Reykjavík - 25.06.1910, Qupperneq 3
REYKJAVlK
107
#fih=
Hreinar verksmiðjur og hrein
og ómenguð sápa standa s
nánu sambandi við hrein föt.
Það stafar engin hætta af
lllliiiiSPi
Hún er áreiðanlega hrein og
omenguð.
Garðar Gíslason & Hay selja Sigurði E.
Sæmundssyni húseign nr. 75 við Laugaveg
með tilh. fyrir 9,000 kr. Dags. 26. apríl.
Gísli járnsmiður Finnsson selur Einari
Guðmundssyni húseign nr. 53 við Vestur-
götu með tilh. fyrir 3,000 kr. Dags. 17. maí
1902.
Sigurður Oddsson bóndi á Gufunesi selur
Helga Magnússyni & Co. hálfa húseignina
nr. 6 við Bankastræti með tilh. fyrir 9,470 kr.
Dags. 3. jtínf. ________
Hæð konunga og drottninga.
Belgíukonungurinn nýi er hæstur allra
þjóðhöfðingja í Norðurálfunni. Hann er
þrjár álnir og þrír þumlungar.
Einkennilegt er það, að drottning-
arnar í Norðuralfunni eru yfirieitt hærri
heldur en menn þeirra.
Þannig er það að því er snertir
dönsku konungshjónin, og þannig var
það einnig með ensku konungshjónin,
Játvarð sáluga og drottningu hans.
Rússakeisari sýnist blátt áfram lítill í
samanburði við^ drottningu hans, og
konungurinn á Ítalíu nær drottningu
sinni að eins í öxl. Alfonso Spánar-
konungur er höfðinu minni, heldur en
Victoria drottning hans, og Vilhjálmur
Þýzkalandskeisari annast ætíð um að
láta drottninguna sitja, þegar þau láta
taka ijósmynd af sjer báðum saman.
Þótt það muni litlu, sem hennar hátign
er stærri, þá er það þó nóg til þess
að særa keisarann ofurlítið.
lieilsuhælid á Y ífllsföduiii
er nú sem næst fullgert. Ákveðið, að
það taki til starfa í ágústmánuði næstk.
Sjúklingar sem æskja viðtöku, þurfa
að senda umsóknir sem allra fyrst til
Sigurðar Magnússonar Jæknis heilsu-
hælisins, og verður þeim þá tilkynt hve-
nær þeir megi koma.
Ákveðið er, að meðgjöfln sje kr. 1,50
á dag fyrir þá sem sofa í sambýlis-
stofum, en færist niður í kr. 1,25, ef
þeir dvelja lengur en 6 mánuði. Ein-
býlingar eiga að greiða kr. 2,50 á dag
fyrsta misserið, en 2 kr., ef þeir dveija
lengur. — Meðgjöflna á að greiða
fyrirfram fyrir hverja 3 mánuði. — í
aðra hönd fá sjúklingarnir alt, sem
þeir þurfa með: hús, hita ogljós, hjúkrun,
fæði og þjónustu, lyf og læknishjálp.
Epigrainin.
Ógeðslegt er eigin spýju’ að éta;
en ennpá meira eðli svíns
að eta spýju föður sins.
I ,<>■»■> I I i
á góðum stöðum í bænum, en þó með afar-
lágu verði, geta þeir, sem byggja vilja, fengið
hjá mjer.
Borgunarskilmálar mjög aðgengilegir.
Einnig tek jeg að mjer að gera teikningar
af húsum og kostnaðar-áætlanir.
Byggingar annast jeg sömuleiðis með hag-
sýni og vandvirkni.
Lítið á húsin, sem jeg hefi hygt hjer í
bænum og munuð þjer þá sannfærast um,
að þar eru
vönduðustu, smekklegustu og fallegustu húsin.
SVEINN JÓNSSON
trjesmiöur.
Bókhlöðustíg 10. Reykjavík.
° Úrsmíðastofan
éI*inglioltBst.3, ltvíll.
Huergi vandaðri úr.
Huergi eins ódijr.
Fullkomin ábyrgð.
Stefán Runólfsson.
cSo£Í cRrynjólfsson
yfirréttarmálaflutningsmaður.
Austurstræti 3.
Heima kl. II—I* og 4—5.
Talsíint 140.
Gasáhöld og lampa
ótvegar undirritaður, mjög1 vandað oi»' ó*
dýrt. Sýnishorn og verðlistar til sýnis.
Carl Bartels úrsmiður
Laugaveg 5. Talsími 137.
J^tbiL J$tbiL
'<r 'o 'r rr
ó i ð 'r '<r t''
Prentsmiðja D. 0STLUNDS
tekur til prentunar:
Allskonar bækur — sönglög — blöð — allskonar smáprent-
anir — götu-auglýsingar, bréfhausa, reikninga,
erflljóð o. m. fl.
IVVerkið vandað, en mun ódýrara en hjá öðrum.'^E
Talsími 27. Austurstr. 17.
Endurskodunar-skrifstofa
(Kevisioiis-koiitor)
lí> 11 afnarstræti 10.
Skrifstofa þessitekur a8 sjer að semja og endurskoða allskonar reikninga
og skýrslur, gefur leiðbeiningar um bókfærslu, gerir upp hag einstakra manna
og fjelaga og veitir allar upplýsingar, sem að verslun lúta.
Einnig útvegar skrifstofan kaupmönnum góð og áreiðanleg sambönd við
erlend verslunarhús.
