Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.09.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 02.09.1911, Blaðsíða 1
IRe^kjavik. XII., 37 IjHug’jirdag’ 3. September 1911 XII., 37 Verðskrá h.|f. Sápuhússins og Sápubúðarinnar i Reykjavík. Til Jiyotta. Agæt grænsápa pd. 0,16 — brúnsápa — 0,18 — Kristalsápa — 0,22 — Maseillesápa — 0,25 — Salmiaksápa — 0,30 — Stangasápa — 0,20 Prima Do. — 0,30 Ekta Lessive lútarduft — 0,20 Kem. Sápuspænir — 0,35 Príma Blegsodi 8--10--11--17 au. pd. Gallsápa á mislit föt st. 0,18 Blámi í dósum 0,08 3 pd. sóda fínn og grófur 0,15 Handsápur frá 5 aurum upp í 1 kr. Á tennnrnar. Sana tannjiasta Ivosmodont Tannduft frá Tannburstar frá 0,30 0,50 0,15 0,12 I hárið. Franskt brennivín glasiö 0,28 Brillantine glasiö frá 0,25 Eau de Quiníne við hárlosi i stórum glösum 0,50—0,60—1,00. — Champoo- ing duft (meö eggjum) 0,10—0,25. Góöar hárgreiður á 0,25—0,35—0,50 -0,75-1,00. Ilnivötn. í glösum frá 0,10 Ekta pröfuflöskur 0,45 Eftir máli 10 gr. 0,10 SkóáburðiH'. Juno Creme, svart Standard í dósum Filscream Boxcalf Skócreame í túpum og gula skó 0,15—0,25. Brúnn áburður í dósum 0,10 0,25 0,20 á svarta, brúna 0,20 Allskonar burstar og sápa, Gólfklút- ar, Svampar, Hárnælur, Kambar, mjög mikiö úrval og gott verð. h/f Sápuhúsið, Austurstræti 17. Sápubúðin, Laugaveg 40. Talsimi 155. Talsimi 131. Um ull og ullarmeðjerð. Saintal við hr. Sigurgeir Einarsson. Góð för. — Mikiil árangur. A síðasta alþingi var veittur styrkur handa einuni tnanni til þess að kynna sjer verkun og með- höndlun á íslenzkri ull undir mark- aðinn. Þessi styrkur var mjög lítill, og er satt að segja furða að nokkur vildi líta við honum; einkum er það furða, að það skyldi verða jafngóður maður og hr. Sigurgeir Einarsson er. Hann hefir nú lokið ferð sinni, og tel jeg sjálfsagt að alla fýsi að heyra árangurinn, þar sem hjer er um eina af aðal-tekjugreinum hvers bónda að ræða. •Teg hitti þvi hr. S. E. að máli, og bað hann að segja mjer hið helzta —, að telja það allt er ókleift — og varð hann vel við þeim til- mtelum. Jeg spurði, en hann leysti úr, og set jeg hjer helztu spurningarnar og svörin; en máske er það eitt- hvað fleira,fsem menn íýsir aðjvita um starf hans, og er þá bezt að snúa sjer beint til hans. Hjá hon- um fá allir góð svör og greið. Hvernig gekk ferðin í — Ferðin gekk mikið vel — verst var mjer við hitann. Jeg fór hjeðan til Hull, og að loknu starfi þar fór jeg til Lundúna. Messrs Berry Barclay &. Co., er hafa á hendi smjörsölu hjeðan, gáfu mjer meðmæli þangað til verzlunarhúss síns þar. Að loknu starfi þár fór jeg til Bradford, og þar gerði ullar- húsið Tattersfield & Co. allt til þess að greiða götu mína, einkum eftir að ieg kynntist Tattersfield sjálfum og syni hans, Victor Tattersfield. Verzlunarhús þetta hefir líka skrif- stofu í Bhiladelphia, og hefir i 15 ár keypt mikið af íslenzkri ull. A Englandi fór jeg um fleiri borgir, og fjekk þar ýmsar upplýsingar, en jeg sá, að þær voru að