Reykjavík - 29.07.1911, Qupperneq 2
126
REYKJAVÍK
doktorsritgerð G. F. væri „afhent há-
skólanum", og sagt, að hun hefði „hlot-
ið mikið lof hjá tveim dómendunum,
þeim prófessórunum H0ífding og Leh-
mann“. [H0ffding er prófessor, en
Lehmann dósent).
Þetta hefði nú ekki verið neitt til-
tökumál, e/ satt hefði verið.
En svo leið og beið, unz aftur kom
kom símskeyti um, að nú væri rit-
gerðin tekin gild.
Þá varð suuium að spyrja: þarf oft
að taka hana gilda?
Ég hefi nú óyggjandi heimild fyrir
því liggjandi fyrir framan mig, að 26.
f. m. var ritgerðin enn ekki tekin gild,
en hitt er satt, að þrír háskólakenn-
arar í heimspeki höfðu þá iátið í ijósi,
að þeir mundu greiða atkvæði með
því — eftir að sumarfrí háskólans er
úti —, að taka hana gilda, ef nokkrar
nánara tilteknar umbætur væru enn á
henni gerðar (hr. G. F: hafði nefnilega
sent hana þegar áður fyrir hálfu-öðru
ári, en hún þá ekki verið tekin gild).
Hr. G. F. er því væntaglega nú að
umbæta hana á ný, og fær sjálfsagt
að verja hana í haust.
Það var nú auðvitað dálítið hégóm-
legt, að vera að básúna doktorsritgerð
sína í símskeytum og blöðum út um
alt ísland meðan hún var enn ekki
tekin gild. En það hefði samt ekki
verið nema til að brosa að og varla
vert að gera að blaðamáli, ef eigi
hefði komið fram lygasaga um annan
mann í sambandi við þennan básúnu-
blástur Mag. G. F.
Þeirri sögu hefir nefnil. verið haldið
hér á loft síðan í vor (sumir segja hún
hafi verið kveikt upp í Kaupmanna-
höfn fyrir nokkrum árum), að eitt sinn
hafi verið hafnað við Kaupmanna-
hafnar-háskóla doktorsritgerð eftir próf.
Agúst Bjarnason. Þessi saga er ósönn,
því að hr. Á. B. hefir fram að þessari
stund aldrei sent eða afhent neinum
háskóla doktors-ritgerð, svo að þegar
af þeirri ástæðu gat engri slíkri rit-
gerð frá honum verið hafnað.
Mér dettur ekki í hug, að saga þessi
sé kveikt upp af þeim sem hafa haldið
henni á loft hér, og ekki eigna ég hr.
G. F. hana heldur.
En sakir þess tilgangs, sem hún
hefir verið notuð í hér nú, þykir mér
rétt, að sannleikurinn í máli þessu
verði heyrinkunnur. Því sem í myrkr-
unum læðist, verður ekki hnekt til
hlítar, nema það sé gert opinberlega.
J. Ó.
Spáddmar Edisons.
Thomas Alva Edison er nú hniginn
á efra aldur — 64 ára gamall.
Hann hefir aldrei í skóla gengið um
ævina, en lært alt tilsagnarlaust af
bókum. Hann var sonur fátækra for-
eldra og varð barn að aldri að vinna
fyrir sér sjálfur : fyrst með þvi að seija
blöð á strætum úti, síðar varð hann
nýjunga-drengur á járnbrautalestum,
seldi þar blöð, bækur og ávexti. Af
sjálfum sér lærði hann að setja ietur
og prenta; keypti sér eina af þessum
litiu prentsmiðjum (hraðpressu, letur
og áhöld), sem menn geta fengið í
Ameríku fyrir 80—120 krónur; setti
hann þá og gaf út lítið fréttablað, er
hann seldi á járnbrautavögnunum.
Síðan keypti hann sér lítið ritsíma-
áhald, og iærði af sjálfum sér að síma.
