætlunarferðir". Hér stendur ekki, að þetta „milli- landaskip“ skuli nokkurn tíma koma til Reykjavíkur alt sumarið (en þaðan er einmitt aðállega þörf á kælirúmsflut- ningi til útlanda). „Ingólfur" fer milli Khafnar og verzlunarstaða þeirra norðan og aust- an lands, sem hr. Tulinius hefir við- skifti við. En hann (,,Ing.“) er með því titlaður „millilandaskip". Hvað segja smjörbúin okkar um þetta? Hvað segja allir sanngjaruir menn um þetta? Hér er þá eitt laufblað í lárviðar- sveig núverandi ráðherra. Eða — einn naglinn í lians pöli- tisku líkkistu! Jón Ólafsson alþm. * * * Eftirskrift. Eftir að ofanritaðar línur vóru settar í prentsmiðjunni, get ég bætt því við, að afgreiðsla Thore- félagsins hér var spurð, hvort hún gæti ekki takið hér lax í kælirúm strand- bátann'a og flutt hann í þeim þar til er þau ná í „Ingólf", og sent laxinn svo í kælirúmi með honum til út- landa. En afgreiðslan neitaði því, kvaðst ekki þora að taka vöruna til flutnings um svo langan tíma, sem þetta tæki. Þá fer nú að minka gagnið af kæli- rúmum strandferðabátanna, enda kvað þeir ætlaðir að eins til að flytja beitu- síld hafna milli. Alt er nú á eina bókina lært! Það mun þó vera til nokkurt kæli- rúm i „Ingólfi" ? Spyr sá sem ekki veit. J. Ól. „8pyr sá sem ekki Yeit“, IV. Hvað liður Landsbanka-reikningnum ? „Starfsár bankans er almanaks- -árið. Ársreikning bankans skal semja svo snemma, að hann verði í síðasta lagi 4 mánuðum eftir árslok birtur í helztu blöðum landsins^. L. um stofn. Landsb. 18. Sept. 1885, 28. gr. Þetta er skýlaust ákvæði laganna. Þessu ákvæði hefir undantekningarlaust verið hlýtt frá því fyrsta er bankinn var stofnaður — þangað til nú. Nú eru komin Maí-lok senn og enginn bankareikningur kominn. Hvað ber til? Reikningur bankans (ársreikningur) er ekki annað en útdráttur úr bókum bankans, og er því hvorki ýkja-vanda- samt nó ýkja-langvint verk að semja hann. Nú eru nýir bankastjórar, og „nýir vendir sópa bezt“. Því bjuggust menn við ársreikningi bankans heldur fyrr, en síðar, en vant er og lögboðið. Nú er mælt að bankinn hafi minna að gera, en nokkru sinni fyr, lítið annað en endurnýjanir á lánum. Nú hefir bankinn vitanlega miklu fleiri starfsmenn, en hann hefir nokkru sinni áður haft. En hví kemur þá ekki reikningurinn? Hefir ráðherra útvegað bráðabirgða- lög — í brýnni nauðsyn —, er breytt hafi laga-ákvæðunum um birting reikn- ingsins? Ef svo er, hví eru þau þá ekki birt? Hvað getur það verið, sem tefur birtingu (eða samningu?) ársreiknings Landsbankans ? Spyr sá sem ekki veit. Jón Ólafsson, alþm. Pingmálafundur Rangæinga. Ár 1910 þann 17. Maí-mán. var haldinn almennur alþingiskjósenda- fundur fyrir Rangárvallasýsln sam- kvæmt fundarboði alþingismanna sýsl- unnar, dags. 2. þ. m. Fundur þessi var boðaður „í tilefni af aðgerðum ráðherra gagnvart landsbankanum og kröfum ýmsra landsmanna um auka- þing þar af leiðandi", eins og komist er að orði 1 fundarboðinu. Fundurinn var haldinn undir beru lofti, með því húsrúm var lítið. Fund- arstjóri var kósinn Björgvin sýslu- maður Vigfússon og skrifari sjera Skúli Skúlason. Hófust síðan umx-æður samkvæmt fundarboðinu. Eftir nokkrar umræður bar 1. þing- maður upp svolátandi tillögur: 1. „Fundurinn lýsir yfir þeirri skoðun sinni og styður hana meðal ann- ars við þegar uppkveðinn úrskurð dómsvaldsins, að ráðherrann hafi gengið inn á valdsvið þingsins og tekið sjer ólöglegt og óhæfilegt einveldi yfir Landsbankanum með afsetning gæzlustjóra hans fyrir fult og alt og skipun annara í þeirra stað. Þetta telur fundur- inn að þjóðin megi als ekki þola afskiftalaust, enda lítur svo á, að heppilegast sje bæði fyrir úrlausn bankamálsins og stjórnmálaástand- ið í landinu yfirleitt, að þingið taki bankamálið til athugunar og úrslita sem allra fyrst. Fundurinn skorar því á þingmennina að fara

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.