Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 08.10.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 08.10.1910, Blaðsíða 1
 Laugardag 8. Október 1910 XI., 46 wsr Nýja verzlun með alls fcoaar vefnaðarvörur o. fl. opnar nníirritaíur í Austurstræti 6 Þriðjudaginn 11. október. Árni Eiríksson. XI., 46 Ba9hÚ8Íð yirka daga 8—8. Bi8kup8skrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. PósthÚBstr. 14, 6—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið sunnud., þrd., fmd. kl. 12—2. Islandsbanki 10—21/* og 51/*—'7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m. Landakotsspítalinn 10‘/>—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—2‘/«. Landsbókasafnið 12—3 og 6—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Land8jóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Landssiminn y.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Lækna8kólinn ðk. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. I1/*—2*/s. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 6. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „RKYKJAYÍK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Auglýsingar innlendar : á 1. bls. kr. 1,50; 3, og bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 33‘/»°/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Hteftln íiunólfnson, Pingholtsstr. 3. Talsími 18 8. yfygeiðsla .Reykjavíknr' er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. - Talsími 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Pinsholtsstp. 3. Smá-hugleiðingar um sij ó rnar skrár-brey tingar. Eftir Jón Ólafsson. XI. Af þeim breytingum, sem þá er eftir á að minnast, eru tvær, sem máli skifta, svo að sórstaklega sé þörf um þær að ræða. Hinar er nóg að nefna. Tek ég því allar þær breytingar, sem nú er eftir að teija, í röð réttri eftir greina-tölu stjórnarskráiinnar. I. Við 2. gr. Á eftir: „Lands- sjóður greiðir laun og eftirlaun ráð- herrans" komi: „ef ráðherra fær eft- laun“. Á eftir. „Nú deyr ráðherra" komi: „eða verður ófær til að gegna ráðherrastörfum eða skipar mann fyr- ir sig til bráðabirgða á sína ábyrð“. Þessar breytingar eru auðskildar. In fyrri miðar til að taka af allan efa um það, að ráðherra er enginn eftirlaunaréttur ákveðinn með stjórn- arskránni, heldur er það komið undir sérstökum almennum lögum, hvort ráðherra fái eftirlaun, og þá hver. In síðari miðar til að fylla þá gloppu, sem nú er í lögunum, um það, hve með skuli fara ef ráðherra, án þess að deyja, verður skyndilega ófær til að gegna starfi sínu, t. d. strýkur burt. úr ríkinu, verður skyndilega rænulaus án þess að hafa gert ráð- stöfun áður fyrir embættinu, eða því- umlíkt. II. Við 8. gr. — Fyrir: „leystupp Alþingi“ komi: „rofið neðri málstofu". Fyrir: „það var iejrst upp“ komi: „hún var rofin". Fyrir: „stefnt saman næsta ár“ komi: „stefnt saman eigi síðar en næsta áv“. Fyrstu tvær breytingarnar eru fyrst og fremst íslenzkun á dönsku málfæri stjórnarskrárinnar, og svo ákvæði um það, að konungur geti ekki rofið efri málstofu. Síðasta breytingin er gerð fyrir þá sök, að þá er þing er háð í Febrúar, ber enga nauðsýn til að ákveða, að nýkosnu þingi skuli eigi stefnt saman fyrri en næsta ár. Alt öðru máli var að gegna er stjórnarskráin var samin, því að þá var þing háð í júlí (og fram i Ágúst). III. Við 11. gr. — Aftan við greinina bætist: „Samþykki Alþingi þau ekki áður en þingi slítur, enda sé neðri málstofa eigi rofin áður en lög- mætur þingtími er úti, falla þau úr gildi. — Bráðabirgða-fjárlög má eigi gefa út, ef fjárlög fyrir fjárhagstíma- bilið liggja fyrir samþykt af Alþingi". Það virðist svo eðlilegt, að bráða- birðalög falli af sjálfu sér úr gildi, ef Alþingi næsta samþykkir þau ekki, að óþarfi ætti að vera að rökstyðja þá breytingu. Sama er að segja um á- kvæði þetta um bráðabirða-fjárlög. IY. Við 19. gr. — í stað: “fyrsta virkan dag i Júlí-mánuði“ komi: „15. dag Febrúar-mánaðar eða næsta virk- an dag“. V. Við 25. gr. — í stað: „fyrir tveggja ára fjárhagstímabil, sem í hönd fer“ komi: „fyrir það fjárhanstímabil, sem í hönd fer“. Þetta hefði frá öndverðu átt að vera svo orðað. Úr því að 19. gr. heimil- ar að lögleiða árlegt þinghald með al- mennum lögum, þá er ekkert vit í að stjórnarskrárbreyting skuli þurfa til þess að breyta því, að fjárhagstímabilið skuli taka yfir 2 