Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.01.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 21.01.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVIK 15 Tækifæriskaup! Undirritaður hefir til sölu 22 HK jDarV-motorvjel í ágætu standi. Motorvjei þessi, sem er einkar hentug í þilskip, selst fyrir hálfvirði. Lysthafendur eru beðnir að snúa sjer til hr. skipasmiðs Bjarna Porkelssonar í Reykjavík, sem gefur allar nánari upplýsingar. Ötykkishólmi í janúar 1911. Sœm. Halldórsson. 3 búsettur á íslandi síðustu 5 árin. að veita megi konum kosningar- rétt og kjörgengi með lögum. að skipa megi með lögum um fyrirkomulag kirkjunnar gagn- vart landsstjórninni". 3. Símamálið. Eftir alllangar umræður í málinu var samþykkt svolátandi tillaga: „Fundurinn skorar alvarlega á alþingi, að veita fe til talsíma og ritsíma til Stykkishólms, og svo langt vestur á Snæfellsness sem kostur er á, en felur að öðru leyti sýslunefnd Snæfellsness- og Hnappadalssýslu að koma sam- ræmi á skoðanir héraðsbúa um hvar og hvaðan síminn skuli lagður". 4. Peningamál og fjármál. Að loknum umræðum komu fram þessar tillögur: 1. Fundurinn er þeirrar skoðunar að síðasta alþingi hafi um of veitt fje til vísinda og kennslumála sjer í lagi, en látið arðsöm og nauðsynleg fyrirtæki sitja á hak- anum. Samþykkt með 49 samhljóða atkv. 2. Fundurinn mótmæiir því, að al- þingi veiti ráðherra það vald í hendur yfir einstökum fjárveit- ingum, sem hingað til hefir átt sjer stað. Samþykkt með samhlj. atkv. 3. Fundurinn skorar á alþingi að hafa hjer eftir betra eftirlit með því, hvernig fje því — þá er um stórar upphæðir er að ræða — er varið, sem ætlað er til verk- legra framkvæmda, lánveitinga og styrktar ýmsum fjelögum t. d. Búnaðarfjelags íslands. Samþykkt í einu hljóði. 4. Fundurinn mótmælir þeirri fjár- málastefnu síðasta alþingis að spekúlera með fje landsins, sbr. „Thore". Samþ. í einu hljóði. 5. Áfengisbann8málið og tollmál. Eftirfarandi tillögur voru samþykkt- ar í málinu eftir nokkrar umræður: 1. Fundurinn skorar á alþingi að fresta framkvæmd bannlaganna, þar til fundin er trygg leið til að bæta landssjóði missi áfengistolls- ins. Samþ. með 42 atkv. mót 8 atkv. 2. Fundurinn skorar á alþingi að leggja eigi tolla á matvöru né hækka kaffi og sykurtoll frá því sem nú er. Samþ. með öllum greiddum atkv. 3. Fundurinn skorar á alþingi að leggja toll á aðflutta óáfenga drykki. — Samþ. í e. hl. 2 tillögur frá Þingmanninum voru feldar. 6. Búnaðarmál. Eftir nokkrar umræður voru sam- þykktar eftirfarandi tillögur: 1. Fundurinn skorar á alþingi, að dýralæknir verði sem íyrst skip- aður fyrir Yestfirðingafjórðung og hafi aðsetur sitt í Stykkíshólmi. 2. Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um að gefin verði út lækningabók við sjúkdómum á alidýrum. 7. Þegnskylduvinna. Eftir stuttar umræður kom fram tillaga frá Hjalta Jónssyni í Fjarðar- horni svohljóðandi: „Fundurinn skorar á alþingi að semja engin lög um þegnskyldu- vinnu, án þess að þjóðin fái að greiða atkvæði um það, hvort hún vill það eða ekki“, og var hún samþykkt með öllum at- kv. gegn 1 atkv. 8. Samgöngumál. Þegar talað hafði verið allítarlega um þetta mál, komu fram tillögur þessar: 1. