Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.09.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 24.09.1910, Blaðsíða 2
162 REYKJAVÍK Skóhlífar (Galoscheh (i jöri jeg fljótt og vel viö: Karlm.hælar Kr. 0,90 Kvennhælar Kr. 0,70—80 Bætur á yfirgummí og átyllu á hæla og sóla eft- ir stærð. liltl UO Ui Ul Þingholtsstræti 2. uð fult svo ráðnum mönnum, eða fulltrúi inna gætnustu kjósenda, og minna háð skyndilegum goluþyt í skoðunum þjóðarinnar. En hins veg- ar má hún ekki vera svo skipuð, að hún geti til nokkurrar lengdar stöð- vað það sem sýnir sig að vera stað- fastúr og eindreginn þjóðar vilji. Áhrif hennar ættu að verða aðallega sefandi og frestandi. Ég vil nú leyfa mér að skýra hér frá tiilögu um skipun efri málstofu, sem ýmsir hyggnir menn hér hallast að. Tala þingmanna skyldi vera 15 í efri málstofu, en 25 í neðri. Tala allra þingmanna yrði þá söm og nú. I stað 15. gr. í stj.skránni komi svoíeld grein: „Þingmenn neðri mcUelofu1) aJcuhi kosnir til 6 ára, og fer kosning þeirra allra að jafnaði fram samtímis. — Þingmenn efri málstofu skulu kosnir til 12 ára, þriðjungur þeirra 4. livert ár. — JJeyi þingmaður meðan á kjör- \ tímanum stendur, eða fari frá, skal kjösa þingmann í stað hans, en að eins fyrir það tímabil, sem eftir er kjör- tímans". í stað 16. gr. komi ný grein svo hljóðandi: „Kosningarrétt til neðri málstofu Alþingis liafa allir karlar og konur, sem eru fullra 21 árs þegar kosningin fer fram. Þó getur enginn átt kos- ningarrétt, nema hann hafi öflekkað mannorð, hgfi verið heimilisfastur í kjördœminu 1 ár, sé fjár síns ráðandi og hafi ekki þegið sveitarstyrk síðustu 2 ár, nema hann sé endurgoldinn. Kosningarrétt til efri málstofu hafa allir þeir sem eru fullra 35 ára þegar kosningin fer fram og fullnægja að öðru leyti kosningarskilyrðum til neðri málstofu. Með lögum má binda kosmngarrétt til Alþingis við þekkingarskdyrði“. í stað 17. gr. komi ný grein svo hljóðandi: „Kjörgengur til Alþmgis er hver sá sem hefir kosningarrctt til neðri mál- stofu samkvæmt því sem nú var sagt, ef liann er ekki þegn annars ríkis eða að öðru leyti í þjónustu þess, enda sé hann heimilisfastur i veldi Danakon- ungs. Kjösa má samt þann mann, sem á heima utan kjördcemis eða hefir verið þar skemur en eitt áru. í stað 18. gr. komi ný grein svo hljóðandi : „Þingmenn efri málstofu skal kjósa með hlutfalls-kosningum i einu lagi fyrir land ait. Að öðru leyti setja kosningarlög nákvœmari - reglur um kosningarnar“. Ákvörðun um stundar sakir verður að setja á þessa leið : „1 fyrsta sinn sem lcosið er til efri málstofu samkvœmt þessum stjórnar- skipunarlögum, slcal kjósa 15 menn fyrir land alt. A fyrsta reglidegu þingi eftir kosninguna skal ákveða með hlutkesti, hverjir fari frá eftir 4 ár og liverjir eftir 8 ár“. Með slíkri skipun á efri málstofu, sem hér er farið fram á, ráða þar engir stéttar-hagsmunir. Fulltrúarnir yrðu kosnir af þjóðinni allri, en að eins aí inum rosknari og ráðnari kjós- endum (35 ára). Svo eru þeir kosnir hlutfallskosningum, og tryggir það að nokkru rétt minni-hlutanna eða minni- hlutans, að eins eftir hlutfalli réttu. Þeir eru kosnir af öllu landinu sem einu kjördæmi, og má þá ganga að því vísu, að þeir einir verði kosnir, er hafa nokkuð alment traust