Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 21.10.1911, Side 2

Reykjavík - 21.10.1911, Side 2
180 REYKJAVIK þótt það næði ekki fram að ganga. Og það má öllum þeim bæjarbúum vera kunnugt, er bæjarstjórnarfundi sækja, að jeg fer hjer rjett með, en bæjarmálin þekkja margir kjósendur betur, heldur en landsmálin, því að þau liggja þeim nær. En ósköp er það skiljanlegt, að ísaf. og embættisklíkan hennar reyni að snúa þessu við, því að Lárus lætur jafnt yfir alla ganga, og tekur ekkert tillit til þess, hver á hlut að máli; og oft hefir hann lagt stein í götu fyrir launahækkanir em- bættismanna, er þær hafa komið fyrir þingið, jafnt flokksmanna sinna sem annara; vil jeg þar enn benda til þing- tiðindanna. Það væri því ekkert eðlilegra, en að alþýða fylgdi fast fram kosningu Lár- usar, því duglegri talsmann getur hún ekki fengið í bráð, og L. H. B. hefir ekki, verið riðinn að neinu leyti við hina illæmdu bitlingapólitík, heldur barizt gegn henni. Vilji kjósendur því kjósa langdug- asta manninn sem í kjöri er, þá kjósa þeir Lárus H. Bjarnason, því að þar vita þeir að er maður, sem fylgir ein- beittlega fram málstað þeirra. Allir Reykvíkingar, er ekki kjósa eftir blindum flokksaga eða brennivíni, ættu því að kjósa þá Lárus H. Bjarnason prófessor og Jón Jónsson sagnfræðing, og gæta þess vel að villast ekki á Jónunum við kjörborðið. 22. Seyðisíjörður. Þar eru í kjöri Kristján læknir Kristjánsson og Valtýr háskólakenn- ari Guðmundsson, og eru þeir næsta ólíkir menn, því V. G. er starfshæfur þingmaður og fylginn sjer, en Kr. Kr. ijettur mjög í þeim efnum, þótt hann sje skemtilegur fjelags- og drykkju- bróðir. Getur því ekki leikið efl á því, að i vali milli þeirra tveggja hefir Valtýr alla yfirburðina, og ætti að ná kosningunni, ef hæfileikar rjeðu. V i n d a r . fflötiar-flokkurmn í R.Tík býður oss tvo doktóra fyrir þingmanna- efni: forneskju-doktórinn Jón Þorkels- son og silfurbergs-doktórinn Magnús Blönda/d — með h-ið í halanum. Jón Þorkelsson er sprenglærður maður; hann skrjfar dönsku eins og innfæddur Hottintotti, hefir t. d. skifti á „romansk" og „romantisk" (í dokt- orsdisputatiu sinni), skrifar latínu eins og lærðasti Hala-negri (sjá bæði útg. hans á latínu-kveðskap Jóns Vídalíns, og aðrar eldri útgáfur hans af öðrum ritum). Hann er manDa bónþægastur og samvizkusamastur; því kemur það fyrir hann, að hann heitir flokki sín- um að greiða atkvæði með máli, og kjósendum sínum að greiða atkvæði móti sama máli; en hverfur þá úr þingsalnum, er til atkvæða skal ganga, «g kemur ekki aftur inn fyrri en at- kvæðum er lokið. Það skiftir hér engu máli, hvort hann laumast upp á áhorfendapláss og húkir þar hálfboginn bak við vinnukonur, sem standa uppi á bekkjum (eins og mælt er að hann geröi í Thoremálinu) eða hann sezt með bók í hönd upp á salerni og felur sig þar (eins og orð hefur leikið á um hann í öðru máli). Það skiftir engu. Hitt er nóg, að hann kemst hjá að greiða atkvæði og getur friðað sam- vizkuna með, að hann hafi hvoruga > svikið — að minsta kosti ekki