Reykjavík - 18.02.1911, Qupperneq 3
REYKJAVlK
31
Úr Skagafirði.
Þingmenn hafa notað þenna fyrsta mánuð
ársins til þaSs að halda fundi með kjós-
endum sínum; hafa þeir verið á fimm stöð-
um: Haganesvík, Hofsós, Kolkuós, Sauð-
árkrók og Reykjum í Tungusveit. Einna
bezt munu þeir hafa verið sóttir fundirnir
tveir, þeir er síðast voru nefndir, og á þeim
báðum urðu stjórnarmenn í minni hluta.
Svona er það: Yígið hjer ekki eins ör-
nSKÍ- og þeir halda, ráðherra og piltar hans;
fyrir því fór sem fór. Vert er að virða
v'ljann: með traustsyfirií3*n8u voru trúir
Þjónar ráðherra að burðast, í Kolkuós, hafði
hún ekki hlotið einu sinni tíu manna fylgi.
A Sauðárkrók var ssmþykkt vantraustsyfir-
tysing til ráðherra með nær 30 atkvæðum
og á Reykjum sama tillaga samþykkt með
17 atkvæðum.
í Sainhaiidsinálinn
var á Sauðárkrók samþ. þessi tillaga:
„í'undurinn telur mjög ógiftusamlega
hafa til tekizt með afgreiðslu sambands-
málsins á síðasta þingi, og skorar á al-
þingi að taka stórmál þetta fyrir að nýju,
°g afgreiða það á þeim grundvelli, er lagð-
ur var í sambandslagafrumvrpi minni hl.
á siðasta þingi“. Samþ. með 28 : 16. —
(Á Reykjum samþykkt:
„Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir af-
greiðslu sambandsmálsins á síðasta þingi“,
með 22 ; 9.
* *g ennfremur samþ. í e. hlj.:
„Eundurinn leggur áherzlu á, að engum
nýmælum í sambandsmálinu verði ráðið til
iullra lykta af alþingi, nema eftir þingrof
°g nýjar kosningar, og krefst þess, að þar-
aðlútandi ákvæði verði tekið upp í stjórn-
arskrána11).
I stjórnarskipunarmáli nu
var samþykkt þessi tillaga:
„b undurinn skorar á alþingi að taka
stjórnarskrána til rækilegrar endurskoð-
unar og meðal annars samþ. þær breyt-
ingar:
1. að íslenzk mál séu ekki borin upp í
ríkisráði Dana,
2. að tölu ráðgjafa megi breyta með lög-
um,
3. að ráðgjafar hatí engin lögákveðin e£t-
irlaun,
4. að eftirlaun embættismanna m gi af-
nema með lögum,
ó. að allir alþingismenn séu þjóðkjörnir,
•!6 að tölu, og 6 þeirra kosnir til efri
* C1^ar me® blutfallskosningum um
land allt,
6. að lconum verði veittur kosningarrétt-
ur og kjorgengi til alþingÍ8i
7. að fyrirkomulagi kirkjunnar gagnvart
landsstjórninni megi skipa með lögum.
8- að skipað sé fyrir um Þjóðaratkvæði í
mikilsverðum málum, er snerta hags.
muni almennings.
í bankaniálinu
samþykkt í einu hljóði:
„Fundurinn er því mótfallinn, að seðla-
utgafuréttur landssjóðs til handa Lands-
bankanum sje takmarkaður meira en orðið
er eða réttindi bankans skert á nokkurn
bátt, og treystir því. að þing og stjórn
verði samtaka um að efla vöxt hans og
viðgang, eftir því sem föng eru til.
annan stað álítur fundurinn, að lands-
st]ornin goti haft fullkomið eftirlit með
Landsbankanum, á þann hátt. að lieimta
allar nauðsynlegar skýrslur af endurs
endum bankans, og það því fremur
stjórnin skipar annan þeirra. Hins v
telur fundurinn hættulegt og skaí
kyrir hag bankans, að það lag komi
skipuð vorði sérstök ransóltnarn
VI ráðgjafaskifti. og skorar á alþing
|"Cra fu”uægjandi ráðstafanir til að ;
sérstakar ástæður séu
Jiendi“.
Ennfremur sainþjkkt raeð 27 : 1.
