Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.09.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 16.09.1911, Blaðsíða 2
156 REYKJAVlK að liggja — og fer að halda »franskar veizlur« eða ðnnur heim- boð. Jeg vil að eins benda á ann- að atriði þessu viðvíkjandi. Það stendur, að þessar 1200 kr. eigi að notast í sumar, þó er lagt til að taka upphæðina á fjárlögin 1912— 1913, löngu eftir að hátíðin verður um garð gengin. Hvernig hugsa menn sjer, að upphæðin geti komið í landsreikningunum 1911 ? Jeg held, að þessi till. hafi komið ó- vart fram hjer, eða vanhugsað. Tillagan hefði átt að koma fram við aukafjárlögin 1910—1911, eins og styrkveitingin til mag. Guðm. Finnbogasonar. Af hverju það hefir ekki verið reynt veit jeg ekki. Nú er eftir þingsköpum ómögulegt að koma þessu að í fjáraukalög- um lengur, því þau eiga að eins eftir að fara í sameinað þing, og þar komast nýjar tillögur ekki að, eins og kunnugt er. En eins og nú er komið, skil jeg ekki, hvernig þessi fjárveiting kemur að gagni á fjárlögum fyrir næsta fjárhagstíma- bil, nema því að eins að sendi- herrann kosti ferðina úr sínum eigin vasa,og eigi svo endurgreiðslu- rjett á því fje, þegar fjárlögin 1912— 1913 eru komin í gildi«. Jón Porkelsson: »Jeg skal strax drepa á þetla atriði. Við gleymd- um að athuga það, að hjer þurfti eiginlega fjárveitingu á fjárauka- lögum. En fyrst það varð nú ekki, verður að bjargast við það fyrir- komulag, að forseti leggi sjálfur fram fjeð fyrst og fái það svo endurgreitt«. Benedikt Sveinsson: »Jeg vil minnast á breyt.till. á þgskj. 930. Svo er mál vaxið, að á komanda sumri eru liðin þúsund ár síðan Göngu-Hrólfur tók ríki í Norð- mandíi og verða þar hátíðahöld mikil í minning þessa atburðar. Forstöðunefnd hátiðahaldsins hefir sýnt alþingi þá kurteisi, að bjóða forseta sameinaðs alþingis að taka þátt í hátíðinni, og fer hún fram í Rúðuborg og l’arís 9.—11. júní næstkomandi. Verður þar mikið um dýrðir, fjöldi manna af Norður- löndum og úr öllum áttum heims. Mjer finnst þinginn ósamboðið að hafna boði hátiðanefndarinnar, því fremur sem það liggur íslending- um nær en flestum öðrum þjóðum, að minnast landnáms Norðmanna á Frakklandi, því að það er svo nátengt byggingu íslands. Löndin byggðust, sem kunnugt er, á sama tíma og af sömu þjóð, víkingunum norrænu, og svo var frændsemin náin, að meðal landnámsmanna vorra var Hrollaugur son Rögn- valds Mærajarls, bróðir Göngu- Hrólfs, að þvi er hinir beztu fræði- menn vorir hafa ritað í forneskju. Það má meir að segja fullyrða, að flestir íslendingar sjeu komnir af Göngu-Hrólfi sjálfum, þvi að hann var langafi Ósvifrshinsspaka Helga- sonar og Einars skálaglamms, að því er Landnámabók telur, en frá ósvífi eru miklar ættir komnar. — Frændur vorir í Norðmandí týndu að vísu brátt tungu sinni, en engu *að síður helzt lengi frændsemi og vinátta með þeim og norrænum mönnum. Áttu víkingar þar löng- um friðland. Svo var um Ólaf konung Haraldsson hinn digra, að j hann hafði vetursetu með Rúðu- jörlum, áður hann yrði konungur í Noregi. Eldi og lengi eftir af norrænu skaplyndi og fornum háttum í Norðmandí, jafnvel til þessa dags. Jeg liefi minnst á þetla til þess gð sýna að Jslendingar hafa alveg sjerstaka hvöt til þess að gefa gaum þessari 1000 ára hátíð og sinna boðinu. Eru Islendingar einnig sú þjóð, sem bezt hefir haldið þjóðerni hinnar merku og frægu víkingaþjóðar, er bæði lönd- in byggði og verðnr því landi vorn vafalaust sjerstakur ganmnr gefinn við þetta tækifæri, einknm ef vjer sendum þangað fulltrúa fyrir þjóöarinnar liönd. En það er ekki oft, sem svo ber undir, að stórþjóðirnar minnast Islands á allsherjar samkomum, sem athygli vekja um allan heim. Bent hefir verið á það, að annar maður fari