Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.10.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 21.10.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 181 Silfurbergið Í3EGAR að Sunlight-sápan er notu6 vi5 þvottinn, þá verður erfiðið við hann hreinasta unun. Vinnan verður þá bæði fljótt og vel af hendi leyst, þið þurfið ekki að vera hræddar við að þvo jafnvel hið finasta tau, ef þið notið Sunlight-sápuna. SUNLIGHT SÁPA 2238 Nú verðið þið kaupmenn að láta hendur standa fram úr ermum og gera áminsta landhreinsun samtaka og prettlaust. Koma ykkur í samband við nýju þing- mannaefnin 2 ágreiningslaust. Samtaka sigrum vér, sundraðir föllum vér. Innlagt7) er ætlað til útdreifingar um kjördæmið. Vinsaml. og virðinganfylst Björn Jónsson. Til margs evu þau „þénanleg" bréf- in hans Björns míns. Einn af öflugustu fyigismönnum Jóns Olafssonar ritar honum þannig 11. þ. m. „Kæri vin. .............Bréf fyrverandi hágöfgi til kaupmanna hér, sem þú hefir fengið í hend- ur, hefi ég afritað og sent i jlesta hreppa „með þar til þénaniegum11 skýringum. . . .“ Skaði, að blessaður karlinn skyldi ékki skrifa enn fleiri slík bréf, sem notuð yrði okkur Jónunum til meðmœla meðal þeirra, sem þekkja okkur í Suður-Múlasýslu. Drottinn þekkir sina. Og fjandinn þekkir sina. En gamli Björn þekkir ekki sína — ekki í Suður-Múlasýslu. Sjálfsagt verður einhverjum „mokað út i hafsauga" á Laugardaginn er kemur. En hverjir það verða — ja, það fréttist f vikunni þar á eftir! „Hælumst minst í máli, metumst heldr at val feldanL Björns Jónssonar og ’nans sinna alt fram til 1903. En þá skildu leiðir. En hvern dóm leggur hann nú á þenn- an sinn gamla flokk? Þá er hann hefir sýnt fram á helztu syndir og svívirðingar óldarflokksins meðan hann var við völd, segir hann: »E/ þeir menn, sem hafa haft í frammi allan þennan botnlausa ó- sóma, ali þetta stjórnlausa rugl og alla þessa ótrúmensku, eru sannir fulltrúar þjóðar sinnar, — ef meiri hluti síðustu alþinga er lifandi vott- ur um þá rétllœtistilfinningu, sann- leiksást, sjálfsafneitun og trúmensku, sem íslenzka þjóðin á til, þá er þessi þjóð illa farin. — Enginn mci láta það villa sig þó að þessir menn, margir eða allir, sé sjálf- sagt taldir nýtir menn og vænir menn í einkahags-lífi sinu; þeir eru þó haldnir einhverjum þeim ann- mörkum eða eru undir einhverjum þeim áhrifum, að sem stjórnmála- flokkur eru þeir til alls góðs verks óhætílegir i'yrir þjóð sína! . . . »£/ kjósendur landsins sjá sóma sinn, þá eiga þeir að strengja þess heit að láta ekki einn einasta af þessum tnönnum ná kosningu til Alþingis á þessu ári, og heldur ekki áhangendur þeirrau. Eðlilega yrði of langt mál hér, og ekki rúm t.il nú rétt undir kosning- arnar, að flytja langa útdrætti úr þessu ágæta riti, og sýna röksemdaleiðslur og Magnús Th. S. Blöndahl. Hr. Magnús Blöndahl (með h í hal- anum) kom nú í morgun með Botnia. Það er einkar-heppilegt, að hann getur þannig orðið á fundinum á morgun. Því að ýmsir