Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.01.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 20.01.1912, Blaðsíða 1
1R fc \ a\> t fc. XIII., 3 Laugardag 20. Janúar 1913 XIII. íslanð í ðönskum btöðum. I. »Berlingske Tidende« flytja 18. í. m. grein um ísland. —- Par er meðal annars skiimerki- legur útdráttur úr velskrifaðri grein í »Ingólfi«, er gerði grein fyrir því, að ráðh. Kr. Jónsson hefði skoðað sig alla tið sem bráðabirgða-ráð- herra; hefði getað stuðst við lieima- stj.flokkinn, enda þótt hann væri honum ósamdóma í sambands- málinu, með því að það mál hefði eigi verið á dagskrá. Ganga megi að því vísu, þar sem heimastj.il. hefði sigrað við kosningarnar, að ráðherra fari frá völdum, er þing kemur saman. En ýmis vand- kvæði væri á hér að hafa ráðherra- skifti fyrir þing. Hvað sem flokka- skifting annars líði, þá sé það víst, að fylgismenn sambandslagafrnm- varpsins sé í allmiklum meiri hluta á þingi nú eftir kosningarnar. Og þó að kosningarnar hafi ekki snú- ist um það mál, sé þó eðlilegast að næsti ráðherra verði kvaddur með sérstöku tilliti til þess máls. Það sé eina málið, sem skýrlega skifti ílokkum. Hvort sem það mál verði tekið til meðferðar á næsta þingi eða ekki, þá sé víst, að því verði ekki ráðið til lykta án þess að því verði fyrst skotið undir kjósendur. »Tiden«, blað J. C. Christensens, gefur 22. f. m. styttri útdrátt úr sömu »Ing- ólfs«-grein. — í sama tbl. sama blaðs er þýdd grein úr »Heimskringlu« (23. Nóv. f. á.) um »Frakkland og ís- land«. Er þar bent á ina marg- víslegu viðleitni Frakka til að festa hér föt. Er þar minst á lánstilboð þeirra fsem hafa reynst tóm hilli- boð], bankastofnunar-fyrirætlanir [sem hafa reynst tómar skýja- borgir], sending fransks kennara til háskóla vors, spítalastofnanir þeirra hér, sendikonsúlana, Landa- kotsskólann og silfurbergs-kaupin. »Tiden« vekur athygli að því, að vel hefði mátt minna á fossa- kaup þeirra og fasteignakaup hér á landi, og ráðagerðina um hafnar- gerð í Þorlákshöfn, járnbrautir og verksmiðjur. — »Heimskr.« getur þess til, að öll þessi eftirtektaverðu afskifti Frakka af oss kunni að eiga að vera eins konar endur- gjald[U\] fyrir öll þau auðæfi, sem Frakkar ausi hér upp úr hafinu. Þetta sé lang-líklegastí???]1) Hugsanlegt telur hún þó, að Frakkar sé að ágirnast landið sjálft. — — »Hkr.« telur hugsanlegt, að skilnaðarmönnunum íslenzku 1) Pessi franska velvild og endur- gjaldshugsun lýsin-sér hvað ótvíræðast i því, að Frakkastjórn hefir nýl. hækk- að innflutningsverðlaun á fiski, peim er Frakkar veiða hér við land, einmitt til að prengja kosti vorum og bola oss út i samkeppninni á útlendum markaði. J. Ó. kynni að takast, að losa ísland frá Danmörku, og að ísland verði þá »sjálfstætt« ríki undir franskri vernd. Hvernig mundi íslendingum lít- ast á það? — — Svo langt. »Tiden« eftir »Hkr.