hjeðan af landi til há- tíðarinnar, en það skiftir hjer engu máli. Hannfersem »prívat«-maður, en þó hefir efri deild nú ætlað hon- um styrk til fararinnar. Það væri ineiri fjarstæða að synja þeim manni um styrk, sem beint er boðið af nefndinni sem fulltrúa þings og- þjóöar og jeg trúi því ekki fyr en jeg tek á, að þingið láti sig þann vansa henda. Fjárveitingin hefði átt að koma í fjáraukalögunum, en við flutn- ingsmenn vissum ekki af boðinu fyr en þau voru samþykkt í þess- ari deild. En það kemur í einn stað niður. Forsetinn leggur fjeð til sjálfur í bráðina. Atkvœðagreiðsla: Viðaukatillaga þessi felld með 11 atkv. gegn 11. Þrír greiddu ekki atkvæði. Samkvœml þingsköpunum var mál þetta þar með úr sögunni. En svo komu fjáraukalögin fyrir 1910 og 1911 fyrir sameinað þing, og þá komu þeir Jón Þorkelsson, Bjarni Jónsson fráVogi, Jón Jóns- son frá Hvanná, Jens Pálsson, Jósef Björnsson og Benedikt Sveinsson með svohljóðandi breytingartillögu: »Síðasti liður 6. gr. orðist svo: yyFerðastyrkur til þess fyrir lantlsins iiönil að sækja þús- und ára þjóðliátíð Normandís: a. til forsela sameinaðs alþingis............ 1200,00 b. til Guðmundar meist- ara F'innbogasonar. . 1000,00 "2200,00 Um tillögu þessa, sem forseti sameinaðs þings Iiefði átt að vísa frá sem ólöglega framkominni, urðu þessar umræður: Bjarni Jónsson: »Enn fremur ætla jeg að minnast á aðra breyt- ingartill., sem hjer er til umræðu á þingskjali 947, um að forseta sameinaðs alþ. verði veittur 1200 kr. styrkur til þess að sœkja 1000 ára þjóðhátíð Normandis. Jeg hefi hjer fyrir framan mig brjef, sem hv. forseta hefir verið skrifað um þelta. Öllum er kunn frændsemi vor við þessa þjóð, og þarf jeg ekkert að fara út í þá sálma. Nú hefir forseta alþingis verið boðið að laka þáll í fiátídalialdi í Par- isarborg þ. 10.—11. júnimán. á þessu sumri. Brjefinu fylgir skrá yfir, hvað gera skuli. Og í niður- Iagi brjefsins er forseti alþingis beð- inn að gera bjóðendum þann lieiönr að vera við hátíðahaldið. »Sæti mun geymt yður til handa við hina ýmsu liði hátíðarinnar«, segir í brjefinu, og að síðustu kveðja. Brjefið er stílað til forseta sam. alþ. . og um leið til allra al- þingismanna, í því trausti, að þeir muni biðja forsela sinn um að fara, og verða við hátíðina fyrir liönd alþ. og landsíns. Jeg sje ekki, að alþingi geti sóma síns vegna látið hjá líða að veita fje til fararinnar og sýna þar með frœnd- rœkni þjóðarinnar og það, að hún setji ekki fyrir sig smávægileg út- gjöld í þessu skyni«. Steingrímur Jónsson: »Þáertill. á þingskj. 947 um ferðastyrk til forseta sameinaðs þings til Rúðu- borgar og sömuleiðis til magisters Guðm. Finnbogasonar. Jeg álít að fyrri liður tillögunnar geti alls ekki komið hjer til umr., þar sem liann aldrei hefir legið fyrir hv. efri deild«. Forseti (Skúli Thoroddsen): »Út af orðum hv. 4. kgkj. verð jeg að geta þess, að tillagan er löglega fiam komin. Till. um Guðm. magister Finn- bogason hefir ekki verið rædd i hv. neðri deild, og það er auðsætt að ekki getur gengið að sú deildin sem síðast hefir málið, geti smeygt inn á laun hverju sem henni þóknast. En samkv. 28. gr. stjórnarskrár- innar*) er þetta sem nýtt atriði sett inn. Og með skírskotun til 30. gr. þingskapanna**) úrskurða jeg þessa br.till. löglega fram komna«. Jón Ólafsson: »En jeg bað um orðið aðallega lil þess að minnast á eina tillögu, sem hjer liggur fyrir. Jeg er einn í þeirra tölu, sem álíi hana greinilegt þingskapabrot. Það er ekki unt að koma till. að samkv. 