Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 24.06.1911, Qupperneq 1

Reykjavík - 24.06.1911, Qupperneq 1
1R e v k í a v t k. XII., 26 Laugardag 24. Júní 1911 XII., 36 17. júní. Sól og sumarblíða var hjer á laugardaginn var — aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar — einhver fegursti dagurinn á þessu vori. Minningar-samkoma mennta- skólans. Kl 9 um morguninn var haldin minningar-samkoma í hátíða- sal menntaskólans, og var þar afhjúpuð máluð mynd af Jóni Sigurðssyni, er Þórarinn Þor- láksson hafði gert. Kennarar og nemendur skólans höfðu gefið skólanum myndina. Stgr. Thorsteinsson rektor flutti ræðu, og minntist þess, að í þessum sal heíði alþingi verið háð öll þau ár, er Jón Sigurðsson sat á þingi. Þar var og sungið kvæði það eftir Stgr. Thorsteins- son rektor, sem prentað er hjer á öðrum stað, þrjú fyrstu er- indin á undan afhjúpuninni, en hið fjórða á eftir. Guðsþjónusta i dómkirkjunni. Kl. 9V2 hjelt sjera Bjarni Jóns- son minningarræðu í dómkirkj- unni, og lagði út af orðunum: ,Sannleikurinn mun gera yður frjálsa". Verður hún prentuð sjerstök, og seld til ágóða fyrir minnisvarðasjóðinn. Iðnsýningin opnuð. Kl. 10 var Iðnsýningin opnuð i leikfimissal barnaskólans að viðstöddum fjölda boðsgesta. Söngflokkur undir stjórn Sigf. Einarssonar söng þar fyrst 3 fyrstu erindin af kvæði Guðm. Magnússonar, sem prentað er bjer á öðrum stað. Því næst hjelt Jón Halldórsson trjesmíða- meistari, formaður sýningar- nefndarinnar, ræðu, og skýrði frá tildrögum sýningarinnar og undirbúningi. Síðan opnaði landritari Kl. Jónsson sýning- una með ræðu, sem prentuð er á öðrum stað hjer í blaðinu. Að henni lokinni var sungið síðasta erindið af kvæði Guðm. Magnússonar. Kvæðið er með nýju lagi eftir Sigf. Einarsson. Þessu næst var boðsgestunum fylgt um öll sýningarherbergin, og mun siðar verða minnst á ýmislegt af því, er þar bar fyrir augun. Hjer verður að nægja að geta þess eins, að sýningin er miklum mun betri, heldur en menn munu almennt hafa búizt við. Kl. 12 var sýningin opnuð fyrir almenning. Stofnun háskólans. Vígsla háskóla íslands var einn þáttur minningarhátíðar- innar. Hún hófst kl. 12 á hád. [Framh. á 2. bls.] Vorvísur á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Sjá roðann á hnjúkunum háu! nú hlýnar um strönd og dal, nú birtir i býlunum lágu, nú bráðna fannir i jöklasal. Allar elfur vaxa og öldum kvikum hossa. Þar sindrar á sægengna laxa, er sækja’ í bratta fossa. Fjallató og gerði gróa, grund og flói skifta lit. Út um sjóinn sólblik glóa, syngur ló i bjarkaþyt. Hjer sumrar svo seint á stundum! Þótt sólin hækki sinn gang þá spretta’ ekki laufin í lundum nje lifna blómin um foldarvang, því næturfrost og nepjur oft nýgræðinginn fella —« sein hugans kul og krepjur oft kjark og vonir hrella. Alt í einu geislar geysast, Guð vors lands þá skerst í leik, þeyrinn hlýnar, þokur leysast, þróast blóm og laufgast eik. Nú skrýðist í skrúðklæði landið og skartar sem best það má. Alt loftið er ljóðum blandið og ljósálfar dansa grundunum á. Gleymt er gömlum meinum og gleymt er vetrar striði. Menn muna eftir einum, sem aldrei fyrnist lýði. Þó að áföll ýmis konar ella sundri og veiki þrótt — minning hans: Jóns Sigurðssonar saínar allri frónskri drótt. Sjá! óskmögur íslands var borinn á Islands vorgróðrar stund, hans von er í blænum á vorin, hans vilji’ og starf er í gróandi lund. Hann kom, er þrautin þunga stóð þjóðlífs fyrir vori, liann varð þess vorið unga með vöxt í hverju spori. Hundraðasta vor lians vekur vonir nú um íslands bygð, nepjusúld og sundrung hrekur, safnar lýð í dáð og trygð. H. H. Jón Sig-urðsson 1811 — 17. júní — 1911. Ræða Jóns Jönssonar sagnfræðings. Háttvirta samkoma! Þegar eitthvað óvenjulegt stendur til, einhver mannfagnaður eða hátíðahöld úíi við, mun flest- um hugleikið, að veðrið sje sem best. Þess hafa auðvitað allir óskað í dag. En þó liggur mjer við að segja, að einu gildi hversu viðri, — svo fögur er minning dagsins. Land vort er á marga lund öfganna land og and- stæðanna. Það er kuldalegt og ömurlegt og eyðilegt umhorfs, þeg- ar ekki sjer til sólar, þegar