ýmsu ófull- nægjandi, svo að jeg gat ekki við þær unað, og fór því með »Maure- tania« til New York. — Fórstu viða um Bandarikin? --------Jeg fór þar um borg- irnar New York, Boston, Philadel- pliia og Bristol. — Er mikill ullariðnaður þar ? S. E. brosti. — H-já. í Boston er einhver •stærsta ullarverksmiðja þar um slóðir. Forstöðumaður hennar sagði mjer, að verksmiðjan hefði notað 512,000 pund af ull þrjá síðustu dagana áður en jeg kom þangað, og að stundum notuðu þeir 2 milj. punda af ull á viku. Árið 1908 voru flutt út hjeðan 1,377,958 pund af ull, eða tæplega vikuforði lianda verksmiðju þessari. Alstaðar þar vestra var mjer vel lekið, og fjekk þar góðar upplýs- ingar, meðal annars hjá Messrs Carl Grubnau & Sons, er munu að góðukunnir hjer á landi. Frá Bandaríkjunum fór jeg á heimleið um Belgíu og Danmörku. Aðal-ullariðnaðurinn i Belgiu er i Verviers, en þar er ekki notuð íslenzk ull. 1 Danmörku var það tilgangur minn að fá ljósa grein um meðferð Sýriubúa og ibúa Dónár-hjeraðanna á Suður-Rússlandi á ull sinni, en þaðan kemur bezt verkuð ull á markaðinn, að sögn Ameríku- manna. Er ullin þar flokkuð og verkuð eftir vissum reglum, og undir eftirliti —, þar er fyrirmyndin er við eigum að hafa. --------Hvernig það tókst? — Ivonsúlar þeir vísuðu mjer til utan- ríkisráðaneytis Dana, en það tók mjög vel undir að útvega þær upp- lýsingar, er jeg óskaði eftir, ogrita konsúlum sínum um málið. Jeg vona þvi að þær upplýsingar komi, og að það megi talsvert græða á þeim. Hvert fer íslenzka ullinJ — Pú ert að spyrja að því, hvert islenzka ullin fari. — Árið 1908 voru ílutt út hjeðan 1,377,958 pund af ull og 1909 1,962,600 pund af ull, mest til Dan- merkur og Englands, en auk þess nokkuð til Noregs. Þó ullin sje flutt hjeðan til þessara landa, þá er hún flutt þangað til sölu,og seld þaðan aft- ur til annara landa. Mest af ullinni fer til Ameriku, og því er brýnust þörfin á að kynna sjer sem rækilegast, hverju kaup- endur þar óska að breytt sje. Samkvæmt skýrslum þeim, er jeg fjekk í Boston hefir verið flutt þangað íslenzk ull: Árið 1908 212,139 lbs. (ensk pd.) — 1909 1,626,589 — — 1910 260,463 — En til New York voru flutt alls 418,311 lbs. árið 1910, þar af komu frá Danmörku 189,397 lbs. — Englandi 222,854 -- — Þýzkalandi 6,060 — En frá Philadelphia á jeg von á skýrslu um innflutta ull. Með því að bera þessar tölur saman við útflutta ull hjeðan, sjest, að mest af islenzku ullinni er notað í Bandaríkjunum. Til livers er ullin notuó ? — Það hefir heyrst hjer, að ís- lenzka ullin væri notuð í gólf- ábreiður og annað grófara, en í önnur efni væri ekki hægt að nota hana vegna þess að hún er svo grófgerð. — Já, er það ekki rjett? Björn Kristjánsson hefir fullyrt eitthvað um það — skaut jeg inn í. Hr. S. E. ljet sem hann heyrði það ekki, en hjelt áfram : — Jeg aflaði mjer uppl)7singa um það, því að það var auðsætt, að ef íslenzk ull væri að eins not- uð í hin óvandaðri efni, þá mætti aldrei vænta þess, að fá hátt