Reykjavík - 27.01.1912, Blaðsíða 2
14
REYKJAVÍK
Um ull og ullarverkun.
Eftir Sigurgeir Einarsson.
(Niðurl.).
Ullarnotendur í Ameríku hrósuðu
mjög ullarþvotti á Sýrlandi og í hjer-
uðum þeim, er liggja með fram ánni
Don í Suður-Russlandi.
Jeg fgerði mjer j>ví far um, að fá
sem beztar upplýsingar um meðferð
ullarinnar í Don-hjeruðunum, því sú
ulf er flutt inn til Bandaríkjanna undir
söinu tollskyldum og íslenzk ull.
En jeg átti mjög erfltt með að afla
mér þeirra upplýsinga, og væri ef til
▼ill nauðsynlegt, að senda mann þangað,
til þess að fá nákvæma skýrslu um
áhöld og ullarþvott þar.
Jeg sneri mjer til utanríkisráðaneyt-
isins í Kaupmannahöfn og bað það
að útvega mjer upplýsingar frá kon-
súlum sínum í þessum hjeruðum um
þetta efni. Það tók þessu mjög ljúf-
mannlega, og hefir nú sent mjer um-
sögn konsúlanna.
Samkvæmt brjefi utanríkisráðaneyt-
isins, dags. 12. október þ. á., skýrir
konsúllinn í Beiruth á Sýrlandi frá
því, að ullarþvottur þar sje mjög ein-
faldur; ullin sje þvegin með höndun-
um í rennandi vatni; náttúrlega sje
áður tínd úr henni öll óhreinindi. Svo
er hún þurkuð undir beru lofti, og
við pökkunina eru notaðar vjelar.
Sumir ullarkaupmenn láta þvo ullina
2—3 sinnum, svo að hún verði vel
þvegin — allt eftir því, sem erlendir
uUarnotendur óska. Einn hinn stærsti
ullarútflutningsstaður þar er Aleppo.
Með öðru bréfi utanríkisráðaneytis-
ins, dags. 7. nóvember, fylgdi skýrsla
frá konsúlnum í Omsk um ullarþvott
í Vestur-Síberíu.
Þvotta-aðferðirnar telur hann þar
ferns konar:
1. Rekstursþvottur, ef svo mætti
nefna hann, er algengastur í Vestur-
Síberíu. Fjeð er rekið í stöðuvatn eða
á, 4—6 sinnum, og þvegið þannig, að
það er rekið eftir tilbúnum timburtröð-
um eða gangi, og eru menn þar til
beggja hliða með krókstjaka, til þess
að halda fjenu uppi, ef það ætlar að
sökkva. Ef gangurinn niður að vatn-
inu er forugur eða leirkendur, er hann
þakinn timbri, til þess að'fjeð óhreink-
ist ekki þegar það kemur úr vatninu.
2. Handþvottur er eins og fyrnefnd
þvotta-aðferð, nema að því leyti, að
þegar fjeð kemur upp úr vatninu, er
það tekið og lagt á bakíð, og þvegnir
með höndunum þeir staðir á kindinni,
sem minnst þvost á sundinu; að því
búnu er kindin látin synda aftur, svo
að ullin hreinsist og jafnist eftir hand-
þvottinn.
3. Steypubaðsþvottur er það, að kind-
in er þvegin í baðkeri undir vatnsbunu,
sem er látin streyma yfir hana í 4
mínútur, og lengur, ef kindin er mjög
óhrein, og stundum þvegið á eftir á
sama hátt og áður er um getið.
4. Baðþvoitur er á þann hátt, að
kindin er böðuð í trjekeri eða sem-
entskeri, og er þá notað heitt vatn og
stundum blandað saman við það „ke-
miskt" efni, til þess að leysa óhrein-
indin úr ullinni.
Eins og sjá má af þvotta-aðferð
þessari, er ullin þvegin þar áður en
rúið er, og eiga þær þvotta-aðferðir
ekki við hjer á landi.
Konsúllinn skýrir ennfremur frá því,
að oft sje ullin þvegin eftir að rúið er.
Er þá þvotta-aðferðin mjög óbrotin.
Stundum er ullin send til ullarþvotta-
stöðvarinnar óþvegin; þar er hún svo
þvegin og flokkuð og þaðan send til
verksmiðjanna eða ullarsalanna. En
hvernig ullarþvottastöðvar líta út, minn-
ist konsúllinn ekkert á; væri þó mjög
fróðlegt að vita það. Ullin er þurkuð
þar á grasbölum eða hin grófari á stál-
strengjum. Flokkunin er mismunandi,
sumstaðar er hvít ull flokkuð í tvo
flokka, fíngerðari og grófari. En ein-
kum meðfram járnbrautum og ánum
Irtisch og Obj, þar sem stórir fjáreig-
endur búa og stunda sauðfjárrækt af
alúð, er ullin frá bændum þessum
flokkuð nákvæmlega eftir aldri og kyni
kindarinnar; þannig er ull af lömbum
sjer, tveggja vetra ám sjer, sauðum
sjer, eldri ám sjer, hrútum sjer, og
ull aí sjálfdauðu fje sjer; saman við
hina síðast nefndu ull er einnig látin
stutt ull, af kviði kindarinnar. Út-
flutningspokarnir eru úr þjettofnu Ijer-
efti eða segldúk, til þess að koma í
veg fyrir, að ullin óhreinkist á leið-
inni. Ullarpokarnir vigta frá 230—-330
pund og eru tölusettir; á þá er skráð,
af hvaða tegund ullin er, þyngd ullar-
innar og þyngd umbúðanna, hvaðan
ullin kemur, og merki bóndans, sem
sendir ullina. Þegar ullin kemur á
söiustaðinn, er hún flokkuð nákvæmar,
eftir óskum kaupendanna.
