Reykjavík - 08.10.1910, Blaðsíða 3
REY KJAVIK
173
Þvotturinn, sem þið sjáið þarna,
þaó er nú enginn Ijettingur, en
samt var furðu litil fyrirhöfn
viö að þvo hann hvitan sem snjó.
Það var þessi hreina sápa, sem
átti mestan og bestan þátt í því.
________________1590
Ávarp til almennings.
í Kaupmannahöfn er fjelag eitt, er
nefnir sig „Sálarrannsóknarfjelagið"
(Selskabet for Psykisk Forskning).
Yerkefni þess er að rannsaka hið innra
sálarlíf mann'sins, sem hingað til hefir
verið lítt þekkt og of lítill gaumur
gefinn, og að reyna að komast fyrir
það, hvert samband geti verið miili
sálarlífsins og ýmsra yfirnáttúrlegra,
eða máske rjettara sagt óskiljanlegra
atvika, sem birtast stundum sem
hugsanaflutningur frá manni til manns,
jafnvel á löngu færi, stundum sem
sýnir, og stundum eins og mönnum
heyrist söngur, hljóðfærasláttur eða
raddir, og virðast raddirnar oft hafa
ákveðinn tilgang: viðvörun eða þess
konar. — Þannig skýrir núlifandi prest-
ur einn á Fjóni frá þvír að hann hafi einu
sinni verið staddur í skrúðhúsi kirkj-
unnar, og þá heyrt rödd, er sagði
greinilega: „Farðu inn að altarinu".
Hann ieit forviða kringum sig. Þar
var enginn maður, en samt sem áður
heyrði hann sömu orðin aftur og aftur.
Að lokum hlýddi prestur, og hann var
naumast kominn inn að altarinu,
^egar loftið í skrúðhúsinu hrundi með
braki miklu.
Það er tilgangur fjelagsins, að reyna
að komast áð niðurstöðu um, hvort
allt af þessu tagi er verulegleiki eða
það er hugarburður einn, þar með
taldir svipir, fyrirboðar, og alls konar
fyrirbrigði, sem eiga t. d. að lýsa sjer í
því, að hlutum erkastaðúr einum stað
í annan, eða fluttir til, án þess nokk-
urt sýnilegt eða skiljanlegt afl hafi
áhrif á þá.
Það leiðir af sjálfu sjer, að það er
fyrst og fremst verk meðlima fjelags-
ins, að grafa upp skýrar og nákvæm-
ar og helzt vottfastar skýrslur um öll
þess konar dularfull fyrirbrigði, en
fjelagið álítur samt sem áður nauð-
synlegt, einkum vegna þess að með-
limatala þess er ekki há, að ákaila
hjálp og aðstoð alls almennings til að
safna skýrslum, byggðum á sjón eða
raun, sem gætu' orðið til þess, að
stuðla að ráðningu þessara dularfullu
gátna, sem væri svo afarmikilsverð,
ekki einungis í vísindalegu (sálarfræðis-
legu, lífeðlisfræðislegu, sálareðlisfræðis-
legu) tilliti, heldur og til að auka
þekkingu og skilning almennings á
þessu yfirleitt.
Fjelagið skorar þess vegna á alla
þá, er halda að þeir hafi orðið varir
við eitthvað, sem þeir álíta kynlegt,
óskýranlegt eða óskiljanlegt fyrirbæri,
að gera svo vel að senda skýrslu um
það til fjelagsins eða einhvers meðlima
þess.
Skýrslur þær, sem vinir þekkingar
og fræðslu eru svo góðir að senda,
þurfa að vera svo glöggar, nákvæmar
og greinilegar, sem auðið er, og lýsa
einnig auka-atriðum, jafnvel þótt sögu-
maðurinn hafi ekki nema að eins ó-
Ijósan grun um, að þau geti haft
nokkra þýðingu. Mánaðardagur og
klukkustund eru oft mikilvæg atriði.