Skrifstofan verður opin hvern virkan dag frá kl. 11—2 og 5 —6 síðd.
Reykjavík í Maí 1910.
Jón Laxdal.
€ggert Claessen,
yflrréttarmálaflutningsmaður.
Pósthúisitr. 17. Talsími 16.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Aðalfundur
Iiin* íslenzka náttúrufræðis-
ffclai> s verður haldinn laugardaginn
2. Júlí n. k., kl. 8í Landsbóka-
safnskúsinu.
Lagabrey tinga-uppástungurnar frá sið-
asta aðalfundi verða teknar til nýrrar
meðferðar.
O í i < * íi o
nýkomið í H|F ,Só,pnliIÍ!sid‘
A.nsturstroeti 17.
Kostar að eins kr. 1.50 pd. — Sá,
sem einu sinni kaupir pað, kaupir
ekki annarstaðar. t—3 s.
Tækifæriskaup.
30. þ. m. koma 2—3 ágætir skagfirzkir
reiOhestar, 6 & 7 vetra, sem seldir verða
óvanalega lágu verOI. Uppl. gefur
Ásgrímur Magnússon.
6
og ætlaði að fara að spyrja hana, hvort hún væri veik. En
hún horfði svo kæruleysislega fram hjá mjer, yfir á veginn,
sem lá út í skóginn, og sveiflaði körfunni, sem hún hjelt á
í hendinni, svo ungæðislega kringum sig, að jeg gleymdi alveg
að tala til hennar hluttekningarorðum þeim, sem jeg hafði
hugsað mjer.
»Mín er sæmdin, elskuverða frænka«, svaraði jeg. »Annars
gæti jeg líka sparað þjer fyrirhöfnina, að ganga þennan langa
veg, — vitjað hennar sjálfur, notað tækifærið sem ungur
læknir, er hungrar og þyrstir eftir sjúklingum, og leyst þig
þar með undan þvi leiðinda-starfi, að standa við sóttarsæng
deyjandi manns, en---------«
Hún yppti öxlum lítið eitt.
»Mjer hafði einmitt dottið þetta sama í hug, og jeg hafði
orð á því við hann föður minn«, mælti hún; »en gamla konan
er svo sjervitur og þver, og hatar blátt áfram alla lækna,
einkum og sjerstaklega unga lækna, svo að hún myndi að
öllum líkindum alls ekki fást til þess, að taka inn meðul,
sem þú gæfir henni, og þess vegna sagði faðir minn, að jeg
mætti til að fara«.
»Jeg á þá bara að fylgja þjer, til þess að verja þig gegn
umrenningum, ræningjum, eða hvað það nú annars er, sem
þú hefir ástæðu til að vera hrædd við? — Það er i sannleika
traust, sem — —«
»Já, því ekki það?« greip hún fram í fyrir mjer, og bjó
sig til að halda af stað. »Þú ert hvort sem er allra mesta
hetja, og — auk þess frændi minn«.
Jeg hjelt af stað með henni, og — hver getur láð mjer
það? — var mjög gramur i geði yfir dutlungum kvenfólksins
almennt, og frænku minnar sjerstaklega. Jeg hefði helzt kosið,
3
Heitorð sín skyldi hver maður efna. Jeg skrifaði Friðu
aldrei, jafnvel þótt jeg geti ekki neitað því, að fyrst i stað
skrifaði jeg brjef á hverjum einasta degi; en mjer til ævar-
andi sóma get jeg sagt það, að jeg reif þau ætíð sundur sam-
stundis. Þessar brjefaskriftir veittu mjer töluverða hugsvölun,
þótt þau færu aldrei annað en í ofninn, því að á þennan
hátt gat jeg þó komið því út, sem annars ætlaði að sprengja
brjóst mitt. En hinu vona jeg að enginn hneykslist á, þótt
jeg reyndi að beita ýmsum brögðum til þess að fá frjettir af
unnustu minni. Þannig skrifaði jeg t. d. blessuninni henni
gömlu frænku, tilvonandi tengdamóður minni, ákaflega langt
afmælisdagsbrjef. Áður hafði jeg ætíð látið það nægja á af-
mælisdaginn hennar, að senda henni venjulegt heillaóskaspjald
með blómum eða englamyndum. En nú skrifaði jeg og
skrifaði og spurði um allt mögulegt og ómögulegt, og á milli
línanna átti hún einnig að geta lesið spurningar um Fríðu.
Frændi gamli las ætíð brjef þau, er konan hans fjekk. Jeg
fjekk svar aftur, en því miður öðruvisi en jeg hafði vonazt
eftir. Frænka gamla Ijet það nægja, að senda mjer stóran
kassa, fullan af ýmiskonar slátri og bjúgum og öðrum ágætis-
mat, og með »beztu kveðjum«. Hún hafði engan tima til að
skrifa, hafði hún sett á hornið á fylgibrjefinu.
Auðvitað voru bjúgun góð og ljúffeng og vel til búin,
eins og vænta mátti frá annari eins húsmóður og frænka min
var, en ekki get jeg sagt, að jeg væri samt vel ánægður með
þetta svar. í vandræðum mínum skrifaði jeg þá frænda gamla
brjef, og spurði hann ráða um eitt eða annað, sem mjer var
auðvitað full-ljóst sjálfum. Og í þetta skifti fjekk jeg líka
brjef aftur: »Góði drengur minn, hlífðu mjer við svona
spurningum, jeg hefi ekkert vit á þessu — spurðu hann pabba
þinn að því«. Á þessa leið var svarið. — Og sem síðustu