Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 29.10.1910, Side 1

Reykjavík - 29.10.1910, Side 1
1R e s k j a \> í h. Laugardaff 39. Október 1910 XI., 49 friðjudag 1. nóvember opnar undirritaður og: í Hafnarstræti 8. (Hvíta búðin í Thomsens Magasín). Nýjar vörur, ágætt verðí cfiein/ioló cHnÓQrsQtt. XI., 49 Baðhusið virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2., Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfi'i. Pósthússtr. 14, 6—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Fomgripa8afnið sunnud., þrd., fmd. kl. 12—2. Islandsbanki 10—2‘/> og 6‘/»—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m. Landakotsspítalinn 101/*—12 og 4—6. Landsbankinn 10‘/s—21/*. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Land8siminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. I1/*—2*/». Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 6, Tannlækning ók. i P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „REYKJIVÍK" Argangurinn kostar innanlands 3 kr,; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — l doll. Borgist fyrir 1. júlí. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4, bls. kr. 1,35. — Útl. augl. 33‘/i°/, hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. fciteftin Runðlísson, Pingholtsstr. 3. Talsimi 18 8. jftygeiðsla ,Reykjavikur‘ er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). ^fgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. — Talsimi 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þingholtsstr. 3. „Ijvor 1 ý g n r ?“ „Wlio lies?u (eða „Hvor lýgur?) er titill á alkunnri sögu eftir tvo Ameríku- menn af þýzku kyni. Mér hafa oft runnið þessi orð í hug aíðan „Botnía“ kom núna síðast. Dygðarinnar gremja hefir málað sót- rauðar inar saklausu kinnar ráðherra- málgagnsins, og það hefir þrumað í réttlátri reiði yfir syndugum höfðum andstæðinga-blaðanna fyrir það, að þau fluttu um daginn fregnskeyti frá Höfn um ummæli ráðherrans um afskifti hans af banka-ráðagerðunum hér — fregnskeyti, sem ekki var að öllu leyti réttort, þó að skiljanlegt sé, þegar út í atvik og ástæður er hugsað, að fregn- skeytið hafi ekki hermt rangt af ásetn- ingi, og að því síður væri ástæða til að fárast mikið um ónákvæmDina í því, sem fregnritinn, sem það sendi, er marg-reyndur að skilvísi og rétthermi, og ástæðan til orðunar skeytisins verður Ijós, ef menn athuga, að um þær mundir var í Höfn mikið rætt um enska bankann, en ins franska að engu getið. Yfirsjón fregnrita „Reykjavíkur* var engin ásetnings-synd; hún var sú ein, að fregnritinn hugsaði um það eitt, sem um var talað þar setn hann var, en athugaði ekki, að orð sín hlytu að verða skilin alt öðruvís hér heima. Blöðin, sem fregnina fluttu, flýttu sér líka að leiðrétta hana, undir eins og sjálft viðtal ráðherra við Ritzau barst hingað. Þau sýndu það, að þau höfðu engan vilja á að halla réttu máli. Út úr þessu fárast ísa. Mikill reykur af lítilli glóð! En þetta gefur tilefni til, að athuga nú dálítið betur, hvað ráðherrann hefir sagt í Kaupmannahöfn, og hversu þau ummœli hans koma heim við hréf hans til hrezka félagsins. Menn muna ef til vill eftir því, að ég gat þess fyrir skömmu í „Rvik“ (8. þ. m.), að á boðsbréfi til hluta- kaupa í Br. North Western Syndicate, sem mér hafði borist í hendur, stæði með hlóðrauðu letri efst á blaðinu, að nú hafi ísl. stjómin gefið út leyfishréf (concession) fyrir bankann, sem félag það kveðst vera að stofna, og stæðu þar þessi orð: „Bréf forsetans um það er til sýnis á skrifstofu vorri“. Ég skildi þetta svo sem bréf þetta væri frá hr. Rawson eða frá hr. E. Benediktssyni. En gaman mundi ýms- um þykja að vita meira um bréfið; það hlaut líka að vera auðvelt að fá þá vitneskju, úr því að brófið lá frammi til sýnis á skrifstofunni. Þetta er nú líka orðið. Ég hefi í höndum útdrátt úr bréfinu, afritaðan á skrifstofu Syndicatsins. Eitt ið fyrsta, sem kynjaði mig, var það, að bréfið er ekki frá forsetá fé- lagsins, heldur frá Birni ráðherra Jónssyni í Reykjavík, sem félagið nefnir „forseta íslands“ („President of Iceland“). Þar segir meðal annars svo : „Stjórnarráðið hefir ekki vald til að veita alment bankaleyfi. (is un- able to grant a general hanking concession), eins og félagið fer fram á, nema að því leyti er snertir sparisjóðs-hlunnindi “. En svo segir hr. Björn þar næst: „Stjórnarráðið mun annars með ánægju mæla með beiðni til Alþing- is um leyfi handa almennum við- skifta- og innlagsfjár banka, þar með talið leyfl til seðla-útgáfn („including the right of issue“)“. Þá getur þess, að tveir séu bankar fyrir á íslandi, og hafi báðir seðla- útgáfurétt, Landsbankinn1) og íslands- banki, en að „landsstjórnin“ (ráðherra) „hefði heldur kosið, að öll seðla-útgáfa væri í einum og