Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 29.07.1911, Side 1

Reykjavík - 29.07.1911, Side 1
1R e$ fc j a v í k. 29. Júlí 1911 XII., 33 Verð h.|f. Sápuhússins og Sáp Til þvotta. Ágæt grænsápa pd. 0,16 — brúnsápa — 0,18 — Kristalsápa — 0,22 — Maseillesápa — 0,25 — Salmiaksápa — 0,30 — Stangasápa — 0,20 Prima Do. — 0,30 Ekta Lessive lútarduft — 0,20 Kem. Sápuspænir — 0,35 Príma Blegsodi 8-10—11—17 au. pd. Gallsápa á mislit föt st. 0,18 Blámi í dósum 0,08 3 pd. sóda fínn og grófur 0,15 Handsápnr frá 5 aurum upp í 1 kr. Á tennurnar. Sana tannpasta 0,30 Kosmodont 0,50 Tannduft frá 0,15 Tannburstar frá 0,12 sk’rá ►ubúðarinnar í Reykjavik. í hárið. Franskt brennivín glasið 0,28 Brillantine giasið frá 0,25 Eau de Quiníne við hárlosi í stórum glösum 0,50—0,60—1,00. — Champoo- ing duft (með eggjum) 0,10—0,25. Góðar hárgreiður á 0,25—0,35—0,50 —0,75—1,00. Ilmvötn. í glösum frá 0,10 Ekta pröfuflöskur 0,45 Eftir máli 10 gr. 0,10 Skóáburður. Juno Creme, svart 0,10 Standard i dósum 0,25 Filscream Boxcalf 0,20 Skócreame í túpum á svarta, brúna og gula skó 0,15—0,25. Brúnn áburður í dósum 0,20 Allskonar burstar og sápa, Gólfklút- ar, Svampar, Hárnælur, Kambar, mjög mikið úrval og gott verð. h/k Sápuhúsið, Austurstræti 17. Sápubúðin, Laugaveg 40. Talsimi 155. Talsími 131. XII., 33 | pólitiskir kolkrabbar. Kolkrabbann þekkiö þið — sjödýrið með mörgu öngunum, sem meðal ann- ars hefir þá náttúru, að þegar hann vill forða sér, þá felur hann sig sýn- um með því að spýta út úr sér svart- ri vilsu, sem litar sjóinn umhverfis hann svartan eins og blek, svo að hann sést ekki sjálfur. Því kalla sumar þjóðir hann blekfisk. Alveg sömu náttúru hefir landvarnar- sjálfstæðis-óaldar-flokkurinn. Það ber í meira lagi á þessari náttúru núna, því að flokknum dauðliggur á að grugga alt í kringum sig, til að fela sig fyrir réttlátri gremju og ó- ánægju fyrri fylgismanna sinna meðal þjóðarinnar. Þeir höfðu völdin — viti menn! — í tvö ár. Þeir komust til valda með bíræfnum ósannindum og táldrægni, með því að blekkja þjóðina í mesta velferðarmáli hennar, sambandsmálinu. Að frá tekinni lygi og óhróðri um bezta inann þjóðarinnar og oss and- stæðinga sína yfirleitt, var ekkert. aðal- mál annað en sambandsmálið, sem skildi flokkana. En er þeir voru komnir til valda, þá sviku þeir öll sín heit í sambands- málinu, vöktu rótgróna óvild til vor hjá Dönum og fyrirlitning fyrir oss með allri framkomu sinni — og því miður að verðleikum! Þeir gereyddu áliti og lánstrausti landsins út á við. Af því megum vér nú seyðið súpa. Pólitík þeirra þessi 2 ár var tóm persónu-pólitík, matar-pólitík, rándýra- pólitík. Þeir settu landssjóð alveg á höfuðið, hugsuðu um það eitt, að láta landssjóðinn endurborga sér það fé, sem þeir höfðu varið til kosninganna. Það þarf ekki annað en minna á 40 þús- undirnar handa Bjarna frá Vogi. Gjald- þrotamönnum og ræflum voru gefnir íeitir bitar, til að bjarga þeim frá sveit. Og svo ófyrirleitlega var að þessu gengið, að frá fjárstofnun landsins, Landsbankanum, var hnuplað fé, sem hann átti að lögum. Af þeim 500,000 kr., sem stjórnin tók til láns og henni var að eins heimilað að taka til láns til að kaupa fyrir veðdeildarbréf af bankanum, hafa um 75,000 ltr. aldrei komið til skila til bankans enn í dag. Björn Jónsson þurfti á þeim að halda til annars — t. d. að launa Vog-Bjarna o. fl. Lesendur minnast þess, ef til