„ un iirinu krpfst þess, að nefnd t
s c,pu <1 þmginu samkvæmt 22. gr. stj
arskrarmnar til þesa að rannsaka ýl
gerð.r stjomarinnar, svo sem: bankam
Lhoresammnginn, samninginn um si
bergsnamana, afskifti stjórnarinnar
fronsku og ensku fiárbralli, hrort fjárl
brot hafi att ser stað og ýmislegt'fl.“
Fjárhagsmál.
■^fllaga samþykkt í einu hljóði:
„Fundurinn álítur, að peningaleysi
er svo tiðrætt hefir crðið um í seinni
eigi dýpri rætur en svo, að úr því verði
bætt til frambúðar með greiðari aðgangi
að lánum, enda naumast fyrir hendi nauð-
synleg skilyrði fyrir góðum framgangi og
tryggðum arði fýrirtækja, sem algerlega
eru reist á lánsfje.
Á hinn bóginn liggur ljóst fyrir, að út-
lend lán, er að einhverju leyti misfarast,
---- <SRta ——=
c&œreyja-peysur
geta orðið til þess að lama fjárhagslegt
sjálfstæði landsmanna, sem hlýtur að telj-
ast hinn traustasti grundvöllur og einka-
skilyrði fyrir sjálfstæði þjóðarinnar í öðr-
um greinum. Fundurinn skorar því á al-
þingi að gæta allrar varúðar við lántöku
handa landssjóði, og sérstaklega sjá svo
um, ef nýtt lán er tekið, að það sé ekki
hærra en brýn þörf krefur, og að því sé
einkum varið til að borga eldri og óhent-
ugri lán, sem hvíla á landssjóði og lands-
bankanum. Ennfremur skorar fundurinn
á alþingi, að gæta sparnaðar við fjárveit-
ingar úr landssjóði, sér í lagi ekki veita
„bitlinga“ til einstakra manna og fyrir-
tækja, sem geta orðið að eyðslueyri. Og
loks mótmælir fundurinn framhaldsfjár-
veiting til viðskiftaráðunautsins,
og lýsir óánægju yfir ráðstöfun þess fjár,
sem veitt var á síðasta þingi til þess starfa“.
Skattawál.
„Fundurinn aðhyllist þá stefnu skat.ta-
málanefndarinnar, að fastir skattar bygg-
ist á g,jaldþoli“. Sþ. með 24 smhlj. atkv.
„En ef svo fer, að bannlögin komi til
framkvæmda, aðhyllist fundurinn helzt,
að landssjóður taki að sjer tóbaksverzlun-
ina“. Samþ. með 18 : 8.
Seta ráðherra erlendis.
Þessi tillaga kom fram :
„Fundurinn lætur í Ijósi óánægju sína,
vegna hinnar löngu dvalar ráðherra er-
lendis, sjerstaklega nú rjett fyrir þing-
tíma, er áhugamál þjóðarinnar ættu að
vera í undirbúningi". Samþ. með ölluin
þorra atkv.
Konnngkjörnir þingmenn.
„Fundurinn mótmælir röddum þeim, er
heyrst hafa, um að víkja núverandi kon-
ungkjörnum þingmönnum úr löglegum
þingsessi þeirra“. Samþ. í einu hlj.
Heilbrigðismál.
Þessi t.illaga samþ. í einu hljóði :
a) „Fundurinn er þvf meðmæltur, að
læknum verði fjölgað þar sem þess gerist
brýn þörf, og skorar á alþingi að sam-
þykkja lög um skifting Sauðárkróks-
læknishjeraðs; þannig að Akra-, Lýtings-
staða- og Seilu-hreppar myudi sjerstakt
umdæmi með iæknissetri á Reykjum eða
þar í grennd.
b) Fundurinn er hlynntur þeirri breyt-
ingu á skipun lækna, að þeir verði kosnir
af hjeraðsbúum“.
Mörg fleiri mál voru rædd og afgreidd á
fundinum.
Fundarstjóri var Magnús Oíslason hrepp-
stjóri á Frostastöðum, og fundarskrifari
Brynleifur Tobíasson kennari í Geldinga-
holti.
A fundinum voru mættir rúmir 40 kjós-
endnr.
