Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.01.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 20.01.1912, Blaðsíða 2
10 REYKJAVlK Thore-félagið og póstferða- samningurinn við það. 14. þ. m. kom símskeyti til póst- meistara frá bréfhirðingamanninum á Norðfirði þess efnis, að skipstjóri á „Austra" (er þar var þá staddur) neitaði að flytja póstinn 1 land og neit- aði að sækja póst í land, en heimtaði, að póstur, sem fara ætti í skipið, skyldi kóminn um borð 2 kl.st. eftir að stipið væri’ lagst. Síðari hluti 6. gr. í samningnum fræga við Thore-félagið segir svo : „Þegar eftir komu gufuskips skal flytja póstflutning úr skipi, hvort sem það liggur við land eða fyrir akkerum á sjó úti, til næsta pösthúss, og skal félagið bera kostnaðinn af flutningi þeim, nema í Kaupmannahöfn; þar verður póstflutningurinn sóttur. Sömu reglum skal fylgja um að koma 'póst- flutningi á skip“. Auðvitað hefir skipstjóri sjálfsagt farið eftir skriflegu boði stjórnanda félagsins, hr. Thor E. Tuliniuss. En hvernig verður þetta atferli fé- lagsins fóðrað gagnvart skýlausum orðum samningsins ? Ráðherra hefir — að því er menn frekast vita, átölulaust — þolað félag- inu mörg og stórvægileg brot á sam- ningnum, og nú siðast fyrir áramótin annaðhvort samþykkt alveg óþolandi ferðaáætlun (áætlnn, sem sjálf virðist vera stórt brot á samningnum), eða þá að félagið hefir gefið út áætlun sína án samþykkis stjórnarráðsins — og er það trúlegast, eftir öllu öðru að dæma. Að stjórnin hefir hætt að borga fé- laginu 6000 kr., sem ólöglega var um samið, og Alþingi hefir eigi viljað veita — það getur engin afsökun verið félaginu í þessu tilfelli, því að þær 6000 kr. áttu að eins að vera borgun fyrir að flytja póst með millilanda- skipunum frá íslandi til útlanda, en „Austri" var hér á ferð trá\útVóndum, til Islands. Og á þeim ferðum er fé- laginu skylt að flytja póst. Auk þess var hér víst einnig að ræða um póst hafna milli. Er nú ekki synda-mælirinn, svika- mælirinn, samningsrofa-mælirinn full- ur? Ætlar ráðherra að þola félaginu einn- ig þetta asnaspark? Það má ráðherra vita, að svo er rík gremja manna hér við Thorefélag- ið og við afskiftaleysi stjórnarinnar af samnings-rofum þess, að þessu máli verður fylgt með athygli. Almenningur mun þrá að sjá, hvað „Ingólfur" segir næst um þetta mál. Það má ekki ganga óátalið, og það verður ekki látið' ganga óátalið — ef ekki fyrri, þá munjþingið ognýstjórn taka hér í taumana. En vill ráðherra endilega skjóta þessu fram af sér þang- að til? Jón Ólafsson. Um ull og ullarverkun. Eftir Sigurgeir Einarsson. (Framh.). Eins og kunnugt er, er uiiin mjög misjafnlega verkuð hjer á landi hjá bændum ; en því miður hafa þeir, sem verka hana vel, engan hagnað af því víðast hvar, vegna þess að kaupmenn láta saman alla hvíta ull, hvemig sem hún er verkuð, og gefa sjaldan meira fyrir þurra og vel þvegna ull, en þá, sem er illa verkuð, og þetta lagast ekki, fyr en ullin er flokkuð og gerð- ur verðmunur á henni eftir gæðum. Dæmi eru til þess, að kaupmenn hafa tekið ull hjá bændum með þeim skil- yrðum að ullin væri þvegin að nýju, á kostnað ullareiganda, en þau dæmi eru allt of sjaldgæf. Sú er önnur ill afleiðing af því, að góðri og slæmri ull er slengt saman, að sýnishornin, sem send eru til kaup- endanna af umboðsmönnum seljanda hjeðan, eru oft óábyggileg, svo að þegar ullarheildin komur fram, sem búið er að kaupa, þá er hún verri en sýnishorn það, sem keypt var eftir. Um þetta atriði kvörtuðu Englend- ingar, sem von er; það gerir þá tor- tryggna og verður orsök þess, að þeir bjóða minna en þeir gætu boðið næsta ár; sýnishornin eiga að vera sönn mynd af vörunni. En