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, hve lítið tillit hefr verið tekið til hags og þarfa lands- manna yfirleitt og þá sjer í lagi til Stykkishólmsbúa og nærsveita- manna við staðfestingu ferðaáætl- ana gufuskipafjelaganna, og skorar á alþingi að gera tilraun til að kippa þessu í lag. Samþykkt með öllum atkvæðum gegn 8. 2. Fundurinn skorar á alþingi að flýta sem mest þjóðveginum frá Borgarnesi til Stykkishólms, og sérstaklega, að veitt verði á næstu fjárlögum fje til brúar á Haffjarð- ará og norðanfjalls á Bakkaá og Síkin. Samþykkt í einu hljóði. 3. Fundnrinn væntir þess, að gufu- báturinn á Breiðaflóa njóti ekki minna styrks en hingað til hefir átt sjer stað. Fundurinn telur og mjög æskilegt, að Stjórnarráð- inu verði heimilað að gera samn- ing til 10 ára um þessar ferðir". Samþykkt með 45 samhljóða at- kvæðum. [Framh.]. Svarta fiönéin ? Konnrán nm hábjartan daginn. Einn góðviðrisdag i miðjum desember aíðastl. kom flokkur óeinkennisbúinna manna inn í vínsöluhús eitt í Rue de la Capella, sem er í norðausturhluta Parísarborgar. Þeir kváðust vera leynilögreglumenn, sendir af Hamard, yfirmanni leynilögregluliðsins, og sögðust hafa skipun um að gera hús- rannsókn. Yeitingakonan, frú Faneau, korn- ung að aldri, varð auðvitað dauðhrædd, og bað um leyfi til þess að kalla á manninn sinn, er svæfi uppi í bústað þeirra á næsta lofti. „Nei“, svaraði fyrirliði „leynilögreglu- mannanna", „það er ekki til að tala um. Það er einmitt hann, sem er grunaður“. Því næst voru tveir menn settir til þess að gæta dyranna, og húsrannsóknin byrjaði. Húuvarframkvæmd með ákaflegri nákvæmni. Allt var rannsakað, kistur, koffort og skápar tæmdir, og á hjerumbil einni klukkustund höfðu „leynilögreglumennirnir“ safnað sam- an afarmiklu af silfurgripum og öðrum verð- mætum munum, og allir þessir munir voru nú, ásamt viðskiftabókum veitingamannsins, peningum, verðbrjefum, reikningum o. s. frv., látnir í tvo stóra poka, sem menn þessir höfðu verið svo hugsunarsamir að hafa með sjer. Konan horfði á þetta skjálfandi af hræðslu, en skelfing hennar varð þó enn þá meiri, þegar fyrirliðinn skipaði henni, að koma þegar með þeim á lögreglustöðvarnar. Hún baðst undan þvi grátandi, en það kom fyrir ekki. Tveir af mönnunum báru hana út í vagninn, er beið úti fyrír. Og fáum sek- úndum siðar ók allur hópurinn af stað. Veitingamaðurinn hafði vaknað við há- vaðann, þegar þeir -,)ru að bera konuna út. Hann hljóp þegai ofan. Gestir, sem verið höfðu inni, skýrðu honum með fám orðum frá því, er við hafði borið. Hann hljóp út, og sá þá vagninn vera að hverfa fyrir húshorn í fjarska. Hann fór þegar á næstu lögreglustöðvar, og spurðist fyrir um það, fyrir hvað hann og kona hans væru kærð, og varð eigi lítið forviða, þegar lionum var svarað því, að mönnum þar væri með öllu ókunnugt um, að þau hefðu verið kærð. Og sömu svör fjekk hann hjá yfirmanni leynilögregluliðsins. Það var nú auðsjeð, að hjer var um glæp að ræða, og það mjög einkennilegan og ó- venjulegan. Og nú voru það hinir rj ettu leynilögreglumenn, sem voru sendir af stað, 1 ö g 1 e g rannsókn, sem fór fram i öllum nálægum hverfum, er ekki hafa sem bezt orð á sjer. En þegar þetta er skrifað (rjett fyrir jólid) höfðu menn enn þá einskis orðið vísari. Lögreglan hafði fyrst i stað hálfgerðan grun um það, að konan hefði viljug látið ræna