nema til hálfs. Fáir menn hafa sterkari trú á þjóð vorri, en dr. Jón (næst sendiherranum okkar þó), því að enginn maður, að sendiherranum frá gengnum, hefir bor- ið fram sjálfur jafn gífurlegar tillögur til útgjalda-auka fyrir landsjóð sem hann. Hann hefir tröllatrú á því að íslenzk alþýða hafi nógu breitt bakið til að rista af margar ólar úr þeirri hrygglengju. Hann er maður stoltur fyrir sína þjóð, og vill ekki þiggja neitt af Dön- um fyrir þjóð sína. En hann er lítil- látur fyrir sjálfan sig og því er hanD skriðlús á fjárlögum tveggja þjóða — skriðlús með sterkum sogfærum. Hann þiggur árlega stórfé úr ríkissjóði Dana og sleikir út um. Allir vita hvað hann kemur við fjárlögin okkar. *Fleira er honum til lista lagt en hér verði talið í þetta sinn. Þó má tvenns geta enn: ' Hann er svo brjóstheill maður, að honum verður ekkert fyrir, þegar það hentar honum, að tala í austur, en greiða atkvæði í vestur, þ. e. þvert á móti þvi sem hann talar. Því getur hann og með heilu hrjósti nítt það nytsemdarverk í ræðu og riti, sem hann þó greiðir atkvæði með að styðja af landssjóði þing eftir þing. Að eins getur brjóstið bilað hann í dragsúgi, svo að hann á örðugt um mál og verður að halda hálftíma-ræðu til að gera grein fyrir að dragsúgs- skrattinn þjái sig svo mjög, að hann fái ekki svarað jái né neii (við nafna- kall). Loks er forneskju-doktor skáld svo mikilvirkt (ekki mikilvirt), að þá er hann talar, má oft draga frá eigi minna en 9 tíundu hluta þess er hann mælir, því að það er þá skáldskapur. Stund- um ber og til að mál hans verður eintómur skáldskapur — og ekkert annað. Þó að hér sé að eins fátt eiti talið af hæfileikum forneskju-doktors og þingmannskostum, þá ætti þetta að vera næg ástæöa fyrir þá sexhundruð kjósendur, sem hræktu í vetur á þenn- an „valinkunna sæmdarmann" með vantraustsyfiriýsingu og áskorun um að leggja þá þegar niður þingmensku- na, — til að éta nú hráka sinn í sig aftur, sleikja út nafn sitt hver um sig undan vantraustyfirlýsingunni, og skríða svo, helzt á fjórum fótum, niður á kjörfund næsta Laugardag, til að kjósa hann á ný. Þetta ættu þeir að gera í auðmýkt og blygðun sér til sjálfs- refsingar. — Þá er nú hinn doktorinn og þingmannsefnið þeirra glötunarflokks- manna — silfurbergsdoktorinn Magnús Th. S. Biöndahl. — Hann dispúteraði íyrir doktorsnafnbótinni á Alþingi síð- asta með inni minnisverðu ræðu, þar sem hann skýrði þingínu frá þeirri nýju uppgötvun sinni, að silfurbgrgið væri hvorki steintegund né málmur, heyrði alls ekki steinaríkinu til, Nú er hann í Þýzkalandi á vísindaferð til að rannsaka, hverju af hinum ríkjum náttúrunnar það tilheyri. Fróðirmenn halda því fram, að úr því að silfur- bergið hafi ekki sjálfráða hreyfingu, þá hljóti doktor Magnús Blöndahl (með h í halanum) að konfast að þeirri niður- stöðu, að silfurbergið heyri jurta-ríkinu tii. En þótt silfurbergið hafi enga sjálf- ráða hreyfingu, þá er ekki þar með sagt, að það geti ekki hreyfst. Ein- hver hreyfing hefir verið á þessum ea. 2000 pundum af silfurbergi, sem smugu burt milli fingranna á þeim herrum Guðmundi Jakobssyni og Magnúsi Th. S. Blöndahl (með h í halanum) og hurfu sporlaust. En sú hreyfing hefir sjálfsagt verið ósjálfráð (eins og hjá andamiðlunum). En að gamninu sleptu — ef ræða skal um þingmensku-hæfileika silfur- bergs-doktorsins, þá má segja það, að þótt hann sé með allra-lélegustu þing- mönnum og hafi reynst til allra nýti- legra starfa ófær á þingi, þá er það ekki fyrir .