Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.09.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 16.09.1911, Blaðsíða 1
IRe^kjavífc. XII., 40 Laugardag 16. September 1911 XII., 40 Rúðubrotid. Skjöl og skilríki. Umræður alþingis um íjár- veitinguna. Því hefir verið haldið íram af hr. Skiila Thoroddsen og talsmönn- um hans, að það komi engum við, nema sjálfum honum, hvernig liann hefir rekið erindi sitt sem fulltrúi þings og þjóðar við hátíðahöldin á Frakklandi, og hvernig hann heflr varið fje þvi, er honum var veitt til Frakklandsfararinnar. Þeir halda því fram, að hr. Sk. Th. hafi unnið fyrir fjárveiting- unni, og haft rjett til þess að heimta hana sjer greidda, ef hann hafi að eins til Frakklands komið, þótt hann hafi hvergi gert vart við sig við hátíðahöldin. Það er þess vegna ekki ófróðlegt, að rifja upp fyrir sjer umræður þær, sem urðu um fjárveiting þessa á síðasta alþingi; og með því að Alþingistíðindin eru í fárra hönd- um, setjum vjer umræðurnar hjer orðrjettar, og án þess að fella nokk- uð úr þeim. En leturbreytingarnar höfum vjer gert. Þegar fjáraukalögin fyrir 1910 og 1911 voru til siðustu umr. (einnar umr.) í efri deild alþingis, og með- ferð þeirra var lokið í neðri deild, fór fjáraukalaganefnd efri deildar fram á það, að mag. Guðm. Finn- bogasyni yrði veittur 1000 kr. ferða- styrkur til þess að sækja 1000 ára hátið Normandís sem fulltrúi ís- lands þar. — Tillaga þessi var samþykkt þar með 9 samhljóða atkvæðum, og umræðulaust að öðru en því, að framsögumaður fjár- aukalaganna fór um hana þessum orðum: Framsöguin. Stelngrfmur Jóns- son: »Þá er ný br.till. frá nefnd- inni við 6. gr., sem fer fram á það, að magister Guðm. Finnbogasyni sje veittur þúsund króna ferðastyrk- ur til þess að sækja þúsund ára hátið Normandís sem fulltrúi ís- lands þar. Bretagnebúar og Rouen- búar, frændur okkar, ætla að minn- ast þess í sumar, að nú eru þús- und ár liðin síðan norrænir vík- ingar fengu þar ljen og riki, og hafa boðið gestum frá Norðurlönd- um að sækja þau hátíðahöld og þann fagnað, sem þar er i vænd- um í minningu þess. Þeir hafa sýnt íslendingum þann sóma að bjóða mönnum hjeðan að taka þátt i þeim. Guðmundur meistari Finnbogasson hefir fengið boð þangað, ennfremur hefir Bókmenta- fjelaginu verið boðið að senda full- trúa, og forseta sameinaðs þings hefir lika verið boðið að koma. Nefndinni þótti fara vel á því, að íslendingar ættu sjer fulltrúa á þessum hátíðum, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir. Þessi heimboð Frakka mega vera oss gleðiefni; þau sýna, að þeir hafa hugboð um að hjer búi írændþjóð sín af norrænum kynstofni. Jeg tel með öllu óviðeigandi að hafna þessu boði. Og vjer eigum naumast völ á íærari manni til þessarar farar en Guðmundi Finnbogasyni. Hann er, eins og við allir vitum, maður mjög vel mentaður, og nýkominn frá Frakklandi, og því ekki farinn að ryðga í frakkneskri tungu. Jeg ber því engan kvíðboga fyrir, að framkoma hans verði ekki eins og land og þjóð mega una við. — Þess eru víst ekki mörg dæmi, að Frakk- ar hafi munað, að íslendingar væru til, og færi illa á þvi, að vjer gæfum slíku kurteisis-boði engan gaum.