Það er, sem vonlegt er, mörgum áhyggju-
efni, hvernig næsta þing tekst. Menn eru
svo hugsjúkir út af þinginu 1909, vegna
afdrifa sambandsmálsins og þess, er þar
fylgdi með. Og'þar sem sömu menn skipa
nú þingið 1911, þa
er von, að menn kvíði
fyrir. Hins vegar er afar-áríðandi, að þing
þetta takist vel, gefi eftirbreytnisverð for-
dæmi í málum þeim, mörgum sjaldgæfum,
sem það fær um að fjalla, svo sem bauka-
málinu. Fæstir minnast á ráðgjafaskifti á
næsta þingi, flestir á stjórnarskrárbreytingar,
af því menn vita að af þeim leiða nýjar
kosningar. Auðvitað halda sumir, að þjóðin
hafi ekki tekið sinnaskiftum frá 1908, en
þeir hinir sömu vilja þá snúa orðtækinu :
„Skaðinn gerir mann hygginn, en ekki
rikan“ við, og heimfæfa það siðan upp á
þjóðina, þannig: „Skaðinn gerir mann sljóvan
og fátækan11. — Betri skilgreining: Skaði
er það, að vinna óhappaverk, með því að
hleypa í stjórnarstólinn óhæfum manni; og
deyfð og sinnuleysi hlýtur að valda því, ef
þjóðin lærir ekki á 2 árum að meta nokkurn-
veginn aðra eins ráðsmennsku og Björns
Jónssonar. Ef hún þarf lengri tíma til þess,
þá er hún orðin illa sljó, og verðskuldar
með rjettu það böl, er af vondu stjórnar-
fari leiðir".
og Nærföt af fl. tegundum
.. nýfiomié. ■■■■
Einnig OLÍUFOT af öllum stærðum.
AU8TUR8TRÆTI 1.
Ásg*. G. Gunnlaugsson & Co.
Útdráttur
úr þingmálafundargerð
í Ólafsvík.
(Frh.). —
5. F j á r m á 1.
a. »Fundurinn skorar á alþingi, að
forðast allar þær fjárveitingar, sem einu
nafni kallast bitlingar. Samþ. með 31
samhlj. atkv.
b. Fundurinn lýsir yfir vantrausti sínu
á ráðherra og meiri hluta þingmanna,
sérstaklega með tilliti til meðferðar þeirra
í fjármálum landsins. Jafnframt lýsir
fundurinn því yfir, að hann er mótfallinn
nýjum sköttum og skorar á alþingi, að
takmarka svo útgjöld landsjóðs, að tekjur
og gjöld standist nokkurn veginn á«.
Samþ. með 17 atkv. gegn 7.
b. Fundurinn skorar á alþingi, að
leggja ekki toll á matvöru nje hækka kafti-
og sykurtoll úr því sem nú er. Samþ.
með 32 atkv. gegn 2.
c. Fundurinn skorar á alþingi að leggja
toll á óáfenga drykki«. Samþ. með 27
samhlj. atkv.
12. Bankamál.
»Jafnframt því sem fundurinn telur fram-
komu ráðherra í hinu svokallaða banka-
máli órjettmæta, skorar fundurinn á al-
þingi að taka málið til alvarlegrar fhug-
unar«. Samþ. með 16 atkv. gegn 5.
Yms fleiri mál voru fædd. Fundinum
slitið 21. Jan. kl. 11 e. ro.
Orðsending
til herra „Spuruls" í 4. tbh „Rvíkur“ þ. á.
6. Strandvarnir.
a. »Fundurinn skorar á alþingi, að
veita minst 2000 kr. styrk til að ljetta
undir með sýslu- og hreppssjóði til að
halda úti mótorbát alt árið til varnar
landhelgi Ólafsvlkur. Samþ. með 26
samhlj. atkv.
b. Fundurinn skorar á alþingi að semja
nýtt frumvarp til laga, er fari í þá átt,
að hver sá, sem getur komið fram lög-
legri kæru á seka botnvörpunga, fái 10—
15% af sektarfjenu, auk kostnaðar við að
ná númeri og einkennisstöfum af skipinu.
Fundurinn lítur svo á, að með slíku fyrir-
komulagi aukist tekjur landsjóðs í þeirri
grein og það verði til stórra bóta fyrir
landhelgina.« Samþ. 30 samhlj. atkv.
