Reykjavík - 02.09.1911, Síða 3
REYKJAVlK
147
Glaðlyndi og ánægja eru
samfára notkun Sunlight
sápunnar. Eins og sóls-
kinið lýsir upp og fjörgar
náttúruna, eins gjörir
Suniight sápan bjart yfir
erfiði dagsins.
SUNLIGHT SÁPA
ZMZm
■JP^QLm
■K T r byrjar haustkauptíðin og allir þurfa að birgja sig
1^1 upp fyrir veturinn með ýmsar nauðsynjar. — Þá
mun öllum bezt að eiga kaup við
Árna Eiríksson
Austurstræti 0. Reykjavík,
með allskonar
Vefnaðar- og Hreinlætisvörur.
Það mun marg-borga sig.
Þar verða allar vörur vandaðastar og ódýrastar eftir
gæðuin. ,
Komið, litið á vörurnar og spyrjið um verðið, og þið
munuð sannfærast.
F’eim sem verzla að mun, veitast sjerstök vildarkjör.
m
dSsz
“vsa-*
hin stjórnlausa eyðslusemi. Þing-
menn kaupa sjer kosningarfylgi með
gegndarlausum bitlingum af almanna
fje, og stjórnin, sem ekki er annað
en framkvæmdarnefnd meiri hlutans,
fær eigi reist rönd við. Alveg af-
skaplegt dæmi þar frá eftirlauna-
austrinum. Það eru nú 50 ár síðan
þrælastríðið hófst í Bandafylkjunum,
og enn eru eftirlaun upp úr þeim og
út frá þeim og aðrar slíkar bætur
að hækkall Læsi maður slík undur
og ósköp ekki í úrvals-tímariti („The
Outlook") tryði maður því ekki.
Eítirlaunin frá stríðinu — fyrir 50
árum — komin upp í 150 miljónir
dollara. Mest allt líklega kosninga-
mútur, en í samspillingunni fær eng-
inn við ráðið.
Bandarlkin eru nógu auðug að
bera þetta, en hvað bæri ísland lengi
slíkan austur út í loftið ? En stingi
þá um leið hver hendinni í eigin barm.
Eyðslan er líka frá ásókn hinna mörgu
einstaklinga, sem knýja á þingmenn-
ina. Sjái menn voðann og vilji af
heilli alvöru sparnað, verður hverj-
um einum að lærast sjálfsafneitun
fyrir sig og fyrir sína byggð.
Allra ógeðslegust er sú hlið eyðslu-
spillingarinnar,,þegar þingmenn fara
að tefla með atkvæðið fyrir eigin
munn og maga. Og verði þeir til-
tölulega nokkuð margir slíkir innan
þings, hvar sem er, þá er voðinn vís.
Og olmælt mun það nú eigi, að
fjölgað hafi þeim á voru þingi hin
síðustu árin, pólitisku brauðbítunum,
sem beinlínis þurfa að krækja sjer í
bitling af almanna fje með fjárveit-
ingu af þingi, eða eru, að því er
sýnist, að þarflausu að gæða sjer
með þvf. Fylgir slíkt, því miður,
óviðráðanlega nokkuð þingveldisfyrir-
komulaginu í hverju landi sem er.
Man jeg t. d„ að jeg veitti því eftir-
tekt við nokkur kynni á dönsku
þingmönnunum 1906 og 1907, hve
margir þingmenn, ekki sízt í stjómar-
flokknum, voru búnir að fá góð bein
með sem engri vinnu, enda þar
á mikið að ganga í auðugu landi.
Og í sama horfið hefir sótt hjá oss
seinustu árin, þótt um mikið smærra
sje að ræða.
Nú ætti það að vera mönnum ein-
sætt, hver hætta stendur af því að
kjósa þá menn á þing, sem líklegir
eru til þess að vera í slíku fjárkrafsi
fyrijr sjálfa sig á þinginu. Þeir liggja
einfnitt flatir fyrir öllum hrossakaup-
um til endalausrar fjáreyðslu. Ganga,
ef svo mætti segja, með snarvöl um
snoppuna.
Og þegar smá-spekúlöntunum fjölg-
ar innan þings, þá fara stór-spekú-
lantarnir utan þings að koma ár sinni
fyrir borð að krækja í almanna fje
með ýmiskonar samningum. Og það
er nú tíðast meiri blóðtakan.
Kannist menn við og skilji voð-
ann í sínum algleymingi af eyðslu-
seminni og lánasúpunni, er að þessu
sinni eingöngu eftir því að kjósa
mennina, sem treystandi er til að
bjarga við, hafa lund til þess og geta
það kjara sinna vegna.
Það, sem mest af öllu er að var-
ast, núna í fjárhagsvoðanum, er að
kjósa á þing menn lítt sjálfbjarga*)
Og lítt sjálfstæða, vinnulitla menn fyrir
sjálfa sig og aflalitla við framleiðslu
brauðsins fyrir aðra, útbrotagjarna
menn og brasklundaða.
Menn, en ekki málefni að þessu
sinni!"
Kveðst höf. svo „til dálítilla rök-
semda rjett drepa á helztu málin, sem
hampað er nú undir kosningarnar".
Hann segir „sambandsmálið dautt
að sinni, hvað sem hver segir".
Kveðst ekki skilja, að nokkur telji
það þingmál nú næstu þingin, að
taka það upp.
