Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.05.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.05.1910, Blaðsíða 2
86 REYKJAVÍK þess á leit við ráðherra íslands, að hann hlutist til um, að kvatt verði til aukaþings á þessu sumri svo fljótt sem unt er“. Tillagan var samþykt með 77 at- kvæðum. 9 voru á mót. 2. Fundurinn skorar jafnframt á stjóm landsins, að leggja fyrir væntanlegt aukaþing frumvarp til breytingar á stjómarskránni sam- kvæmt ályktun síðasta alþingis. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fundi slitið. Björgvin Vigfússon. Skúli Skxdason. lúsakaupin í Olafsvík meðgengin. Hr. Einar Markússon hefir sent „Rvík“ eftirfarandi grein, sem hann kallar „Leiðrétting", en er að vísu engin leið- rétting, heldur játun spurningarinnar, hvort nokkuð væri til í því, að lands- sjóður hafi keypt í Ólafsvík hús af hr. E. M. Hr. E. M. segir svo : „í 19. tölublaði „Reykjavíkur“ þ. á. fræðir herra alþingismaður Jón Ólafsson lesendur blaðsins á þvi, að landsstjórnin hafi keypt af mér „hússkrokk“ í Ólafsvík. Ber grein hans Ijóslega með sér, að hann álítur það gert í heimildarleysi og til skaða fyrir landssjóð. Þar sem frásögn þessi er mjög svo villandi, skal ég í stuttu máli skýra frá réttum málavöxtum. Þegar ég vorið 1896 tók þjóðjörðina Ól- afsvík til ábúðar, fylgdi henní mikið af jarðarhúsum og þurrabúðum, sem stóðu hingað og þangað um tún jarðarinnar. Fór ég þá fram á við umboðsstjómina, að hús þau yrðu lögð niður og að andvirði þeirra og álag á þau yrði látið renna i landssjóð. Þetta gekk umboðsstjórnin inn á. Nam andvirði allra húsanna og álag á þau rúm- um 4000 krónum, sem alt rann i landssjóð. Til þess nú að geta notfært mér jörðina, varð ég aftur að byggja peningshús á henni, sem sé: hlöðu, fjós, hesthús, áburðarhús, geymsluhús og 2 hjalla. Þessi hús bygði ég öll á einum stað, en sléttaði yfir allar rústir inna eldri húsa, sem, eins og áður er sagt, stóðu víðsvcgar um tún jarðarinnar. Þegar ég hafði ákveðið mig að flytja frá ólafsvík, bauð ég landsstjóminni, sam- kvæmt skgldu minni (sbr. lög um ábúð og úttekt jarða, 12. jan. 1884, 10. gr.), að kaupa þessi hús min þar. Gekk hún inn á að kaupa þau fyrir aðeins 8/* hluta virðingar- verðs, og fyrir það verð neyddist ég til að selja þau. Það vita allir, sem nokkum snefil hafa af þekkingu á umboðsstjóra, að slík húsakaup eru mjög tíð á þjóðjörðum, og þarf pví ekki að verja þær gerðir landsstjórnarinnar, enda er það ekki mitt hlutverk. Ég vildi að eins með línum þessum sýna, hvort lands- sjóður hefir haft hag eða óhag af viðskift- unum við mig. Þegar ég tók við Ólafsvík, runnu inn til landssjóðs fullar 4000 krónur, sem ég átti heimting á að taka við. Landssjóður hefir því nú í 14 ár tekið vexti og vaxtavexti af nefndri upphæð, sem ég, sem leiguliði jarð- arinnar, hafði fullan rétt til að hafa milli handa vaxtalausa. Enda greiddi ég sömu landskuld af jörðinni húsalausri, sem áður var greidd af henni með öllumhúsum. Þeg- ar ég fer irá jörðinni, kaupir landssjóður af mér hús mín fyrir tæpa 3/< hluta