Reykjavík - 27.01.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVl K
15
SANNFÆRANDI
Engin rök fyrir
ágætí Sunlight-
sápunnar geta verið
meira sannfærandi
en það, að reyna sápuna sjálfa.
SUNLIGHT SÁPA
2236
Nöfn ot»- nýjungar.
\
Framfarafjelagsfundur (aðalfundur)
▼ar haldinn BÍðastl. sunnudag. Voru þar
lagðir fram ársreikningar til samþykktar.
Stjórn kosin (formaður Tr. Gunnarsson).
Rætt var um að leggja fjelagið niður,
(samþykkt til fyrri umræðu). Á næsta fundi
(annan sunnudag) verður það til síðari um-
ræðu og gengið til atkvæða um, hvort fje-
iagið éígi að leggjast niður eða ekki.
Fjelagið veitti á fundinum 200 kr. styrk
til unglingaskóla Ásgr. Magnússonar.
Yfirfiskimafsmaður á Ísafirði er
Árni Gíslason s. st. skipaður 16. þ. m.
Lausn frá embætti án eftirlauna veitti
ráðherra síra Birni Stefánssyni á Tjörn á
Vatnsnesi 22. þ. m., samkvæmt beiðni hans.
Takmörkað lcekningaleyfi, samkv.
lögum frá síðasta þingi veitti ráðherra 24.
þ. m. Ólafi ísleifssyni, dbr.manni í Þjórsár-
túni.
Nuddleekningaleyfi veitti ráðherra 22.
þ. m. Guðmundi Pjeturssyni, cand. phil., og
ungfrú Sigrúnu Bergmann, er bæði eiga
heima í Reykjavík.
Iþróttasamband á að stofna hjer í
Reykjavík á morgun. Er það Sigurjón Pjet-
ursson glímukappi, sem gengst fyrir stofnun
þess, og er ætlazt til að sambandið nái um
land allt, og öil íþróttafjelög landsins gangi
i það. Getur þeim orðið góður stuðningur
að sliku sambandi.
Látin er hjer í Rvík. 22. þ. m. ungfrú
Solveig Thorgrímsen, dóttir Guðm. sál.
Thorgrimsen, er lengi var verzlunarstjóri
á Eyrarbakka. Hún var fædd 23. febr. 1848,
og hafði verið hjer í bænum í nál. 25 ár.
Hún var greind stúlka og vel látin, en lengst
af mjög heilsulítil.
Þorlákshöfn seid. 21. þ. m. skrifuðu
þeir J. P. Brillouin fyrv. Frakkakonsúll og
Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri undir
kaupsamning, þar sem Þorleifur selur Bril-
louin jörðina Þorlákshöfn fyrir 600,000 franka
(432,000 kr.). En andvirðið hefir ekki verið
afhent seljanda enn þá, og verður Brillouin
fyrst að skreppa eftir því til Frakklands.
Annars er sagt, að frakkneskt fjelag, eða
jafnvel Banque Francaise standi bak við
hvað sem hæft 'er i því.
Bráðkvaddur varð 11. þ. m. í Vest-
manneyjum Þorsteinn smiður Sveinbjarnar-
son, aldraður maður, er um mörg ár bjó
hjer í bænum, en fór til Vestmanneyja síð-
astliðið ár. Hann var sonur síra Svein-
bjarnar sál. Guðmundssonar, er lengi var
prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Þorsteinn
sál. var fjörmaður, prýðilega greindur og
áhugasamur um almenn mál.
Bæjapstjópnapkosningarnar í dag.
í dag á að kjósa 5 menn í bæjarstjórn.
Kjördeildir eru 6, og kjörstjórar í hverri
deild þessir:
1. deild: Jón Þorláksson verkfr., Indriði
Einarsson skrifstofustj., ungfrú Laufey Vil-
hjálmsdóttir.