30. gr. En jeg sje veg til að koma kenni að, og þá beinlínis samkv. *) Hin tilvitnaða 28. gr. [stjórnarskrár- innar hljóðar svo: „28. gr. Þegar lagafrumvarp er samþvkkt í annari hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykkt. Verði þar breytingar á gerð- ar, gengur það aftur til fyrri þingdeildar- innar. Verði hjer aftur gerðar breytingar, fer frumvarpið að nýju til hinnar deildar- innar: Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman í eina málsstofu, °S leiðir þingið þá málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar þingið þannig myndar eina málstofu, þarf lil þess, að gerð vetði fulln- aðarályktun á máli, að meira en helmingur þingmanna úr hvorri deildinni um sig sjeu á fundi og eigi þátt í atkvaeðagreiðsluuni; ræður þá atkvæðafjöldi úrslilum um hin einstöku málsatriði, en til þess að lagafrum- varp, að undanskildum frumvörpum til fjár- laga og fjáraukalaga, verði samþykt i heild sinni, þarf aftur á móti að minnsta kosti, að tveir þriðjungar atkvseða þeirra, sem greidd eru, sjeu með frumvarpinu", — — £]ns 0g sjest, er hjer ekki einn stafur, er styðji úr- skurð forsetans. **) Það ákvæði þingskapanna, Bem for- setinn á við, hljóðar svo: „Þegar lagafrumvörp koma í sameinað þing, má pó olgi gera breytingartillögur um önnur atriði en pau, er sú deildin, er síðast hafði frumvarpið til meðferðar, breylli við pú umrœöun. 52. gr. þingskapanna*) ef ráð- herra leyfir«. Jón Þorkelsson: »Þá sný jeg nijer að breytingartillögu minni. Eins og háttv. þingmenn vita, fer hún fram á það að veita forsela sameinaðs þings 1200 kr. iil að fara lil Frakklands og vcra þar við þúsuinl ára liátíð Norniandís. Það hefir kornið boð frá forstöðu- nefnd þessarar hátíðar, sem jeg skal leyfa mjer að lesa upp í ís- lenzkri þýðingu. (Júlíus Havsteen: Megum við'ekki heyra það á frönsku?). Jeg hugsa h. háltv. þingmaður skilji frakkneskuna ekki betur en íslenzkuna. Að öðru leyti ætla jeg mjer ekki að fara að standa neitt »examen« fyrir liáttv. kgk. þm. nr. 1. Brjefið er svo í íslenzkri þýð- ingu. »Yjer biðjum yður, lierra forseti, að gera liátíðanefnd okkar þá æru að vera í París þá tvo daga, sem Terða kóróna 1000 ára hátíðar Normandís. Yður verða ætluð sæti við liin ýnisu liátíðaliöld«. Eins og menn vila, hefir eíri deild að nokkru leyti viljað að slíku boði væri sint, þar hefir ver- ið samþyktur ferðastyrkur til eins einstaks manns til Frakklandsferð- ar. Hann var seltur þar inn við síðustu umræðu málsins, og sá liður hefir aldrei komið til umræðu í neðri deild. Nú þykir mönnum fara illa á því, þegar búið er að veita einstökum manni styrk, að þá sje neitað um styrk tií farar- innar handa einumfmanni afþings- ins liendi. Háttv. þm. Dal. (B. J.) er að öðru leyti búinn að taka það fram, sem hjer um þarf að segja, því að það þarf ekki að skýra það fyrir háttv. þingi, hvernig hjer stend- ur á. Sumir landnámsmenn voru náfrændur Göngu-Hrólfs, sem tók tjen og ríki í Normandí fyrir 1000 árum. Bróðir hans var Hrollaugur, sem nam Hornafjörð, og frá hon- um er komið mikið kyn og merki- legt. Af honum var komirin Ari fróði, Gissur jarl, Oddaverjar og Sturlungar. Frá Göngu-Hrólfi sjálf- um eru og koninar miklar ættir hjer á landi, og tjöldi manna þeirra er nú eru hís vor á meðal, eru niðjar hans, Ilestir i 30.—33. lið, svo sem eg lók fram við umræðu þessa máls i neðri deildinni. Alkvæðagreiðsla um breytingartil- lögu þessa við 6. gr. íjáraukalag- anna: Stalliður a. var samþykktur með 20 atkv. gegn 17 að viðhöfðu natnakalli. Stafl. b. álilinn samþykktur án atkvæðagreiðslu. *) Sú grein þingskapanna hljóðar svo: „Þyki þingdeild eigi ástæða til að gera ályktun um eitthvcrt málefni, gelur hlín visað pví tit ráðherransv. Hretnlee °0 dugleg stúlka getur fengið góða vist frá 1, október. Upplýsingar á skrifstofu Steinolíufjelags- ins. [2] Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Ritstj. og ábyrgðarm.: Stefán Runólfsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.