Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 08.10.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 08.10.1910, Blaðsíða 2
172 REYKJAVIK miði. Mig varðar ekkert um það, hvort bankastjórarnir heita Birnir eða Tryggvi, eða gæzlustjórarnir Kristján, Eiríkur, Oddur eða Jón. Nei, það er ekkert aðal-atriði. Það er smávægilegt auka- atriði fyrir okkur, sem stöndum eða föllum eftir því, hvernig bönkunum er stjórnað. Jeg efast ekki um, að allar banka- stjórnir hjer geri það eitt, sem þær álíta bezt fyrir bankann í það og það skiftið. En það, hvernig þeim tekst það, er undir því komið, hve vel þeim er ljós aðal-tilgangur bankanna, og hve víð- tæk þekking þeirra er á bankastörfum yflrleitt. Það getur naumast verið það hyggi- legasta í vondum árum, að heimta, að Pjetur eða Páll borgi skuld sína, eða meira eða minna af henni, eða ganga að honum ella og gera hann gjaldþrota. Auðvitað verður Pjetur eða Páll að sýna bönkunum skil, að svo miklu leyti, sem honum er auðið; en þegar bankamir hafa sett sig inn í og athugað nákvæmlega hag hans, og gengið úr skugga um, að maðurinn getur ekki meira, en hann gerir, þá reynir fyrst á hyggindi bankastjórnar- innar — þá kemur það fyrst í ljós, hve hyggilega henni tekst að skera úr því, hvað bezt er fyrir báða máls- parta. Sýni bankinn lipurð og nær- gætni, þá gerir maðurinn áreiðanlega það, sem hann mögulega getur til þess, að standa í skilum. Þessa aðferð virð- ist mjer íslandsbanki hafa haft, og gef- izt vel. Sá banki er, eftir því sem jeg hefl komizt næst, að ávinna sjer meiri og meiri hylli almennings, ein- mitt með lipurð sinni og nærgætni við þá, sem skulda. Hann hugsar auðsæilega sem svo: „Nú er skuldin þarna, og við verðum að reyna að gera við hana það, sem bezt gegnir fyrir báða málsparta". Það er eftir- tektavert, að það kemur naumast fyrir, að auglýsingar sjáist. frá þeim banka um sölu á húsi eða öðru. Og þó mætti — að minsta kosti í fljótu bragði — ætla, að sá banki stæði töluvert ver að vígi, heldur en Landsbankinn, því að þegar mesti bygginga-ógangurinn var hjer í Reykjavík fyrir nokkrum árum, þá kom það fargan aðallega niður á íslandsbanka, því að um það leyti var starfsfje Landsbankans ekki aukið að neinum mun, og gat hann því ekki lánað annað, en það, sem inn borgaðist smám saman — aldrei lánað neinar stórupphæðir, vegna peninga- leysis. — En hvernig svo sem allt er, þá lítur helzt út fyrir, að íslandsbanki semji svo við sína skuldunauta, að hvorki þeir nje bankinn bíði halla. En hvernig er þessu farið, að því er Landsbankann snertir? Maður skyldi ætia, að þar væri allt gert, sem auðið væri, til þess, að fara svo með skuldirnar, að báðir aðilar mættu vel við una. Þegar landið kemur sjer upp banka, þá hlýtur aðal-tilgangurinn að vera sá, að hjálpa landsmönnum, en ekki — eða að minnsta kosti ekki ein- göngu sá, að græða fje á því. Auðvitað verður að viðhafa hyggi- iega varkárni, til þess að landið bíði ekki verulegt tjón. En þótt svo færi, að bankinn biði svo sem 25—50 þús- und króna tjón eitt og eitt ár, þegar verst Ijeti í ári, þá væru það engin ó- sköp, ef hann gæti með því stutt eitt- hvert framfarafyrirtæki i landinu, eða varið það falli. Það má ef til vill segja sem svo, að það fyrirtæki, sem tap er á, sje ekki þarfa-fyrirtæki, en menn verða að hafa það hugfast, að það kemur oft fyrir, að þessum eða hinum lánast ekki að láta eitthvert nýtt fyrirtæki bera sig, en svo hefir sá næsti lært svo mikið af honum, að hann rekur fyrirtækið með góðum ábata, og svo ailir aðrir úr því. Oft getur það líka átt sjer stað, að ný fyrirtæki fari á höfuðið blátt áfram af þeirri orsök, að forgöngumaðurinn hefir ekki aðgang að nægu fje, til þess að reka það með í byrjuninni — fær ekki lán til þess, nema af skornum skammti, og er svo krafinn vægðar- laust um stórar afborganir af láninu, áður en fyrirtækið er farið að bera sig. Þetta og þvíumlíkt virðist mjer ekki samkvæmt því, sem jeg álit að eigi að vera aðal-tilgangur Landsbankans. Og er ekki stefna þingsins sam- kvæmari því? Yeitir það ekki árlega fje til ýmsra fyrirtækja, og ýmislegs þess, sem er til hagnaðarauka