þoka og dimmviðri taka fyrir útsýn alla. En það getur aldrei orðið svo dimt í lofti, svo napurt og kuldalegt, að ekki birti fyrir hugskotssjónum vor- um, að ekki ylji um hjartaræturnar, er vjer rennum huganum til Jóns Sigurðssonar. Það er fagurt umhorfs hjerna á heiðskírum sumardegi, með dökkbláan fjallahringinn á þrjá vegu og sólglitrandi sjó- inn og skínandi jökulinn í vestri — svo hreint og bjart og tignarlegt, að fátt mundi jafnast á við það. Eitt veit jeg þó, sem er enn fegurra og bjartara og hugljúfara. Það er fögur endurminning. Það er minning dagsins í dag og mannsins, sem við öll höfum í huga á þessari stundu. — Jón Sigurðsson er sann-nefndur ljóssins fulltrúi með þjóð vorri, ljóssins og sannleikans, enda var bjart yfir honum, yfi: svip hans og sálu, að sögn þeirra manna, er áttu því lán að fagna, að kynnast honum. Ásjónan var hrein og björt tiguleg og göfugmannleg, ennið hátt og hvelft og gáfulegt augun skær og tindrandi, og þótti öllum sem eldur brynm úr þeim, er hann komst í geðshræringu, munnurinn fastur og einbeittur. Það var eins og stæði Ijómi og birta af öllun; svip hans. Merki þessara einkenna má að nokkru sjá a myndum þeim, sem til eru af honum, þótt eigi gefi þær að líkindum nema ófullkomna hugmynd um hann. Innsigli ljóss ins er auðþekt á andlitinu. Um sál hans má segja með ofurlítilli orðabreytinga það, sem skáldið kvað, að í honum bjó fögur sál og ætíð ung undir silfurhærum. En þegar jeg kemst svo að orði, að það sje bjart yfi minningu dagsins, þá á jeg einkum og sjer í lagi við minn ingu þess, hvað Jón Sigurðsson hefur verið fyrir þjóð sína hvað hann hefur afrekað fyrir land og lýð. Því verður eigi lýst til hlítar í fljótu bragði, hvað Jór Sigurðsson var fyrir þjóð sína. En svo mikið er víst, að ís lenska þjóðin væri áreiðanlega ekki komin það áleiðis til sjál stæðis og menningar, sem raun er á orðin, he0i Jón Sig- urðsson aldrei verið til. Vjer nútíðarmenn getum yfir höfu« að tala ekki hugsað oss íslensku þjóðina án Jóns Sigurðs- sonar, Hvern einstakan mann annan, þeirra er uppi hafi verið á síðasta aldarhelmingi, getum vjer hugsað oss horfim úr lífi þjóðarinnar, afmáðan af spjöldum sögunnar, án þes að stórum saki, án þess að þjóðin væri önnur en hún er, — en hann með engu móti. Það sýnir best hver maður han; var. Það sýnir best þýðingu hans fyrir íslensku þjóðina. Hann hefur mótað og skapað hið unga ísland, endur- Ieyst þjóðina í einu og öllu, að svo miklu leyti sem hægt e: að viðhafa slíkt orð um menskan mann. Hann er sannkallað mikilmenni i orðsins fylsta skilningi mikilmennið, sem allir líta upp til, ein hin dýrðlegasta guc- gjöf, sem þessari þjóð hefur í skaut fallið, — lifandi upp spretta ljóss og yls, sem helur lýst tveim kynslóðum o. tendrað eld í þúsundum hjartna um land alt. Hann var o er enn leiðtogi lýðsins í öllum greinum. Flestar framkvæmd í þessu landi, flest og mest, sem áunnist hefur í striti o stríði tveggja kynslóða, er ekki annað en holdgan og ímyru hugsjóna hans, uppskera og ávextir baráttu hans. En að baki þessu öllu liggur hið lang-þýðingarmestT starf hans, grundvallarstarfið, þjóðarafrekið: Hann vekui þjóðina til lífsins, kennir henni að þekkja sjálfa sig, þjóð- rjettindi sín, kröfur sínar, krafta sína og köllun sína, eins o< skáldið hefur svo heppilega að orði komist í þessum erindun.: En fyrst, er hann sveif yfir sviplegan mar, rann sólin á móðurlands tindum, og næturþoka vors þjóðernis var að þynnast af árdegis-vindum Því oftar til Fróns sem hið skrautbúna skip með skörunginn hugprúða rendi, pvi betur pad pekti sig sjdlft í hans svip og sœmdir og tign sína kendi. Þjer, Island, var sendur sá flugandinn frjáls, með fornaldar atgjörvi sína, ad kynna pjer verdleik og kosti pín sjdlfs, og kenna pjer dkvórðun pina. Það er þetta: að pekkja sjálfan sig og trúa á sjálfan sig, krafta sína og köllun, sem er fyrsta og sjálfsagðasta ski: yrði alls þrifnaðar hjá þjóð og hjá einstaklingi. I Jóni Sigurðssyni lærir íslenska þjóðin að þekkja sjáF« sig og skilja sjálfa sig og trúa á sjálfa sig. Hann er hvort

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.