7. Sókn argjöld.
»F.undurinn skorar á alþingi að breyta
lögum frá sfðasta þingi um gjöldti' prests
og kirkju þannig, að prestar verði settir
á föst landsjóðslaun eins og aðrir em-
bættismenn, og gjöldum til kirkju jafnað
niður eftir efnum og ástæðum«. Samþ.
með 24 samhlj. atkv.
8. Stjórnarskrármálið.
»Fundurinn skorar á alþingi, að koma
fram stjórnarskrárbreytingu á þ e s s u
þingi, og hafi sú breyting meðal annars
inni að halda þessar breytingar:
a. Afnám konungkjörinna þingmanna.
b. Afnám eftirlauna embættismanna.
c. Að kosningarrjettur til alþingis sje
miðaður við 21 árs aldur í stað 25 ára,
sem nú er.
d. Að kjörgengi til alþingis sé miðað
við 25 ára aldur, í stað 30 ára.
e. Að enginn sje kjörgengur til alþingis,
sem ekki hefur verið búsettur á ísland 5
síðustu árin.
f. Að veita megi konum kosningar-
rjett með lögum.
g. Að skipa megi með lögum fyrir um
fyrirkomulag kirkjunnar gagnvart land-
stjórninni*. Sam-þ. með 19 samhlj. atkv.
Tilhæfulaus ósannindí eru það,
að jeg hafi á þingmálafundi í Keflavik látið
mér um munn fara, „að stjórnarflokknum
hafi tekizt að . . . „forða því, að vjer þyrft-
um að horfa upp á blessuð íslenzku bömin
sprikla á dönskum spjótsoddum“.
Að jeg hafi talað þetta, eða nokkuð í
þessa átt, er bláber uppspuni.
Gjörið mjer þann greiða að skila þessu
fyrir mig til „Lögrjettu“, hafi hún, — svo
sem mjer er sagt — fætt lýgi þessa inn í
blaðaheiminn, og þar sem jeg nú hqf losað
yður við undrun yðar og heilabrot út af
jafn lubbalegri álýgi á mig, þykist jeg hafa
unnið yður þægt verk, og eiga greiðann að
yður.
Görðum 31. janúar 1911.
•lens Fálsson
próf. og alþm.
€ggert Claessen,
yflrréttarmála&ntuingsmaðnr.
Pósthússtr. 17. Talsimi 10.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
fást fyrir að eins 2 kr. 50 an.
hjá
Axel Meinholt, Ingólfsstræti 6.
LiftrygglO yOur i
Lífsábyrgðarijelaginn ,DAN‘.
Fjelagiö er mjög útbreytt lijer á landi.
Umboðsm.: Pjetur Halldórsson bóksali.
Bóbband!
9. P ó s t m á 1.
»Fundurinn skorar á alþingi að hlutast
til um, að í stað brjefhirðinga komi póst-
afgreiðsla í Ólafsvfk, að það leggi til þess
nauðsynlegt fje á næsta fjárhagstímabili«.
Sjimþ. með 22. atkv.
10. Þegnskylduvinna.
»Fundurinn er hlyntur þegnskylduvinnu,
en skorar á alþingi að gera ekkert í því
máli að þjóðinni fornspurðri«. Samþ-
með 24 samhlj. atkv.
11. A ð f 1 u t n i n g s b a n n áfengis.
a. »Fundurinn skorar á alþingi, að
fresta framkvæmd bannlaganna, þar til
fundin er trygg leið til að bæta landsjóði
missi áfengistollsins. Samþ. með 24
atkv. gegn 14.
Hjer með gefst þeim mönnum til
vitundar, sem bækur eiga hjá mjer
síðan fyrir Nýjár, að jeg er fluttur á
Skólavörðustíg nr. 43 og vinn þar
að bókbandi fyrst um sinn. Verk og
verð er engu síðra hjá mjer, en öðrum
bókbindurum þessa bæjar, og vil jeg
því vona, að menn kynni sjer það,
hvar „eldurinn brennur bezt“ vetrar-
mánuðina. — Lestrarfjelög og önnur
bókasöfn fá þau kostakjör hjá mjer með
viðskiftum, sem hvergi fást annarstaðar.
Virðingarfyllst
K r. .J. Buch.