Reykjavík

Issue

Reykjavík - 09.03.1912, Page 1

Reykjavík - 09.03.1912, Page 1
1R k í a\> t k. Laugardag 9. Marz 1912 XIII., ÍO | I In gleiÖin gar iim nitt og- þetta. I. i^ygi „Þá var mörgu logið“. Heljarslóðarorrusta. Annálað lygabæli er Reykjavík. Það er engin ný bóla. En aldrei hefir víst fyrri verið jafn-miklu logið sem nú. Mest er það um Landsbankann, sem logið er, og flest virðist það úr sömu áttinni; að minsta kosti er það alt á eina bók lært. Ofurlítið sýnishorn er þetta, sem stóð i „Vísi“ 7. þ. m. : „ Úr dagbók bankamálsins. — Á Þriðjudagskvöldið seint var haldinn fundur í Islandsbanka. Þar vóru þeir saman komnir til raðagerða: Hannes Hafstein, Schou, Halldór Daníelsson, Klemenz landritari, Kristján Jónsson, Jón Ólafsson og Jón Laxdal. Hefir bæjarmönnum oröið tíörætt um þennan fund“. Enginn þessara manna hefir komið á nokkurn fund til ráðageröa um bankamálið, hvorki í íslandsbanka nó annarstaðar, hvorki á Þriðjudaginn né nokkurn annan dag, síðan mál þetta fyrst var vakið, nema hvað þeir E. Schou og H. Ð. komu saman í Landsbank- anum til rannsóknarstarfs og hafa átt tal við ráðherra um málið, og J. Ól. hefir setið á þeim tveim bankastjórnar- fundum í Landsbankanum, sem um mál þetta hafa verið haldnir. Er því nokkuð kynlegt, að „bæjar- mönnum hafi orðið tiðrætt" um fund, aldrei var til. ,n. Meiri lygi. Á Þriðjudagsmorgun (þ. e. á undan „fundinum", sem aldrei var til) höfðu bankastjórarnir í Landsbankanum heyrt þá áreiðanlegu frétt, að þann dag ki. 1—2 ætti að setja þá báða af. Það er nú hvorttveggja að ég geri fáförult út, enda frétti óg ekki þessi fyrirmáls- tíðindi fyrri en daginn eftir. En til afsetningarinnar hefir ekki frétst síðan. III. Meðferð bankagjaldkera-málsins. Það er ekki lítið af skömmum, sem hefir dunið yfir ráðherrann á blendings- fundum hér nýverið. Ég kalla fundina blendings-fundi af þvi, að það vóru ekki kjósanda-fundir, heldur vóru þar einnig kvenfólk og unglingar; á siðara fundinum (Sunnudag) er mér sagt, að helmingur fundarmanna, eða þar um bil, hafi verið konur og unglingar, þ. e. ekki kjósendur. Hvað er það svo, sem menn liggja ráðherra á hálsi fyrir? Það er aðallega tvent. Fyrst það, að hann þaut ekki til og setti gjaldkerann af embætti, án þess að heyra, hvað hann hefði að segja til varnar sér, heldur fór eftir tillögum frá fundi bankastjórnarinnar um, að láta rannsaka fyrst þrjá siðustu mán- uðina (Sept.—Nóv.) þ. á. í bókum gjaldkera og vita, hvort gjaldkeri gæti gert íulla grein fyrir þeim upphæðum, sem tölubreytingarnar á því timabili námu; ef hann gæti þaftekki, þáhoifði málið svo við, að nauðsyn væri fyllri rannsóknar; en ef hann gæti það, lægi nær að ætla, að eins mundi á standa með hinar breytingarnar, sem þá hafði verið kært yfir (Jan. 1910). Á þessum fundi vóru auk bankastjórn- ar (B. Kr., B. S., E. Br., J. Ól.) yfir- skoðunarmenn bankans (B. Sv., Egg. Briem). Bankastjórarnir höfðu bókað tillögu frá sér um málið (frávikning um stund og nánari rannsókn af til- kvöddum mönnum) áður en fundur byrjaði; en er framangreind tillaga kom fram, féllust báðir gæzlustjórar á hana og annar yfirskoðunarmaðurinn (B. Sv. taldi alt málið sór „óvið- komandi"). Og oss skildist ekki betur, en að annar bankastjórinn tjáði sig henni samdóma. Ég sé ekki að ráðherra verði með rftkum álasað fyrir, að fara eftir