verð fyrir liana, og því minna eyðandi til þess að bæta verkun hennar, en þá frekar ástæða til þess, að reyna að bæta sauðfjárkynið, með tilliti til ullargæðanna. En þetta álit er ekki rjptt; al- mennt er ullin notuð i fataefni, en hið lakasta í grófari efni, í Ameríku er margskonar ullar- jollur. Undir hinar lægri tollskyld- ur heyrir grófari ullin, er Ameríku- menn nefna »carpet wool«, og undir því nafni gengur ull vor þar vestra og kemst inn á markaðinn. Þetta mun vera orsök þess, að sumir hafa haldið, að hún væri eingöngu notuð i grófan velnað. Þeir hafa dregið það af nafninu. En það er misskilningur. Annars er ull vor talin jöfn Lincoln-ull að gæðum. Óhrein nll ? — Já, það er satt, að því hefir verið hreyft, að senda út ullina óhreina og hætta ullarþvotlinum. — Bjarni gerði það, skaut jeg inn í. — Jeg rannsakaði þetta efni svo vel sem jeg hafði föng á, og svör- uðu allir, er jeg spurði þar um, bæði ullarsalar og ullariðnrekend- ur þvi á einn veg, að sjálfsagt væri að þvo ullina sem bezt. Þær ástæður, er þeir töldu fram með þvottinum, voru: 1. að ullin skemmdist ekki. í ullinni væri mildð af sauðfitu og sandi, er gæti eyðilagt ullina meira eða minna, ef hún væri geymd lengi og ekki þvegin, og gæti það gert ullina ónotandi og óseljandi. 2. að tollur af ullinni ijrði minni, því að þá þyrfli ekki að greiða toll af óhreinindunum, er burtu hefðu verið þvegin. Einkum lögðu Amerikumenn áherzlu á þetta at- riði, enda er ullartollur þar mjög hár. 3. að ullin seldist ver, ef hím j væri óþvegin, bæði vegna tollsins og líka vegna þess, að ullsalarnir yrðu, er þeir keyptu ullina, að á- ætla, hversu mikið af óhreinind- um væri í henni, og tækju þá eðli- lega sem hæst óhreinindahlutföll, svo að þeir töpuðu ekki. — Þú vilt þá ekki láta senda ullina óþvegna? — Nei, það vil jeg ekki; það á að þvo vel alla ull, er út er flutt, hvort sem það er haustull eða vorull. — Haustull líka? — Hún er nú mest öll flutt út óþvegin, en það er rangt, og lögðu Amerikumenn áherzlu á það, að hún yrði þvegin, því þeir sögðu að hún væri góð, og að mun fín- gerðari en vorullin. Annars eru 25—35°/« af óhrein- indum í henni. — Flokka hana —? — Það er óþarfi, bara þvo hana vel. — Hvernig er íslenzka ullin nú? — Því er ekki fljótsvarað. Hver ullarverksmiðja þarf að hreinþvo ullina, svo að engin ó- hreinindi sjeu í henni, en hversu vel sem ullin er þvegin, þá er ekki minna en 8% af óhreinindum í henni, er hún kemur til verk- smiðjanna, enda má það ekki vegna tolllaganna í Bandríkjunum. Já — íslenzku ullinni er allmjög ábótavant hvað þvottinn snertir. P a n s T í nokkur kvöld kennum við ^túr- dansa", svo sem : Lanciers, 'Prinsesse Álexandrine Kvadrille, og ennfremur: Anglodane, Mirélla, og ef til vill fleira. Þeir, sem kynnu að vilja sinna þessu, eru beðnir að tala við Ouðrúnu Ind- riðadóttur fyrir 6. þ. m.; heima kl. 5—7 síðdegis. Ouðríui lndridadóttir. Stefaiiía A. Oudmundsdóttir.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.