Reykjavík - 21.10.1911, Síða 1
1R e$ fc j a\> t k.
47
Laugardag' 31. Október 1911
XII
Þmgkosningariiar í hausi.
[Frh.]. -----
18. Árnessýsla.
í kjöii þar verða Hannes Þorsteins-
son og Sigurður Sigurðsson, er verið
hafa þingmemi kjördæmisins, og auk
þeirra Jón Jónatansson búfr. og Kjart-
an Helgason prestur í Hruna.
Hr. Jón Jónatansson búfræðingur
var haustið 1908 eindreginn sam-
bandsmaður, en nú tjáist hann því
máli mótfallinn, og þá var hann einn-
ig bannmaður, en er nú að því er
„Templar" segir bannandstæðingur.
Hann virðist því vera mjög liðugur í
skoðunum sínum, einkum ef þess er
gætt, að hjer er um tvö aðalmálin og
slærstu málin að ræða, og því harla
lítið byggjandi á því, hverju máli hann
fylgir. Og skoðun hans á stærrri
málunum getur því ekki að neinu
leyti verið meðmæli með honum,
heldur þvert á móli. Og þar sem hann
er lítt reyndur í öðrum efnum, nema
í búnaðarmálum, þá er ekki ástæða
til þess að fylgja honum að málum
við kosningarnar, einkum þar sem
jafn þaulvanur búfræðismaður og Sig-
urður er þar einnig 1 kjöri.
Sjera Kjartan er lipurmenni mikið,
en þar sem skilnaður ríkis og kirkju
getur komið fram á þingi hvenær sem
er, er það mjög varhugavert að auka
veldi prestastjettarinnar á þinginu, því
að hætt er við því, að þeir þá vilji
skara eldi að sinni köku. Jeg mundi
því ekki undir neinum kringumstæð-
um kjósa sjera Kjartan.
Hinir eldri þingmenn kjördæmisins
eru reyndir þingmenn, og eru ekki
bendlaðir við illræmda bitlinga eða
annað því um líkt. H. Þ. hefir verið
forseti á síðustu þingum, en Sig. Sig.
hefir jafnan gætt hófs í fjármálum;
þannig var hann á móti Thorevitleys-
unni, móti 10,000 kr. fátækrastyrkn-
um hans Bjarna og fleiru slíku, og
vist er um það, að Árnesingar hafa
ekki nú völ á neinum er betur sjái
um mál sýslunnar, heldur en þeir gera.
Það hafa þessir þingmenn margsýnt;
og hijóta sýslubúar að viðurkenna það
að þeir hafa borið úr býtum fyllilega
— og meira en það — sinn skerf í
vega- og brúar-málum, vatnsveitum og
því um hku.
í Árnessýslu hefir þeirri feikna-
heirnsku verið rutt til vegs og gengis,
að ekki bæri að kjósa utanhjeraðsmenn
til þings. Argari meinvitleysu er ekki
unnt að finna, því að fyrst og fremst
d að kjósa þingmennina eftir hcefi-
leikum þeirra og dugnaði, eða þá eftir
pólitiskam flokkum, og allt annað, svo
sem lifsstarfi, búseta o. fl. er þar
langt á eftir. Og aldrei hefði Jón
Sigurðsson orðið þingmaður, hefði sú
vitfirring þá þjáð kjósendur, að allir
yrðu nð vera innansveitarmenn í kjör-
dærni sínu. Ýmsir menn af báðum
flokkum hafa lika mótmælt þessari
bábilju, t. d. Jón Ólafsson og Skúli
Thoroddsen.
Og um þessa menn, sem hjer um
ræðir, þá H. Þ. 0g Sig. Sig., er þess
að geta, að þeir eru báðir Árnesingar,
og það, að þeir eru búsettir í Reykja-
vík, hefir engin áhrif á þá; það hafa
þeir sýnt á þingum; enda eru Reyk-
víkingar, sem aðrir, elskir að þeim
sveitum, er þeir hafa alizt upp í.
Húnvetningurinn verður altaf Hún-
vetningur og Arnesingurinn Árnesing-
ur þótt hann búi mörg ár í Reykja-
vík; og eins er um alla aðra; þeir
eru fyrst og fremst synir sýslu sinnar,
svo landsins og Reykjavíkur, ef ann-
ars er um nokkra sýslupólitík að ræða.
Mjer mundi að þessu athuguðu ekki
blandast hugur um það, eins og nú
standa sakir, að sjálfsagt væri að
fylgja þeim Sigurði og Hannesi að
málum.
19. Rangárvallasýsla.
Auk þingmannanna þar, síra Eggerts
Pálssonar og Einars Jónssonar á
Galtalæk, býður þar sig fram Tómas
Sigurðsson á Barkarstöðum; en þar
sem ekki er líklegt að hann taki fram
þingmönnum þeim, sem verið hafa. væri
rangt gert að kjósa hann.