Svo fékk hann atvinnu við símritun.
— Fróðleiksþorsti hans var óseðjandi,
og las hann af kappi efnafræði og
eðlisfræði. En ímyndunarafl hans og
hagleikur var að sama skapi og var
hann gæddur frábæru hugviti til upp-
fundninga. Einkum hefir hann tekið
ástfóstri við rafmagnið. Eftir að hann
varð símriti, rak hver uppgötvunin
aðra til endurbóta ritsímanum, og
vakti hann fljótt athygii á sér, og loks
urðu auðmenn til að styðja hann svo, að
hann gæti varið ævi sinni eingöngu
til tilrauna og uppfundninga. Upp-
fundningar hans smáar og stórar eru
óteljandi. Meðal inna helztu og al-
kunnustu má nefna: telefóninn1), fónó-
grafinn, fjórfeldis-áhaldið (quadruplex-
apparatus), en með því má samtímis
á sama þræði (síma) senda 4 skeyti í
gagnstæðar áttir; hann var og sá sem
gerði rafmagnsljósið nothæft.
Edison er eiginlega fremur hugvits-
maður en vísindamaður. Engin veru-
leg vísindaleg uppgötvun liggur eftir
hann, en því fleiri uppfundningar. Það
er ekki of sagt, að hann er mestur
uppfundningamaður síðustu 40 ára.
Þetta verða menn að hafa í huga,
er menn lesa það sem hér fer á eftir.
Það eru spádómar eða draumar hug-
vitsmanns, en ekki líkinda-áiyktanir
vísindamanns.
Edison hefir lítið sem ekki ritað um
dagana. Hann hefir heldur ekki ritað
þessa spádóma sína, heldur leyft manni
frá amerísku mánaðarriti viðtal við
sig og leyft honum að rita upp efni
viðtalsins.
Umtalsefnið var um þær breytingar
og byltingar, sem við megum vænta
á næsta mannsaldri sem árangri af
vísindunum og uppfundningum.
Meðal annars, segir Edison, er það
ekki nema tíma-spurning, hvenær við
verðum færir um að búa til gull úr
öðrum málmum, og það fyrir verð,
sem ekki fer fram úr $ 25 (95 kr.)
fyrir tonnið, en það er lítið meira en
járnið kostar nú. Alt efni, segir hann,
er í rauninni eitt og sama. Munurinn
t. d. á járni og guili er að eins fóiginn
í mismunandi fjölda elektróna í ódeilis-
ögnum (atómum) þeim sem mynda
járnið. En það er hugboð manna eða
getgáta, að rafmagnið sé myndað af
örsmáum frumögnum, sem eigi tilveru
hver út af fyrir sig og geti gengið í
samband við ódeilisagnir efnisins. Þess-
ar rafmagns-frumagnir eru það sem
kallaðar eru elektrón. Þegar menn
komast nú svo langt, að við getum
breytt mergð elektrónanna, þá getum
við gert járn og blý að gulli, og gull
að járni eða blýi. Að vér komumst
það bráðlega, efar Edison ekki. Segir
að það geti orðið á morgun eða hvern
dag sem verða vill. En mikil breyt-
ing verður þá á heiminum, og um það
hefir Jón Krukk aldrei dreymt.
Eftir mannsaidur hér frá álítur Edi-
son að roenn verði hættir að prenta
bækur á pappír; þeir prenti þá á stál-
blöð eða öllu heldur á nikkel. Eitt
blað af nikkel (Vío^ooo þumlungs á þykt)
er ódýrara, sterkara og mýkra i beyg-
ingu eða voðfeldara en almennur pappír.
Tveggja þumlunga þykk nikkel-bók verð-
ur ekki nema eitt pund á þyngd, og
í henni verða 40,000 blöð. Þessi
40,000 blöð get ég, segir Edison, búið
til fyrir (4 kr. 70 au.).
