Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.01.1911, Blaðsíða 4

Reykjavík - 21.01.1911, Blaðsíða 4
16 REYKJAVÍK Álitssk jal frá hafnavnefndinni og frnmvarp nm hafnarbygging í Reykjavík. [Niðurl.]. ---- Á þennan hátt er hægt að fá tekjur, er nægja til lúkningar hinum árlega kostnaði við höfnina, eins og vjer höf- um áætlað kostnaðinn hjer að framan. Og hafnarsjóður mun ennfremur koma til að eiga um 100 þúsund krónur í sjóði, þegar byrjað verður á verkinu. En það er hins vegar ekki útilokað, að byggingarkostnaðurinn fari fram úr áætlun, eins og líka áætlun vor um hinn árlega kostnað kann að reynast of lág, og fyrir því teljum vjer það nauðsynlegt, að hafa 1 lögunum ein- hvern þann gjaldstofn, er fá megi tekj- ur af, ef hinar venjulegu hafnartekjur ekki hrökkva til. Þess vegna leggjum vjer það til í 10. gr. frumvarpsins, að Jeggja megi aukatoll á tollskyldar vörur alt að 4°/o af upphæð landssjóðstolls- ins. Hann var árið 1909 um 270 þús- und krónur af vörum, er til Reykja'- víkur komu. En þetta gjald er ætlast til að notað verði að eins þegar hin árlega fjárhagsáætlun hafnarinnar sýnir, að hinar venjulegu tekjur hafnarinnar ekki hrökkva til lúkningar útgjöldun- um. Og í frumvarpinu eru settar skorður gegn því, að gjaldstofn þessi verði notaður, nema þegar biýn nauð- syn er til, þar sem samþykki stjórnar- ráðsins er áskilið fyrir hvert einstakt ár. Vjer höfum hjer að framan áætlað hafnartekjurnar eins háar og oss hefir þátt fært til að byrja með. Verði gjöldin sett hærri, er það ekki útilokað, að skip kynnu að íælast höfnina fyrst í stað, en það gæti um nokkurt ára- tímabil haft tekjumissir í för með sjer. Áætlun vor sýnir það, að ekki er frá- gangssök að leggja fram 800 þús. kr. til þess að fá fullkomna höfn byggða. En hins vegar er það ijóst, að hafnar- sjóður fær ekki einn undir því risið, að leggja fram frá sjer 1600 þús. kr. til hafnarinnar. Þess vegna verða af- drif málsins undir því komin, hvernig löggjafarvaldið tekur í málaleitun vora. En vjer treystum því, að undirtekt- irnar verði að óskum vorum, og leggj- um til, að alþingismönnum kaupstað- arins verði falið málið til flutnings á næsta alþingi". Að alþingi af stöðnu áskiljum vjer oss að koma fram með framhaldsálit í málinu". Úr frumvarpinu skulu hjer að eins tilfærðar tvær fyrstu greinarnar svo- hljóðandi: 1. gr. „Til hafnarbyggingar í Reykja- vík veitast úr landssjóði allt að 800,000 — átta hundruð þúsund — krónur, gegn jafn miklu framlagi úr hafnarsjóði Reykjavíkur. Fjárhæð þessi greiðist bæjarstjórn Reykjavíkur með jafn mik- illi upphæð árlega og hafnarsjóður legg- ur fram, þó ekkí yfir 100,000 krónur á ári“. 2. gr. „Ráðherra íslands veitist heim- ild til að ábyrgjast fyrir hönd lands- sjóðs allt að 800,000 króna lán, er bæjarstjórn Reykjavíkur kann að fá til hafnarbyggingar “. Afnám Iiornadar. í Cleve- land í Ameríku hefir verið hafin hreyf- ing í þá átt, að fá alla presta og kristindómsvini til að vinna á móti hernaði og styrjöldum. Friðarfjelagið í Cleveland gengst fyrir þessu. A- formað er að fá fyrst allar amerísk- ar kirkjur til að gangast fyrir mál- inu, og færa siðan út kvíarnar til ann- ara landa. „Lögberg* segir, að skora hafi átt á alla ameríska presta, að ræða heimsfriðarmálið af prjedikunar- stól sunnudaginn 18. desember síðastl. Vift gigt, tíviifíiweilflnn, brjóstveihi, módarsýld, íómfrúffulu, svefnle.vsi, steinsótt, magakvefi, íloggikt og mörgum öðrum veiUiiKlum, er Kína-lífs-elixír hið eina áreiðan- lega heilsubótarmeðal, sem til er, og reynt hefir verið mörg þúsund sinnum með ágætum árangri. Þannig ritar Oddnr M. Bjamarson, Hamri f Hafnariirdi: Jeg hefi i mörg ár þjáðst af magaveiki, slæmri meitingn Ojr nýrnaveiki. og leitað margra lækna árangurslaust; jeg reyndi þá Kina-lífs-ehxír Waldemars Petersens, og er jeg hafði eytt úr að eins fáum flöskum, fann jeg þegar töluverðan bata. 60 ára giimnl kona, Sigríður Jónsdóttir, Laugaveg 81, Reykjavík, skrifar: Jeg hefi þjáðst aí magaveiki og iangvinnu harðlífl í mörg ár, og leitað mjer læknishjálpar, en eina meðalið, sem komið liofir