Um síra Eggert vil jeg taka það
fram, að jeg mundi kjósa hann, —
jafnvel þótt jeg álíti varhugavert að
kjósa presta — vegna þess hversu ó-
sleitilega hann hefir barizt fyrir ýms-
um hjeraðsmálum á þingi og borið
þau fram til sigurs, svo sem Rangár-
brúna.
20. Reykjavík.
Þar verða í kjöpi Quðmundur Finn-
bogason doktor, Halldór Daníelsson
yfirdómari, Jón Jónsson dósent, Jón
Þorkelsson doktor, Lárus H. Bjarna-
son prófessor og Magnús Blöndahl
bankaráðsmaður, og hafa 3 þeir síð-
ustu setið á þingi áður; hinir óreyndir.
Um G. F. er fátt að segja; hann
fimbulfambar mikið, en þekking hans
er ekki jafn-rótgróin og vaðallinn er
mikill, en landsmálaþekking hans ekki
ýkjamikil. Það mun því ekki mörg-
um koma til hugar að kjósa hann;
enda er hann illa meðfarinn af flokks-
bræðrum sínum, andbanningum, þar
sem þeir agitera lítið eða ekkert fyrir
honum, en starfa aftur af kappi fyrir
H. D.
Halldór Daníelsson er bannmönnum
svo kunnur frá bæjarfógetastarfi sínu,
að óþarfi er að lýsa honum, og ganga
má að því vísu, að hann nái ekki
kosningu. Að kasta atkvæði sínu á
hann eða G. F. er því hið sama og
að sitja heima og hafa hvergi kosið;
en þeir kjósendur munu þó fáir vera,
er vilja kasta atkvæði sínu í sjóinn,
eða kjósa þann, sem fyrirsjáanlegt er
um, að getur ekki náð kosningu.
Því að það sjá þó allir í hendi sjer,
að þeir, sem hafa báða stjqrnmála-
ttokkana og auk þess templara á móti
sjer, þeir geta ekki vænt þess að ná
kosningu; og bæri þau undur við, þá
verðskulduðu formenn og aðalmenn
þessara fjelagsskapa, hvort heldur þeir
eru í Landvörn, Fram, Sjálfstæðinu eða
Stórstúkunni, alvarlega hýðingu, og
ættu að blygðast sín og fara í felur.
Væri jeg valdamaður þar, og slíkt
höfuðhneyksli bæri við, legði jeg tafar-
laust niður völd og bæði aðra betri
og skynugri menn að taka við. En
þetta getur ekki komið fyrir; til þess
er allur þessi fjelagsskapur þó svo
sterkur, er hann stendur sameinaður;
þess vegna er það heimska einber að
kasta þangað atkvæðum í þeirri fá-
sinnis von að þessir menn nái kosningu.
Meðal allra þeirra manna, er hugsa
nokkuð um það, að hafa áhrif með
atkvæði sínu, hlýtur því valið að verða
miili þeirra er flokkarnir stilla.
Dr. Jón Þorkelsson hefir nú setið
á tveimur þingum fyrir Reykvíkinga
hönd, og mun mörgum hafa þótt nóg
um dragsúg þann, er sá heiðursmaður
hefir lent i, og vilja bjarga honum úr
þeirri prísund.
Eða viija kjósendur þann þingmann,
sem hypjar sig burtu úr þingsalnum,
er greiða á atkvæði um eitthvert
stærsta málið er fyrir liggur, eins og
raun varð á um dr. J. Þ., er Thore-
máiið sæla lá fyrir.
Vilja kjósendur kjósa þann mann,
er verður svo veikur af dragsúg, að
hann verður ófær til að segja „já“ eða
„n9i“, þótt hann hins vegar geti sam-
tímis haldið 10 mínútna ræðu ?
Sjá ekki allir, að veikin sú er upp-
gerð, en þrekið brestur til að greiða
atkvæði eftir sannfæringu sinni ?
Vilja kjósendur hafa þann mann, er
reynir að ná sem flestum bitunum til
flokksbræðra sinna, og er aðal-tals-
maður fátækrastyrksins handa mann-
inum frá Vogi?
Vilja kjósendur nýta þann mann, er
flytur svo vitlaus frumvörp inn í þing-
salinn, að þingheimur hlær að, svo sem
stjórnarskrárfrumvarpið doktorsins ?
Vilja kjósendur þann mann, sem er
svo fávís, að hann kemur fram með
frumvörp sem brjóta stjórnarskrána,
sbr. ráðherra-eftirlaunafrumvarp dokt-
orsins ?
Viija kjósendur hafa þann mann á
þingi, er hegðar sjer eins og geðillt
naut, sem er rekið áfram öskrandi og
bölvandi? En slík var framkoma hans
oft, t. d. í bannmálinu í vetur, er
hann hellti óbotnandi skömmum yfir
templara og bannlögin, en greiddi svo
strax að ræðunni lokinni atkvæði með
þeim — rekinn til þess.