ár. VI. Við 26. gr. — i). Fyrir: „Hvor þingdeild kýs yfirskoðunar- mann* komi: „Sameinað Alþingi kýs þrjá yfirskoðunarmenn. Þeir skulu kosnir með hlutfallskosningum*, 2) á eftir: „þeir geta“ komi: „hver um sig eða hverir tveir eða allir“, 3) Orðin: „tveggja ára“ falli burt. Þar sem stjórnin er umboðsmaður meirihlutans, þá er það alveg ótil- hlýðiiegt að meirihlutinn einn fái að rannsaka reikninga stjórnarinnar. Eng- inn hlutur getur verið brýnna verk- efni minnihluta eða andstæðinga stjórn- arinnar, en að rannsaka fjárstjórn hennar og reikninga, svo að andstæð- ingaflokkurinn geti gætt þess, að Al- þingi sé einskis dulið í þeim efnnm. Það er sjálfsagður réttur meiri hlut- ans að skera úr öllum • ágreiningi um landsreikningana, úrskurða allar til- lögur um þá, sem fram koma. Og á því ber hann ábyrgð. En hitt er jafnsjálfsagt, að meiri hlutinn megi ekki varna minni hlut- anum eftirlits og að koma fram með tillögur sínar og rökstyðja þær, svo að þær verði heyrinkunnar og alþjóð eigi kost á að leggja sinn dóm á. Annað væri óhæfa, og ætti ekki að vera í mál takandi. VII. Við 29. gr. — í stað: „Al- þingi sker sjálft úr“ komi: „Hvormál- stofa sker sjálf úr“. Úr því að kosið er sér í lagi sitt til hvorrar málstofu, og það sitt á hvor- um grundvelli, þá leiðir að sjálfsógðu af því, að hvor málstofan um sig skeri úr því, hvort þingmenn hennar séu löglega kosnir. VIII. Við 33. gr. — í stað: „í einhverjar þær kringumstæður, er svifta" komi: „i eitthvert það ástand, er sviftir". IX. Við 45. gr. — Aftan við grein- ina bætist: „Breyta má þessu með lögum“. Það virðist réttast, að heimila lög- gjafarvaldinu að bróyta þjöðkyrkju- ákvæðinu með einföldum lögum. X. Hvervetna í sjórnarskránni skal breyta orðunum: „efri deild“, „neðri deild“, „þingdeildir(nar)“ í „efri . mál- stofa“ „neðri málstofa", „málstof- ur(nar)“. Hér hefi ég þá tint til helztu breyt- ingarnar, sem þörf virðist að gera á stjórnarskránni. Hér er sannarlega mikið og alvar- legt íhugunarefni og umræðuefni fyrir alla, sem um stjórnmál hugsa, og þá sérstaklega fyrir öll blöð landsins. — Á því, hve rœkilega þau taka nú til- lögur þessar til umrœðu, má sjálfsagt marka það, hver alvara þeim er með að vilja endurbœtur á stjórnarskránni. Tillögurnar eru svo vaxnar, að þótt um ýmsar þeirra geti eðlilega orðið skoðanamunur og ágreiningur,þá verður sá skoðanamunur væntanlega laus við alla pólitíska flokkaskipun; því að bú- 1 ast má að líkindum við samþykki eða c3ón c^rausU. Guðmundur Magnússon prentari les upp nýsamdar, óprentaðar skáldsögur föstudag, laugardag og sunnudag í næstu viku í Bárulmsinu. Aðgöngumiðar verða til sölu í bóka- sölubúðum Sigfúsar Eymundssonar og Arinbj. Sveinbjarnarsonar frá næsta miðvikudegi, og kosta 50 au. fyrir eitt, kvöld en I ltr. fyrir öll þrjú kvöldin. Nánar á götu-auglýsingum. andróðri meðal skynbærra góðra manna úr öllum flokkum. Tillögurnar eru algerlega hreinar af öllum flokkskeim. Ég get alveg jafnt búizt við meðhaldi frá ýmsum mót- flokksmönnum, og mórbárum og ósam- þykki frá ýmsum samflokksmönnum. En einkar-fróðlegt ætti það að geta orðið og gagnlegt, að heyra nú tillög- urnar rökræddar skynsamlega frá öll- um liliðum. Þakka ég svo þeim öllum, sem með þolinmæði hafa hlýtt á þetta mál, sem er orðið ekki all-stutt. Bankarnir. Margt og mikið hefir verið ritað og rætt um peningamálin hjer á landi. Einkum hefir mikið verið taJað um þau nú í seinni tíð, sjerstaklega síðan bankafarganið sæla hófst 22. nóv. f. á. Jeg ætla ekki að fara neitt út í þá sálma, að dæma um það, að hve miklu leyti það hafi verið rjetttmætt af stjórn- inni, að hegða sjer í því máli eins og hún gerði, svo sem t. d. með því, að reka stjórn bankans burt eins og stór- glæpamenn — þessa bankastjórn, sem um nær fjórðung aldar hafði stjórnað Landsbankanum að allra eða flestra áliti mjög vel og skynsamlega. Ekki ætla jeg heldur að dæma neitt um það, hve hyggilega landsstjórnin hagaði sjer í veitingu bankastjóra- sýslananna, með því að veita þær þeim mönnum, sem hlutu þær, en ganga fram hjá mjög vel bankafróðum mönn- um, sem voru að flestra dómi — annara en ráðherra — miklu hæfari til þess, að stjórna Landsbankanum, eins og hann nú er orðinn. Jeg ætla að eins að athuga banka- ' starfsemina ofurlítið frá almennu sjónar-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.