lands- manna. — Og með því að þriðjungur að eins er í einu kosinn af þingmönn- um þeirrar málstofu, þá næði enginn vanhugsaður goluþytur því, að um- turna meirihlutanum í efri málstof- unni í hvert sinni. En hinsvegar næði hver sá straumur, er staðfestu nær hjá þjóðinni, fullum áhrifum, þar sem kosinn væri 4. hvert ár þriðjungur þingmanna í þeirri málstofu. Með þessu fyrirkomulagi virðist mundi nást einna bezt þeir kostir, sem efri málstofa á að hafa, og verða sneitt bjá þeim ókostum, sem hetet er að varast við efri málstofur. Svo segir Mill: „Þá hefir það ávalt ill áhrif á huga valdhafans, hvort sem harin er einstaklingur eða þing, eða vera sér þess meðvitandi, að hann þurfi við engan um að eiga nema sjálfan sig. Það er mjög áríðandi, að enginn hópur manna geti gert einvaldan vilja sinn að lög- um án þess að þurfa að leita sam- þykkis nokkurs annars aðila. Þegar meiri hluti í óskiftu þingi fer að þyk- jast fastur í sessi — meirihluti mynd- aður af sömu mönnum, sem vanir eru orðnir að vinna saman, og ávalt á visan sigurinn í þinginu, — þá er þeim meirihluta mjög hætt við að beita harðstjórn og ónærgætniV) „Eitt af því sem mest á ríður í framkvæmdinni í stjórnmálum, er ráð- þægni; fúsleiki á að koma sér saman; að vera tilleiðanlegir að miðla mál- um, gefa eitthvað eftir við mótstöðu- menn, og laga góð lög svo, að þau hneyksli eða styggi sem minst þá sem gagnstæða skoðun hafa; og í þessum holla og heilsusama vana eru samkomulags-samningar milli tveggja málstofa sífeldur skóliV) IX. Hér hefir að framan verið farið fram á að rýmka kosningarréttinn: lækka 5) Þeg»r málstofurnar eru kosnar hvor i sínu lagi. þá geta þær ekki lengur heitið „deildir1*. 1) Mill: On representative governroent, XII. kap. 2) Sarai, sst. cBarnasKóUntt. Börn, er ganga eiga í Barnaskóla Reykjavíkur næsta vetur, mæti í skólanum. eins og hjer segir: Börn á aldriniim 10—14 ára, er gengið hafa i skólann áður, fyr eða siðar, miðvikudaginn 28. þ. m. (sept.) kl. 10 f. hád. Börn á aldrinum 10—14 ára, er ekki hafa gengið i skól- ann áður, fimtudaginn 29. þ. mán. kl. 10 í. hád. Oll börn yngri en 10 ára föstud. 30. þ. m. kl. 10 f. hád. Pess er ennfremur óskað, að sagt verði þessa sömu daga til allra þeirra harna, sem einhverra hluta vegna ekki geta mælt í skólanum hina tilteknu daga. cJfíorten cTCansen. aldursmarkið, veita konum kosningar- rétt, gera engan mun á, hvort maður er öðrum háður sem hjú eða ekki (það er óþarfi þegar heimullegar kosn- ingar gera hvern kjósanda öllum ó- háðan), og eins að láta ekki þeginn sveitarstyrk hafa áhrif, ef hann er ekki þeginn 2 síðustu árin. Aftur er hækkað aldursmarkið fyrir kosningarrétti til efri málstofu, upp 1 35 ár (og hefði vel mátt vera 40 ár). En á kjörgengi þykir ekki rétt að halda hærra aldursmarki, en 21 árs. Ef kjósendurnir eru bærir um að kjósa, þá er tilgangslaust að binda hendur þeirra um, hverja þeir megi kjósa. Engin lög geta trygt, að þeir kjósi hæfan mann, hve gamall sem er, ef þeir eru sjálfir óhæfir kjósendur. Það er því miklu minni ástæða til að hafa kjörgengi þröngt, heldur en kosningarrétt. Nokkrar aðrar breytingar minni háttar verður að lokum rætt um næst. „JlármálancJníin". Þegar vér þrir þingmenn úr Heima- stjórnar-tlokknum asamt þrem þing- mönnum úr