því, að hann sé það vit- grennri en allir aðrir þingmenn, held- ur af ýmsum öðrum ástæðum. Hann er hvorutveggja gæddur í nokkurn- eginn jafn-ríkulegum mæli: taumlaus- um og óþolandi gorgeir, og takmarka- lítilli vanþekking og fáfræði, sem verður því hlægilegri, af því að hún er gor- geirnum samfara. Lakara er þó hitt, að þeir sem gefið hafa manninum nánar gætur, hafa aldrei getað orðið varir við Dokkra sannfæring hjá honum í nokkru al- mennu máli, því síður að þar hafi vottað fyrir nokkurri grundvallarskoð- un í nokkru efni. Hann er í flokki sínum, að því er til skoðana kemur, eins og ómatvant hjú, sem engu ræður um það, hvaða matur eða hve mikill skamtaður er í mál, en borðar bara möglunarlaust þann mat, sem því er borinn. Hann lætur flokkinn ráða því, hvaða skoðun hann á að hafa í hverju máli, hlýðir blint og hugsar ekki. Hvernig samvizkan uni þessu ? Ekki nema vel, að því er séð verður. Hún virðist sofa sætt og draumlaust, undur-rólega og rumskast ekki. En má vera að líkt sé á komið með hana og skoðanirnar, að hann noti bara /fo/t/<:s-samvizkun;i. Það gera fleiri, og það honum meiri menn. Silfurbergs-Magnús er ekki einfaldur maður að því er til hagsmuna lýtur. En meinið er það, að þess sézt hvergi vottur, að hann hugsi um hagsmuni fósturjarðarinnar. En sjálfs sín hags- muna gætir hann furðu-vel, svo sem allir þekkja dæmin til. Eini þingmanns-hæfileiki hans er röddin. Hún er sköruleg og væri þess verð að vera notuð í þjónustu betri málstaðar og röksamlegri hugsunar, heldur en henni er venjulega beitt fyrir. Því er það, að enginn híustar á allar þær orðrokur, sem úr honum koma, af því að í röddinni • skörulegu glymur tómahljóð hugsunarleysis og fávizku. Forneskju-doktorinn var á alþingi kallaður þingfífl neðii deildar. Silfurbergs-doktorinn var hrossa- brestur þingsins. Jón Ólafsson. Frá Kí«a- 13. þ. m. er símað frá Khöín, að herinn í Kína hafi gert uppreisn og markmiðið sje lýðveldi. í gærkvöld barst aftur svohljóðandi simskeyti frá Khöfn: „Kína-uppreisn magnast. Harðar orustur. Þjóðveldi auglýst í Suður- Kína. Sýnishorn af hirðisbréfum Gamla Björns. II. Þessi prentuðu umburðarbréf vóru flestöll eins að fyrra partinum til, þau sem ég hefi enn séð. En halinn var kliptur aftan af sum- um, þar sem það þótti betur við eiga. Umburðarbréfið í Barðastrandasýslu hefi ég eigi séð, en sagt er mér, að þar sé úr feld áminningin um að kjósa hændur á þing. En auk þessara prentuðu hirðisbréfa sendi karlinn út sæg af handrituðum bréfum til heldri manna í kjördæmun- um — „hvítbrystinga", sem hann hugði vera sin megin. í þessum handrituðu bréfum í