Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.09.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 24.09.1910, Blaðsíða 1
1R cy> k j ax> í ft. XI-, 43 Fimtudag’ 34. September 1910 XI., 43 Reykjavik - Hamborg - Kaupmannahðfn. íaukur oí; ainiað kryíi fæst hjá Jes Zimseti. Rúgrajöl og Haframjöl er ódýrt hjá <3es oLimsen. „REYKJAYÍK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — l doll. Borgist fyrir 1. júli. Auglýsingar innlendar : á 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 33V»°/o hærra.— Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Hfcefftxi R,u.nólísson, Pingholtsstr. 3. Talsimi 18 8. jijgeiðsla ,Reykjavíkur‘ er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zirnsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. — Talsimi 199. Ritstjópi er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þinglioltsstr. 3. Smá-hugleiðingar um stjórnarskrár-breytingar. Eftir Jón Ólctfsson. VIII. Um það kemur öllum viti um mönn- um saman, að tvent sé að minsta kosti nauðsynlegt til þess að sannar- legt þjóðfrelsi geti átt sér stað — tvö skilyrði — hjá hverri þjóð, sem á annað borð er orðin svo þrostcuð, að hún sé fœr um að þola alment þjóð- frelsi. Annað þessara skilyrða er það, að enginn einstaklingur og enginn minni- hluti sé fær um að aftra því til lengd- ar, að þjóðin fái vilja sinum fram- gengt í löggjöf sinni. Hitt skilyrðið er það, að talsverður minnihluti þjóð- arinnar geti varnað því, að hvert skyndi- uppþot, hver æsingaralda, hver „golu- þytur“, sem í svip nær vanhugsuðu fylgi einhvers meirihluta, geti tafar- laust fengið framgang í löggjöf. Þetta hafa engir með betri rökum brýnt, heldur en frjálslyndustu frömuðir sann- arlegs þjóðfrelsis, og nægir þar að nefha John Stuart Mill. Víkur hann oft að þessu bæði í bók sinni „Um frelsið" og í bók sinni „Um þing- stjórn".*) Til þess að tryggja ið síðara skil- yrðið er margt talið nauðsynlegt — fyrst og fremst af öllu hlutfalls-kos- ningar. Tvískifting löggjafar-þings er eitt það ráð, er til þessa er haft. Og ó- neitanlega er tvískiftingin að mörgu vel til þess fallin, ef henni er vitur- lega fyrir komið, þótt hún sé engan- veginn helzta eða öruggasta trygging- in, ef aðrar tryggingar eru fyrir hendi. En sé efri málstofan mynduð af þingmönnum, sem eiga þar ævilanga setu, eða af einni einustu stétt manna (aðalsmanna, er eiga mestar og stærst- ar fasteignir landsins), þá má ganga að því vísu, að hún geri meira ógagn en gagn, verði talsmaður stéttarhags- muna og eigingirni, og óþolandi haft á frjálslegum framförum. Sé hún aftur ekkert annað en nefnd úr þinginu öllu, eins og er í Noregi (og að nokkru leyti hér), þá er engin trygging í henni. Konungskosningun- um hér mátti ýmislegt til gildis telja, áður en vér fengum þingræðisstjórn. Síðan eru þær með öllu ófærar. Ann- aðhvort eru mennirnir kosnir af ann- ari stjórn, en þeirri sem við völd er, og þá alt of margir, svo að þeir gefa andstæðingaflokknum of mikið bolmagn (ef ekki er því meiri munur flokkanna); eða þá þeir eru kosnir af þeirri stjórn, sem við völd er, og þá jafn-óþolandi, því að þá bera konungskosningarnar í bakkafullan lækinn, og gefa stjórn- inni miklu stærri meirihluta, heldur en þjóðin hefir gefið henni, og getur Það verið enn skaðlegra. Þjóð vor er nú með þeim allra- óþroskuðustu þjóðum, er þingræði hafa fengið, og er það að vonum. Því veldur aðallega reynsluleysi hennar. En það lagar tírninn væntanlega, ef hún hefir ekki áður með glapræði fyrirgert sjálfstæði sínu og frelsi. Enn erum vér uppskafninga-þjóð og upp- skafnings-þjóð, en það ætti tíminn að bæta og veita oss kjölfestu þeirra hygg- *) Bókina „Um fretsið" hefir Þjóðvina- félagið gefið út. Ég þýddi hana á íslenzku, en núverandi ráðherra, Birni Jónssyni, er það aðallega að þakka, að félagið gaf bók- ina út, og á hann ávalt þökk skilda fyrir það. — Almenningur hefir líkl. ekki alment gefið því gaum, að hún hefir nú um nokk- ur ár verið niður sett í verði, kostar að eins 50 an. — Það er minkun hverjum manni, sem um þjóðmál hugsar, að liafa ekki lesið þá bók. ^Mtsalan miRla. í Edinborg nú er svo margt, • »sem um er þörf að ræða«, því áður sást ei svona skart, né samval allra gæða, I’etta’ er nú sala, sem er um að tala! Ejóði einhver betur — ef getur. Hér álnavöru’ af allrj gerð er úr að velja —; sjáið! Er þetta ekki ágætl verð? — Þér aldrei betra fáið! Þetla’ er nú sala, sem vert er um að tala! Bjóði einhver betur — ef getur. Hér alt er fult með úrvals-skó úr efni heimsins besta, og æfilangt er eitt þar nóg fyrir íslendinga ílesta. Þetta’ er nú sala, sem er um að tala! Bjóði einhver betur — ef getur. Að telja’ upp livað sem inndælt er og öllum hér til boða er ókleift verk, — því eigið þér það alt að koma’ og skoða. Þetta’ er nú sala, sem er um að tala! Bjóði einhver betur — ef getur! Sýnishorn af vöruverði lilcliiiliorg’ai*- litísíöliiitiiar: KARLMANNSFÖT........... REGNKAPUR fyrirtaks.... KARLMANNSHATTAR hárðir . . STÓLAR með gjafverði... VERKMANNASTÍGVÉI........ RARNASKÓR ... .......... EMAIL. IvATLAR , . EMAIL. ÞVOTTASTELL áður 29,00 nú 23,50 — 14,50 — 9.50 áður 11,00 — 5,00 — 35,(K) — 28,00 áður 2,70 —■ 0,50 áður 4,50 — 3,00 áður 9,00 nú 6,50 áður 4,25 — 3,25 áður 1,65 1,00 áður 7,50 — 6,00 inda og stjórnlegrar menningar, sem eru ávöxtur reynslunar. Eins og nú stendur, er oss skyn- samleg tvískifting þings alveg nauð- synleg, því fremur, sem oss skortir öll önnur skilyrði, er tryggi nauðsyn- lega ihugun löggjafarmála, áður en þeim sé til lykta ráðið. En þá er á það að líta,hversu efri mál- stofu mætti skipa svo, að annarsvegar væri hún óháð neðri deild og nokkur trygging i, að hún yrði yftrleitt skip-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.