stjórnarfiokknum skoruð- um á ráðherra að nefna til menn í nefnd (ólaunaða), jafn-marga úr hvor- um flokki, ásamt oddamanni, er stæði | utan flokka, til þess að gefa áreiðan- j legar skýrslur þeim útlendingum, er j hafa kynnu í hyggju einhver fyrirtæki, til að bæta úr peningaskortinum í landinu (og jafnframt ihuga og gera tillögur um önnur mikilsverð mál, er viðskiftafifið varða), þá gengum vér að þvi vísu, að stjornin mundi til þessa kveðja menn, er á engan hátt væru ! sjálfir við riðnir þessi fyrirhuguðu . fyrirtæki. Þeir útlendingar, sem hér vóru í huga hafðir, vóru aðallega félög j þau sem The Industrial and Engineer- ing Trust, Ltd., London, var að stofna j til fésýslufyrirtækja hér (svo sem The UntisJi Jvorth- Western Syndicate, Ltd., London, sem ætlaði að setja hér á stofn banka, Verzlunarfélag o. fl. félög). Einn af oss þrem heimastjórnar- þingmönnum, Jón Jónsson frá Múla, fór fyrir vora hönd til stjórnarráðsins og hit.ti landritara að máli (ráðh. ekki viðstaddur) og brýndi fyrir stjórninni, að þeir herrar E. Claessen og Sv. Björns- son, sem væru launaðir umboðsmenn Bretanna, mættu með engu móti vera i nefndinni. Jafnframt benti hann (oftir samráði við mig og aðra) á þá : Markús Þorsteinsson Frakkastig 9 —- Reykjavik tekiu- að sjer iillskonar adgord á Hljóðfaopum. séra Eirík Briem, Jón Magnússon bæjar- fógeta og Aug. Flygenring, sem menn úr vorum flokki, (einhverja tvo af þeim). Landritarinn lofaði að skýra ráðherra skilmerkilega frá þessu. Svo skipar ráðh. nefndina 2 dögum siðar, og skipar í hana einmitt þá tvo menn, er vér höfðum mótmælt, og auk þess úr hinum ílokknum alþm. Magnús Blöndahl, sem hefir lieitið fyrirfram Bretunum að annast um, að Alþingi veiti þeim með lögum öll þau hlunn- indi, er þeir fari fram á fyrir bankann. (Oss hafði fyrirfram verið skýrt svo frá, að ekki yrði farið fram á nein hlunnindi frá löggjafarinnar hálfu). Nú þótt enginn vilji kasta minsta skugga á ráðvendni þessara manna, og ég fyrir mitt leyti tel vin minn E. Claessen hafinn yfir alian grun um nokkra viljandi hlutdrægni, þá sjá þó allir, að þessi nefndartilnefning er frá ráðherrans hálfu svo óverjandi sem verða má— þrír menn af fimm í nefnd- inni skriflegum samningum bundnir um að þjóna þeim mönnum, er i hlut eiga. Þó að vænta megi að mennirnir reynist, betur en til var stofnað af ráð- herra, þá er það ekki hans dygð að þakka. Fyrir því frálegg ég fyrir initt leyti mér alla hlutdeild í skipun nefndar- innar, eins og hún er nú orðin, og ég veit að Jón frá Múla mun gera ið sama. Með þessu vil ég engan veginn vera skilinn svo, að ég vilji í neinu spilla fyrir þeim fyrirhuguðu fyrirtækjum að óreyndu, eða gera að óséðu lítið úr þeim tillögum, sem frá nefndinni kunna að koma. En ég vil hafa afstöðu mina til þessara mála hreina og óbundna. Rvik. 14. Sept. 1910. Jón Olafsson, alþm. Loftferdir. Símað er frá Khöfn i rnorgun, að flugmaðurinn Chaves hafi ílogið yfir Simplon-skarðið, en stórslasazt í lend- ingunni. Simplon-skarðið er i fjalla- klasanum milli Sviss og Ítalín. Um það liggur vegur úr Rhónedalnum yfir í Tasasdalinn, er Napoleon I. ljet fyrstur gera. Nú er þar nýlega (lt)06)komin járnbraut alla leið. Skarðið er 2010 metra hátt.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.