kjósendur — allir þeir sem hann hafa ætlað að kjósa — munu þreyja mjög að heyra andsvör hans í silfurbergs-málinu. Það heflr verið sýnt fram á það með rökum í Lögrjettu og Þjóðólfi, að auk margra annara stór-grunsam- legra atvika, hafi silfurberg, það er þeir fyrir landsjóðs hönd afhentu Banque Francais, numið nær 2000 ® minna, en þeir áttu að af- henda. Hvað varð af því? Þessu verður hr. M. Bl. að svara á morgun — ekki með stóryrðum, held- ur með röksemdum, ef svarið á að fullnægja sanngjörnum kröfum. Og það er eitthvað fleira, sem hann þarf að svara með fullum rökum í silfurbergsmálinu. Það er óþarfl að rifja það upp fyrir honum í day. Kjósendur gera það sjálfsagt á morgun. Hvernig á að kjösa. Seðlarnir líta svona út: o Guðmundur Finnbogason. o Halldór Daníelsson. o Jón Jónsson. o Jón Þorkelsson. o Larus H. Bjarnason. o Magnús Blöndahl. Kjósandi á að gera skákross innan í hringinn framan við nafn þess sem hann kýs, þannig: 0 Kjósandi verður að varast að álm- urnar á krossinum nái út fyrir hring- inn. Og ekkert merki má hann setja á seðilinn (því síður sitt nafn), því að þá verður seðillinn ógildir. ‘ J. Ól. Afmælisluigleiðingar Sigurðar Þórðársonar sýslumanns ætti hvert læst mannsbarn á iandinu að lesa. Það er rit um pólitíska stefnu Jóns Sigurðssonar, þar sem sýut erfram á, að barátta heimastjórnarmanna (og bandamanna þeirra í sambandsmálinu) sé beint áframhald af baráttu Jóns Sigurðssonar; sýnt, hversu með því hafi fengið verið allt það sem J. s. fór fram á, og jafnvel meira, sýnt hversu þjóðinni voru viltar sjónir 1908. Bæklingur þessi er ritaður með mikl- um alvöru-þunga og af heitum yl ein- lægrar ættjarðarástar. Höf. er óvíða stórorður, en því Þyngra falla svipu- högg orða hans á bert. bak samvizku- lausra stjórnmálaskúma. Höfundurinn var samflokksmaður 7) P. e. prentuðu hirðisbréíin. Ú t g. höfundarins. Hver maður, af hvaða flokki sem er, sá er sjá vill ylheit ummæli og góðar rökleiðslur í máli, þarf að lesa sjálfur alla bókina. Hún á það skilið, þvi að hún er eitt það sem bezt heflr ritað verið um málið. Og enginn getur lesið það, ekki einu sinni samvizkusamir mótstöðu- menn höfundarins, án þess að hljóta að fá mætur á höfundinum og virð- ingu fyrir honum fyrir þá heitu sannfæringu og brennandi föðurlands- ást, sem lýsir sér í riti hans. Ég segi ekki með þessu, að ég sé samdóma hverju smáatriði eða auka- atriði i ritinu. En slíkt er of litils- vert að nrinnast á, þegar um svo á- gætt rit er að ræða. Jón Ólafsson. ÍJ r^míðastoían éÞ'intílioltsKt.S, lí vik. Hoergi oandaðri úr. Hoergi eins ódýr. Fullkomin ábyrgð. Stefán Runólfsson. •-----------------------------------• „Hver hefír sinn djöful að draga“. í vor og sumar varð hr. Magnúsi Th. S. Blöndahl (með h-ið í halanum) einatt að orði: „Já það er ekki gaman að ganga til kosninga nú, og eiga að dragast með hann Jón Þorkelsson eins og hlekk um fótinn “. Nú gengur Dr. Jón Þorkelsson um og stynur við sína vini: „Það er annað en gaman að ganga til kosninga nú og eiga að velta and- skotans silfurbergs-kössunum lians Blöndalils á undan sér“. Jónas H. Jónsson dæmdur í hæstarétti. 