« Mag. Guðm. Finnbogason mun hafa tekið að sjer, að mæta við hátíðahöldin sem íulltrúi Bók- menntafjelagsins. Frá forseta sameinaðs þings, hr. Sk. Thoroddsen, kom engin beiðni um ferðastyrk. Litlu siðar voru fjárlögin fyrir árin 1912—1913 til einnar umræðu i neðri deild, og þá komu þeir Benedikt Sveinsson og Jón Þor- kelsson með svohljóðandi viðauka- tillögu við 15. gr. 50. lið fjárlag- anna : y>Til forseta sameinaðs alþingis lil þess, samkvœmt boði, að taka þátt f, fyrfr þiiigsins liöeid. hátíðalialdi Frakka, i minningu um, að 1000 ár eru liðin síðan Norðmenn byggðu Normandí, 1200 kr. fyrra áriða. 1 deildinni urðu þessar umræður um málið: Jón Þorkelsson: »jJá er brt.till. á þgskj. 930. Svo stendur á henni, að foi'seti sameinaðs þings fjekk á síðasta augnabliki boð um að taka þátt i 1000 ára hálíð Normandís. Pessu boði þykir oss eigi mega taka þegjandi. Eins og kunnugt er, vann Göngu-Hrólfur Rúðu árið 911; verða niðjar hans stórhöfð- ingjar, og eru þar á meðal Engla- konungar. Margir íslendingar er nú lifa, geta og rakið ætt sína lil hans. Hrollaugur hjet bróðir Göngu- Hrólfs. Hann nam Hornafjörð. Þar heita enn Hrollaugseyjar og Hrol- laugshólar; þar er liann heygður. Munu ættvísir menn geta rakið ættir frá honum til núlifandi manna, og munu ekki fáir þeirra hjer i þess- um sal«. Hanncs Hafstein: »Hjer er till. á þgskj. 930 um 1200 kr. fjárveit- ingu til forseta sameinaðs þings, lil að mæta fyrir alþingis hönd á 1000 ára hátíð Normandís í sumar. Jeg vil leyfa mjer að spyrja um það, hvort háttv. þm. N.-ísf. (Sk. Th.) hefir sótt um þennan styrk eða ekki, og hvort þm. þyki ekki kappnóg, að sá maður fari, sem Ed. hefir fyrir sitt leyti veitt styrk til fararinnar og sótt hefir um það. Verðskrá h.|f. Sápuhússins og Sápubúðarinnar í Reykjavík. Til þvotta. Ágæt grænsápa pd. 0,16 — brúnsápa — 0,18 — Kristalsápa — 0,22 — Maseillesápa — 0,25 — Salmiaksápa — 0,30 — Stangasápa — 0,20 Prima Do. — 0,30 Ekta Lessive lútarduft — 0,20 Kem. Sápuspænir — 0,35 Príma Blegsodi 8—10—11—17 au. pd. Gallsápa á mislit föt st. 0,18 Blámi í dósum 0,08 3 pd. sóda fínn ög grófur 0,15 Handsápur frá 5 aurum upp í 1 kr. Á tennnrnnr. Sana tannpasta 0,30 Kosmodont 0,50 Tannduft frá 0,15 Tannburstar frá 0,12 í hárið. Franskt brennivín giasiö 0,28 Brillantine glasið frá 0,25 Eau de Quiníne viö hárlosi i stórum glösum 0,50—0,60—1,00. — Champoo- ing duft (með eggjum) 0,10—0,25. Góöar hárgreiður á 0,25—0,35—0,50 -0,75-1,00. Ilmvötn. I glösum frá 0,10 Ekta pröfuflöskur 0,45 Eftir máli 10 gr. 0,10 Skóábni'ður. Juno Creme, svart 0,10 Standard í dósum 0,25 Filscream Boxcalf 0,20 Skócreame í túpum á svarta, brúna og gula skó 0,15—0,25. Brúnn áburður í dósum 0,20 Allskonar burstar og sápa, Gólfklút- ar, Svampar, Hárnælur, Kambar, mjög mifcið úrval og gott verð. h/f Sápuhúsið, Austurstræti 17. Sápubúðin, Laugaveg 40. Talsimi 155. Talsími 131. Alþingi getur nœgilega leyst hend- ur sínar með því að senda sam- fagnaðarkveðju í brjefi eða sím- skeyti. Mjer er ekki kunnugt um það, hvort háttv. þm. N.