mjer að gagni, er Waldemar Peter- sens Kína lífs-elixír. Brjóstveiki og tangaveiklun. Guðbjörg Hansdóttir, Kárastíg 8, Reykja- vík, skrifar: Jeg hefi í tvö ár þjáðst af brjóstveiki og tangaveiklun, og reynt marga lækna, án þess það hafi orðið mjer að liði, en nú er jeg hefi eytt úr að eins 4 flöskum af Waldemar Petersens Kína-lífs-elixír, er jeg þegar hraustari en jeg hefi lengi áður verið. IIiiiii «'ini ektu Kína-lífsi-elíxir kostur nð eims %£ krónur flaivkan, og fæst hvervetna á Islandi. Varið yður á því, að taka við og borga elixírinn, fyr en þjer hafið gegið úr skugga um það, að á flöskunum sje hið skrásetta vörumerki, Kínverji með glas í hendi, og sömuleiðis firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Kohenhnvn, og að á flöskustútnum sje merkið vFe á grænu lakki: annars er elix- írinn falsaðnr og ólöglegnr. Forskriv selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. foredt sort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet fiimlds Eil.ede til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt for kun 10 Kr. 2,50 pr. Mtr. Eller 31/* Mtr. 135 Ctm. bredt sort, morkeblaa og graanistret modernc Stof til en solid og smuk Herreklædning for kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter 0nske tages de tilbage. p h. b. 1 ár Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. Mestu birgðir af vjelum og áhöldum til lieimilis- og eldhúss-notkuuar. Stálvörur af Vönduðustu Og beztu tegund. Verðlisti, ef skrifað er eftir honum. C. Th. Rom & Co., Köbenhavn B. 3 26 ekkert segjaa, mælti hann dauðhræddur. »Ef jeg segi nokkuð, þá missi jeg af miklum peningum, og jeg er fátækur maður og á konu og börn. Jeg sver yður, að jeg hefi ekki gert neitt ólöglegt. Ekki nokkurn skapaðan hlut«. Leynilögreglumaðurinn virti hann vandlega fyrir sjer. Svo brosti hann og sleppti honum allt i einu. »Jæja, þjer eruð frjáls maður, fyrst um sinn. Nú reyn- um við, hvort þjer segið satt«. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. Hafiia.r»tr®eti 1G (á sama stað sem fyr). Skrifstofutími 9—2 og 4—6. Hittist venjulega sjálfur 11—12 og 4—5. Hósnæöisskrifstofa R.vtar teikfjelag Beykjavikur: Eftir C. Hauch. Leikið Sunnudagfinn 33. Grettlsgðtu 38. — Talsimi 129. Selur hús og lóðir. Leigir út íbúðir. Opin hl. 11—12 f. m. og kl. 8—9 e. m. janúar Rl. 8 síðd. í Iðnaðar- maiinali úsinu. 2. ka.píluli. Nýi þjónninn. Einni stundu síðar ók Campnell greifi í lokuðum vagni heim til Majendies. Gamli þjónninn, Neave, lauk upp. »Er húsbóndinn heima?« »Húsbóndinn er háttaður«. »HáttaðurI« Um þetta leyti dags —?« Það var rjett. Leynilögreglumaðurinn kom að Majendie liggjandi í rúminu með ábreiðuna upp yfir höfuð og — háskælandi. Leynilögreglumaðurinn reif hann upp og skipaði honum að klæða sig í snatri, og svo dró hann hann með sjer ofan stigann og upp í vagninn og ók af stað. Majendie vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Hann hafði orðið svo forviða, að hann gat ekkert sagt. »Hvað á jeg að gera, greifi? Mjer sýnist tólkið á göt- unni vera að benda á mig«, mælti hann svo að lokum. »Ef til vill hafið þjer fundið konuna mina í einhverjum vandræðastað . . . .« €ggert Claessen, yflrréttariuálaðutningsmaður. Pósthússtr. 17. Talsími lii, Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Ö L L U M þeim sem með návist sinni, eða á annan hátt, heiðruðu jarðarfifr Guðnýjar Bjarnadóttur móður og tengdamóður okkar, vottum við innilegasta þakklæti. Reykjavik, 19. jan. 1911. Gnðjón Sigurðsson. Uuðný Einarsdóttir. £nak-isl. orðabók kaupi icg háu verði. D. Ostinnd. Kvenhúfa, saman )aæl<i, týndist í fyrra dag á leið úr Miðstr£g,Ví' ofan í Klúbb- hús. Finnandi 'skili ge«gfi fundarlaunujn á afgreiðslu „Reykjavíku [•«. Gott horborgi tiL ieigu hjá Arna Nikulássyni. cS3ogi dirynjólfsson yfirróttarmálaflutning8maður. Austurstræti 3. Heima Rl. 11—13 og- 4—5. Talsími 140. Hvar á að kaupa öl og vín?’ En í Thomsens M a g a s í n. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Stefán Runólfsson. I’rnntsmiðjan Guteoberg. *

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.