Slíkan mann geta ekki kjósendur
viljað, enda væri það liaborið hneyksli,
ef dr. J. Þ. næði kosningu nú, þar
sem yfir 500 flokksmenn hans í vetur
rituðu undir vantraustsyfirlýsing til
hans og báðu hann að leggja tafar-
laust niður þingmennsku.
Eða hvernig hugsa þeir menn sjer,
er þá rituðu undir vantraustsyfirlýsingu,
að verja það, að greiða dr. J. Þ. nú
atkvæði, sú framkoma er öldungis ó-
verjandi frá hverju sjónarmiði sem á
er litið, þvi að doktorinn hefir ekki
tekið neinum framförum síðan, síður
en svo. Kápan er enn á báðum öxl-
um hans.
Af þessum ástæðum meðal annars
væri mjer það ókleift að greiða J. Þ.
atkvæði, þótt strangasti flokksmaður
hans væri, jeg kysi mikið fremur mót-
flokksmann minn en hann.
Og er jeg lít að eins á almennu
málin, þá á dr. J. Þ. ekkert erindi á
þing, þvi að þeim vinnur hann ekkert,
og ber lítið skyn á þau; og bitlinga-
maður er hann mikill, það hefir sýnt,
sig.
XII., 47
Magnús Blóndahl hefur aftur reynzt
skárri þingmaður en búizt var við, þó
hann sje hinsvegar enginn skörungur
í því sæti; en jeg kysi hann samt
ekki, einkum vegna þess, að hann
hefir svo mikið við bitlinga verið riðinn,
bæði beina (bankaráðið) og óbeina
(silfurbergið) fyrir sjálfan sig, að tug-
um þúsunda nemur; og þó jeg hafi
ekkert á móti því, að M. Bl. græði
fje, þá kýs jeg fremur, að hann noti
útlendinginn eða annað að fjeþúfu,
heldur en landssjóð ; enda hefi jeg hald-
ið því fram í grein þessari jafnan, og
sýnt það, hversu óheppilegt það er, að
þeir eigi sæti á þingi, er hafa fjárhags-
legan hagnað af því, eða sækja bitl-
inga til þingsins. M. Bl. er heldur
ekki sem ábyggilegastur í skoðunum
sínum; eða hvernig stóð á því, að
hann var eindreginn gegn Thoreskipa-
kaupunum, en snerist á einum degi
og varð með þeim? Átti bankaráðs-
bitlingurinn þátt í þeirri breytingu?
Hvorugan þessara manna kysi jeg
því; og jeg er satt að segja hissa á
því, að flokkuiinn skyldi ekki reyna
að finna einhverja nýtari menn, til þess
að bjóða Rvík. Einkum er það skömm
mikil, að bjóða Reykvíkingum dr. J.
Þ., vitandi, að engir vilja hafa hann,
nema hann sjálfur; hitt er annað, hvað
nokkrir bóngóðir menn kunna að gera
fyrir karlinn við kjörborðið, til þess að
hann fái þó einhver atkvæði.
Jeg yrði því hjer að kjósa þá Jón
Jónsson sagnfr. og Lárus H. Bjarna-
son prófessor; og það er satt að segja
engin neyð.
Jón Jónsson er orðinn kunnur af
sagnfræðisritum sínum, og hafa þau
að verðleikum hlotið almennt lof; auk
þess er hann manna fróðastur um allt
það, er lýtur að sambandinu við Dani,
og einhver mælskasti maður bæjarins
og landsins í heild sinni; við stjórn-
málum hefir hann áður gefið sig, og
verið prentuð eftir hann flugrit, er
lofuð hafa verið, bæði í Ingólfi (í tíð
Bjarna og Ara) og í Lögrjettu.
Það eru því allar líkur fyrir því, að
Jón verði góður þingmaður, þar sem
hann er maður samvizkusamur mjög,
og vill allt rjett gera, hefir mikla hæfi-
leika, er fróður og mælskur vel. Álit-
legri óreynd þingmannaefni munu fá
vera, ef nokkurt er.
Lárus H. Bjarnason er öllum
mönnum kunnugt um að er einhver
duglegasti og áhrifamesti starfskraftur
þingsins, maður með afbrigðum dug-
legur og ósjerhlífinn og mælskur vel,
og heima í öllum málum; hann er
einn þeirra fáu þingmanna, er á að
eiga sæti á þinginu, og mikið tap væri
að missa hann þaðan, hvað sem öll-
um flokksmálum líður.
En hann á sjer mótstöðumeun ýmsa,
og þá einkum meðal embættismanna,
þvi að hann er alþýðuvinur, og hefir
jafnan talað máli hennar. Jeg veit
það að ísaf. prjedikar hið gagnstæða
um það, en það er rangt; vil jeg þar
benda til þingtíðindanna, t. d. á lækna-
taxtann alkunna, kosningu borgarstjóra,
er hann hefir alt af haldið fram að
bæjarbúar ættu að kjósa, og barðist
fyrir, er frumvarpið var til umræðu,