«. Má jeg bæta þessu við: Það yrði fallegt »sjálfstæði«, sem vér þá fengjum. Þjóðir þær sem undir »vernd« Frakka hafa staðið til þessa, hafa allar verið sviftar öllu sjálfstœði. Eg er ekki ritstjóri og sé aldrei »Heimskringlu«; en undarlegt er það, að ekkert blaða vorra skuli hafa getið þessarar greinar. »Aarhus Stiftstidende« flytur i Jóla-blaði sínu allskemti- lega grein (eftir premier-lautinant Grandjean) um eltingaleik »ísl. Fálka« við enskan botnvörpung. »Politiken« flytur 26. f. m. ágætlega vel rit- aða ritstjórnargrein með fyrirsögn: »Afstaða Danmerkur til ráðherra- skifta á íslandi«. Þar heldur blaðið því eindregið fram, að ráðherraskifti á íslandi eigi að fara fram eftir þörfum og óskum íslendinga, eftir íslensku þingræði, en ekki dönsku. Danir eigi ekki að láta það til sin taka. Um annað eigi ekki að vera að tala, nema því að eins að íslend- ingar fari út fyrir valdsvið sitt og fari að seilast til alrikismála. Þetta mætti virðast auðsætt, segir bl., samkvæmt öllu sem á undan er farið,. og af því að Danmörk hafl ávalt viðurkent það sjálfstæði, sem Island hafi að lögum. Engu að síður hafi nýlega staðið grein í Riget1), þar sem því sé haldið fram, að nú verði að skifta um ráðherra á íslandi, og það sem allra-fyrst. Riget færir þær ástæð- ur fyrir þessu: að Kristj. Jónsson haldi því fram, að ráðherra ís- lands eigi ekki að mæta í rilds- ráðinu, og að hann hafi leynt ís- lenzka kjósendur því, að konungur hafi sagt honum, að ákvæði þessi (um ríkisráðssetuna) gætu eigi átt von á staðfesting sinni. Að því er til þessa síðara atriðis kemur, þá er það hlutur, sem ís- lands-ráðherra verður að bera á- byrgð á fyrir Alþingi. Ef Islending- ar treysta ráðherra, sem hefir leynt þá mikilvægri pólitiskri vitneskju, þá kemur það þeim einum við, alvcg eins og vér hér [o: Danir] áskiljum oss að ráða því, hvað vér gerum við ráðherra, sem leynir oss verulegri vitneskjum um mál, sem liggja undir vorn úrskurð. Og þó að íslands-ráðherra hafi einhverja sérstaka skoðun á því, hversu einhverju skuli fyrir komið í sambandi íslands og Danmerkur, þá er það mál, sem engan rétt veitir oss [o: Dönumj til íhlutunar frá vorri hálfu, meðan ráðherrann 1) Sú sama, sem ég hefi áður svarað hér í blaðinu. J. Ó. brýtur ekki á eigin hönd, með samþykki Alþingis eða án þess, gegn sameiginlegum alrikislögum. í stuttu máli: vér Danir eigum að virða þingræði íslendinga, en heimta aftur af þeim, að þeir haldi sér innan síns lögmæta svæðis. Svo minnir blaðið á, að í ávarpi sínu til Alþingis 1905, sem Krist- ján konungur niundi flutti á rikis- ráðsíundi 24. Maí það ár í viður- vist íslands-ráðherra, hafi vcrið gerð eindregin greining milli þing- ræðis íslendinga og þingræðis Dana, og eru orð þessi til færð. En þeim orðnm — sem full ráð- herra-ábyrgð fylgdi — hafi Riget líklega gleymt. »Riget« svarar á gamlársdag þessari grein í Polit. með nýrri grein, undirskrif- aðri »B.« [þ. e. Knud Berlin]. Þyk- ir mér þá rætast grunur minn, að fyrri greinin í Riget hafi verið rít- uð (i ritstjórnar nafni) af þessum alkunna íslands-hata. Svar þetta er hvorki vel né drengilega ritað. Það eru orða- flækjur og ranghermi og útúrsnú- nigar, eins og hr. B. er svo tamt, þegar hann yfirgefur vísindin og fer að þjóna íslands-hatri sínu í þágu pólitíkur sinnar. Fyrst segir hann, að enginn taki til þess, þó að dönsk blöð ræði málefni Frakka, Breta, Tyrkja og ítala og rökræði þau með og móti. íslands pólitík sé þó Dönurn enn nákomnari, og því ekki tiltökumál þótt dönsk blöð ræði hana með rökum bæði með og mót, enda hafi Politiken sjálf oft lagt dóm á ýmis atriði í sérmálum íslands. — Þetta er alt mjög lævíslega sagt, til að villa þeim sjónir, sem litið hugsa. Engum hefir komið til hugar að taka til