Einnig er nauðsynlegt, að lýst sje
heilsufari, tilfinningum og kenndum
athugarans, meðan atburðurinn var að
gerast, svo og öllu því, sem álitið er
að geti orðið til þess að skýra eitthvað
af því, sem gerði viðburðinn eða fyrir-
burðinn óvanalegan eða ólíkan hvers-
dags-viðburðum. Aftur ámóti er sjálf-
sagt að sleppa öllu því, sem auðsætt
er að á engan hátt getur stutt að
skilningi á atburðinum. Aðaláherzlan
er lögð á staðreyndir.
Það, sem fyrir menn ber í vöku
eða svefni, er stundum þannig vaxið,
að merking þess verður ekki ákveðin
fyr en löngu eítir á. Svo er því t. d.
varið með sýnir og drauma viðvíkjandi
vinum eða ættingjum, sem heima eiga
í fjarlægð, að frá þeim koma oft mörg-
um dögum eða vikum síðar brjef eða
önnur skeyti, sem skýra sýnina eða
drauminn. Þegar svo ber við, er það
áríðandi, að viðburðurinn sje þegar í
stað færður í letur og skýrsla um hann
send fjelaginu, til þess að geta látið
skýringuna koma á eftir, ef hún kemur
einhvern tíma seinna.
Nöfnum öllum verður haldið leynd-
um, ef þess er óskað, en nauðsynlegt
er það oftast, að öll nöfn sjeu rjett
tilfærð, svo að þau ritvissunnar vegna
geti geymzt í skjalasafni fjelagsins.
Nafn sögumannsins verður ætíð að
fyigja.
Brjef má senda hvort sem vill beina
leið til fjelagsins (Selskabet for Psy-
lcisk Forskning, Kebetihavn) eða til ein-
hvers af undirrituðum.
í st.jórn Sálarrannsóknarfjelagsins.
Kaupmannahðfn, September 1910.
Yiceformændene:
Grosserer C. Riis Iloimo,
Christian IX. Gade 6 *, Kbh. K.
Læge B. Tliorsteinson,
Smallegade 8 *, Kbh. F.
Rentier F. Faustinus,
Langgade 40, Valby.
Veksellerer C. Gabs,
Nprrebrogade 63 !, N.
Boghdl. Einar Moller,
Kpbmagergade 26, K.
cand.' jur. Ottosen,
Grundtvigsvej 76.
Beregner, cand. mag. Aage Mording',
Gsterbrogadc 86 8, 0.
Grosserer J. S. Jensen,
Sekretœr.
Reventlowsgade 20, Kbh. B.
XJtleiitl símskeyti.
Khöfn 5. Okt.
pAmundsen
hefur breytt ferða-áœllun sinni og
fer að leita suðurheimskautsinsa.
[Roald Amundsen hefir í sumar verið við
hafrannsóknir í Atlantshafinu á skipinu
„Fram“, og ætlaði nú með haustinu að
leggja af stað vestur í Kyrrahaf, og þaðan
í Norðurheimskautsleiðangur. En nú segir
símskeytið, að hann hafi snúið við blaðinu,
og ætli í stað Norðurheimskautsins að leita
Suðurheimskautsins].
Khöfn 6. Okt.
»BIÓðug uppreisn
i Lissabon. Konungur og ekkju-
drotningin flúin. Lýst yfir, að
Portúgal sé lýðvcldi«.
[Karl I. Portúgalskonungur var myrtur á-
samt krónprinsinum, Ludvig Fiiip, 1. febrú-
ar 1908, og tók þá yngri sonur hans, Manu-
el (Emanuel) II., við völdum. Hann er
fæddur 15. nóv. 1889. Það er hann og
móðir hans, Amelie, sem nú hafa forðað sjer
á flótta. Annars hafa þær fregnir gengið í
sumar, að hann myndi afsala sjer konung-
dómi, og lýðveldi koma í staðinn i Portúgal,
svo að frjettin í símskeytinu kemur ekki á
óvart].
Khöfn 7. Okt.
»Braga
er orðinn forseti í Portúgal. Kong-
urinn flúinn til Englands.