fyrir landsbúa, svo sem vegagerða, brúa, samganga á sjó og landi, smjörbúa, síma og margs og margs fleira? Og hvað fær landssjóður svo í aðra hönd — beinlínis? Ekkert annað en það, sem auðvitað er nú allra bezta borgun, sem sje það, að landsbúar eru færari um að færa sjer í nyt það, sem landið hefir að bjóða. Mjer virðist nú svo, sem þessi sama hugsun hafl vakað fyrir gömlu banka- stjórninni oft og einatt, og jeg álít þá hugsun alveg rjetta. Eða hver er mestur og beztur gróði fyrir hvert land sein er? Er hann sá, að hrúga samann peningum í lands- sjóðinn? Er hann ekki miklu fremur aukin velmegun landsbúa yflrleitt? Eng- um mun blandast hugur um það, að vel- megun landsbúa, er sá varanlegasti stofn fyrir hverja þjóð sem er, fyrir landsbúið í heild sinni. Jeg heyrði oft gömlu bankastjórn- ina segja: „Jeg verð að hugsa um fátæklingana — fátæku mennina, þeir eru líka heimilismenn á landsbúinu, og ef við gerum þá óvinnufæra á bú- inu því, þá bíður búið í heild sinni tjón“. En hvað gerir nýja Landsbanka- stjórnin? Auðsjáanlega vildi hún helzt hafa það eins og gömlu karlarnir höfðu það áður fyr: geyma alla peningana í kistli, og hafa hann undir höfðalagi sínu. Við þann banka eiga sjer auðsæi- lega stað mikil og megn vanskil, ef dæma skal eítir því, hve oft hann þarf að beita því neyðarúrræði, að ganga að mönnum og húsum. En hver er orsökin til þeirra miklu vanskila? Stafa þau af getuleysi eða viljaleysi manna, eða er stirðleika og klaufa- skap bankastjórnarinnar um að kenna? Jeg held, að allt þetta, sem jeg hefl nefnt, eigi nokkra sök á þessu, og þó ekki sízt bankastjórnin eða — stjór- inn, því að venjulega verða þeir, sem vilja hafa tal af bankastjórninni, ekki varir við það, að bankastjórarnir sjeu tveir. Yenjulega situr annar við skrift- ir, og snýr baki að mönnum, og læt- ur sjaldan vilja sinn í ijósi. Hans vilji er að líkindum að öilum jafnaði sá, að vilja það sem hinn vill. Ann- ars er það skaði, því að þá sjaldan er hann lætur vilja sinn í Ijósi, er hann, að því er flestir segja, hyggilegur fyr- ir báða aðila. En vanalega er það að eins einn, sem maður á við, og við- mótmót hans er þannig oft og einatt, að þó að maður hafl ætlað sjer, að reyna að klífa þrítugan hamarinn með að standa í skilum, þá fellur manni allur ketill í eld, eftir að hafa átt tal við bankastjórann, því að þar er enga nærgætni að finna á neina hlið. Mað- ur fær ekki einu sinni ráðrúm til þess, að tala út um málið, því að móti andar kuldi og ónærgætni. Þetta verður til þess, að menn leggja árar í bát, og láta svo bátinn reka hvert hann vill. Jeg hefl heyrt fleiri en einn segja: „Jeg veit ekki, hvort það er rjett af mjer, að láta Landsbankann hafa allt mitt veð, því að jeg gæti vel trúað honum til þess — þegar hann er bú- inn að fá veðið — að ganga þá að mjer, og láta seija eignirnar þegar verst gegnir". Þegar þessi hugsunarháttur er ríkj- andi hjá fóiki um eina bankastjórn, þá er ekki að spurja um skiiin. Við íslandsbanka er þetta alveg þveröfugt. Þar búast menn við, að bankinn geri sitt ítrasta til þess, að koma lánunum svo fyrir, að báðir geti verið óhræddir. Og jeg hygg, að í vondum árum gangi sá banki ekki að eigum manna, svo framarlega sem þeir standa í skilum með vexti, og er það auðvitað alveg rjett, þvi að' sje veðið gott, og því haldið við, þá er mun hyggilegra, að láta skuldina standa þar til eitthvað greiðist úr, heldur en að láta selja veðið, ef til vill fyrir miklu lægri upphæð en á því hvílir, eins og auðveldlega getur átt sjer stað í illu árferði. En aðalatriðið er það, að samvinn- an milli bankanna og viðskiftamanna þeirra sje þannig, að báðir geti treyst því, að allt sje gert sem til góðs má verða fyrir báða aðila. Athugull. Hvaö er að frjetta? Bágt Heilsufar lítur út fyrir að hafa verið á ísafirði síðasti. mánuð, því að þar í bænum hafa i þeim má-nuði ekki fœrri en 80 nafngreindir menn, karlar og konur — mest konur auðvitað — fundið ástæðu til þess, að láta prenta „innilegasta hjartans þakklæti til herra J. L. Nisbet trúboða, fyrir þá ómetanlegu hjálp í læknislegu til- liti“, er hann hefir veitt þeira. — Vonandi