Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.01.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.01.1911, Blaðsíða 2
14 REYKJAVlK Stóra Rýmingar-útsölu byrjaði w Arni Eiríksson, Austurstræti 6, fimtudaginn 19. febrúar 1911. 10--40°|o afsláttur. Stendur líklega stuttan tíma. IW Notið nú tœkifœrið. "9HI ekki að næsta ár. En alt um það er ekkert ólíklegt að hann komi hingað til lands aftur um hásumartímann, eins og aðrir ferðamenn, og fari ein- hverja lystitúra um landið. II. Hvað hafði þá skipið að færa — annað en ferðamennina og varning til kaupmanna? í þetta sinni ekki „þrjár stúlkur dæilegar og vænar”, heldur 24 meyjar — 24 ráðherradætur, meira og minna skilgetnar. Ég á auðvitað við stjórnar- frumvörp til lagaboða. Hvort þær eru nú allar „dæilegar og vænar“, veit ég enn ekki. Get ekkert um það sagt, af þeirri einföldu ástæðu, að ráðherrann hefir ekki birt oss alþingismönnum (að minsta kosti þá ekki nema útvöldustu flokksmönn- um sínum), hvað þá heldúr almenn- ingi, þessi frumvörp sín. Dönskum blaðamönnum hefir hann tjáð, að hann leggi 24 frumvörp fyrir alþingi í ár. Meðal þeirra má nefna, auk fjárlaga og fjáraukalaga, frumvarp um sjómannalög, að mestu þýðing af dönsku lögunum um það efni; — frumvarp til „almennra viðskiftalaga", og mun það vera frumvarp það sem ]á fyrir síðasta Alþingi og var þýðing eftir mig á norðurlanda-lögunum um það efni, all-mikið mál. Það frumvarp var samið af nefnd merkustu kaup- manna og merkustu lögfræðinga af öllum þremur löndunum : Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og siðan samþykt orðrétt samhljóða af þingum allra ríkjanna. Við það er því ekki annað að gera en að samþykkja það óbreytt. Það er gott verk og þakkarvert af ráð- herra að bera það mál fram í stjórnar nafni. Þá er frumvarp um barnafræðslu, og er ekkert auðið um það að segja óséð. . Næst er að telja frumvarp um að undanþiggja utanþjóðkirkjumenn öllum gjöldum til prests og kirkju, en láta þá greiða sömu gjöld til skólaþarfa. Réttlátt er það, að losa menn við greiðslur til þeirra trúarbragða, sem þeir heyra ekKi til, og er það einnig þakkarvert af ráðherra að sinna nokkuð því máli, enda mátti við því búast eftir ummælum hans á síðasta þingi. Um hitt má búaat við að deildar verði skoðanir, hversu réttlát séu ákvæðin um það, í livern stað menn eigi að greiða þessi gjöld. Þá er frumvarp um tolla og skatta. Frá því er mjög óljóst sagt í „Polit.“ og get ég því ekkert um það sagt að sinni. Svo er að ráða þó, sem auka- tekju-frumvarp sé eitt atriði frumv. um erfðaskatt, frumv. um vitagjald (og eru það væntanl. írv. skattamála- nefndarinnar); ennfremur tollfrumvarp eitthvert, sem að eins er ætlast á að gefi landssjóði rúmlega 100,000 kr., og er þá svo að sjá sem það sé ekki ætlað til að vera neinn aðal- -gjaldstofn. Yæntanlega fær stjórnarblaðið eitt að flytja fréttir af þessum frumvörpum, svona undan og ofan af, með „Ingólfi* nú út um land. Engum dettur í hug, að blöðum hér sé óhlutdrægt gefinn kostur á að flytja stjórnarfréttir jafn-snemma. Lakast er þó, ef fréttir stjórnar- blaðsins verða þá jafn-ósannorðar eins og um Thore-samninginn í fyrra vet- ur, þar sem flestalt reyndist ósatt í. Eitt frumvarpið kvað vera um „eið- staf“, eitthvað í átt tíl þess sem fram á var farið á síðasta þingi. Eitt kvað vera um stofnun fiskimannaféfags, eítthvað álíkt fyrir sjávarútveginn eins og búnaðarfélagið er fyrir landbúnað- inn. Það er góð hugmynd, enda vak- in þegar af heimastjórnarmönnum áð- ur en stjórnarskifti urðu síðast. En eins er það þakkarvert af stjórninni að taka upp arf frá mótstöðumönnum sínum, þegar málið er þarft. Ein af tiilögum stjórnarinnar kvað vera sú, að reisa loftskeyta-tæki í Yest- manneyjum og i Rvík, og kvað það fyrirtæki eiga að kosta 40,000 kr., auk árlegrar starfrækslu. Þetta verður dýrara, en sæsíma- lagning til eyjanna úr landi, og miktu ónotasælla og óvissara. Starfrækslan hlýtur að verða geypi dýr, svo að ó- víst er að fyrirtækið beri sig. En væri sæsími lagður, þá væri það víst gróðafyrirtæki. Eg legg yfirleitt ekki neinn dóm á frumvörp þessi — get það ekki með rökum, meðan þau eru sjálf ókunn. Ég tel víst að sum sé þau góð eða nýtileg. Það eitt get ég fullyrt, að eigi muriu heimastjórnarmenn og aðrir stjórnar- andstæðingar á þingi líggja á liði sínu til að styðja framgang þess af þeim, sem þeim virðist nýtilegt. Hitt er eftir að sjá, hvort stjórnar- flokkurinn sýnir sömu sanngirni, að styðja það eitt af frumvörpum