þess- ari tillögu. Rannsóknarmenn gerðu svo skýrslu sína, en lótu ekki uppi áiit sitt um neina sviksemi, enda gátu það varla, þar sem gjaldkeri hafði tjáð þeim að hann mundi gera stjórnarráðinu full- nægjandi grein fyrir allmikilli upphæð (breytingum). Hann sendi og stjórnar- ráðinu gremargerð, sem því þótti ekki ástæða til að véfengja (kvittanir fyrir útborgunum). Þó að reiknings-villurnar væru margar á þessu tímabili, þá var þó eigi ástæða til að teija þær sakar- -efni, er grein virtist gerð fyrir breyt- ingunum. En hitt (reiknings-Viilurnar) hafði hann endurgreitt. Því ritaði stjórnarráðið bankastjór- unum, að það fyndi ekki ástæðu til að gera frekara út af þessari kæru. Síðari kæran mun hafa borizt sljórn- arráðinu eftir að það hafði afráðið þetta, en 3—4 dögum áður, en bréfið fór til bankastjórnarinnar. Stjórnarráð- ið mun þá ekki hafa haft tíma til að atbuga hana nánara eða leita um- sagnar gjaldkera um hana. Það er fleira að gera, fleiru að sinna, í stjórn- arráðinu, en þessu eina máli. En er ráðherra fékk tóm t.il að at- huga kæruna (síðari), hefir hann þegar sóð, að hér var um svo alvarlegar misfellur að ræða, að ekki væri tiltök að ráða úr um hana þegar í stað, heldur væri þörf á nánari rannsókn. Fól hann því yfirskoðunarmönnum landsbankans að yfirfara kæruna. Og fyrst í skýrslu þeirra fær hann bending um, að ástæða væri til að vísa til dómara rannsóknar. Gagnvart 2h1^ árs starfsmanni bank- ans, sem naut almennings-trausts, var eðlilegt og rétt af ráðherra að taka ekki upp þá leið, nema líkur yrðu svo sterkar, að dóms-úrskurður einn gæti með fullri vissu úr skorið. fegar svona var komið, hefir ráð- herra auðvitað viljað hafa sem beztar heimildir fyrir sig að bera (hvorugur yfirskoðunarmaðurinn er bankafróður) og einnig viljað )áta rannsaka það sem vera mætti gjaldkera til málsbóta, hvort sem yfirsjónir hans reyndust meiri eða minni. Því fól hann enn einum banka- fróðum og einum lögfróðum manni að rannsaka málið og segja afdráttarlaust álit sitt um ýmis atriði, áður en hann fyrirskipaði sakamáls-rannsóknímálinu. Ráðherra .heíir þvi á engan hátt dregið úr rannsókn málsins, en þvert á móti gert sitt ýtrasta til, að rann- sóknin yrði óhlutdræg og sem vendi- legust, svo að engu yrði að flanað. Það annaö, sem ráðherra er ámælt fyrir, er það, að hann kvaddi þá há- yfirdómara Halldór Dansson og banka- stjóra Emil Schou til að rannsaka kærurnar. Svaraverð er nú eigi sú ósæmilega getsök, að ráðherra hafi tilnefnt Hall- dór Daníelsson til þess að gera hann óbæran til að sitja 1 dómi, er mál þetta kæmi fyrir yfirdóm. Slík tilgáta er svo vaxin, að hún getur ekki verið af öðru sprottin en illgirni einni. Hvaða sýnilega ástæðu getur ráð- herra haft til að vera hlutdrægur í þessu máli? Hann er hvorki skyldur, tengdur né á neinn hátt vandabundinn gjaldkera; ekki einu sinni, svo menn viti, neinn sérstakur vildarvinur hans; ekki skólabróðir hans, ekki skoðana- bróðir né flokksbróðir í pólitík. Hann hefir enga sérstaka hvöt í máli þessu til neins annars, en að gera rétt, gera skyldu sína gagnvart einstaklingi, stofnun og þjóð. Út af tilnefniugu Schou’s hefir verið gerður mikill úlfaþytur. Hann átti að vera keppinautur Landsbankans; hann átti að geta vaðið gegnum allar bæk- ur bankans. Ritstj. þessa blaðs hafði nú svarað þessu í síðasta bl., bent