þessir og aðrir gallar munu lag- ast, þegar samvinnufjelög verða stofnuð, þvottahús byggð og áreiðanleg flokkun á ullinni verður framkvæmd. íslenzkir bændur ættu að hafa lært það hin síðari árin, hve afarmikla þýðingu samvinnufjelagsskapurinn og samtök hafa fyrir vöruvöndun og verð- hækkun; flokkun á saltfiski, slátur- húsin og smjörbúin ættu að hafa sýnt mönnum það, að næsta sporið á sam- vinnufjelagsbrautinni ætti að vera ullarþvottastöðvar. Þar ætti að þvo ullina, svo að hún verði fyrsta flokks vara, hvað þvott og aunan frágang snertir. Það er mun hægara fyrir bændur, að koma á fót ullarþvotta- stöðvum en smjörbúum, af því að mikið er hægara að flytja ullina til þvottastöðvanna tvisvar á ári en mjólkina til rjómabúanna daglega 2—3 mánuði. Þær sveitir eru fáar hjer á landi, þar sem ekki er hægt að koma á íót ullarþvottastöðvum vegna örðugleika, þar sem fjárrækt er teljandi. Nauðsynlegt er það, er þvottastöðvar komast á fót, að hver þvottastöð hafi sjerstakt merki á ull sinni, og jafn- framt sje sameiginlegt merki fyrir alla útflutta íslenzka ull. Með sam- eiginlega merkinu er komið í veg fyrii það, að illa verkuð og eðlisverri útlend ull sje seld á heimsmarkaðinum undir nafninu „íslenzk ull“., eins og komið hefir fyrir um ull frá Norður-Rússlandi og ef til vill víðar að. Með því hefir oss verið eignaður sóðaskapur annara; vjer höfum nóg af honum, þótt ekki sje við hann bætt. Þvottastöðvar- merkið yrði til þess, að hver einstök stöð, sem vandar vöruna, getur fengið á sig gott álit, og yrði það hvöt inn- byrðis á milli stöðvanna, að vanda vöruna sem allra bezt. Eftir því sem Landshagsskýrslurnar telja, hefir útflutt ull hjeðan af landi árin 1895—1909 numið alls 23133718 pundum, og hefir iandsmönnum verið greitt fyrir hana 14358067 krónur, eða til jafnaðar á ári 957204 krónur. Ef gengið er út frá meðalverðinu, og talið, að með betri verkun á ullinni fáist 5% meira fyrir hana, þá nemur það á einu ári 47860 krónum; er þessi verðhækkun þó áætluð hjer lág, en eigi að síður er fjörutíu og sjö þúsund krónur lagleg upphæð, sem landsmenn græða á einu ári fyrir betri ullarverkun. Kostnaður sá, sem leiðir af því að koma á fót þvotta- stöðvuro, getur verið fljóttekinn aftur, ef ullarverðhækkuninni væri varið til þess. Bændum ætti því að vera á- hugaefni, að máli þessu sje komið í framkvæmd hið bráðasta; hvert árið, sem liður í aðgerðaleysi, er tap fyrir landið og hvern einstakan bónda. Þvottahúsin geta valið um, hvort þau seija ull sína kaupmönnum hjer á landi eða senda hana sjálf í um- boðssölu til .útlanda, en í báðum til- fellunum yrði ullin borguð með pen- ingum, sem væri bændum haganlegra en vöruskiftaverzlunin gamla og nýja. Þegar þvottahús komast á almennt og sala á ull í stórkaupum, þá mun það verða öflugasta meðalið til þess, að hin skaðlega og óvinsæla vöruskifta- verzlun leggist niður. (Meira). Misskilnin gur. Brandur: Hvað kemur að honum Þórarni Tulinius, svo vitrum manni, að banna skipstjórum sínum að flytja póstsendingarnar í land ? Hann hlýtur þó að sjá, að það er samnings-rof, Hrappur: Og hann veit sínu viti hann Þórarinn; hann hefir einhverja flækju fyrir sig að bera. Þú mátt vera viss um, að hann hefir ráðgast um við refinn sinn, áður en hann gerði þetta. Brandur : Refinn ! Magnar (hann ref til átrúnaðar ? Hrappur: Dæmalaust ertu skiin- ingslaus. Ég verð að skrifa, held ég, svo sú skiljir mig. (Skrifar): „Rée vin sinn“. Þú veizt að hæstaréttar- málflytjandi Bée er lögfræðilegur ráðu- nautur hans. Brandur: Nei, það vissi ég ekki. Ég hélt Sveinn væri það ! Hrappur: Sveinn ! Nei, ekki þegar reynir á lög; bara i samningum við pabba. Oizur gullrass. Aímælisgjaf