Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.09.1910, Blaðsíða 3

Reykjavík - 24.09.1910, Blaðsíða 3
REYKJAVlK fyrverandi sýslumanns. Hr. E. B. virðist hafa komið það illa og þykt það við mig, að ég skyldi þýða skýrslur hans á íslenzku — og þýða þær rétt. Það virðist honum hafa komið hvað meinlegast. Ef alt er rétt og satt i skýrslum hr. E. B., þá ætti honum að þykja vænt um, að landar han3 fái að sjá þær — sjá, hve ötull hann er að út- hreiða þekking á auðsuppsprettum landsins, því að það eitt út af fyrir sig, er gott verk, ef rétt er frá hermt og samvizkusamlega. Og það vantar ekki að hr, E. B. getur skrifað snildar- ísmeygilega og liðlega. — Sé þar á móti mikið ýkt og ósatt i slíkum gyll- ingum, þá getur það að eins leitt þá ókunnuga útlendinga, sem af því ginn- ast, til að bíða tjón. Þá spillir það á eftir trúnni á landið og traustinu á landsmönnum. Og það hefnir sín — miklu rneira en nemur þeim stundar- hag, sem einstakir menn geta haft af slíku í svip. Ég hefi nú ekkert fullyrt um það yfirleitt, hve mikið eða litið kunni að vera miður rétt i skýrslum hr. E. B. Það geta tlestir lesendur dæmt um sjálfir. Alt ið langa raus hr. E. B. um, hvert ógagn þeir geri, sem spilli fyrir þvi að leitt. sé útlent fjármagn inn i landið, er bara raus út í hött, til að leiða athygli manna burt Jrá skýrsl- unni og reyna að vekja óvild þeirra, sem ekki vita, hvað ég hefi ritað, gegn mér. En þetta er út í hött, af þvi að ég hafði ekki andað einu orði móti pen- inga-„leiðslu“ inn í landið. Það er öðru nær. Ég hefi heldur viljað styðja að því en hitt. En þar sem hr. E. B. segir að þýð- ing mín á skýrslum sínum sé „að ýmsu leyti villandi", talar um að ég „rang- iæri“, „rangþýði" o. s. frv., þá neita ég þvi Isafoldar-ritstjórinn, sem hefir tekið grein hr. E. B. upp úr „Þjóðólfi", bætir við frá sjálfum sér, að hr. E. B. hafi „lýst því þegar yfir“ (á að vera „lýst þegar yfir því“), að skýrslan væri ^rangþýdd af J. Ól. í ýmsum mjög mikilsvarðandi atriðum“. Hver þessi „mikilsvarðandi atriði" eru, því leyna þeir herrar 0. B. og E. B. vandlega. Einar hefir í grein sinni sett út á þýðing mína á 11 orðum eða orðtækjum, og eru þau Öll þess eðlis, að alh engu máli mundi shifta, þó að ég hefði þýtt eins og E. B. vill. En samt verður að segja það, sem satt er, að þýðing mín er hárrétt í liverju einasta atriði; þýðingar Einars á þess- um stöðum eru ýmist alveg sömu meiningar og mínar, eða þá misþýdd- ar — sjálfsagt af vankunnáttu hans á málinu, af því að hann skilur ekki sjálfur þau ensku orð, sem hann notar. 1. „Einar Benediktsson, sýslumað- ur ctf Iceland". Þetta hefi ég þýtt: „sýslumaður íslands", og getið þess neðanmáls, að það, mætti líka þýða „sýslum. yfir íslandi“. -- Einar segir þetta rangþýtt, og eigi að vera „sýslu- maður frá íslandi". Hér hefir hann rangt; „of Iceland" getur í sjálfu sér þýtt „frá íslandi" (sbr. „Mr. Barnes of New York“) þegar svo stendur á. Hefði hér staðið : „Einar Benediktsson sýslumaður, of Iceland" (komman á eftir svslumaður), þá hefði verið rétt að þýða: „frá Is- landi“. En nú stendur komman (.) á eftir Einar Benediktsson, svo að „sýslumaður of Iceland" á að takast saman, og þá er mín þýðing in eina rétta. —- En ekki er það mér að kenna, að hr. E. B. kann ekki að setja greinar- merki á rétium stað, eftir því sem hann vill láta skilja sig. Annars stendur þetta á engu — | fyrir málefnið. (Og hr. E. B. er ekki „sýslumaður" hvorki „íslands", „yfir Islandl" né frá Islandi, alveg eins og maður, sem eitt sinn hefir verið bóndi, er ekki lengur „bóndi“ eftir að hann er orðinn „vinnumaður“ eða eitthvað annað. Einar hefir verið „sýslumaður“, en hefir engan rétt, til að kalla sig það lengur). 