Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.05.1910, Blaðsíða 3

Reykjavík - 21.05.1910, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 87 l^votturinn, sem þið sjái& þarna, þaó er nú enginn Ijettingur, en samt var furðu litil fyrirhöfn við að þvo hann hvitan sem snjó. Það var þessi hreina sápa, sem átti mestan og bestan þátt í því. _____________________________ 1590 Áreiðanlegir virðingarmenn. í ráðherrablabinu stóð 11. þ. m. þessi smágrein : ,,V©1 4 haldið. — Á Kleppi var reist í haust fjós,hlaða og hesthús úr steinsteypu... Kostnaðurinn varð alls 1875 kr. En mats- menn, þeir er kjörnir vóru af stjórnarráðinu til að meta bygginguna,mátu hana á 3900 kr., eða meira en helmingi meira en hún hafði kostað. — Eyrir smíðinu stóð Sveinn Ein- arsson steinsmiður hér í Rvík“. Leturbreytingarnar eru eftir ráð- herrablaðinu. í öðru málgagni er frá því skýrt, að þessir virðingarmenn hafi verið: Hjörtur Hjartarson snikkari og Stefán Egilsson múrari — einhverjir tveir blóðdyggustu skósveinar ráðherra. Það hefir nú ekki verið neitt leyndar- mál, að virðingar á húsum hér á landi, og einkum hér í bæ, hafa ekki verið sem allra áreiðanlegastar. En fyr má nú rota en dauðrota. Fyrri getur nú afkáralega vitlaust eða samvizkulaust verið, en að muni meirn en helmingi. Þegar svona fjarri er öllu lagi virð- ing, þá getur varla nema. um tvent verið að gera : algerlegt samvizkuleysi virðingarmanna, eða þá alveg frá- munalega vanþekking þeirra, er geri þá með öllu óhæfa virðingarmenn. „ísafold“ hefir nú brennimerkt þessa virðingargerð, og skal henni ekki ámælt fyrir það. En hver sem orsökin er hér, hvort heldur það er samvizkuleysi eða alger skortur á viti á verkinu, þá sýnist það eitt víst, að þeim mönnum, sem þessa virðing hafa framið, er ekki trúandi til neins slíks verks framar. Jón Ólafsson, alþm. » Hvað er að frjetta? Hjúskapur. 26. f. m. gaf bæjarfógeti Ouðl. Guðmundsson saman í hjónaband ritsímastjóra Gísla J. Ólafsson á Akureyri og frk. Polhj Grenuold sst. Dómar. í s. 1. yiku fjellu dómar í undirrjetti í „vitfirrings“-máli Björns ráð- herra Jónssonar gegn Jóni alþm. Olafssyni. Jón dæmdur í 150 kr. sekt og ummæli um vitfirring Bj. J. dæmd ómerk. Þá var og dæmt meiðyrðamál Bj. Jónss. ráðh. gegn Tr. Gunnarssyni, K. Dbr., út af meiðyrðum á prenti. Tr. (t. dæmdur í 200 kr. sekt, og meiðyrðin ómerk. Enn var s. d. varakonsúllinn franski hr. Brillöin dæmdur í 100 kr. sekt fyrir skrifleg meiðyrði um yfirdómara Jón Jensson, og meiðyrðin ómerk. Augnleeknirinn leggur af stað í íerð sina kringum landíð 11. júní næstk.; kemur til Seyðisfarðar 13. júní og dvelur þar í 10 daga, fer þaðan með „Agli“ til Akureyrar 23. júní og dvelur þar 15 daga. Með „Floru“ fer hann þaðan 9. júlí til ísafjarðar, og verður þar átta daga um kyrt. Kemur aftur til Rvíkur 21. júlí. Hann skorar á sjúklinga, að koma sem fyrst á hvern dvalarstað, til þess að tíminn sje næg- ur, ef til skurðlækninga kemur. Kornforðabúr. Búnaðarfjelag íslands víll verja alt að 1000 kr. til að styrkja sveitir eða sýslur, sem vilja koma upp hjá sjer komforðabúrum til skepnufóðurs. Styrk- urinn á að nema 'fn—‘/s af kostnaðinum við að gera skýli yfir kornið. Þau hjeruð eru látin ganga fyrir, þar sem hætt er við að hafís geti teppt hafnir. Umsóknarfrestur til Nóvemberloka næstu. Prestskosningin i Grindavík 17. þ. m. fór þannig, að eand. theol. Brynjólfur Magnússon var kosinn með nærri öllum at- kvæðum. Veitt lcekníshjeruð. Strandahjerað er veitt Magnúsi lækni Pjeturssyni frá 1. júlí næstk., og Nauteyrahjerað Sigvalda lækni Stefánssyni frá 1. júní næstk. Á mótorbát komu tveir menn í gær austan af Eskifirði; voru 3 daga á leiðinni. Voru að flytja bátinn hingað; fara austur annað kvöld með „Kong Helge“. — Annar þeirra cand. merc. Erlendur Einarsson, fór fyrir 3 árum hjeðan austur á Eskifjörð við annan mann á mótorbát. RáOsmenskustarfið við heilsu- hælið á Vífill8töðum er veitt Jóni Guð- mundssyni á Laugalandi. Kosninga-úrslitin í Danmörku. Þingkosningar fóru þar fram í gær. simskeyti hingað í morgun segir svo frá úrslitum : Reformflokkurinn 35; miðlunarmenn 21; sósíalistar 24; rótnemar 20, og hægrimenn 13. — Alls eru þingmenn 114, og er því eftir þessu einn þing- maður utan flokka. StjórnarfloJckurinn (rótnemar og sósíalistar) hefir unnið ein 4 sæti. Hann hafði áður 40. — Að ðllum lík- indum fer Zahle-ráðaneytið frá völdum. — » m ^ ---- Reykjavlkurfrjettir. Gelr Zoöga kaupmaður verður átt- ræður 26. þ. m. Ejöldi af borgurum bæjar- ins heldur honum þann dag heiðurssamsœti á „Hótel Reykjavík11. Þllsklpa-afll. Út úr skránni í sið- asta blaði yfir þilskipaafla hjer á vetrarver- tíðinni hafði fallið: „Hildur", eign Jóns Laxdals .... 