ir til Heilsuliselisins. Nú er verið að gera upp reikn- inga Heilsuhælisins fyrir árið 1911. Aðsóknin hefir verið svo mikil, að sjúklingarnir hafa oft orðið að bíða. Árangurinn er ágætur; mun það sannast, ,að hann er einsgóður og í bestu hælum utanlands. Kostn- aðurinn hefir ekki orðið meiri en við var búist. Um alt þetta kem- ur bráðum nákvæm skvrsla. En við höfum orðið fyrir einum miklum vonbrigðum. Deildir Heilsuhælisljelagsíns gera fremur að dofna en lifna. Tillög landsmanna eru of lítil, svo litil, að ekki er annað sýnna, en að því reki, að hækka verði meðgjöfsjúk- linganna, ef menn verða ekki greið- ugri við Heilsuhælið eflirleiðis. Einna mest hefur Hælinu áskotn- ast i minningargjöfum í Ártíða- skrána og öðrum gjöfum og áheit- um. Mörgum hefir íarist höfðinglega við 'hælið, gefið því veglegar gjafir. Og margir hafa jafnan á ýmsan hátt sýnt því velvild bæði i orði og verki. Einn þeirra manna er Ólafur Björnsson, ritstjóri ísafoldar. Hann hefur nú fyrir skömmu vak- Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. Haínarstræti 16 (á sama stað sem fyr). Skrifstofntími 9—2 og 4—6. Hittist venjnlega sjáifnr 11—12 ojjr 4—5. ið máls á þvi, að menn eigi að hugsa til Heilsuhælisins á afmælis- degi sínum, gefa því afmœlisgjafir*. Hafa honum þegar borist þess konar gjafir; mun hann leggja alt kapp á, að þær verði sem flestar og mestar. Jeg kann honum bestu þakkir fyrir þetta ágæta nýmæli, og vona að það verði Heilsuhælinu til mik- ils stuðnings. Það er auðvitað, að stjórn Heilsu- hælisfjelagsins og allar deildir þess munu taka með þökkum við öll- um afmælisgjöfum. Sömuleiðis ber jeg það traust til ritstjóra allra íslenskra blaða, að þeir vilji veita afmælisgjöfum viðtöku og geta gefendanna i blöðum sínum. Og hver veit, hvað úr þessu get- ur orðið. Ef ali uppkomið fólk vildi muna Heilsuhælið á hverjum afmœlisdegi sínum og gefa því nokkrar krónur, sem það geta, en hinir krónubrot, sem minna mega, þá mundu allir standa jafnrjettir í fjárhagnum, en Heilsuhælið komast úr miklum kröggum og ná þvi óskamarki, að geta veitt fátæklingum ókeypis vist og efnalitlum ódýra vist. Öll íslensk blöð eru vinsamlega beðin að flytja lesendum sinum þessa orðsending. Rv. 14/i 1912. G. Björnsson. „Kjósandi" nokkur finnur maklega að framkomu borgarstjóra í hafnar- málinu í „Vísi“ 18. þ. m., en hann lætur þó þess atriðis ógetið, er sýnir einna fjósast, að borgarstjóra hlýtur að hafa gengið eitthvað alveg sjerstakt til, að vilja strax binda bæinn sam- keppnislaust við eitt einasta fjelag. Einn bæjarfulltrúanna hafði getið þess, að mannvirkjasmiður nokkur í Rödby á Lálandi, Hey að naíni, mundí ef til vill hugsa til hafnargerðar hjer, eða að minnsta kosti geta látið hingað með góðu móti ýms verkfæri nauð- synleg til hafnargerðarinnar, þar sem hann væri um það leyti. að ljúka við meiri háttar hafnargerð í nýnefndum bæ. En borgarstjóra varð svo mikið um að heyra nefndan þennan væntan- lega keppinaut við elskhugafjelag sitt, að hann kastaði því fram, að nefndur hr. Hey .mundi vera „fallit“. En sem betur fór, þá fór bæjarstjórnin ekki að fortölum borgarstjóra, heldur sam- þykkti hún með stórmiklum atkvæða- mun, að bjóða skyldi verkið út til frjálsrar samkeppni, og gefst þámeðal annara hr. Hey kostur á að gera boð í það. En málið er ekki úr hættu samt. Bæjarstjórnin verður að gæta þess, að borgarstjóri fari nú eftir fundarsam- þykktinni, og bjóði verkið þegar út. Annar kjósandi. *) Það var, eftir því sem hr. Ól. Björns- son ritstj. skýrir frá í blaði sínu, hr. M. Stephensen verzlunarmaður, sem fyrstur vakti máls á afmælisfjelagsstofnuninni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.