Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 24.06.1911, Síða 2

Reykjavík - 24.06.1911, Síða 2
102 REYKJAVÍK tveggja f senn, ímynd þjóðarinnar og ýyrirmynd þjóðarinnar. Jeg fæ eigi betur einkent hann I stuttu máli. Hann er sjálfur holdgan og ímynd þeirra eiginlegleika, sem bestir hafa með þjóðinni búið frá alda öðii. Hann er t sannleika hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði. Þjóðin „þekkir sig sjálf f hans svip", eins og skáldið kemst að orði. Það er þetta, sem er undirrótin að hinum djúpu og sterku áhrifum hans á þjóðina, — sem tvöfaldar þau, þre- faldar þau, margfaldar þau —, að hann er fyrst og fremst sannur fslendingur, að hjá honum koma þjóðareinkennin, ís- lendingseinkennin, skýrar fram í heild sinni en hjá nokkrum öðrum einstökum manni, og í svo fagurri mynd, að allir stara undrandi og sjá það og skilja, að það er ekki minkun og vansi, heldur sœmd og tign, að vera fsltndingur, — sann- ur íslendingur. Fyrir sakir þessara kosta og þessara eiginlegleika er það, að hann gerist leiðtogi þjóðarinnar, verður eldstólpinn, sem lýsir henni á framsóknargöngunni til fyrirheitna landsins. Fyrir sakir þessara kosta er það, að hann gerist fyrir- mynd þjóðarinnar, sem allir vildu helst kjósa sjer að líkjast, sem allir vitandi eða óvitandi stæla og vitna til f stóru og smáu. Og þótt engum hafi enn tekist að ná honum, þá hefur hann samt örvað menn til atorku, starfa og dugnaðar í þarfir þjóðarinnar. Hann er orðinn nokkurs konar hug- sjónarmynd, sem allir hafa augun á. Jeg veit að vísu þá til- hneiging margra manna, að gera lítið úr hugsjónunum og kenna þær við skýjareið og draumóra. En varlega skulu menn gera það. Það er svipað um hugsjónirnar og stjörn- urnar. Það gerir sjer enginn von um að ná í þær eða festa hendur á þeim. En því aðeins halda menn í horfinu og ná heilu í höfn, að þeir hafi þær til hliðsjónar og leiðbeiningar í ferðavolki lífsins. Það er þetta, sem jeg á við er jeg sagði, að Jón Sig- urðsson hefði verið og væri fyrirmynd þjóðarinnar, fyrirmynd hennar í öllum þeim kostum, er góðan íslending og góðan mann mega prýða, eigi síst í opinberu lífi. Hann hefur örvað hana og hvatt í ræðu og riti hverjum manni betur, en líý hans og eftirdœmi er þó margfalt áhrifameira. Það er þúsund sinnum áhrifameira en hin ágætasta stólræða. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðarinnar í emurð og hreinskilni. Hann fer ekki í felur með skoðanir sfnar eða heldur því einu fram, sem mestan byr hefur í svipinn. Hann beygir ekki knje fyrir tískunni og tíðarandanum, auðnum og völd- unum. Hann segir það svart, sem hann álítur svart, þótt allir aðrir segi það hvítt. Hann rís upp á móti því, sem honum finst rangt og skaðlegt, þótt allur þorri manna sje á annari skoðun, þótt lýðhylli hans sje í veði. Það er ekki hundrað í hættunni, þótt lýðhyllinnar missi við, en hitt er honum óbærileg tilhugsun, að glata virðingunni tyrir sjálfum sjer. Þess vegna er hann jafnan sjálfum sjer og sannfæringu sinni trúr og tryggur í öllum greinum. Hann stendur fastur fyrir og gengur rakleiðis sannfæringarbrautina hvert sem hún liggur og hverjar sem afleiðingarnar verða fyrir sjálfan hann. Einurð og hreinskilni eru grundvallareinkenni allra sannra mikilmenna, styrkur þeirra og leyndardómur. Með falsi og fláttskap hefur aldrei nokkur maður undir sólunni unnið nokkurt þarft verk, því sfður nokkurt stórvirki. Alt gott, alt göfugt, háleitt og mikilfenglegt á rót sína að rekja til hrein- skilninnar og sannleikans. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðarinnar í drenglyndi. Hann situr ekki á svikráðum við mótstöðumenn sína, því síður við fylgismenn sína. Hann fer enga krókavegi, engar myrkragötur, læðist ekki aftan að mönnum með grímu fyrir andliti og eiturvopn í höndum. Hann gengur beint framan að mótstöðumönnum sínum með opinn hjálm og skygð- an skjóma. Hann fer ekki með neinar ósæmilegar dylgjur undir hjákátlegum dularnöfnum, sem enginn kann deili á, ekki með neinar nafnlausar árásir haturs og ályga. Hann segir skoðun sína skýrt og afdráttarlaust, hallar aldrei víssvitandi rjettu máli, hver sem í hlut á, fer aldrei f felur með neitt, enda þarf hann engu að leyna, því í hans hjarta eru engin svik fundin. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðarinnar í kjark og þrelci. Hann veit að lífið er látlaust stríð og barátta fyrir einn og alla, sem þjóna vilja undir sannleikans merki. Hann er jafran reiðubúinn að ganga á hólm fyrir sannfæringu sfna, þótt sýnilegt ofurefli sje annars vegar. Hann vill heldur svelta, en hopa á sannleikans vígvelli um einn skref. Hann skilur það og veit, að það er engin minkun að fátæktinni, en hitt er óafmáanteg smán, að kaupa auð og tign og alls- nægtir með því að selja sjálfan sig og sannfæringu sfna. Hann skilur það og veit, að það er ekki einhlítt að lifa, heldur ber að lifa þannig, að menn þori að bera höíúðið hátt og horfast í augu við sjálfan sig og samvisku sína. Hann er fyrirmynd þjóðarinnar í staðfestu og þolgceði. Hann rís æðrulaust undir hita og þunga baráttunnar í fullan mannsaldur og lætur aldrei hugfallast, hversu óvænlega sem á horfist, lætur aldrei undan síga, hvikar aldrei frá rjettu máli, sættir sig aldrei við hálfan rjett eða hálfan sannleika. Svo kveður eitt af þjóðskáldum vorum: Þá sór hann að hræðast ei hatur og völd nje heilaga köllun að svíkja, og ritaði djúpt á sinn riddaraskjöld sitt rausnarorð: „aldrei að vikja!" En umfram alt er hann dýrleg fyrirmynd í ósjerplœgni og œttjarðarást. Hann hefur aldrei augastað á sjálfum sjer eða sínum eigin hagsmunum í baráttunni. Hann neytir ekki hinna miklu áhrifa sinna hjá þingi og þjóð til að skara eldi að sinni eigin köku, til að auka tekjur sínar eða krækja sjer í störf og hlunnindi, þótt ærin freisting hefði verið fyrir hvern mann annan í hans sporum og í hans peningaþröng. Hann gleymir sjálfum sjer og lítur eingöngu á heill og hag ættjarðarinnar. Og fyrir það hefur hann hlotið trúrra þjóna verðlaun. Á engum manni hefur það betur sannast, „að hver sem týnir lífi sínu, mun finna það". Hann afneitaði sjálfum sjer og lífi sínu í þjónustu ættjarðarinnar, hann fann það aftur í blessunarríkum ávöxtum, f þeirri einlægu og fölskvalausu ást og virðingu, sem hann naut hjá þjóðinni í lifanda lífi, þeirri helgu lotningu, sem minningu hans er sýnd, þeirri geisladýrð, sem stafar af nafni hans enn í dag og mun jafnan stafa um ókomnar aldir meðan íslenskt þjóðerni lifir. Og þá ættjarðarástin hans. Hún var ekki nein tilgerð, fleipur, mont eða sjónhverfing, eins og því miður á sjer stað oft og einatt. Hún vcr ekki neitt skrum og orðagjálfur um kosti og ágæti þjóðarinnar, samfara lítilsvirðingu og niðrun í garð annara þjóða. Nei, hún brann sem helgur fórnareld- ur í hjarta hans, hún var heit og viðkvæm tilfinning, sem knúði hann til sívakandi skyldurækni í stóru og smáu, til sífeldrar umhugsunar, sífeldra starfa, sífeldrar baráttu og framkvæmda í þarfir lands og þjóðar. Hann var enginn málrófsmaður eða lýðskrumari; hann var stillingarmaður og framkvæmdamaður. „Að vera og ekki virðast", það var ein- kenni hans. Svona var hann í öllum greinum, á öllum sviðum, sönn fyrirmynd þjóðarinnar, sönn þjóðarprýði, sönn þjóðhetja, djarfur til vígs, öruggur til sóknar og varnar, sannur maður í orðsins fylstu merkingu, maður, sem hataði og fyrirleit af hjartans insta grunn alla lygi, fals og vesalmensku, hug- prúður riddari sannleikans og rjettlætisins, borinn leiðtogi lýðsins, „höfði hærri en alt fólkið«. Sje það eitt öðru framar, sem vjer vildum kjósa þessari fámennu, fátæku þjóð til handa, þá er það sameinig, sam- lyndi. Við erum svo kraftalitlir, að við megum ekki til lengdar við þessari stöðugu sundrung, innbyrðis hatri og óeirðum. Við verðum að geta tekið höndum saman, ef á li£gur- Nú er það einkum tvent, sem hefur slíkt sameining- arafl í sjer fólgið. Annað er sameiginleg þjóðarógœfa, þjóð- arb'ól, þjöðaráýóll, ofsókn af hendi erlends ofurvalds eða ann- að þess háttar. Hitt er sameiginleg göfug og glæsileg þjóð- arminning. Ógæfu vil jeg ekki æskja þjóð minni, böls vil jeg ekki biðja henni, jafnvel þótt það mætti leiða til hag- sældar í framtíðinni. Þvf verði vil jeg ekki að svo stöddu kaupa sameiningu