vill, að ég spurði aftur og aftur í fyrra að því, hvar væri niður komið nokkuð af þessu landssjóðs-láni. Þá fékst ekkert svar, hvorki hjá ráðherra né málgagni hans. Þá er núverandi ráðherra kom til valda, vitnaðist, brátt, að ekki fanst rómur á öllum þessum peningum. Hann setti menn á stað 1 stjórnar- ráðinu, að leita, og eftir langa leit og erfiða, sást loks, að peningarnir höfðu þó runnið inn í landssjóð. En þar hafðt enginn sérstakur reikningur verið haldinn yfir lánið. Þetta var þó ský- laus skylda, því að lánið var heimilað af Alþingi að eins í sérstökum til- gangi, og óhemilt með öllu að nota Laugardag einn eyri af því til annars. Það átti alt að renna til Landsbankans. Núverandi ráðherra lýsti loks yfir því á þingi, að nú væri búið að finna, að lánið hefði þó verið greitt inn í landssjóð. En af hlífð — óverðskuld- aðri hlífð — við fyrirrennara sinn gat hann ekki um, að búið hefði verið að eyða fénu ólögleya í alt öðrum til- gangi en heimilt var. En það var þó einmitt það, sem gert hafði verið. Landsbankinn hefir ekki getað fengið þetta fé enn, og til hans átti það þó að ganga. En vitaskuld kemur þetta niður á landsmönnum, því að ekki getur bankinn Iátið út til þeirra það fé, sem Björn Jónsson hafði rænt frá honum í heimildarleysi. Því að svo skildi hann við hag landssjóðs, að landssjóður getur ekki borgað bankan- um þetta fé. Og tómhentur mætti hr. Björn Jóns- son fyrir síðasta þingi, tómlientur allra ráða og frumvarpa til að bæta úr fjár- þrotum landssjóðs. En óg skýt því hér inn, að það er ekki nóg, til að bæta fjárþröng lands- sjóðs, að demba á landsfólkið nýjum sköttum. Það verður fyrst, eða að minsta kosti jafnframt, að gera eitt- hvað til að efla atvinnuvegina, auka framleiðsluna, svo að gjaldþegnar þoli nýja skatta. Það tjáir ekki að auka álöqurnar, eins og Yog-Bjarni var alt- af að prédika á þingi að gera þyrfti. Það þarf jafnframt að auka gjaldþolið. Með sambandsmálið hefir óaldar- flokkurinn farið svo, að litil eða engin von er um að ná aftur samkomulagi við Dani á þeim grundvelli, sem sam- bandsflokkurinn hélt fram áþingi 1909. — En að ná samkomulagi á þeim grundvelli, er fremst og efst á stefnu- skrá heimastjórnarmanna eða sam- bandsmanna; að öðru minna viljum vér ekki ganga. En úr því að það er vonlaust að sinni, þá var eðlilegt, að vér hefðum annað atriði fremst á dagskrá vorri fyrir nœsta kjörtímabil. Þar setjum vér það fremst, sem nú ríður mest áí bráðina, en það er: að efla álit og traust þjóðarinnar í efnalegu og stjórnarfarslegu tilliti; að vinna að óhlutdrægni þings og stjórnar, að góðu skipulagi í fjár- málum landsins og að eflingu at- vinnuveganna; að koma hagkvæmu skipulagi á lánsstofnanir landsins og efla starfs- magn þeirra. Með öðrum orðum: að bœta þau mein og grœða þau sár, sem óstjórnar- flokkurinn sló landinu. Sá flokkur vill aftur á móti að eins setja nýja menn að kjötkötlunum, án þess að breyta um stjórnarstefnuna að öðru leyti, án þess að gera neitt til viðreisnar þjóðinni, sem þeir hafa sjálfir lemstrað. Er þetta ekki fullskýr lýsing þess, hver munur er flokkanna og hvað þeim ber á milli! Heimastjórnarflokkurinn hefir hvergi hvikað í sambandsmálinu; því heimt- um vér það fyrst og fremst af öllum þingmannaefnum vorum, að þeir sé oss samdóma í því máli. Hitt er auð- vitað, að þar sem ekki verða sam- bandsmenn eða heimastj.menn í boði, þar styðjum vér það þingmannsefni heldur, sem vér álítum annaðhvort betri og vandaðri mann, eða þá af öðrum ástæðum minna skaðlegan. Það er og í fullu samræmi við fram- komu flokks vors frá öndverðu, að vilja ekki samþykkja neitt í sambands- málinu til fullnaðar að þjóðinni forn- spurðri. Vér sýndum það 1908. Þá- verandi meirihluti var fylgjandi upp- kastinu, en Hannes Hafstein rauf þing, til þess að láta þjóðína skera úr. Kjör- t.