‘) Bell fann hugmyndina (1876), en Edi-
oon gerði hana nothæfa og kom henni í
framkvæmd eftir eins árB óþreytandi vinnu
(1877).
Þá verður stál haft til flestra hluta
í staðinn fyrir tré, biátt áfram af þvi1
að stálið er ódýara. Öll framtíðar-
húsgögn vor verða úr stáli, og kosta
að eins einn fimtung af því sem þau
mundu kosta, ef úr tré væru. Verk-
smiðja ein í New-York er þegar farin
að smíða öll skrifstofu-húsgögn úr
stáli; þau eru létt í meðferð, því að
stálið er svo sterkt, að af því þarf tiltölu-
lega lítið; húsgögnin úr stáli eru svo
grannvaxin.
Hins vegar telur hann víst, að menn
hætti að n'ota stál til húsagerðar.
Það er óðs manns æði, segir hann,
að halda áfram að byggja hús úr steini
með járngrind, þegar steinsteypa með
járnþráðum í er bæði betri og ódýrari
og getur svo að segja endst til eilífðar.
Eftir þrjátíu ár munu öll hús verða
úr þessu efni, jafnt smá-hús, skraut-
legustu hallir og hæstu turnhýsi, 30—
40 lyftingar.
Edison gerir sér ákaflega mikl-
ar vonir um inn nýja rafmagns-
geymi (storage battery) sem hann heflr
fundið upp. Hann mun veita rekstrar-
afl til hvers sem vera skal —til sauma-
véla, íarmskipa og verksmiðja.
Er einkanlega mun hann gera bylt-
ingu í landbúnaðinum. Bóndinn mun
framvegis hafa vísindalegri mentun en
nú. Hver bóndi mun þá kunna jarð-
vegsefnafræði og lífseðlisfræði jurta;
bóndinn mun þá sitja á stálstóli
sínum inni í stofu og iesa i nikkelbók,
en þess á milli af og til þrýsta ýmist
á lítinn hnapp eða taka í lítið hand-
fang — í stuttu máli stýra innan úr
stofu sinni öllum rafmagnsvélum, sem
verða að verki á akri úti.
Fátæktin hverfur úr heiminum á
næstu hundrað árum, því að fátæktin
kemur af því einu, að mennirnir nota
hendurnar einar, en gleyma að nota
heiiann. Þegar vér höfum fullkomnað
vald vort yfir náttúrunni og öflum
hennar, þá verður vinnan okkur skemt-
un og ánægja, og þó að hver maður
verði ekki milíónari, þá mun hver
maður eiga kost á flestum þeim þæg-
indum, sem milíónarar einir hafa nú
á dögum. Þær vélar, sem nú virðast
oss viðundur að flýti og afköstum,
eru eins og ekki neitt hjá þeim vélum,
sem upp munu koma á næsta manns-
aldri; þá munu t. d. vélar spýja úr
sér fataefni svo hratt og ódýrt, að jafn-
vei inn fátækasti maður hefir efni á
að kaupa sér 4—5 nýja fatnaði á ári
o. s. frv.
En það er ekki nóg með það að
fátæktin hverfur; Edison segir, að styr-
jaldirnar hverfi Jíka. Herflotastjórn
Bandaríkjanna er einmitt nú að gera
tilraunir með inn nýja rafmagnsgeymi
Edisons, og hann segir sjálfur, afl-
geymir þessi geri neðansjávarbátana
eða kafskipin svo ógurleg viðureignar
að það geti ekki svarað kostnaði framar
að byggja fleiri „ódeiga“ („dread-
naugts“), en svo nefnast skiptröllin
nýju.