[Theophilo Braga er bókmenntasögufræð-
ingur og skáld, fæddur 1843. Hefir ritað á-
kaflega mikið. Gaf út fyrstu ijóðabók sína,
er hann var 15 ára að aldri, og seldist hún
svo vel, að hún var von bráðar gefin út
aftur. Merkasta rit hans er Bókmenntasaga
Portúgals, sem kom út 1870—81 í 20 bind-
um. En fjölda annara bóka hefir hann og
ritað, einkum sagnfræðilegs, lögfræðilegs og
uppeldisfræðilegs efnis. Hann hefir og tekið
mikinn þátt í blaðamennsku, bæði innan
lands og utan, ritað mikið um stjórnmál, og
verið einn af foringjum lýðveldismanna í
Portúgal. Hann er doktor í lögfræði og
hefir lengi verið kennari í bókmenntasögu
við háskólann í Lissabon].
Kmh. 7. okt.
»Ráðherra niðurkallaður.
Demissionerar ekki. Tverneitar
Ritzau viðriðinn bankaplönin.n
(Ráðherva kallaður utan. Biður ekki
um Jausn. Þverneitar því við Ritzau,
að vera viðriðinn banka-áformin.)
[Tvær fyrstu málsgreinar skeytis þessa
þurfa engrar skýringar við. Siðasta máls-
greinin á við það, að ráðherrann hafi látið
frjettaskrifstofu Ritzaus síma til blaðanna
yfirlýsingu um það, að hann sje ekkert rið
inn við ráðabruggið um stofnun hinna fyr-
irhuguðu nýju banka, franska og enska
bankans].
Kmh., 8. okt.
y>Nansen stimplar norska vísinda-
fjelaginu íslendingasögur, goðsagn-
ir og œfintýria.
[Líklega er hjer átt við það, að Nansen
hafi haldið því fram 1 norska visindafjelag-
inu, að fornrit íslendinga, sögurnar, Edd-
urnar o. fl., sjeu af norskum uppruna, má-
ske ritaðar i Noregi, og er slik kenning ekki
ný. Norðmenn haía oft áður reynt að helga
sjer ísl. fornritin, og reynt að telja öðrum
trú um, að þeir ættu heiðurinn af þeim, en
ekki íslendingar.].
Reykjavíkurírjettir.
Jón Trausti ætlar að lesa upp
nýsamdar skáldsöguj þrjú kvöld í röð í
næstu viku. — Sjá auglýsingu hjer í blaðinu.
Lagaskólinn var settur á mánu-
daginn var, 3. þ. m. í skólanum verða
í votur 13 nemendur, 7 i efstu deild, en 3
í hvorri hinna.
Tíðarfar ka!t og votviðrasamt mjög.
Snjóar á fjöll öðru hvoru.
Silfurbrúðkaup hjeldu þau V. Claessen
og frú hans 22. f. m.
Prófessor B. M. Ólsen fór til Kaup-
mannahafnar með „Botniu“ siðast, og ætlar
að dvelja þar um tíma við visindastörf.
Guðm. Björnsson landleeknir kom
frá útlöndnm aftur með síðustu ferð ,Botniu‘.
Dimmf þótti hjer á göt.unum á kvöldin
meðan gömlu steinolíutýrurnar áttu að Jýsa
mönnum, en dimmara segja þeir, sem ekki
hafast við allt kvöldið á götunum, að sje
nú, síðan gasljósin komu. Þó er það ekki
gasljósunum að kenna —- þau eru sæmilega
björt —- heldur því, hve vandræðalega seint
þau eru kveikt. Umferð um göturnar er
ætíð mest framan af kvöldinu, um það leyti
sem menn eru að fara heim frá vinnu sinni,
en þá grúfir náttmyrkrið kolsvart yfir bæn-
um. Ljósanna njóta að eins þeir fáu, sem
úti eru eftir þann tima.
FegurOar-kappglima fór fram í
Iðnaðarmannahúsinu miðvikudaginn 5. þ. m.
Ungmennafjelag Reykjavikur hafði gengizt
fyrir henni, og áttu þeir að hljóta verðlaun
sem fegurst glímdu. Sex menn tóku þátt i
glímunni, og hlaut Hallgrímur Benediktsson
1. verðlaun, Guðm. Sigurjónsson 2. verðlaun,
og Guðm. Kr. Guðmundsson 3. verðlaun.
Aðrir þátt-takendur voru þeir Magnús Tóm-
asson, Árni Ólafsson og Bjarni Magnússon.