sömu höndum“. Þetta sýnir ótvirætt, að ráðherra heitir fylgi sinu til þess, að fá Alþingi tii að kaupa seðla-útgáfuréttinn af þeim sem nú hefir hann (íslandsbanka), Því að með engu öðru móti er auðið að veita nýjum banka seðla-útgáfurjett; það væri gagnstætt lögum þeim er heimila íslandsbanka einum þennan rétt um 30 ár. Loks segir í bréfi ráðherra, að lands- stjórnin muni nota inn nýja enska hanka til að varðveita í honum lands- ins fé, og til þess að selja skuldábréf landssjóðs („for bond issues"), ef lands- sjóður þurfi að táka lán. Þá er þess getið, að Reykjavíkurbær ætli að gera hér höfn, og að Alþingi hafi tjáð sig fúst til*) að veita bæjar- ‘) Kangt er það, þótt á litlu standi í þessu sambandi, að Landsbankinn hafi seðla- útgáfurjett. Hann hefir aldrei haft hann, heldur landsstjprnin (landssjóður). Lands- stjórnin „gefur út“ seðlana og lánar Lands- bankanum þá. -) Líklegt er, að Alþingi mundi styðja bæinn eitthvað til þess, er til kæmi, en til- liæfulaust er það, að pingið hafi enn látið neitt í ljósi um það. félaginu hjálp til þess“, en ekkert sé enn afráðið af Alþingi um járnbraut- ariagninguna eða um Flóa-áveituna. Enn er þess getið, að stjórnin geti ekki veitt félaginu nein einkaréttindi til námarekstrjtr hér, þau er komi í bága við námalögin frá 1909. Að endingu tjáir ráðherra sér mundu verða ánægju að því að ræða mál þessi við fulltrúa félagsins, ef það sendi hingað slíkan mann. Slíkur fulltrúi var einmitt herra Rawson. En er hr. Rawson („mikilsháttar fjármálamaður" ísafoldar) kom hingað, hafði ráðherra einhverja kveisu, svo að hann synjaði hr. Rawson sjálfum viðtals, en í þess stað fókk annar full- trúi fólagsins, Sveinn sonur ráðherra, áheyrn og varð milligöngumaður um viðtalið. En óg skal nú ekki fara lengra út í þá sálma. Hitt er það sem fróðlegra er : að bera saman það sem hr. Björn Jóns- son hefir látið Ritzau flytja eftir sér, og það sem hann segir við Bretana. Við Ritzau segist hann (sjá síðasta bl.) vera „ekkert íiðinn við“, „ekki standa í neinu sambandi við“ ráða- brugg Einars Benediktssonar. Hann þurkar Einar vandlega af sór, eins og Einar væri einhver óþverri. Segir um bankastofnun hans, að hún sé ekki „bygð á neinum hlunnindum frá stjórn- arinnar hálfu að öðru leyti en því, að bankinn hafi vilyrði frá stjórninni fyrir leyfi til að reka sparisjóðsstörf“. En sé bréf ráðherra, þetta sem frammi liggur á skrifstofu Syndíkatsins brezka, ófalsað (en um það skal ég ekkert segja), þá hefir hr. B. J. skrökvað heidur en ekki í Ritzau. Því að í bréfinu er gefið „vilyrði“ um, að mæla með því, að Aiþingi veiti bankanum seðlaútgáfurétt; loforð um að leggja landssjóðs-fé í bankann (til ávöxtunar), og loforð um að láta bankann verða umboðsmann landssjóðs við lántökur. Eru þetta ekki „hlunnindi8 og þau svo stór, sem framast er hugsanlegt? Og til hvers, — í hverju skyni — mundi herra Bj. J. sem ráðherra ís- lands vera að gefa syndíkatinu skrif- legt heitorð um þetta? Vitanlega í því einu skyni, að bankastofnunin verði „bygð á“ þess- um hlunnindum að einhverju leyti. Hér er tvöfeldnin, tvísöglin, ósann- Hjá bóksölnm fæst: Þúsund og ein nótt I. bindi. MINNINGAR FEÐRA VORRA i.—ii. SÖGUR HERLÆKNISINS I.—VI. FANNEY I.-V. Sig. Jónsson, Lindargata 1. Tals. 209. indin skínandi út úr hverju orði — svo framarlega sem hr. B. J. hefir skrifað bréfið og það er ófalsað. Sé það herra Björn Jónsson, sem segir ósatt við Ritzau, þá getur hr. E. B. ekki með óskertum sóma þagað við því, því að þá er bersýni- legt, að falsað bréf frá B. J. er lagt fram, og allir sjá, að hverjum fölsun- inni hiýtur að vera dróttað. En sé það hr. E. B. eða brezka syndíkatið, sem hefir falsað brjef ráð- herra, þá er fróðlegt að sjá, hvað hr. Bj. J. gerir til að draga þá til ábyrgð- ar. Sóma síns vegna verður hr. Bj. J. að gera eitthvað í þá átt. Hann má ekki gagnvart öðrum þjóðum fá orð á sig sem ósannsögull tvímælismaður. Slæmt væri að hafa þetta orð á sér hér heima — fullmikil minkun og þjóðarvanvirða, — en margfait meiri minkun þjóðinni, að ráðherra hennar verði kunnur að slíku með öðrum þjóðum. Og aðrar þjóðir (Bretar, Danir. Frakkar, Þjóðverjar) gefa þessu gaurn. Ég vil í lengstu lög vona, landsins vegna, að hr. B. J. takist að hreinsa sig af þessu. Jón Ólafsson, alþm. „Kallaður til Hafnar“. „Social-Demokraten" hafði skýrt frá því, að Björn ráðherra væri „kallaður til Hafnar" af danska ráðaneytinuU Þetta er að eins vottur um van- þekkingu blaðsins, er það veit ekki, að „danska ráðaneytið* hefir ekkert vald yflr íslands-ráðherra að lögum — ekkert vald nema það sem hann sjálf- ur kynni að gefa því af lítllmensku sinni. Þetta veit hver Islendingur, og er það eitt nóg til að sýna, hve tilhæfu-

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.