ími þingmanna var ekki á enda þá, svo að hann hefði vel getað stefnt saman þingi og fengið uppkastið sam- þykt til íullnaðar. En hann vildi ekki fara á bak við þjóðina. Hann vildi sannfœra hana. Vér heimastjórnarmenn viljum að sambandsmálið sé ekki samþykt til fullnaðar, fyrri en það hefir verið fyrir Alþingi fyrst, og þing síðan veríð rofið, og nýkosið þing tjáir sig aftur sam- dóma. fetta er skýr og skiljanleg og rétt- lát frumregla. NÚYerandi ráðherra er ekki sam- dóma oss að öllu leyti í sambandsmál- inu, þó að hann aðhyllist hins vegar ekki persónusambands-vitleysuna, og því siður skilnaðinn. Hann fékk stuðning meirihluta Al- þingis, er hann var til valda kvaddur. Vér heimastjórnarmenn studdum hann sem heiðarlegan, ráðvandan og frið- saman mann. Óaldarflokkurinn aftur rak hann úr flokki sínum og kallar hann heima- stjórnarmann (sem hann vitanlega er ekki)- og af hverju? Aí því að hann er heiðarlegur og ráðvandur maður. Meira þarf ekki til að verða rækur úr óaldarflokknum og talinn heimastjórnarmaður! Það er mikil lofsamleg viðurkenn- ing, þótt óviljandi eða ósjálfráð sé, sem óaldarflokkurinn gefur heimastjórnar- flokknum með þessu. En til hvers er óaldarflokkurinn að þessu? Til hvers er hann að reyna að telja mönnum trú um, annað veifið að Kristján Jónsson sé heimastjórnar- maður, af því að vér höfum stutt hann, en hitt veifið að heimastjórnarflokkur- inn hafi yfirgefið afstöðu sína í sam- bandsmálinu? Til hvers? Það er ofur-skiljanlegt. Honum ríður lífið á að láta kjósendur gleyma axarsköftum sínum og ósvinnu á 2 ára stjórnarferli. Láta þá gleyma öllum þeim sárum“og sviða, sem flokkurinn hefir veitt þessu vesaiings-landi undan farin ár. Qleymskan er þeirra eina von og athvarf. Til þess að fá menn til að gleyma, verður að sá út nýjum ósann- indum, nýjum blekkingum. Það er eini vegurinn til að reyna að fága upp á ný gyllinguna á þrotaflökum flokks- ins, sem hann hefir enn á ný á boð- stólum sem þingmannsefni. Þetta er kolkrabbinn, sem spýr blekk- inganna blekvilsu, til að lita vatnið í kringum sig og fela allar þær óhæfur, sem hann hefir drýgt. Pólitiskur kolbrabbi — það er ó- stjórnar-fiokkurinn. Jón Ólafsson. Það hefir vitanlega ekki verið tízka til þessa að básuna það út í blöðum, þó að maður hafi verið að reyna nokkur ár að semja ritgerð, semhann vonaðist til að yrði tekin gild til að dispútéra um fyrir doktors-nafnbót. Hinu skýra blöð alment frá, er maður heflr fengið tekna gilda doktors-ritgerð og fengið doktorsnafnbót fyrir. Snemma í f. m., eitthvað 3—4 dög- um áður en settur var maður í pró- fessors-embættið í heimspeki við háskóla íslands, símaði Magister Quðm. linn- bogason upp hingað, að doktors-ritgerð eftir sig í heimspeki væri tekin gild af prófessorunum í heimspeki við Kaup- mannahafnar-háskóla. Þetta var birt í ísafold, símað samdægurs til Akur- eyrar, og þar var degi síðar (10. f. m.) birt í ísafoldar-málgagninu þar, að

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.