Ullartegundir eru mjög mismunandi
í Vestur-Síberíu. Ullin af kirgiska
fjenu (nefnt „Koi“) er grófgerð og í
litlu verði, en sunnarlega á kirgisku
sljettunni og á Barásljettunni eru aðrar
fjártegundir, hið svo nefnda Karaskul-
fje; ullin af því er fín, þjett og silki-
mjúk.
Þrátt fyrir hinar nákvæmu upplýs-
ingar konsúlanna getum vjer ekki mik-
ið af þeim lært; þeir minnast ekkert
á, hvernig þvottastöðvarnar eru útbún-
ar, en um það væri mjög æskilegt að
fá að vita. Af þessum upplýsingum
er þó það ljóst, að mikillar vandvirkni
er gætt í meðferð ullarinnar, og að
hún er flokkuð eftir óskum kaupend-
anna.
Enn fremur má læra af þeim, hvernig
búið er um ullina, og hvernig á að
merkja pokana til útflutnings, sem er
líkt því, er jeg hefi minnzt á hjer að
framan.
En með því að upplýsingar um með-
ferð ullarinnar í Don-hjeruðunum eru
oss mjög nauðsynlegar og þá einkum
um áhöld þau, sem notuð eru á þvotta-
stöðvunum, hefi eg nú nýlega gert
ítrekaðar atrennur til þess að fá allar
nauðsynlegai skýrslur þaðan um þetta
efni, og. vonast jeg til að geta birt þær
almenningi hið fyrsta.
Rrýning Georgs Indiandskeisara.
Eins og áður hefir verið frá skýrt,
var Georg Englakonungur krýndur
Indlandskeisari 12. f. m., og drottning
hans vígð undir þá kórónu. í „Lög-
bergi" er svo sagt frá þeirri athöfn :
Þegar Játvarður konungur varð
keisari yfir Incílandi árið 1903, þá fór
hann ekki sjálfur til hinnar heilögu
borgar Indlands, Delhi (rjetttara Dehli),
heldur sendi bróður sinn, hertogann af
Connaught, þann er nú er landstjóri í
Canada. Þá krýningar-athöfn sóttu
um 100 indverskir undirkóngar og
múgur og margmenni að auk, er nema
mundi 200 þúsundum.
r'
Krýninguna sótti að þessu sinni svo
margt fólk, að varla varð tölu á komið.
Gisting í borginni kostaði um og yfir
1000 kr. á dag, en þó var hitt vitan-
lega miklu fleira, er hafðist við í
tjöldum og á víðavangi. Tjöld þeirra
höfðingja og annara er til hátíðarinnar
sóttu, tóku yfir 25 ferhyrningsmilur
(enskar); þar voru götur sem í stór-
borgum, sjerstök vatnsleiðsla og Ijósa-
vírar og rafmagnsvagna þvert og
endilangt og umhverfis þá tjaldaborg.
Tjaldbúð konungs stóð í miðju og tók
upp úr öllum hinum. Þar fór krýn-
ingin íram og þar tók konungur við
vildarmönnum sínum og tignum gest-
um. Tjaldið er svo stórt, að þar geta
setið 3,000 manns í einu, og er að
innan blátt, hvítt og gyllt. Á bak
við það er veizlutjald konungs. Þar
hjelt hann krýningarveizluna; þar geta
160 manns setið að borðum í senn.
Til hliðar við það stóðu svefntjöld kon-
ungs og drottningar og tjöld vara-
konungs Indlands.
Konungur og drottning komu ásamt
föruneyti sínu til krýningarstaðarins
með þeirri viðhöfu sem svo voldugum
og tignum konungi hæfði. Lá för
þeirrar skrúðbúnu fylkingar fram hjá
sætapöllum er almenningi voru ætlaðir
og frekar 80 þúsundir sátu í; þar næst
fram hjá öðrum með 12 þúsundum;
eftir það settust konungshjónin í há-
sæti sín, með kórónu og annan tignar-
skrúða, en fram undan þeim sátu í
upphækkuðum sætum innlendir höfð-
ingjar og enskir með konum sínum.