sjer — hefði verið í vitorði með þess- um svo nefndu „leynilögreg'umönnum11. En eftir þvi sem uppvíst hefir orðið, hefir sá grunur ekki verið á neinum rökum byggð- ur, því að hjón þessi lifðu einmitt í mjög ástúðlegu og hamingjusömu hjónabandi. Þegar daginn eftir að konuránið fór fram, fjekk veitingamaðurinn brjef með undir- skriftinni: „Svarta höndin", og í því bjóð- ast glæpamennirnir til að skila konunni aftur, ef maðurinn greiði 5000 franka í blaða- klefa einhvern, sem þeir tiltaka. Lögreglunni var þegar afhent þetta brjef, en hún er ekki enn þá víbs um, hvort þetta eru að eins blekkingar, eða hvort hin ill- ræmda „Svarta hönd“ hefir í raun og veru haldið innreið sína í Parísarborg. Nýútkomin: jl/I6ðurmálsbókin I. (Orðflokkar. — Hljóðfræði — Beygingarfræði. — Orðmyndunarfræði). eftir ión Olafsson. Bókin 12 arkir og þó seld fyi ir að eins 1 kr. 50 au. imibundin í skóla- band. — Nemendur, sem hafa fengið hjá mér upphafið, get.a nú vitjað end- ans. — Bókin bundin verður í bóka- verzlunum í byrjun næstu viku. láiiiir fyrir dómkirkjusöfnuðinn í Reykja- vík verður haldinn laugardaginn 28. janúar 1911 kl. 8 síðd. í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg. Dagskrá: X. Sóknargjaldalögin frá síðasta al- þingi. 2. Kirkjusöngurinn. 3. Önnur mál, er upp verða borin á fundinum. Rvík 13. janúar 1911. Sóknarnefndin. Aðalfundur Framfara- félags Reykjavíkui* verð- ur haldin á „Hótel Island", (inngang- ur frá Aðalstræti), Sunnud. 22. Jan. þ. á. kl. 6. e. h. Ársreikningur framlagður. Kosinn formaður og tveir meðstjórnendur, á- samt tveimur endurskoðunarmönnum. Tryggri Gunnarsson. 25 aftui' um allt húsið, og gætir að öllu, og kærir sig eklcert um það, sem jeg segi honum. í gær rakst jeg t. d. á hann í klæðaskápnum, þar sem hr. Majendie geymir buxurnar sínar. »Hvað ei’uð þjer að gei'a þarna?« spurði jeg. — »Jeg er að telja íötin húsbóndans, til þess að vita, hvort ekkert vantar«, svaraði hann rnjög óskammfeilnislega«. --------Þjónninn ljet dæluna ganga, og leynilögreglu- maðurinn ætlaði varla að geta losnað við hann. Þegar hann kom út á götuna, hugsaði hann sig lengi um, og leit vandlega ki'ingum sig. Einmitt þegar hann var að leggja af stað aftur, sá hann mann einn, ungan að aldri, laumast hræðslulega út um gai’ðshliðið hjá húsi Majendies. Maður þessi leit ekki við, en skundaði burt í gagnstæða átt við það, sem leynilögreglumaðurinn ætlaði. Leynilögreglumaðurinn brá þegar við og hraðaði sjer á eftir honum. Þegar maðurinn var að beygja fyrir húshorn eitt, lagði Campnell greiíi höndina á öxlina á honum. Hann nam staðar, og skein hræðslan út úr andliti hans. »Svona, vinur minn, nú náði jeg í yður! Hvað á þétta háttalag að þýða?« »Jeg get ekki að því gert«, stamaði maðurinn út úr sjer, náfölur af skelfingu. »Jeg heiti Perkins, og er þjónn hjá herra Majendie. Það er satt, jeg get svarið, að það er satt«. »Hvers vegna eruð þjer að slæpast úti á götu um há- bjartan daginn? Hvers vegna eruð þjer ekki við vinnu yðar?« »Jeg má það ekki. Jeg er ekki tekinn við starfmu enn þá, jafnvel þótt jeg ætti að vera kominn þangað fyrir tveim dögum«. Leynilögreglumaðurinn lagði ýmsar fleirf spurningar fyrir manninn, en hann ljet ekki hræra i sjer. »Jeg má

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.