virðingar- verðs, 3000 kr., og gerir þau að jarðarhús- um, en landskuld jarðarinnar hækkar jafn framt um 135 krónur úr 165 kr. í 300 kr. Ég býst við að allir heilvita menn, að hr. alþingismanninum meðtöldum, hljóti af þessu að skilja, að landssjóður hefir ekki farið halloka í viðskiftunum við mig. In góðgjarnlegu ummæli hr. alþingis- mannsins til min persónulega álít ég ekki svara verð. Honum hefir að líkindum þótt full þörf á að „punta upp á“ málstað sinn með ein- hverju og ekki haft annað betra fyrir hendi. Lauganesi, 11. Maí 1910. Einar Markússon. Hr. E. M. meðgengur hér afdráttar- laust, að landssjóður hafi keypt af sér — ekki 1, heldur — 7 hús í Ólafsvík. Þetta er nú gott, það sem það nær. Enginn efar, að þessi grein hr. E. M. sé samin „að tilhlutun" landsstjórnar- innar, og því má víst taka þessa eigin játning hans sem fulla sönnun fyrir húsakaupunum. Sést þá, að ekki var ástæðulaust af mér að spyrja. Svo fer hr. E. M. að reyna að rétt- læta húsakaup þessi. Hvort sem sú tilraun hans er nægileg réttlæting eða ekki, þá er hún sönnun þess, að ég gerði vel í því, að spyrja um heimild fyrir húsakaupunum. Það var orðið heyrinkunnugt, að landssjóður hefði keypt hús af hr. E. M., en hvaða hús, eða hvernig á kaupunum stæði, var ekki hljóðbært. Sé nú húsakaupin réttlætt að fullu með grein hr. E. M., þá má landsstjórnin vera mér stórum þakklát fyrir, að ég gaf tilefni til þess, að réttlætingin kæmi fram. En sé réttlætingunni eitthvað ábóta- vant enn, þá er ekki óþarft að gera betri grein fyrir kaupunum. Ég skal nú nefna nokkur atriði í þessu máli, sem þörf virðist á að gera betri grein fyrir. Hr. E. M. minnist á það, er hann tók við jörðinni Ólafsvík 1896. Hann segir, að jörðinni hafi fram til þess tíma fylgt „mikið af jarðarhúsum og ~þurrabúðum“; þá hafi verið goldið eftir hana 165 kr. Nú gleymir hann að geta um það, hvort ekkert hafi verið goldið eftir þurrabúðirnar, og hvort það gjald hafi ekki runnið í landssjóð. Sömuleiðis gleymir hann að geta um, hvort landssjóður hafi ekki fengið nein lóðar- gjöld af kauptúnshúsum, uppsáturs- gjöld o. s. frv. Hann segir, að er hann tók við jörðinni til ábúðar (hann var þá sjálfur umboðsmaður), hafi hann sjálfur lagt það til, að jarðarhúsin yrðu seld, og andvirðið rynni í landssjóð. Éetta er gert, og fást fyrir þau liðl. 4000 kr. Hann segist hafa goldið 165 kr. eftir jörbina án þessara seldu húsa, eins og áður var goldið eftir hana með þeim. Þetta er nú ekkert undarlegt, því að það er altítt, er jörð losnar, sem lengi hefir verið í ábúð eftir gamalli byggingu, að leigumáli hækkar. Að hann bauð þetta eftirgjald, sýnir, að jörðin ein var þess virði. Hitt er fáránleg fásinna hans, að halda því nú fram, að hann hafi „átt heimting á“ að taka við andvirði seldu húsanna (4000 kr.), og að hann hafi haft „fullkominn rétt“ til að hafa það leigulaust milli handa þau 14 ár, sem hann bjó á jörðinni. Hann hafði sjálfur lagt til, að húsin væru seld og andvirðið rynni í lands- sjóð, og sjálfur tekið bygging á jörð- inni án húsanna fyrir 165 kr. — Hann átti þvi enga „heimting" og engan „rétt“ til þessara 4000 kr. eða vaxta af þeim, samkvœmt samningum. Það mun tiðkanlegt, að landsstjórnin selji fyrir fult verð jarðarhús, sem ó- þörf þykja. Hitt er víst fátíðara, að hún selji hús, er einn ábúandi (sem ekki vill gjalda eftir þau) flytur á jörð, og kaupi svo aftur af sama manni önnur hús, er hann fer frá. Að lík- indum mun það í þessu tilfelli ekki verða talið óheimilt í sjálfu sér. En óviðfeldið er það dálítið. Og víst yrði það að vera, að húsin vœru þá þess virði, sem fyrir þau er gefið, og eins hitt, að jörðin hefði ekki getað bygst eins hagfeldlega án þeirra húsakaupa. Að svo hafi staðið á hér, er alls ósannað. Hvað hús eru „ virt", er vitanlega einatt ekkert að marka, eins og dæmi er sýnt til á öðrum stað í blaðinu í dag. — En hvað eru hús þessi stór hvert um sig ? Og úr hverju eru þau gerð? Það væri fróðlegt að vita. Landssjóður kaupir þessi 7 hús af E. M. fyrir 3000 kr. Ef að eins eru taldir 4°/o vextir af peningum, þá eru ársvextir af þessu 120 kr. En 120 kr. +165 kr., sem áður var goldið eftir jörðina án húsa, eru 285 kr. En hr. E. M. sfegir, að jörðin hafi nú bygst með húsum fyrir 300 kr. afgjald, eða einum 15 kr. meira en áður. Það er nú sennilegt, að jörðin gæti bygst fyrir meira. Eða hefir hún ekki batnað meira við 14 ára fyrirmyndar- ábúð hr. umboðsmannsins? Og hefir hún ekki orðið útgengilegri fyrir það, að í stað þess að í ársbyrjun 1896 voru í Ólafsvíkur-kauptúni að eins 328 manns, þá eru þar nú fult 600 íbúar? Og annað! Mundi ekki eftirgjald eftir niðurlögðu þurrabúðirnar hafa numið 15 kr. ? En svo er á hitt að líta líka, að landssjóður verður nú að greiða 472°/» af peningum, og er því næst að reikna 472% af 3000 kr., og kemur þá út: 135 kr.+ 165 kr.=300 kr., eða ná- kvæmlega núverandi eftirgjald, og geldst þá engu meira eftir jörðina nú en áður — ef til vill minna (þurra- búðargjöldin). En hefði ekki verið auðið, hr. um- boðsmaður, að fá hærra eftirgjald en þetta eftir Ólafsvík nú? Er nokkuð til í því, að þér hafið boðið ýmsum mönnum ábúðina á Ólafsvík nú (t. d. Halldóri Steinsen lækni, séra Guðmundi Einarssyni, Jóni faktor Proppé) og viljað fá þá til (nú er þér vóruð burt að flytja þaðan), að borga yður álitlega upphæð (500 kr.?) fyrir að standa upp af jörðinni (sem þér urðuð að sleppa hvort sem var)? Er nokkuð til í því, að þeir hafi heldur viljað greiða ofurlítið hærra eftirgjald eftir jörðina, en sleppa við þessa þóknun til yðar? Varð sá sem nú fékk bygginguna, að greiða yður slíkt gjald (550 kr.?)? Og ef svo er, mundi þá ekki lands- sjóður hafa fengið í við hærra eftir- gjald, ef ekki hefði verið um þetta gjald til yðar að ræða? Ef þetta er ekki svo, þá veit ég að þér teljið ekki eftir yður að bera það af yður. Jón Ólafsson, alþm. yíukaþingskrö/nr. Yestur-ísafjavðar8,ý8la. í 13. tbl. „Reykjavíkur“ var lauslega skýrt frá fundarhaldi á Þingeyri í Dýrafirði. Til- laga sú, sem samþykt var á fundinum, var svo hljóðandi: „Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir ýmsum stjórnarathöfnum núver- andi ráðherra, og telur þar sjerstak- lega til: 1. Aðfarir hans allar í bankamálinu, sem auk þess að þær stofna land- inu í fjárhagslegan voða, eru ský- laus lagabrot og augljóst virðing- arleysi fyrir þingi og þingræði, og virðast fram komnar af persónu- legum og pólitiskum hvötum. 