2. „ The fioating populatiou of tlie fishiug industrg . .. during the Jnisy timesu vill hr. E. B. láta þýða „mann- fjölda umhverfis íslands strendur". Hann heldur að „fioating“ þýði hér „sem er á floti“(!!!). Hann ætti að sjá talað um „the íloating population of Manitoba“ (þótt það land nái hvergi til sjávar). Hann ætti að vita, að „floating population" þýðir mannfjölda (í einhverju landi), sem ekki á þar heima að staðaldri, en dvelur þar nokkurn hlut árs. Þýðing min er hér laukrétt („aðkominn mannfjöldi, sem fiskiveiðarnar stundar ... um það leyti, sem mest er að gera“). Reyndar eru orðin „during the busy times" engin enska (þótt orðin sé ensk). Hver ensk- ur maður mundi segja: „during the busy season" eða „during the fishing season “. S. „Develope the natural resources of the country" hefi ég þýtt, „að hag- nýta auðsuppsprettur landsins". Hr. E. B. vill þýða: „að efla framþrónn i landinu". Hver maður, sem skilur málið og (veit hvað „resources" eij, sér undir eins, að mín þýðing er rétt, en þýðing hr. E. B. einber vitleysa. Veit hann annars sjálfur, hvað hann á við með „framþróun" ? Er það mót- setning við einhverja „afturþróun" ? — „To the development of the country“ hefi ég þýtt: „til framfara landinu“, og finnur hann ekki að því. En þegar menn vita, að „resourees" (í samband- inu) er „auðsuppsprettur“, þá sjá allir, að „develope the resources“ er einmitt að hagnýta auðsuppsprettur landsins. „The various proposed projeets for the development of the country" hefi óg þýtt: „margvíslegu ráðagerðir . . . til framfara lándinu". E. B. vill þýða: „Hin ýmsu fyrirtæki, sem lagt 1 1 I 1 Komið í verzlunina DAGSBRUN Og skoðið Nýju vörurnar sem verða að mestu leyti komnar upp á Mánudaginn. Vefnaðarvörur af öllum tegundum FATNAÐUR ytri sem innri, fyrir konur, karla og börn o. m. fl. Birgðirnar eru stærri en nokkru sinni áður og vorurnar hefi ég sjálf- ur valið í utanfor minni. Hamldur Arnason. er til að verði stofnuð" . . . o. s. frv. Eg sé hór engan efnis-mun á þýðing E. B. og minni, nema að „Hin ýmsu“ er danska (í íslenzkum orðum), en ég þýddi á íslenzku. [Niðurl. næst]. Jón Œafsson, alþm. Hvað er að frjetta? EWur uppi » Dyngjufjölium. í fyrra- dag var landátt á Seyðisfirði (eystra) og var öskufall jafnt og þétt þar þann dag. Kunn- ngir ætla eldinn vera í Dyugjufjölluin (syðri). Erindi ráðherra til útlanda (nú með ,,Sterling“) er talið víst að sé að fá kon- ungsúrskurð um þingfrestuu. Liðugur lielm- ingur allra þingmanna óskaði aukaþings (á undan reglul. þingi), og þá þykir þing- ræði s-höi'ðingjanum sjálfsagt, að flytja þingið í gagnstseða átt við óskir þeirra — flytja það fram á næsta sumar. ..Sendiherrann" okkar segja surair að fái nú ekki að fara út yfir pollinn aftur. Það er líka óþarfi; liann getur alveg eins dregið hlut sinn á þurru landi hér heima. Það er aiveg eins auðvelt að borga 10,000 kr. af landsfé hér heima eins og úti í lönd- \im — og miklu vandaminna. ./. 0. Hestaport með stöllum lætur verzlun Jóns ÞórSarsonar í té við- skiftamönnum sínum. .Sömuleiðis hest- hús fyrir nokkra hesta eftir miðjan næsta mánuð. Kjötkvarnir, Iíjötaxir og önnur búsnl ódývusí li.já Jes Zimsen. Rúmgott herbergi. tP'tt og hentugt yrir lilla fjölskijldu, er ódýrt til ieigu. Ritstj. vísar á. Hjer með augiýsist, að eg framvegis skrifa nafn mitt þanmg: Eiríkur E, Núpdal Herbergi fyrir einhleypa til leigu í Aðalstræti 8. „Haiikur“. Kaupendur blaðsins hér í bænum eru beðnir að vitja þess á afgreiðslunni í Skólastrœti 3 hið allra fyrsta. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst.' Friðfinnnr (inðjónssoii. Mjólkurduft fæst í verzlun Jóns Bóvðarsonar. 1 stofa til leigu hjá Árna Niku- lássgni rakara. Gærur eru keyptar i verzlun .lóns Póröai'sonar. Eiiilileyp stiUka getur íengið ókeypis herbergi með húsgögDum gegn þvi að gera i stand hjá íamilíu í sama húsinu. — Ritsljóri vísar á. Húsnæði og fæði geta 2—3 stúlkur fengið á Hvevtis- götu 33. Þar geta og fengist sérstök herbergi til leigu. — Á sama stað fæst Foíte-Piano íeigt tii æfinga. [2 Góð haustbeit fyrir livos.s, fæst á Keykjnm í Mosfellssveit. Piltur 14-16 ára, sem vill læra karlmannsfatasaum, gefi sig fram fyrir 1. n. m. á saumastofu kaupm. Jóns Pórðavsonav. Faeði og þjónustu geta nokkrir menn fengið fyrir 30 krónur um máuuðinn. — Afgreiðslan vísar á. Ttl ieigu eitt, tvö eða þrjú herbergi og eldhús við Laugaveg. (lóð geymsía fylgir. Afgr. vísar á.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.