Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 24.06.1911, Qupperneq 1

Reykjavík - 24.06.1911, Qupperneq 1
epk j avík. XII., S7 Laugardag' 24. Júní 1911 XII., 27 Minningarljóð 9 á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar Sungin á fæöingarstaö hans Rafnseyri við ArnarQörö 17. júní 1911. Umboðsstarf það, er herra konsúll Jes Zimsen hefir haft á hönd- um vor vegna fyrir Reykjavik og grennd, höfum vjer eftir vingjarn- legu samkomulagi falið á hendur firmainu H. Th. A. Thomsen Reykjavík, og leyfum vjer oss að tilkynna það hjer með. Kaupmannahöfn, 26. mai 1911. jVíagðeborgar brunabótajjelag Aðal-umboðsmenn: Hellesen & Malmstroi Þagnið, dægurþras og rigur! Rokið meðan til vor flýgur ö r n i n n mær, sem aldrei hnígur islenzkt meðan lifir blóð: minning kappans, mest sem vakti manndáð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagna, ísland, fremstum hlyni frama þins, á nýrri öld, magna Jóni S i g u r ð s s y n i sigurfull og þakkargjöld! Arnarfjörður, fagra sveitin! tjöllum girt, sem átt þann reitinn þar, sem nafni hann var heitinn, hetjan prúð, sem landið ann, heill sje þjer og þínum Qöllum, þar sem sveinninn, fremri öllum lærði að klífa, hjalla af hjöllum, hátt, uns landi frelsi vann! Eyrin Rafns! Það ljós sem lýsti löngu síðan við þinn garð, enga helspá í sjer hýsti: íslands reisnar tákn það varð. Lengi hafði landið sofið lamað, beillum svift og dofið — fornt var vígið frelsis rofið, farið kapp og horfin dáð. Loks hófst reisn um álfu alla, árdagsvættir heyrðust kalla — þjóð vor rumska þorði varla, því að enginn kunni ráð — — þar til li a n n kom, fríður, frækinn, fornri borinn Arnar slóð, bratta vanur, brekkusækinn. Brjóst hann gerðist fyrir þjóð. Vopnum öflugs anda búinn, öllu röngu móti snúinn, hreinni ást til ættlands knúinn, aldrei hugði’ á sjálfs síns gagn. Fætur djúpt í fortíð stóðu, fast í samtíð herðar óðu fránar sjónir framtíð glóðu. Fylti viljann snildar magn. Hulinn kraft úr læðing leysti, lífgaði von og trú á rjett. Frelsisvirkin fornu reisti, framtíð þjóðar rnark Ijet sett. Áfram bauð hann: »E k k i v í k j a«. Aldrei vildi heitorð svikja. Vissi: Hóf æ verður ríkja vilji menn ei undanhald. Víðsýnn, framsýnn, fastur, gætinn, fjáði jafnan öfgalætin, kostavandur, sigri sætinn sótti rjettinn, skildi vald. Jafnt í byr og barning gáður báts og liðs hann gætti þols. Engum dægurdómum háður----------- Djnra naut hann sjónarhvols. Lífstríð hans varð landsins saga. Langar nætur, stranga daga leitaði’ að hjálp við hverjum baga hjartkærs lands, með öruggt magn. Alt liið stærsta, alt hið smæsta alt hið fjærsta og hendi næsta alt var honum eins: hið kærsta, ef hann fann þar lands síns gagn. Ægislijálm og hjartans mildi hafði jafnt, er stjnði lýð magn í sverði, mátt í skildi málsnild studdi, hvöss og þýð. ísland, þakka óskasyni, endurreisnar fremstum hljrni, þakka Jóni Sigurðssyni, sem þjer lyfti mest og best. Sjást mun eftir aldir næslu enn þá ljós af starfi glæstu. Nær sem marki nær þú hæstu nafn hans ljómar æðst og mesl. Gleðji Drottinn frömuð frelsis fósturjarðar sverð og skjöld! Lagabætir, brjótur helsis, blessist starf þitt öld af öld! p. p. Viðurkenning konungs á starfsemi lóns Sigurðssonar. Svo var hugsunaihátturinn í Dan- mörku á dögum Jóns Sigurðssonar, og svo lítill skilningurinn á íslands mál- um, að Danir skoðuðu forvígismann réttinda íslands að sjálfsögðu sem óvin Danmerkur. Og ekki skildi Friðrik konungur VII. starfsemi Jóns betur en aðrir Danir. Þess var ekki heldur von af þeim konungi, sem aldrei hafði reynt að skilja þjóð vora og aldrei bar hlýjan hug til íslands. Alla sína ævitíð lifði Jón svo, ,að konungsvaldið sýndi ekki í neinu, að það kynni að meta rétt stjórnmála- starf hans. 1856 gerði konungur hann að vísu að riddara, en það var óefað fyrir framkvæmdir hans í fjárkláða- málinu (og ef til vill fyrir vísindalega starfsemi hans). Alt þangað til fyrra Laugardag hefir enginn vottur sést þess, að konungs- vaidið hafi skilið, metið og virt starf- semi Jóns Sigurðssonar í stjórnmála- baráttu vorri. En þá kom hann líka svo virðulegur og hlýr sem íramast varð á kosið. Konungur Islands sendi stjórn sinni hér á hundrað ára afmælis- degi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt var stofnunardagur íslands-háskóla, svo- látandi símskeyti: „ TJm leið og ég á þessum minning■ ardegi hugsa með öllum íslendingum til ins milda leiðtoga og göfuga mál- svara þjóðarinnar, hið ég yður að hera fram bskir mínar um það, að háskóli sá, sem til minningar um hans mikla œviverk er stofnaður á þessum degi, megi verða til lieiðurs fyrir vísindin og til gagns fyrir land og lýð “. í þessum orðum liggur svo ljós og réttur skilningur á starfi Jóns Sigurðs- sonar, að vér getum að eins óskað þess, að allir Danir mætti skilja það eins vel og rétt éins og konungurinn; því að það er rétt skilið af konungi vorum, að eins víst og það er, að enginn maður hefir unnað ættjörðu sinni heitara en Jón Sigurðsson, eins víst er hitt, að enginn maður sá glögg- vara en hann, að sambandið við Dan- mörku var íslandi hollast og íarsæl- ast, væri því að eins réttvíslega skip- að. Hefði Jón Sigurðsson lifað nú, hefði sambandið við Danmörku engan betri vin átt en hann, og skilnaðar- -heimskan engan eindregnari fjandmann. Það er annars engin tilviljun, að viðurkenningin og réttur skilningur á Jóni Sigurðssyni kemur fyrst fram af hálfu konungsvaldsins af munni þess ins sama konungs, sem fyrstur nefndi ísland „sitt ríki“ (í ræðunni á Kol- viðarhóli: „Begge mine Riger“). Það er þessi skilningur á afstöðu landanna og þessi hlýja samúð við oss, sem gerir Friðrik VIII. eigi síður ástsælan meðal vor, heldur en faðir hans var. Slíkan konung er gott að eiga. J. Ó.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.