Einn glimumaður hjeðan úr bænum, sem
ætlaði að taka þátt í glímunni, var forfallað-
ur, og menn af Stokkseyri, sem ráðgert höfðu
að koma, gátu það því miður ekki vegna
illviðris. — Á eftir var bændaglíma háð, og
bættust þá tveir glímumenn í hópinn. Þeir
Hallgr. Benediktsson og Guðm. Sigurjóns-
son voru bændur, og sigraði flokkur Hall-
gríms. — Sýning þessi fór að öllu vel fram,
og var mjög vel sótt.
Drukknun? Norðmenn tvcir, sem
hafa verið látnir vaka á nóttum úti í bark-
skipi einu hjer á höfninni, sem franska kola-
verzlunin geymir kolabirgðir sínar í, höfðu
verið hjer i landi síðastl. mánudag, en farið
þá um borð á litlum báti. Síðan hefir ekk-
ert orðið vart við þá, og er sagt, að ekkert
hafi verið grennslast eftir þeim fyr en í gær-
morgun. Þá var farið um borð, og fundust
þá hvorki mennirnir nje báturinn. Er talið
víst, að mennirnir muni hafa farizt á mánu-
daginn á leiðinni um borð.
Ókeypis iögfrteðislegar leiðbein-
ingar fyrir almenning eru veittar í Laga-
skólanum 1. og 3. laugardag í hverjum
mánuði kl. 7—8 síðdegis. Þær byrjuðu síð-
astl. laugard., og halda áfram alt skóla-árið.
Kemur slíkt i góðar þarfir, því að mörg eru
oft vafa-atriðin.
Nýja vefnaflarvöruverzlun
opnar hr. Arni Eiríksson næstkomandi
þriðjudag í Austurstræti 6. Sjá auglýsingu
á öðrum stað hjer í blaðinu.
Afmseli ráðherrans, Björns Jóns-
sonar, er í dag, en lítið virðist gert til þess
að minnast þess; ekki svo mikið sem flögg
hafi verið dregin á stöng á ísafoldarprent-
smiðju eða í Stjórnarráðinu, hvað þá ann-
arstaðar. Ef Reykjavíkin ætti flagg, þá
hefði hún gert bænum það til skammar, að
flagga ein fyrir afmælisbarninu.
Landvarnarfjelagifl hjelt aðal-
fund sinn 3. þ. m., og kaus sjer nýja stjórn.
Kosnfr voru: Gísli Sveinsson, formaður,
Guðm. Hannesson, Grímúlfur ólafsson, Jakob
Möller og Jón Baldvinsson.
Landvarnarflokkinn fylla nú gömlu Land-
varnarmennirnir og gömlu Þjóðræðis- eða
Sjálfstæðismennirnir, og mynda í sameiningu
stjórnarflokkinn, eða meirihlutaflokkinn, sem
þeir kalla svo stundum. Gísli Sveinsson
hefir síðustu árin verið eindreginn skilnað-
armaður, og virðist því kosning þessi benda
til þess, að ráðherraflokkurinn sje nú^ allt í
einu orðinn skilnaðarflokkur.
Grænlandsfar danskt, „Godthaab“,
kom nýlega hingað frá Angmagsalik á
Grænlandi, og fór eftir nokkra daga aftur
til Grænlands. Það var að flytja hingað
nokkra danska menn, sem tóku sjer far hjeð-
an með „Botnínu“.
Skipið lenti í hafís miklum milli Græn-
lands og íslands.
Seldar fasteignir. Þingl. 8. sept.
Sigurður Þorkelsson og Þorlákur Hall-
dórsson, steinsmiðir, selja Pétri J. Gunn-
arssyni, hótelstjóra, húseign sina við Lauga-
veg með erfðafestulandi, svokölluðum Ara-
bletti, fyrir 8000 kr. Dags. 30. ágúst.
Jóhann Jóhannesson, kaupmaður, fær
uppboðsafsal fyrir húseigninni'Sundi fyrir
1210 kr. Dags. 7. sept.
Þingl. 15. sept.
Guðm. Egilsson trjesmiður selur Pjetri
Jónssyni 812 ferálna lóð við Njálsgötu (bak-
lóð) fyrir 500 kr. Dags. 5. sept.