Barða- strandasýslu kvað hafa verið sterklega brýnt fyrir mönnum, hver fásinna það væri, að vera að binda sig við innan- kjördæmis-mann, einkum ef völ væri á góðum manni, ættuðum og uppöld- um í kjördæminu. Hefði slík „fáran- leg hégilja" verið látin ráða á dögum Jóns Sigurðssonar, þá hefði hann (J. S.) aldrei náð kosningu í nokkru kjördæmi á íslandi. Þessi brýning finst ekki í Suður- Múlasýslu bréfunum, af skiljanlegum ástæðum ! Hér skal nú sýnt eitt þessara hand- rituðu bréfa. Það er Til kanpmaims í S.-Múlasýsln. Keykjavík (Yinammni) r7« 1911. Herra kaupmaður............ . . . firði. Þið þurfið, Sunnmýlingar, bráðnauðsynlega að gera þingmanna-landhreinsun hjá ykkur, — moka þeim nöfnum1 2) báðum út i hafs- auga. Þeir eru báðir manna óþarfastir öll- um eða flestum góðum málum á þinginu, innan kjördæmis og utan kjördæmis. J. ÓI. er alþektur. Aflaði sér síðast með þar til þénanlegum ráðum, en ekki þar eftir prúðmannlegum, allarðvænlegrar stöðu (við Landsbankann), en án þess að prýða hana sjálfur8). — Um hinn3) er alkunnugt, að hann er ekki annað en leiguþjónn útlends auðkýfings harla óhlífins, og óhlífinn sjálfur4), eins og aðrir samkynja hvítbrystingar, er hafa hlaupið frá árinni eða orfinu, sett upp hvitt brjóst og gerst stór-verzlunarfróðir gentlemen, eftir almættisorði húsbóndans suður í Newcastle. Landinu látast þeir vera verzlunarumbótamenn, en eru réttnefndir kaupÓ8tjórar eða kaupspjallamenn, ginnandi almenning í háskalegar samábyrgðir, og ger- andi almenningi kaupvarning dýrari miklu en ella, þótt undirselji kaupmenn stundum eitthvað dálítið, bara til blekkingar — ginna fólk þá til að kaupa meira af vörunni. Þetta er átumein i íslenzkri verzlun, landinu stór- bölvun5 6 *), í stað þess að sæta sjálfgerðri, eðlilegri samkeppni, sem nú er enginn skort- ur á meðal al íslenzkra innlendi’a kaup- manna'1). 1) P. c. Jóni í Múla og Jóni Ólafssyni. Ú tg. 2) Kg vi ssi ekkerl um, aö e. d. hefði i huga að kjósa mig fyrir gæzlustjóra fyrri en P»ð var fullráðið af meiri hluta efrideilcíar-manna. Eftir að ég vissi, að E. Br. ætlaði að neita að þiggja endurkosning til gæzlustj. í n. <i-, »agiteraði« ég eins og ég framast gat fyrir, að Jon Gunnarsson yrði kosinn þar, þvi að hann hafði rcynst vel i þeirri stöðu. Munaði og minstu, að svo yrði. En Birnirnir og aðrir sam-flokksmenn J. G. börðust þá á móti honum — reyndum manni að góðu i þeirri stöðu. og sérstaklega r e y n d u m að sann- gi,ni og óhlutdrægni. Umþað þegir hr. Bj. J. og suurblaðið. J. Ó. 3) p. e. Jón i Múla. Ú tg. 4) Hversu ósvifin þessi ummæli eru, þekkja Sunnmýlingar manna bezt. Ú t g. 5) Já, er það ckki satt? Er það ekki »stór- bölvun«, að »undirselja« aðra kaupmenn svo skammarlega, að fólk geti fengið »meira af vör- unni« iyrir fé sitt? Dásamlegur er hugsunar- skýrleikinn orðinn. Útg. 6) Gamli Björn á hér væntanlega við verzlanir eins og »Carl D. Tulinius’ Efterfolgercc, sem «■ s v o islenzk. að hún kann ekki einu sinni að n e f n a sig á islenzku ! Ú t g .

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.