Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 03.12.1910, Qupperneq 2

Reykjavík - 03.12.1910, Qupperneq 2
204 REYKJAVIK Kaupið Jólagjafir í DAGSBRÚN Þap eru þœr smekklegastar og ódýrastar. 1) 25 au. af 100 H? 1) 10 au. af 100 ÍB 3) 15 au. af ten.feti 4) 5 au. af ten.f. 5) 1 % au. af ten.f. 6) tollfríar vörutegundir (en þær voru 7: salt, kol, tígulsteinn, tómar tunnur, sement, kalk og prentaðar bækur). VI. Nú er svo hvervetna, þar sem tollar eru lögteknir, að tvær eru aðferðir: önnur sú, að leggja toll á flestallar vörutegundir; en hin sú, að leggja (háan) toll á fáeinar vörutegundir að eins, og hafa allar aðrar toll-lausar. Þessi síðari aðferð er • í Bretlandi inu mikla, og á íslandi, en annarstaðar er fyrri aðferðin höfð, sú in sama sem hr. B. K. vill innleiða hér. Nafnið „farmgjald" er því ekkert annað en villunafn. Það táknar ekk- ert annað en almennan vörumagnstoll — sem nær allar tollþjóðir nú tíðka. Það sem verst er við þennan toll — í þeirri mynd, sem hann er fram borinn — er ósanngirnin. En það kalla ég ósanngirni, er tollur kemur tiltölu- lega langþyngst niður á þá, sem sízt þola hann — fátæklingana, en efna- mennirnir sleppa lang-léttast frá gjaldinu. En því verður ekki neitað, að nauð- synja-vörum&T eru yfirleitt langþyngst- ar (eða fyrirferðarmestar) eftir verði. Hver heilvita maður hlýtur að sjá og vita, að pundið í olíu og korn- vöru er miklu verðminna, heldur en pundið i silki, dúkvöru, gulli, silfri, glingri o. s. frv.J Efnamaðurinn eða auðmaðurinn, sem kaupir mest af ó- þarfavörunni, sleppur við langtum lægra gjald af kaupskap sínum, að tiltölu við verð, heldur en fátæklingurinn. Tollupphæðir, þær sem hr. B. Kr. fór fram á í frumvarpi sínu, eru lang- samlega of lágar, ef fylla skal þarfir landssjóðs; enda játaði hann sjálfur, að þær væru settar að eins til reynslu um tvö ár, en gaf í skyn, að gjaldið mundi að sjálfsögðu hækka síðar meir, eftir því sem þörf landssjóðs krefði. En frumvarpið féll uú samt, sem betur fór, í þinginu. í neðri deild marðist það fram með 12 atkvæðum einum — einu atkvæði yfir sléttan helming. En eítirtektarvert er það, að þótt flokksaginn héldi þó svona í n. d., að 12 atkvæði særðnst út með frum- varpinu, þá varð enginn maður íþing- deildinni til að lúka upp munni til að mœla frumvarpinu bót eða réttlœta það — ekki einn einasti, að hr. B. Kr. sjálfum undanteknum. í efri deild féll það við lítinn orðs- tír. Þar mun ekki hafa verið nema einn þingmaður því fylgjandi. Ævilok þess þar urðu þau, að málinu var vísað frá með rökstuddri dagskrá, og var það gert með 7 gegn 4 atkvæðum. En af þeim 4, sem greiddu atkvæði gegn því, að vísa málinu þannig frá, mun varla nema einn hafa verið frv. fylgjandi; hinir vi[du víst fella það dagskrárlaust. Sá eini maður, sem þar í deild, reyndi (af veikum mætti) að bera hönd fyrir höfuð frumvarpsins, var séra Kristinn Daníeléson, stakur fylgispekt- armaður hr. B. Kr. Og séra Kristinn sagði það pódult, að tilgangurinn væri í þetta sinn að eins að smeygja inn höfðinu á þess- ari álögu-aðferð, en að síðar mundi gjaldið verða hœkkað eftirþörfum lands- sjóðs. Og þá er þess vel að gæta, að það er ebki að eins uppbót fyrir vín- fangatollinn, sem landssjóður þarf að fá, heldur miklu, miklu meira fé. — Það er gapandi tekjuhalla-gin, sem þarf að fylla auk þess, og það hlýtur að fara vaxandi. Síðasta þing vísaði frá sér ýmsum nauðsynja-fyrirtækjum, eða frestaði þeim — fyrirtækjum, sem eru þess eðlis, að þeim verður ekki lengur frestað. Og það mun mega búast við nýjum stórum lántökum, til nýrra stórfyrirtækja — milíóna-lántök- um. Og vöxtu og afborganir þarf að greiða af þeim, að minsta kosti fyrst í stað þar til að fyrirtækin fara að borga sig. Og alt af vakna nýjar þartir og þær gömlu vaxa. Það er því ekki til neins, nema til að villa sjálfum sér og öðrum sjónir, að vera að reikna með þeim tollupp- hæðum, sem frv. fór fram á. Það er svo að skilja á hr. B. Kr. í „ísaf.