Þar mátti líta mikið skraut gulls og
gimsteina, afar-skrautleg herklæði og
stásslegan höfuðbúnað, því að hver og
einn, bæði karl og kona, báru á sjer
þær beztu gersimar í eigu sinni:
Sjálf athölnin fór þannig fram, að
kallari konungs, búinn í gull og purpura,
reið fram á hrafnsvörtum hesti. Hon-
um fylgdu 16 lúðursveinar, átta enskir
og átta indverskir; þeir höfðu lúðra af
silfri og bljesu þrívegis hátt og hvellt,
síðast fyrir hásæti konungs. Þar sneri
kallarinn við hestinum að boði kon-
ungs og las upp hátt og snjallt, svo
að gjörla heyrðist um aila pallana, að
Georg konungur hinn 5. væri kórón-
aður keisari yfir Indlandi. Þá var fáni
konungs dreginn á stöng, þjóðlagið
þeytt á lúðra af mörg hundruð manns,
skotum hleypt af 101 fallbyssu og
mörg þúsund byssum. Stóð þá keis-
arinn upp af hásæti sínu og hneigði
sig til beggja handa, en iýðurinn laust
upp fagnaðarópum, og var þá athöfn-
inni lokið. Um allar borgii Indlands
fóru kallarar á sama tíma og krýn-
ingin fór fram í Dehli, með þau tíð-
indi, að keisarinn væri kórónaður.
teikfjelag Reykjavikur:
eftir Jóhann Sigurjónsson.
' Leikinn sunnudaginn 38.
jan. kl. 8 e. h.
Um líkt leyti urðu menn í Cardiff
varir við mann, sem var að halda
spurnum fyrir um varnarvirkin jvið
Bristol-flóann; sagði hann einum út-
lendum skipabrakún, að hann hefði
gagnskoðað virkið í Lavernock, og
væru þau ölí ámóta og það, þá væri
barnaleikur að hertaka þau. — Maður
þessi var þegar grunaður um að vera
njósnarmaður, og var farið að gefa
honum gaum.
En nóttina eftir að fréttist, að Heinr.
Grosse hefði verið tekinn fastur, kom
þessi maður ekki á hótelið, þar sem
hann bjó, og hefir ekki sést síðan,
enda strauk hann þar frá skuldum.
Maður þessi talaði dönsku, kvaðst
heita Steen og koma frá íslandi.
Maður með þessu nafni- var hér hjá
steinolíufélaginu, en var rekinn þaðan.
Hann var mesti ofláti og garmur og
strauk héðan síðastl. sumar frá skuld-
um.
Óefað alt sami maðurinn.
Thore-félagið og póstflutningarnir.
Það er ranghermt í síðasta blaði,
að Thore-fél. hafi neitað að skila pósti
í land á Norðfirði. Það neitaði að eins
að sækja póstsendingar í land.
Alt annað er rétt hermt í greininni,
hvað sem máltól félagsins hér (ísaf.)
þar um segir.
Stjórnarráðið kvað nú hafa ályktað,
að póststjórnin leggi út kostnað fyrir
flutningi póstsins um borð, en að það
fje verði svo dregið frá styrknum til
félagsins.
Félagið hefir og neitað að flytja póst-
sendingar héðan til útlanda í milli-
landaferðum sínum (öðrum en Ham-
borgar-ferðunum). Það er því ákveð-
ið, að senda póstsendingar með þess-
um skipum eins og með öðrum lausa-
ferðum sem falla. Skipin eru skyld
að landsiögum að flytja póstsendingar
fyrir ákveðna borgun undir hvert pund.
Líkloga verður þó varla pakkapóst-
ur sendur með þeim. J. O.
Áburðar-félagið.
Fyrirspurn.
6 milj. rúpiur eða rúml. 7 milj.
kr. gaf konungur til skóla á Indlandi,
náðaði marga sakamenn, helzt fyrir
pólitísk afbrot, og loks Ijet hann kunn-
gera að Dehli væri höfuðborg Ind-
lands.
Njósnarmaður.
Allar herþjóðir eru varar mjög um
sig fyrir njósnarmönnum annara þjóða,
sem reyna að kynnast varnarvirkjum
þeirra til að selja óvinaþjóð iýsing á
þeim.
í vetur hefir orðið vart við njósnar-
menn í Bretlandi, og um miðjan f. m.
var einn þýzkur, Heinrich Grosse að
nafni, tekinn fastur í Portsmouth.
Hér var félag í bænum, sem hét
Áburðar-félagið. Það lét hreinsa salerni
og safna áburði í gryfjur, og seldi svo
aftur áburðinn.
Þetta var hlutafélag, og vér hlut,-
hafar vissum ekki annað en að það
stæði sig all-vel, því að vér fengum
viðunanlegan arð af hlutum vorum.
En svo hætti félagið störfum fyrir
meira en ári. En enginn ársfundur
hefir verið boðaður síðan í félaginu,
engin reikningsskil sýnd, og vér hlut-
hafar fáum enga greinargerð fyrir
hluteign vorri.
Nú spyr ég félagsstjórnina: hve
lengi á þetta að ganga ? Hvenær
ætlar stjórnin að halda fund og gera
oss skilagrein ?
Hluthafi.