tekst trúboðanum með þessu áframhaldi að útrýma öllum sjúkdómum úr ísafjarðarkaup- stað, og með því að blessaður trúboðinn lætur „alla þá miklu læknishjálp... í tje... án nokkurs endurgjalds, af einskærum mann- kærleika og göfuglyndi“ — eftir því sem þessu þakkláta fólki farast orð, — þá sýnist svo, sem aðrir læknar ættu að fara að verða þar óþarfir, og væri það enginn smáræðis vegur og menningar-merki fyrir bæinn, ef hann gæti sparað landssjóði þann kostnað. Laus sýslan, sem ráðherra veitir: Póstafgreiðslumanns-sýslanin á Þingeyri við Dýrafjörð. Árslaun 400 kr. Umsóknarfrestur til 20. desember næstk. Póstafgreiðslumað- urinn verður að setja veð, sem stjórnarráðið tiltekur.----„Lögr.“ skýrði frá því nýskeð, að ráðherra hefði nýlega hækkað laun ems póstafgreiðslumanns upp í 2500 kr. á ári, og annars upp í 2000 kr. á ári, en — þeir hefðu líka báðir verið dyggir flokksmenn ráðherra. Ein umsókn um launahækkun segir hún að hafi komið frá póstafgreiðslumanni, sem er i minni hlutanum, en þá hafi ráðherra sagt: „Það er bezt, að slá póstafgreiðsluDni upp“. — Og nú hefir hann „slegið honni upp“. Vitawerðir nýlr. Ráðherra hefir 26. júlí siðastl. skipað Guðbrand Þorsteinsson á Loftsölum vitavörð við Dyrhólaeyjar- vitann. Markús Þorsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavík tekur aö sjer allskonar aðgerð á ---- HljóOfærum. ------- — 13. sept. veitti sami Jónatan Jónssyni vjela-aðstoðarmanni íRvik vitavarðarstöðuna við Stórhöfðavitann á Vestmanneyjum. — 27. sept. skipaði sami Kristján Þor- láksson í Skoruvík vitavörð við Langaness- vitann. Laus sýslan, sem ráðherra veitir. Sýslanin, sem umboðsmaður Þingeyrar- klausturs er laus. Umsóknarfeestur til 20. desbr. Fjármája-tíðindi. Yerzlnnarfélagið norðvestræna þeirra milíónaranna hr. E. Benedikts- sonar, Rawsons og kumpána, á að hafa að höfuostóli £ 200,000 (o: krón- ur 3,600,000). Hve mikið af hlutum enn er út gengið í því, veit enginn hér, og ekki heldur hve mikið greitt er í byrjun af hverjmm hlut. — Ef til vill eru hlutirnir ekki allir út gengnir enn, né þeir seldu allir fullborgaðir. Brezka norðvcstur-samlagið heitir hitt „stóra" félagið, sem heflr fengið „leyflsbréf" til að stofna banka og ætlar, ef á þarf að halda, að leggja fram milíónir til hafnargerðar, járnbrautar- lagningar, Flóa-áveitunnar, og kaupa helming hlutanna í félaginu „Gigant“ (Risafélaginu), sem á að hagnýta Detti- foss, og gera ótal önnur fleiri tákn og stórmerki (sem hamingjan láti öll vel lánast). En hvað haldið þið, piltar og stúlkur, að sé ákveðinn höfuðstóll þessa félags ? Hvorki meira né minna en heil £ 16,000 (—280,000 krónur!) — það er að segja — ef — ef hlutabréfin seljast öll. En hlutabréfin eiga að vera 35,000 talsins, 15,000 hlutabréf hvert á £ 1 (18 kr.) og 20,000 hluta1>réf hvert á 1 sh (—90 aura!! I). Nei, haldið þið bara um magann og farið þið ekki að hlæja. Það er satt. Ég get sýnt það svart á lwítu frá félaginu sjálfu. 90-aura hlutabréf!!! Það slæddist hingað með „Botnia“ boðsbréf félagsins (sem ég hefi haft milli handa) til manna um að kaupa hluti. Efst á skjalinu er prentað með blóðrauðn letri, að nú hafl islenzka stjórnin gefið út leyfislréf (concession) fyrir bankann. „Bréf forsetans um það er til sýnis á skrifstofu vorri“, segir skjalið. Ég ætla nú ekki að segja meiri tíðindi í dag, þótt ég kynni að vita eitthvað. En vill ekki systir ísa segja okkur. ofurlítið meira næst um efna- hag og fésýslu-afrek „mikilsháttar fjármálamanns" síns? Ég vil ekki taka alla nýjunga-bita frá munninum á henni. <7. Ól. Cook. AVhitney norðurfari er ný- lega kominn úr veiðiför, er hann fór til Grænlands. Hann fann kofa Cooks, þann er hann þóttist hafa hafzt við í bæði fyrir og eftir för sína til heim- skautsins, og þar sem hann fullyrti, að geymd væru mælinga-áhöld sín, dagbækur o. fl., er sanna myndi full- komlega sögu hans. Witney fann ekk- ert, sem benti í þá átt, að Cook hefði til heimskautsins komið. Danskur prlns. Frá Konstantino- pel kemur sú fregn, að verið sé að þinga um það, að fela dönskum prins landstjórastöðuna á Krít.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.