“ 15. og 26. Okt. í haust, sem hann telji sjálfsagt, að þessi tollur eigi að verða aðal-tekjugrein landssjóðs, koma í stað tolla, þeirra sem nú eru, og flestra annara tekjugreina. Þetta liggur i röksemdaleiðslu hans. Að tala um 10 au. toll á 100 'S af kornvöru, lVa eyris toll á teningsfeti á timbri 0. s. frv., nær því engri átt. Eigi skarðið að íylla, verður að marg- falda þessa tollupphæð. En lítum nú snöggvast á þetta ónóga gjald samt: 10 au. á 100 S rúgmjöls gerir 20 au. á 200 & sekk („mjöltunnuna"). En kaupmaður verður að leggja á tollupphæðina eins og á aðkaupsverð sitt yfir höfuð, því að tollurinn hcekkar aðkaupsverð vörunnar um þá upphæð sem hann nemur: 10 au. tollur á 100 ® hækkar aðkaupsverð þeirra 100 punda um 10 au. 20 au. toll- ur á mjöltunnunni verður í útsölu sama sem 30 au. hækkun á mjöltunnunni. En 30 au. hækkun á mjöltunnunni verður 1 eyris hækkun á rúgbrauðinu hjá bökurunum (44 brauð úr tunnunni). Og hér við sjávarsíðuna lifir margur fátæklingurinn mestmegnis á rúgbrauði fyrir sig og fjölskyldu sína, stundum ásamt einhverju flskmeti, suma tíma árs nær einvörðungu á kornmat (mest brauði). Fátæklingarnir margir hverjir geta ekki keypt sér kjötmeti, sjá sumir varla kjöt árið um kring á borði sínu, nema ef vel lætur, á stórhátíðum og við einhver sérleg tækifæri. Það er varla vafl á því, að efnamaður hér í Rvík og grend, neytir alt að helmingi minna mjöls á mann á heim- ili sínu, heldur en fátæklingurinn. Einmitt af því, að þeir (efnamenn- irnir) hafa efni á að kaupa dýrari og betri fæðu, kjötmeti innlent, sem eng- inn tollur rennur af í landssjóð. Er þetta sanngjarnt? Allir þurfa einhverja fæðu, auðugir jafnt sem fátækir; en er það sanngjarnt að fátæklingurinn verði að borga tvö- faldan toll á við efnamanninn af því sem hann heflr til matar sér? — helmingi hærri, af því að hann verður að lifa á miklu rýrara viðurværi? Og ekki nóg með það, að fátækling- urinn verður að borga helmingi hærri toll af mat sínum; atvinnuvegi fjölda §jómanna verður voðalega íþyngt. Menn hafa verið að koma sér upp mótor- bátum in síðari ár. Það heflr heppn- ast misjafnt, mest ef til vill fyrir það, að menn hafa ekki valið báta og mó- tora, sem hentastir vóru á hverjum stað, meðfram, í fyrstu, fyrir kunnáttu- leysi á að nota þá rétt. En að mó- torbátar geti borgað sig hér, sem annar- staðar, á því getur varla verið fefl, þá er mönnum lærist betur að hagnýta þá. Það eru yflr 40 mótorbátar, sem Vestmanneyingar eiga, og flestir þeirra munu nú hafa borgað sig eða vera farnir til þess. Sú mun og reynslan fara að verða á Austurlandi, að þótt mótorbátar borguðu sig ekki þar í byrjun, munu þeir nú vera farnir að gera það margir1). Nú eru flestir eigendur mótorbáta fátækir menn, sem verða að vinna með lánsfé. Þeim sem ég hefi átt tal við ber saman um það, að eins og mótorbátar gerist nú upp og niður, verði þeir að afla 200 skippund á ári, til þess að útgerðin beri sig, eins og verð heflr verið undanfarin ár. Og helzt of margir hafa átt full í fangi með að standast útgerðina. Það mun sizt of í lagt, að bátur, ‘) Ég hefi engan efa á því, að Austfirð- ingar ættu yfirleitt að nota stærri báta