5. þ. m. dæmdi hæstiréttur í saka- málinu gegn Jónasi H. Jónssyni útaf eið, er hann vann að róngum framburði í fyrra sem vitni Björns Jónssonar (þá ráðherra) í máli gegn Jóni Ólafssyni. Jónas var dæmdur í undirrétti og yfirrétti, en áfrýjaði til hæstaréttar, sem staðfesti dóm yfirréttar (14 daga fangelsi). _____________ t Sig’Ms Eymundsson bóksali andaðist í gær að heimili sínu hjer í bænum. Hann var á 75. aldursári, fæddur 24. maí 1837. Hans verður bráðlega minnzt nánar hjer í blaðinu. íjverja á að kjésa? Auðvitað eiga allir heimastjórnar- menn að kjósa þingmannsefni síns flokks. Hvern annan sem þeir kjósa, hvað góður maður sem er, þá er það til þess gert að veikja flokk sinn og efia óaldarflokkinn. Óflokkbundnir menn, sem vilja kjósa beztu og hæfustu þingmanns-etmn, eiga að kjósa þá Lárns H. Bjarnason prófessor og Jón Jónsson dócent. Þeir sem eru svo innrættir, að vilja kjósa á þing langóhæfustu mennina tvo, sem i kjöri eru á öllu landinu, þeir eiga að kjósa þá Magnús Th. S. Blöndahl (með h-ið í halanum) og dr. Jón Þorkelsson. Þeir sem vilja styðja M. Th. S. Blöndahl og Jón Þorkelsson til að ná kosningu, án þess þó að greiða þeim atkvæði beinlínis, þeir eiga að kjósa Guðmund Finnbogason og Halldór Daníelsson. t Þorsteinn Egilsson kaupmaður 1 Hafnarfirði andaðist ,í gær, nærri sjötugur að aldri, fæddur 5. janúar 1842. Helztu . æfiatriði hans verður síðar getið hjer í blaðinu. Haukur, heimilisblað með myndum, VII. bindi, nr. 19—21. Efni: Hjarta-ás, frásaga með myndum, eftir H. Hansen. (Framh.). — Xeistar. — Æfintýri Sherlock Holmes, leynilögreglu- sögur eftir A. Conan Doyle: Silfur-Blesi (niðurl.). — Neistar. — Úr öllum áttum : Fljótandi Berlinarbúar, með mynd. — Friðarstytta, með mynd. — Búgarður Dio- eletians, með 2 myndum: Búgarður Dio- cletians, eins og hann var á hans dögum. Súlnagarðurinn endurreistur. — Marokkó- málið, með 2 myndum: Friðar-spillirinn við Agadír. Þýzkaland hjálpar Frakklandi. — Úr dýralífinu, með 2 myndum : Bolhundur fóstrar ketling. Köttur fóstrar andarunga. — Sólin og Satúrnus, ný kenning, með mynd. — Mikilsháttar fornmenjafundur, með mynd. — Baráttan gegn flugunum. — Sandkorn, frásaga eftir Carit Etlar, með myndum eftir Paul Steffensen (niðurl.). Nöfii o>>- nýjung’ar. Hlutaveltu heldur Prentarafjelagið í kvöld og annað kvöld ti) ágóða fyrir Sjúkrasjóð sinn. Menn ættu að fjölmenna á hlutaveltu þessa, þvi að þar er fjöldi á- gætra vinninga, núll færri en venja er til, og ágóðinn ætlaður til styrktar góðu *g þörfu málefni. Skólarnir hjer í Reykjavík voru flestir settir 2. þ. m. H á s k ó 1 i n n . Þar voru innritaðir 41 stúdent. Af þeim eru 9 stúdentar frá í vor; hinir eldri. í læknadeildinni eru 21, í laga- deildinni 16, og i guðfræðisdeildinni 4. Sagt, að fleiri muni bætast við i haust.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.