„Adflutningsbannið komst á með
alþjóðar-atkvæði. Er mjer óhugsan-
legt að nokkur andbanningur láti sjer
í hug koma, að afnema það, nema
með alþjóðaratkvæði. Er á því einu
þingi það mál að sækja til fullnaðar-
úrskurðar. Alþingi vogar aldrei að
afnema lögin á sitt eindæmi. En
vansalaust er að skjóta málinu aftur
til alþjóðaratkvæðis, þar sem þá að
sjálfsögðu konur jafnt sem karlar
greiddu atkvæði".
„Enn er það kvenrjettindamálið.
Heyrist það sem ástæða til þess, að
fyrir hvern mun verði nú að sam-
þykkja stjórnarskrárfrumvarpið, svo
að eigi frestist sú rjettarbót kvenna.
En því máli er eigi teflt í neina
hættu, þó að bíði 1 eða 2 ár. Um
*) Ekki er það einhlítt ráð, að
kjósa efnamenn á þing. Sumir efnamenn-
irnir okkar, bændur, prestar o. s. frv., eru
efnamenn einungis fyrir þá sök, að þeir
eru öðrum ásælnari — nota öðrum
betur hvert tækifæri til þess, að skara
eldi að sinni eigin köku — og til
hvers mundu slíkir menn líklegastir, þegar
á þing kæmu ? Ritstj.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Peningar í boði!
Alls konar
gamlir málmar
eru keyptir við hæzta verði.
Sundurgreinig og vigt skeður undir eftirliti.
Biðjið um verðskrá.
Petersen og Brill,
Gothersgade 1 4.
Kaupmannahöfn.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
►♦
það mál voru og eru allir sammála.
Má með engu móti vegna þeirrar
rjettarbótar einnar hrapa að því að
samþykkja meingallað frumvarp að
öðru leyti".
„Það sýnist varla vera ástæða til
þess, að flokksæsingin verði svo
mikil við næstu kosningar. Og því
er heldur til vonar, að kosningarnar
takist bærilega.
Gætið, fjárglöggt þing er nú fyrir
öllu. Og verklega hyggin stjórn,
sem hefir beint að ástríðu efnalega
viðreisn þjóðarinnar og sparnað á
almanna fje, stjórn sem getur keypt
og selt fyrir þjóðarbúið og sjeð við
brellum og fjárdrætti.
Og enn eitt orð að niðurlagi við
lesarann: Þú þarft að halda á um-
boðsmanni til að reka erindi þitt og
fara með fje þitt, og skiftir þig afar-
miklu, hvernig með er farið. Og
umboðsmaðurinn þinn fær takmarka-
laus ráð yflr fje þínu, öfluðu og enda
óöfluðu, getur sem næst selt þig með
húð og hári - - eftir að umboðið er
einu sinni gefið. Heldur þú, að þú
reyndir ekki að vanda valið? Og
ert þú í nokkrum vafa um það, hvað
þú telur fyrst og fremst til kosta
hjá þeim manni?"
Nokkur hefti af leyrilögreglusögum Nikk
C«Pters og æfintýrum Buffalo Bill’s o.
fl. fást á afgr. Rvíkur.
Björn Hallsson á Rangá býður sig
e k k i fram í Norður-Múlasýslu, eins og stóð
í einhverju blaði nýlega.
Guðmundur Finnbogason, mag., kvað
nú hafa afráðið, að bjóða sig fram hjer í
Reykjavík í haust.
t*órður J. Thoroddsen, læknir, segir
„Þjóðviljinn11 að muni ekki ófáanlegur til að
bjóða sig fram hjer i Reykjavik.
Fæddir, fermdir, giftir, dánir 1910.
Fæddir sveinar 1196, meyjar 1038, samtals
2234. Af þeirri tölu andvana fædd 63. Ó-
skilgetin börn 280. — Fermdir 1828 alls,
948 sveinar og 880 meyjar. — Hjónabönd
480. — Dánir alls 1365. Voveiflega dánir
102, þar af 18 konur. Fargað sjer höfðu
16, af þeim 4 konur. Drukknað hafa 79.
Úti orðið 4 (í þeirri tölu barnið, sem úti
varð i fyrra sumar á veginum austur). Þrjár
persónur andazt milli 95 og 100 ára. (N. Kbl.).
Haskólinn og Frakkar. „Ingólfur“
hefir það eftir háskólarektor B. M. Olsen,
að frakkneski konsúllinn hjer, hr. A. Blancbe,
hafi flutt tilboð frá stjórninni á Frakklandi
um að senda hingað prófessor, til þess að
kenna frönsku við háskólann, og að hún
mundi greiða laun hans að mestu eða öllu
leyti.
S. d. adwentistar eru nú farnir að
láta endurbyggja samkomuhús sitt, Betel
við Ingólfsstræti. Hið fyrra hús brann í
jan. í fyrra, Nýja byggingin verður úr
steini, og hefir Steingrimur Guðmundsson
tekið að sér verkið.
Nöfu og nýjung'ar.
Standmynd Jóns Sigurðssonar.
Nú er fullyrt, að hún komi með „Ceres" á
morgun, og hefir nefndin ákveðið, að hún
verði afhjúpuð sunnudaginn 10. þ. m., kl. 5
siðdegis — ef ófyrirsjáanlegar hindranir
banna það ekki.
Bjttrn Bjarnarson, bóndi í Grafarholti,
býður sig fram, til þingmennsku, í Gullbr.-
og Kjósarsýslu.
Silóam. samkomuhúsið við Grundarstíg,
seldi Samúel 0. Johnson 21. f. m. Sigfúsi
Sveinbj arn arsyni fasteignasala.
r pMfcgjaj) brúkuð íslonsk, alls- aSgSjijf' konar borgsr enginn ’ betur en ^11 1 1 <' 1 ii » 1 lolgnson (hjá Zimsen) Reykjavik.