en þeir gera, helzt 25—30 tonna báta. Nú ier mestur tíminn í langa ferð fram og aftur, en minstur tími til að afla. Þegar menn verða að leita af suðurfjörðum norður á Hjeraðsflóa, eð« enn lengra, þá væri auð- vitað bezt að geta saltað fískinn í skipið og þurfa ekki að eyða tíma og olíu í ferð fram og aftur, nema þegar skipið er fult; þá ættu menn og betri útivist, ef skipin hefðu rúm fyrir menn að sofh og matast i; og loks þyldu bátarnir sjó og veður betur, ef stærri væri. En vitaskuld yrðu oft fleiri að slá sér saman um að eiga slika atærri báta. sem vel er haldið út, þurfi svo mikla steinolíu, að 5 au. tollur á pottinum (sem í útsölu gerði pottinn 7—7 Vs ey. dýrari en áður) mundi gera útgerðar- manni mótorbáta um 70—75 kr. aukin útgjöld um árið. Skyldi ekki fátækum og skuldugum mótorbáta-útgerðarmönnum þykja sig muna um annað eins? Og þó er þetta ekki nema fþynging á einni vörutegund. Efnamaðurinn, sem ekki stundar mótor-úthald, þarf ekki að kaupa olíu til annars en lýsingar (og í kaupstöð- um til að hita á katlinum), en það verða mótorbáta-eigendur líka að gera. 70—75 kr. aukaskatturinn er að eins sérstök íþynging á afpmmí-rekstrinum. Auðkýflngs-frú, sem kaupir 30—40 kr. virði af góðu silki, borgaði lands- sjóði jafnmikið í toll eins og fátæk- lingurinn, sem kaupir 1 kr. virði af mjöli. Fátæklingurinn borgar, eftir verð- mœti, þrítugfalt til fertugfalt í því tilfelli! Það er alveg rangt að reikna kaup- endum tollupphæðina eina til verð- hækkunar; eins og áður er sýnt eykur tollupphæðin aðkaupsverðið og kaup- maður verður að „leggja á" aðkaups- verðið í heild sinni, þar á meðal á tollinn, svo að kaupandi má búast við að verða að borga tollinn með eitt- hvað um 50% meira en landssjóður fær. Þá hefir höfundur þessarar tollálögu haldið því fram, að kaupmaður þyrfti ekki að leggja nauðsynjavöru-tollinn á nauðsynjavöruna; hann gæti flutt hann yfir á aðrar vörur. Það er næsta furðanlegt að slíkt skuli koma fram frá skýrum manni og reyndum kaupmanni. Fyrst og fremst er það alveg ókaup- mannlegt, að gera slíkt. Kaupmaður verður að líta á kostnað sinn og [á- vinning; hann getur ekki farið að verzla með suman varning í ávinnings- skyni, en annan varning í guðsþakka- skyni. Öll verzlun er í eðli sínu (og á að vera) atvinna, og þá auðvitað atvinna í ávinningsskyni. í annan stað er það alveg ósam- boðið nokkru löggjafarvaldi að fara að leggja á almenning ranglátar, ó- sanngjarnar álögur, í því trausti, að kaupmönnum farist það betur en lög- gjöfunum, að ]beir bæti úr ranglæti löggjafanna. Slíkt er aumasta þrotauppgjöf allra úrræða af löggjafarvaldinu. í flriðja lagi — og það tekur af skarið —, þá er kaupmanui eigi auðið að gera þetta, þótt hann vildi. Hugsum oss, að A. kaupmaður vildi hlífa skiftavinum sínum við tollinum á korni, steinolíu, sykri 0. s. frv., en legði þeim iuun hærra á tóbak, dúk- vöru, glingur 0. s. frv. Skyldi ekki B. og C. og D. verða fljótir til að fara að selja einvörðungu þá vöru, sem A. legði uppbótina fyrir nauðsynjavöruna á, selja tóbak, gling- ur, dúkvöru og enga nauðsynjavöru, °g leggja svo þeim mun minna á vöru sína en A.? Ef A. ætlaði að létta tollinum af olíu og korni og leggja tvöfalda hækk- un á tóbak, þá létu B. og C. og D. sér nægja, að leggja svo sem tollinum svaraði á tóbakið og seldu það svo ó- dýrara en A. — Afleiðingin auðsæ, fólkið keypti tóbak hjá B (og C og D), en kornið og olíuna hjá A. Tóbakið gengi honum ekki út. Og svona væri að sínu leyti eins um hvern annan

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.