-ísf. (Sk. Th.), sem nú er forseti sameinaðs þings, er svo vel að sjer í frönsk- unni, að hann geti t. d. lialdið ræðu fi frönsku. Það má vel vera, að svo sje, og að liann þyki að öðru leyti vel til slíks erindis fallinn. Þetta og annað, sem till. snertir, væri gott að íá upplýst«. Skiíli Thoroddsen : »Þá vil jeg svara háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.). Hann gerði þá fyrirspurn, hvort jeg heíði sótt um það fje, 1200 lu\, sem farið er fram á handa forseta sameinaðs þings, til þess að sækja Göngu-Hrólfs hátíðina. Mjer hefir, sem forseta, borizt brjef, sem er til mín og annara meðlima þingsins, og hefi jeg lagt það fram á lestra- salinn. Þar er forseta sameinaðs þings boðið, og það er á þingsins valdi, hvað það vill að gera skuli i þvi máli. Jeg hefi ekki kornið þar nærri til annars en að leggja þetta fram, og svo var mjer líka kunnugt um, að háltv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) kom fram með þessa breyt.- till. Annan lilut hefi jeg ekki átt að þessu máli. En þar sem þm. fór með vanalegri góðvild i minn garð að ympra á því, hvort jeg mundi vera sendilegur vegna kunn- áttu minnar í frönsku, þá er því þar til að svara, að jeg hefi áður bablað nokkuð í því máli, og jafnvel haldið rœður á þvt, en er nú orðinn — það skal jeg játa — svo ryðgaður, að jeg veít ekki, hvort jeg mundi treysta mjer til þess leng- ur. En þótt svo sjc, þá yrði þó mín »repræsentation« aldrei lakari en lians var, þegar hann var ráð- herra og var að fara út í skipin með túlk, eða þegar hann hafði sjóliðsforingjana i boði hjá sjer og varð að gæta þess sem vandlegast, að hafa »cliefinm< sem fjærst sjer við borðið. Það yrði kannske eitt- hvað líkt um okkur i þessu, en fráleitt gæti það orðið verra hjá mjer. En svo getur honum varla verið ókunnugt um það, að það er til annað mál, sem öllu fremur getur kallast heimsmál, og það er enska, og hygg jeg, að jeg mundi reyna að lialda tölu á því raáli, eí á þyrfti að halda. Forseta sam- einaðs þings er ekki heldur boðið vegna þess, að það sje sjálfsagt, að hann kunni betur frönsku en aðrir, heldur vegna stöðu hans, til þess að »rcpræsentera« þingið og landið, og skal jeg svo ekki fara frekar út i þessa sálma«. Hannes Hafstein: »Jeg þóttist skilja það á háttv. forseta sam.þ. (Sk. Th.), að hann vildi gjarna, að sjer væru veittar þessar 1200 kr. til þess að sækja 1000 ára hátíðina í Normandí fyrir alþingis hönd. Pað gleður mig, hvað hann ireystir sjer vel. Ekki mundi mig íýsa að fara þessa för, eí jeg væri í lians sporum. En það er nú víst hka nokkur munur á frönsku-kunnátt- unni okkar. Mín er víst ekki beysin, ef það er satt, sem hann lagði svo mikla áherzlu á, að jeg hafi í veizlu fyrir foringja á franska herskipinu látið »chefinn« sjálfan sitja sem lengst frá mjer við borðið! En jeg held að lika megi skilja þetta atriði á annan veg. Háttv. þm. hefir ef til vill ekki heyrt þess getið, að það er sumstaðar talin kurteisi, að vísa heiðursgestinum til sætis í heiðurssætinu við hlið húsfrúarinnar, án þess að húsbónd- inn klíni sjer þar.hjá. Hann hefir þá oftasl sitt sæti hinu megin við borðið og lætur sjer nægja að setja þann næst æðsta hjá sjer. Mjcr þykir ekki ósennilegt, að háttv. þm. kynnist einhverjum mannasiðum t þessa átt, ef hann fer þessa Frakk- landsför, sem hann fýsir svo mjog til, og i öllu falli vona jeg, að hann verði búinn að læra það, áður en hann kemst í liið langþreyða ráð- herrasæti — ef það á fyrir honum

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.