35,000 Afll botnvðrpusklpanna is- lensku á vetrarvertíðinni er þessi: Snorri Sturluson..................173 þús Ereyr.............................116 Valur............................ 40 _ Mars.............................120 — íslendingur ..................... 98 _ Jón forseti ......................187 _ Yalurinn hyrjaði ekki veiðar fyr en 1. Apríl. SRríííur. Misskilningur. Umboðsmaður vátryggingarfjelags: „Hvað hafið þjer hugsað yður að vátryggja húsið hátt?“ Húseigandinn: „Helzt alla leið upp í mæni“. • Yfirboð. A. : „Jeg hefi einu sinni sjeð kafara, sem var hálfa klukkustund í einu niðri í sjónum". B. : „Uss, það er ekki neitt. Jeg hefi einu sinni sjeð einn, sem kom alls ekki upp aftur". „KIBENHAVNS IARGARINIFABRIK“ selur mjög ódýrt og bragðgott smjörlíki. Það er nær ólitaö og geta neytendur þess fullvissað sig um að í því eru að eins hrein og ósvikin efni. Verksmiðjan hefir forðabúr á Akureyri og selur að eins í stórkaupum til útgerðarmanna, kaupmanna o. s. frv. Pantanir má ennfremur senda beint til verksmiðjunnar í Khöfn, Áreiðanlegum kaupendum er kaupa nokkuð að mun gefst all-langur gjaldfrestur. Aðal-fulltrúi verksmiðjunnar fyrir ísland Jón Stefánsson, Aureyri. ItL m Pjer sem vindla reykið, sparið peninga ! Undirritaðir panta, fyrir hvern sein óskar, afar ódýra vindla (frá 1,40 100, plus tolli) frá elstu og beztu verksmiðju á Hollandi. Vindlarnir eru áreiðanlega verulega góðir og geta menn sjeð sýnis- horn hjá oss, eigi þarf að taka meira en 200 stk. í einu til þess að fá þetta afarlága verð, sem áreiðanlega er lægra heldur en kaupmenn nú borga fyrir vindla sína, komið sem fyrst, því fyrsta pöntunin fer á stað eftir nokkra daga. Virðingarfyllst. pr. verzl. „V ÍHIl GII R“. Laugaveg 5. Qarl JSárusson. <35ogi dirynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Austurstræti 3. Heima kl. 11—12 o« 4—5. Talsími 140. Fyrir rjetti. Dómarinn : „Hafið þjer sakað kær- andann, Jón Hannesson, um það, að hann hafi stolið buddunni yðar?“ Ákœrði: „Nei, jeg hefi bara sagt það, að ef Jón hefði ekki verið með mjer að leita að buddunni, þá hefði jeg kannske fundið hana“. €ggert Claessen, yflrréttarmálaflutningsmaður. Pósthússtr. 17. Talsími 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. C rsmíðastof an I*inelioltsst. 3, Kvik. Hvergi vandaðri úr. Hvergi eins ódtjr. Fullkomin ábyrgð. Stefán Runólfs8on. Hálslín fæst sjerlega vel „strauað“ á Klapparstíg 20. Hjálmrún Hjálmarádóttir. Rauða húsið. Eftir W. Heimburg. »Ulrik frændi! Ulrik frændi!« heyrði jeg kallað með unglegri kvenröddu einhversstaðar skammt frá mjer, þegar jeg var að fara inn um garðshliðið. Jeg litaðist um, og yfir hjá rauðberjarunnunum kom jeg auga á ljósu lokkana henn- ar Fríðn frænku minnar. í raun og veru var Friða meira en blátt áfram frænka mín. Fyrir nákvæmlega tveim árum hafði hún sem sje lofað mjer þvi hátíðlega, þarna milli bækitrjánna niðri í garðinum, að hún skyldi verða konan mín, þegar jeg væri orðinn læknir, og þá hafði þessi atburður ætlað að setja allt í uppnám á hinu friðsamlega heimili yfir-skógarvarðarins. Frændi gamli kallaði okkur krakkabjána, og sagðist ekki mega hevra nefndar neinar stúdentatrúlofanir, og blessað gæðablóðið hún frænka gamla áleit vegna stöðu sinnar, sjálfsagt, að vera á sama máli og maðurinn hennar. En í laumi reyndi hún að hughreysta okkur, og gylla það fyrir okkur á allan hugsanlegan hátt, hve miklu yndislegri ástarsælan hlyti að verða eftir hæfilega langan b

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.