2. deild: Kr. Ó. Þorgrímsson konsúll,
E. Briem ski'ifstofustj., ungfrú Sigurbjörg
Þorláksdóttir.
3. deild: Jón Jeusson yfirdómari, Arin-
björn Sveinbjarnarson bókb., ungfrú Ingi-
björg Brands.
4. deild: Pjetur Guðmundsson bókbind-
ari, Magnús Guðmundsson lögfræðingur,
frú Helga Torfason.
6. deild: Frú Katrín Magnússon, Guðm,
Sveinbjörnsson lögfr., Ólafur Rósenkranz
kennari.
Töluverðan úhuga virðast bæjarbúar hafa
á kosningum þessum, ef dæma má eftir
tölu lista þeirra, er fram hafa komið, þvi
að ekki eru þeir færri en tylftin full. Eru
þeir merktir með stöfunum A til L, og
þannig mönnum skipaðir:
A-listi: Sveinn Björnsson yfirdóms-
lögmaður, Hannes Haíliðason skipstjóri,
Pjetur Hjaltesteð úrsmiður, Sæmundur
Bjarnhjeðinsson læknir, Samúel Olafs-
son söðlasmiður.
B-listi: Porvarður Porvarðsson prent-
smiðjustjóri, Jóhannes Hjartarson versl-
unarmaður, Magnús Helgason skólastjóri,
Sigurður Sigurðsson búfræðingur, Sam-
úel Oiafsson söðlasmiður.
C-listi: Frúrnar Guðrún Lárusdóttir,
Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, Ragnhildur
Pétursdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir.
D-listi: Sveinn Björnsson j'yfirdóms-
lögmaður, Páll Halldórsson skólastjóri,
Pjetur Hjaltesteð, Sæm. Bjarnhjeðinsson,
Sam. Ólafsson.
E-listi: Knud Zimsen verkfræðingur,
Jón Ólafsson skipstjóri, Guðm. Ásbjörns-
son trjesmiður, Porvarður Porvarðsson
prentsmiðjustjóri, Jóhann Jóhannesson
kaupmaður.
F-listi: Bríet Bjarnhjeðinsd., Guðrún
Björnsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Ragn-
heiður Bjarnadóttir — frúr.
G-listi: Jóhannes Jósefsson trjesmiður,
Sveinn Björnsson, Pjetur Hjaltesteð,
Sam. Ólafsson,
Mitt innilegasta hjartans þakklæti flyt
jeg hjer með öllum þeim mörgu i Vest-
manneyjum, er hjúkruðu manninum minum
sáluga, Þosteini smið Sveinbjarn-
apsynl, og sáu að öllu leyti um útfdr
hans í fjarveru minni, og sem heiðruðu
jarðarfdr hans með sinni návist.
Guð launi þeim, sem vel gjörðu til hans.
Reykjavik, Laugveg 27, 25. jan. 1912.
Guðný Loftsdóttir.
H-listi: Hannes Þorsteinsson skjala-
vörður, Pálmi Pálsson adjunkt, Gísli
Finnsson járnsmiður, Einar Helgason
garðyrkjum., Guðm. Guðmundss. Gr.g. 2.
I-listi: Guðm. Hannesson prófessoi',
Guðjón Sigurðsson úrsm., Jón Brynj-
ólfsson kaupm., Ragnhildur Pjetursdóttir
frú, Jón Gunnarsson samábyrgðarstjóri.
J-listi: Sigurður Jónsson barnakennari,
Pjetur Hjaltesteö úrsmiður, Jón Brynj-
ólfsson kaupmaður.
K-listi: Porvarður Porvarðsson, Jó-
hann Jóhannesson kaupm., Jón Ólafsson
skipstjóri, Knud Zimsen, Guðm. Ás-
björnsson.
*
L-listi Pjetur Hjaltested, Knud Zim-
sen, Sveinn Björnsson, Jóhann Jóhann-
esson, Sæmundur Bjarnhjeðinsson.