2. Skipun verzlunarráðanautsins — ekki eingöngu af því hafnað var færum manni, en í hans stað tek- inn maður, sem engin skilyrði hafði til þess að gegna þeirri stöðu sæmilega, heldur og vegna hins, að fjárlögin eru bersýnilega brotin með því að veita einum manni það fje, sem fleirum var ætlað. 3. Samningurinn við Thorefjelagið, sem, hvernig sem á hann er lit- ið, er bersýnilegt fjárlagabrot, og auk þess, bæði hvað snertir skip og ferðaáætlanir, er miklu verri en svo, að geta heimilað ráð- herra að gera slíkan samning til 10 ára. 4. Framkoma ráðherra á íslandi og í Danmörku, sem hjer heima kemur fram í hroka og Danahatri sem eðlilega hefur skaðleg áhrif á alla sambúð þjóðanna, en sem í Danmörku kemur þannig í ljós, að hún er ósamboðin hverjum frjálsum manni og oss Islending- um til vanvirðu. — Af ofangreindum ástæðum telur fundurinn nauðsynlegt, að haldinn sje fulltrúafundur innan kjördæmisins, til þess að ræða þessi mál og krefjast aukaþings, og kýs í því skyni 4 full- trúa af sinni hálfu, og felur þeim að koma málinu á framfæri í öðrum hreppum kjördæmisins. Yerði aukaþing haldið, krefst fund- urinn þess, að það taki stjórnarskrár- málið fyrir og afgreiði það“. Fulltrúar þeir, sem fundurinn kaus, skrifuðu svo oddvitum hreppanna, og báðu þá halda fundi, hver í sírium hreppi, og leita atkvæða kjósenda um það, hvort ekki væri ástæða til að krefjast aukaþings; og ef þeir kysu fulltrúa, skyldu þeir mæta á Þingeyri 18. apríl. — Allir hrepparnir, að und- anskildum Suðureyrarhreppi, hjeldu fundi þessa fyrir 18. apríl, og á öllum fundunum voru fulltrúar kosnir, nema í Mosvallahreppi og Mýrahreppi. Alls voru á fundum þessum greidd 81 atkv. með aukaþingskröfu, en að eins 22 atkv. á móti, og allir kosnir fulltrúar eru eindregnir aukaþings- kröfumenn. Af fulltrúafundinum á Þingeyri 18. apríl gat þó ekki orðið vegna veikinda sumra fulltrúanna (þar gekk þá „influ- enza“), enda kom fundarboðendunum þá saman um, að þörf fundarins væri engin, með því að atkvæðagreigslan í hreppunum væri „óræk sönnun fyrir því, að mikill yfirgnæfandi hluti kjós- enda kjördæmisins krefðist aukaþings“ Sunnmýlingar. Eins og skýrt var frá í næst síðasta blaði, hafði Jón al- þingismaður Jónsson frá Múla boðað fulltrúafund fyrir Suður-Múlasýslu að Búðareyri við Reyðarfjörð 12. þ. m. Fundarefnið var: Bankamálið og aukaþingskröfurnar. Vegna símslita á Smjörvatnsheiði náði fregnin af fundi þessum ekki í síðasta blað, kom ekki hingað fyr en á laugardagskvöld. Á fundinum mættu kosnir fulltrúar úr öllum hreppum kjördæmisins, nema úr Mjóafirði og Norðfirði, og voru þeir 21 að tölu. Þeir samþyktu í einu hljóði rök- studda kröfu um aukaþing, og var á- lyktun fundarins símuð ráðherra, segir símskeyti að austan.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.