Um flugvélarnar talaði hann líka og
fiug-iþróttina. Kvað engan efa á því,
að nú liði eigi á löngu að vér gætum
allir farið að fljúga og flogið með 100
enskra mílna hraða á klukkustund
(21 d. mílna). En áður en vér getum
flogið langt og hættulaust, segir hann
að vér verðum að gera nokkuð gagn-
gerða breyting á flugvélunum. Auð-
vitað eiga þær einar flugvélar fram-
tíðina fyrir sér, sem fljúga með væng-
jum. En mennirnir verða að læra af
humla-býflugunni, segir Edison. Hún
flýgur lóðrétt upp í loftið og niður
aftur, og það án þess að bæra væng-
ina; þeir standa beint út eins og vís-
amir á klukku, þegar hana vantar
15 mínútur i 3. Það kemur af því,
að sé loftið lamið nógu títt og þétt,
þá er það hart sem stál, og humla-
býflugan fer beint upp og niður án
þess að bæra vængina, að eins með
því að lemja loftið ótrúiega hratt með
smáum „pinnafjöðrum", sem væng-
irnir eru alsettir með á neðra borðinu.
Slíkar fjaðrir verðum vér að smíða og
fóðra með þeim undirborð vængjanna
á flugvélunum, og láta þær slá eins
hratt eins og þær gera á flugunni.
Að vísu gera nú flugvólarnar all-
mikinn skarkala eins og þær eru nú,
og hann ykist að stórum mun með
þessu móti og yrði lítt þolandi. En
um það hugsar Edison ekkert. Hvað
gerir það honum til, því að hann má
heita alveg heyrnarlaus? Það er hann
orðinn fyrir löngu í tilraunastofu sinni.
Lesandinn verður að minnast þess,
að það er ímyndunaraflið, sem hefir
gert Edison að þeim hugvitsmanni,
sem hann er — töframanninum mikla,
En þegar Edison spjallar við blaða-
menn, lætur hann hugann lljúga. Og
þá getur verið, að ímyndunaraflið beri
vísindamanninn ofurliða.
(Þýð. J. Ó.).
t
Sigfívatur %Jlrnason
fyrv. alþingismaðnr.
Eins og skýrt var frá í siðasta blaði
andaðist hann fimmtudaginn 20. þ. m.
á 88. aldursári.
Hann var fæddur 29. nóvember 1823
á Yzta-Skála undir Eyjafjöllum. Eor-
eldrar hans voru Árni bóndi og sátta-
semjari Sveinsson á Yzta-Skála, dáinn
1853, og kona hans Jórunn Sighvats-
dóttir, dáin 1885.
Sighvatur sái. byrjaði búskap 1843,
tvítugur að aldri, í Eyvindarholti undir
Eyjafjöllum, og bjó þar góðu búi í 58
ár, en flutti sig 1901 til Reykjavíkur,
og var hjer eftir það til dauðadags.
Hreppstjóri var hann undir Eyja-
fjöllum 34 ár, sáttasemjari í 30 ár, og
sýslunefndarmaður í 24 ár.
En þjóðkunnastur var hann fyrir
þingmennsku sína. Hann var þing-
maður Rangæinga 1865—1867, 1. þm.
Rangæinga 1875—1891, 1894 1902,
2. þm. Rangæinga 1893 og 1902.
Sat alls á 18 þingum. — Hann þótti
ætíð góður þingmaður, gætinn og til-
lögugóður, frjálslyndur í skoðunum, en
þó þjettur fyrir og einbeittur. Hann
var á sínum tíma einn af allra beztu
liðsmönnum og samherjum Jóns sál.
Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni.
Sighvatur sál. var ávallt mikils met-
inn maður, enda sýnir það sig á því,
hve mörg og mikilsverð trúnaðarstörf
hann hafði jafnan með höndum. Og
ávallt þótti samhjeraðsmönnum sjálf-
sagt, að leita ráða hjá honum þegar
um eitthvert vandamál var að ræða.
Hjer í Reykjavík hafði hann lengst
af á hendi bókavarðarstörf Alþýðubóka-
safnsins, og Ijet sjer mjög annt um