stjórnar- innar, sem stuðning á slcilið, eða hvort hitt verður reyndin, að þeir reyni að berja alt fram jafnt, sem frá stjórn- inni kemur, bæði ilt og gott. Reynslan fær nú bráðum að votta það ! Jón Ólafsson. IJppreisn ? Hver var aáunginn? Eitt af merkustu blöðum Svía „ Afton- bladet“ flytur í f. m. grein frá föstum fregnrita sínum í Kristíaníu, auðsjáan- lega sænskum manni. Hann segir þar m. a. frá þessu : „íslendingar hafa enga samúð fundið hjá norskum stjórnmála- mönnum fyrir væntanlegri upp- reisn1). Fyrir 2 árum kom íslenzkur embættismaður til Noregs, og var hann sendur þangað í kyrrþey*). ISann átti viðræður við ráðherr- ana af rótnema-flokki, er þá vóru þar við völd. En þeir vildu ekkert eiga saman við hann að sælda8), og sögðu honum, að Noregsstjórn vildi vera alls'^'óviðriðin deilumál Dana og íslendinga". 1908 er ekki kunnugt að neinir ís- lenzkir menn, sem við stjórnmál væru riðnir eða hér gæti verið um að tala, kæmu til Kristíaníu, nema einir tveir: Einar Benedihtsson, „sýslumaður yfir íslandi"4), og Bjarni Jónsson frá Vogi, síbar sendiherra, er þá létj'nefna sig „prófessor“, ’er hann var erlendis. Hvorugur þessara var að vísu emb- ættismaður, en vel gátu þeir hafa lát- ið svo. Annar þeirra, eða báðir, voru þá umboðsmenn „ísafo]dar“ í póli- tiskum eríndum, útveguðu t. d. grein- arnar minnisstæðu eftir Ojelsvih, sem „ísafold" kannaðist |síðar við að hún hefði pantað. Var það nú annarhvor þessara herra, sem var að leita hófanna í Noregi um aðstoð til uppreisnar? Eða hver annar gat það verið? Fróðlegt væri að fá einhverja bend- ing um það frá þeim sem kunnugir eru. Hver var landráðamaðurinn ? Spyr sá sem ehhi veit. J. Ól. „Blessuð íslenzku börnin spriklandi á dönskum spjótsoddum“. Það er haft eftlr alþingismanni og prófasti séra Jens Pálssyni í Görðum, að hann hafi á þingmálafundi í Kefla- vík lofað guð fyrir það, að stjórn- flokknum hafi lekist að fella sam- bandslagafrumvarpið, og þannig forða því, að vér þyrftum að horfa upp á blessuð íslenzku börnin sprikla á dönskum spjótsoddum. ’) Leturbrejtingin er gerð af þýðanda. a) „som hemmelig Agent“. *) „som imidlertid pure afviste ham“. *) JHann kallaði sig þá og í samtölum við blaðamenn „foringja Landvarnarmanna“. cJluRafunóur i ,<jFram( á mánudaginn 23. þ. m.^fThúsi K, F. U. M. við Amtmannsstíg. Áríöandi aö allir inæti. Mikið má imyndunarafl prófastsins vera, ef þetta er rétt eftir honum haft. En hvaða ástæðu hugsar hann sér að Danir hefðu til þess að slátra ís- lenzkum börnum? Spurull. Ár 1911 þriðjudaginn 10. janúar var samkv. áður útgefnu fundarboði fyrir Stykkishólmshrepp, Skógarstrand- arhrepp, Helgafellssveit og Eyrarsveit þingmálafundur haldinn í samkomu- húsi Stykkishólms. Þingmaður Sigurður prófastur Gunn- arsson setti fundinn og gekkst fyrir kosningu fundarstjóra og skrifara. Kaupmaður Sæm. Halldórsson var kosinn fundarstjóri í einu hljóði og verzlunarmaður Óscar Clausen skrif- ari fundarins. Samkvæmt dagskrá, sem borin var upp, voru málin tekin fyrir í þessari röð: I. Sambandsmálið. Eftir nokkrar umræður kom fram svoh’jóðandi tillaga, frá Konráði Stef- ánssyni 1 Bjarnbrhöín. „Sökum meðferðar ráðherra á sambandsmálinu og allri fram- komu hans gagnvart Dönum, lýs- ir fundurinn yfir vantrausti sínu á núverandi meiri hluta til að leiða mál þetta til heppilegra lykta". Tillagan felld með 34 atkv móti al. Að lokum var samþykkt með 36 at- kvæðum gegn 26, svohljóðandi til- laga: „Fundurinn er samþykkur með- ferð síðasta þings á sambands- málinu, og skorar á alþingi að hvika ekki frá þeirri stefnu, sem þá var upptekin í neinu". 2. stjórnarskrármáliði Þessi tillaga frá Konráð Stefánssyni í Bjarnarhöfn var samþykkt með öll- um atkvæðum: „Fundurinn skorar á alþingi að stjórnarskrárbreyting verði gjörð á þessu þingi, og hafi sú breyt- ing meðal annars inni að halda þessar breytingar: Afnám konnngkjörnra alþingis- manna. Afnám eftirlauna". Ennfremur var samþykkt eftirfar- andi tilaga frá þingmanninum: „Fundurinn skorar á alþingi að bera upp og samþykkja frumvarp á næsta þingi til breytingar á stjórnarskránni, er meðal annars hafi inni að halda þessar breyt- ingar: að íslenzk mál séu ekki borin upp í ríkisráði Dana. að kosningarréttur til alþingis sé miðaður við 21 árs aldur í stað 25 ára, sem nú er. að kjörgengi til alþingis sé mið- að við 25 ára aldur í stað 30, sem nú er, að enginn sé kjörgengur til al- þingis, sem ekki hefir verið

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.