þess, þó að dönsk blöð segi frá sérmálum vorum, ræði þau og leggi dóm á viðburðina. Þann rétt taka íslenzk blöð sér einatt um mál annara þjóða. Það gera blöð allra þjóða og þykir engum tiltökumál. Það er ekki þetta, sem bæði Politiken og ég einnig hér í blað- inu hefi fundið að við Riget. Það skilur hr. B. ofurvel, þólt hann sé að reyna að leiða athyglina frá því nú. Nei! Það sem er víta vert við fyrri greinina í Riget, það er það, að blaðlð er þar ekki að eins að rökdæma islenzk sérmál, — það má fyrir mér gjarnan hæða oss, hrósa oss eða skamma oss —; en það var að reyna að hvetja og egna konungsvaldið til að fara að hlutast til um sérmál vor, þvert ofan í allar þingræðisreglur. Það var að skýra ósatt frá atvikum og ástæðum hér, og nota sina ósann- inda-frásögn til þess, að fá kon- ung fil að reka núverandi ráðherra frá völdum án nokkurs tillits iil vilja íslendinga, og útnefna svo nýjan ráðherra (dr. V. G.?) án þess að hafa hugboð um, hvort sá gooooooooo oooooooooo Q 'Wlndlar og j\ indlingar q maður, hver sem hann nú hefir verið. hefði nokkurs manns, hvað þá heldur nokkurs flokks, og þessa sizt nokkurs meiri hluta fylgi á þingi, eða hvort hann gæti^haft nokkra von til þess. Hr. B. ber ekki beint á móti því, að það geti verið álitamál, sem Pólit. segir, að Dönum komi ekkert við, hver sé ráðherra vor íslend- inga, meðan hann brjóti ekki bág við alríkislög. En telur þó viss- ara og betra að »byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann« — og því eigi konungur að taka sér nýjan^ ráðherra i óþökk þingsins, gagnstætt öllu þíngræði, ef óttast megi að sá sem er ráð- herra eða þingið vill fylgi ljá, kunni ef til vill, að brjóta síðar í bág við alríkislög. — Það er hverjum heilskygnum manni ætlandi að sjá, að hr. B. er hér að reyna að leika þann leik, að kippa öllum fótum undan öllu þingræði á íslandi, koma þvi fyrir kattarnef um aldur og ævi. Er eigi ávalt auðið, ef viljinn er til þess, að finna upp á að »óttast« allan skollann? Hvað segir lagamaðurinn B. um þá kenning, að það sé ef til vill réttast að hengja einhvern mann, sem ekkert hefir saknæmt aðhafst, af þvi að óttast megi, að skoðanir hans kunni að leiða hann til að fremja glæp? »Betra að byrgja brunninn . . .« o. s. frv. — Loks áréttar hr. B. með því, að alt sé svo óljóst um flokka- skiftingar á þinginu, að konungur geti fyrir þá sök haft nokkurneg- inn frjálsar hendur i þetta sinn til að kveðja til ráðherra hvern sem honum dettur í hug, án tillits til þingsins. Þetta kemur rétt vel heim við það sem mér er sagt af grein eftir Dr. Knud Berlin í Tilskueren núna. Eg hefi ekki séð hana enn þá, en mér er sagt að hann haldi því þar fram, að meðal núverandi alþing- ismanna séu ekki nema 14 (!!! ) heimastjórnarmenn. Það er mjög náðugt af hr. Kn. Berlin, að lofa oss þó að vera 14; hann gat eins vel sagt, að vjer værum að eins 12 eða 10. Það hefði verið alveg jafn-níss- vitandi ósatt sagt af honum. »Berlingske Tidende« þýðir 30. f. m. meginatriði úr grein minni hér í blaðinu um »J. C. Christensen og íslands-mál«. Þýðingin er góð, og kaflinn vel valinn, af sýnilegri velvild við mál- stað vorn íslendinga. Jón Ól. feikfjelag Reykjavíkur: FJALLA-BYVINDUR annað kvöld (sunnudaginn 21. jan.) kl. 8 síðd.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.