K-lisitimi er listi Heimastjórnar-
manna.
Laust ppestakall. Tjörn á Vatnsnesi
í Húnavatnsprófastsdæmi, Tjarnar- og Vest-
urhópshólasóknir.
Prestssetrið Tjörn er metið i heimatekjum
90 kr. Eftirstöðvar jarðabótaláns, er tekið
var 1906 i landsbanka, 70 kr., er falla í
gjalddaga 30. sept. 1912.
Veitist frá fardögum 1912.
Umsóknarfrestur til 15. marz 1912.
I járus .1 óliannsson
prjedikar mánudagskvöld, þriðjudagskvöld
og miðvikudagskvöld í næstu viku í Hjálp-
ræðishers-kastalanum, kl. 8’/=. — Inngang-
ur frí.
Sverðið.
1. kapítuli.
Óvinirnir koma.
Faðir Campnells greifa var vellauðugur herragarðseig-
andi i Elsass, og ákafur stjórnmálamaður. Skömmu eftir að
stríðið hófst milli Þjóðverja og Frakka, veturinn 1870—’71,
varð hann að flýja burt af heimili sinu, og fela sig á afvikn-
um stað, til þess að komast hjá því að verða settur í fangelsi.
Sonur hans, August Campnell, leynilögreglumaðurinn okkar,
var þá nýskeð orðinn fullra 18 ára, en röskur piltur og full-
komlega meðalmaður að vexti.
Einn dag sem oftar hafði August Campnell verið við
silungsveiði í tjörn einni úti í skóginum, en þegar hann kom
heim undir húsið, þá kom móðir hans á móti honum auð-
sæilega frá sjer numin af örvílnun.
»Hvað við erum búin að leita að þjer, August! Hann
faðir þinn — — —^ Meira gat hún ekki sagt fyrir gráti.
»Hvað er það, móðir min? Hefir faðir minn komið
heim aftur? Segðu mjer eins og er!«
Hún vafði handleggnum um hálsinn á syni sinum, og
hvíslaði að honum grátandi:
101
undir að leggja út af i siðdegisguðsþjónustunni: »Á hvað
eigum vjer að trúa?«.
Allir hlustuðu með athygli, og sóknarpresturinn ekki
sizt. Hann sat með opinn munninn, og starði stórum aug-
um á aðstóðarprestinn.
»Hr. Carr-------—« stamaði presturinn hálfringlaður,
þegar guðsþjónustan var á enda.
»Já, sira Dundas, hvað var það?«
»Hm — hm — það var nokkuð, sem jeg ætlaði að
spyrja yður um«.
»Spyrjið þjer bara — jeg sxal svara!«
»Er —e— jeg meina — var ræðan eftir yður?«
»Eftir mig?« endurtók aðstoðarpresturinn forviða. »Haldið
þjer að jeg flytji annara manna ræður? Nei, svo lítið geri
jeg þó ekki úr mjer — það væru blátt áfram svik«.
»Já, náttúrlega, já . . . auðvitað. Það er lika alveg satt«.
»Hvernig líkaði yður annars ræðan, sira Dundas?« spurði
aðstoðarpresturinn.
»0—svona . . . jú, hún var lagleg, rjett lagleg!«
Þannig skildu þeir. En tæpri hálfri stundu síðar var
barið að dyrum hjá aðstoðarprestinum. Það var síra Dundas,
sem kominn var.
Hann byrjaði tafarlaust á erindinu. En hann var ná-
fölur, og skalf eins og hrísla.
»Segið mjer hreinskilnislega : Semjið þjer ræður fyrir
aðra en sjálfan yður?«
Aðstoðarpresturinn játaði það, að hann hefði um langan
tíma sent þeim Cook & Sable ræður, en annars hefði hann
nú ásett sjer, að hætta því með öllu.
»Og finnst yður — álítið þjer það heiðarlegum guðfræð-
ingi samboðið?« Það brann eldur úr augum prestsins.