kraftanna. En hins vil jeg biðja af heilum hug, að þessi minningarhátíð, sem vjer höldum í dag, verði oss öllum, — öllum íslendingum — sameiningarhátíð, ekki skoðananna, heldur hjartnanna, í ósjerplægnu starfi fyrir land °g lýð, í bróðurlegri samvinnu á öllum sviðum þjóðlífsins. Og að endingu er það ósk mín og von, — og jeg býst við allra, sem hjer eru saman komnir —, að það eigi fyrir þjóð vorri að liggja, að halda 200 ára minningu þessa dags, 300 ára, mörg hundruð ára. Vjer trúum því fastlega, að sú almættishönd, sem hefur leitt þjóðina á þessar afskektu slóðir endur fyrir löngu, sem hefur látið hana ná furðulegum vexti og viðgangi, svo hún jafnvel hefur í sumum efnum klætt öndvegissess meðal Norðurlandaþjóða, sem hefur varðveitt hana frá kyni til kyns á langri og örðugri og hættulegri göngu um brautir fátæktar og vanmáttar og margskyns þrengsla, muni einnig framvegis leiða hana og styðja til þroska og farsældar, þrifnaðar og sjálfstæðis. Og sje það eitt meðal öðru fremur, sem sú almættishönd notar til upp- örfunar og hvatningar og hughreystingar landsins börnum, þá held jeg áreiðanlega, að það sje minning Jóns Sigurðssonar, þess mætasta manns, sem ísland hefur alið, mannsins, sem í sannleika var óskabarn þjóðarinnar, sómi hennar, sverð og skjöldur á fyrsta framsóknarskeiðinu, sern er það enn í dag öllum öðrum framar og mun verða rneðan íslensk tunga er töluð og íslensk hjörtu slá. Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar! [Framh. frá 1. bls.] í neðri deildar sal alþingis. Háskólaráöið hafði boðið öllum háskólagengnum mönnum, er til náðist, og auk þess konsúl- um öllum og nokkrum öðrum, að vera við athöfnina, og fylltu boðsgestir salinn. Efri deildar salur, lestrarsalur alþingis og önnur herbergi kringum neðri deildar salinn voru opin fyrir almenning, og voru þau öll troðfull. Athöfnin byrjaði á því, að sunginn var fyrrihluti kvæða- flokks eftir Þorst. Gíslason ritstj., er prentað verður í næsta blaði, sem einnig kemur út í dag. Því næst fluttu þeir KI. Jónsson landritari og prófessor B. M. Olsen, rektor háskólans, ræður, sem einnig verða birtar í næsta blaði. Að þeim ræðum loknum var sunginn síðari hluti kvæða- flokksins. Söngflokkurinn var á áheyrendapallinum, og stýrði Sigfús Einarsson söngnum. Frú Stefanía Guðmundsdóttir las sóló-erindin. Skrúðgangan. Kl. I1/2 síðdegis var múgur og margmenni saman komið á Austurvelli. Talið, að það muni hafa verið að minnsta kosti um sjö þúsundir, og heflr víst aldrei sjezt hjer annar eins raann- fjöldi saman kominn á einn stað. Lagði hópur þessi allur af stað i skrúðgöngu suður að kirkjugarði. Lúðraflokkur gekk í fararbroddi. Þar næst var landsstjórnin, konsúlar erlendra ríkja, álþingismenn, bæjarstjórn Reykjavíkur og þeir, er blóm- sveiga ætluðu að leggja á leiði Jóns Sigurðssonar. Þar næst kom barnaflokkur, barnaskóla- böm og önnur börn, líklega nær 1000 að tölu, þá Stúdentafje- lagið, Iðnaðarmannafjel., Yerk- mannafjelagið og ýms önnur fjelög og skólar, og að síðustu allir þeir, sem ekki tilheyrðu neinu af þessu. Hjelt skrúð- gangan eftir Kirkjustræti og Suðurgötu, unz þeir, er blóm- sveiga höfðu meðferðis, komu að kirkjugarðshliðinu. Gengu þeir þá úr röðinni, fóru inn í kirkjugarðinn og lögðu blóm- sveigana á leiðí Jóns Sigurðs- sonar og konu hans. En mann- fjöldinn nam staðar á meðan. Helztu blómsveigarnir voru þessir: frá landsstjórninni, bæjar- stjórn Reykjavíkur, Þjóðvina- fjelaginu, Bókmenntafjelaginu, verzlunarstjet.t Rvíkur, Ragnar Lundborg í Karlskrona (sænsk samhyggð), Heimastjórnar- flokknum, bróðurbörnum Jóns Sigurðssonar (Jens sál. rektors) og börnum þeirra, Tryggva Gunnarssyni (til minningar um frú Iogibjörgu Einarsdóttur), Ungmeyjafjelaginu „Iðunn“, Ungmennafjelagi Reykjavíkur o. s. frv. Meðan sveigarnir voru lagðir á leiðið, Ijek lúðrasveitin „ó, guð vors lands". Þegar þeir, er sveigana lögðu á leiðið, voru aftur komnir á sinn stað í skrúðfylkingunni, hjelt skrúðgangan áfram suður úr Suðurgötu og um Tjarnargötu og Vonarstræti ofan á Austur- völl aftur, og nam staðar fram

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.