á, að bankarnir hér gætu hvorugur full- nægt sínum skiftavinum, hefðu því enga ástæðu til að ásælast hvor ann- an; enda væri það hagur hvors bank- ans um sig, að hinum bankanum vegnaði sem bezt, og þetta skildi Schou bankastjóri manna bezt, og því hefði hann ávalt hlynt að Landsbankanum eftir föngum. Um þetta segir Ólafur Eyjólfsson (á fundi), að þessi rökleiðsla væri góð, það sem hún nái, „ef ekki vantaði stórt atriði inn í hana“\ Og hvert er svo þetta atriði ? „Það er ekki nóg að geta lánað fé. Eins mikið er í hitt varið, að geta lánað það þannig, að það komi að góð- um notum og sé vel trygt“, segir hr. Ó. E. Mér finst þetta vera talað alveg út í hött. Hér var ekki um að ræða, að bankarnir hefðu svo mikiö fé, að þeir væru í vandræðum með að koma því út vel trygðu; þvert á móti um hitt, að þeir hefðu svo lítið fjármagn, að þeir gætu ekki íullnægt skiftavinum, sem hefðu öruggar tryggingar að bjóða. Ekki finst mér neitt rofa til í huga hr. Ó. E. þegar hann fer að lýsa hugsun sína með dæmi. Dæmið byrjar svona: Maður, sem hefir nokkur efni undir höndum, eða að ööru leyti er illa stæður vegna skulda . . .“ Hr. Ó. E. álítur það að „vera illa stæður" að „hafa nokkur | XIII., ÍO teikfjelag Reykjavikur: eftir Schiller. Snnnndaginn 10. marz kl. 8. síðd. efni undir höndum". Hann leggur þetta tvent. að jöfnu : „að hafa nokkur efni undir höndum" „eða vera að öðru leyti illa stæður“ svo sem vegnaskulda. Skilji nú hver, sem skílið getur. Ég leiði minn hest þar frá. En áfram með dæmið. Þessi maður (sem er ilia stæður, annaðhvort af því að hann hefir svo mikið undir höndum eða af öðrum á- stæðum) hann skuldar sínar 20,000 kr. í hvorum banka (ekki hverjum, þar sem að eins er um tvo að ræða). Schou sér við rannsóknina, hvað maðurinn skuldar í Landsbankanum, hrekkur við og fer að heimta af manninum veð og aðrar tryggingar og hærri afborganir. Landsbankinn veit ekkert um, hvað illa stæði maðurinn skuldar í íslands- banka, og tapar fví meiru eða minna af sinni skuld. Hr. Ó. E. byggir hér fyrst og fremst á því, að bankarnir hér hvor um sig láni stórupphæðir eins og 20,000 kr. án fullrar tryggingar. Kann vera að hann gerði það, ef hann væri bankastjóri; en ég ætla bankastjórunum við hvorugan bankann hér þá fásinnu. Þeir myndu spyija manninn, hvað hann skuldaði öðrum og heimta af honum efnahags-reiking hans áður en þeir veittu lánið, og af honum sæju þeir eignir hans og skuld- ir, og hr. Ó. E. veit vel, hvað við því liggur, að gefa falska slíka skýrslu. Ef nú samt sem áður Landsbankan- um hefði orðið það glappaskot að lána slíkum braskara, sem dæmið er af tek- ið, 20,000 kr. án nægra trygginga, þá mætti hann sjalfum sér um kenna en ekki hr. Schou, ef hann tapaði á því. En ef Landsb. hefir góða trygg- ing fyrir sínu láni, en ísi. banki hofir lánað manninum án nægrar trygging- ar, skaðar það þá Landsbankann nokk- uð þótt ísl. banki reyndi að auka sín- ar tryggingar? Annars er nú óþarfi um þetta að ræða, því að þeir Schou og Halldór Dan. höfðu lokiö rannsókn sinni á Föstudagskvöld —- tveim sólarhringum áöur en mótmæla og verndaráskorun- ar-fundurinn á Sunnudags-kvöldið var haldinn. Hr. Schou sýndi það full- komlega meðan hann var við rannsókn sína, að hann var ekki að forvitnast neitt um bækur bankans, umfram það sem var óhjákvœnnlega nauðsynlegt. Alt þetta uppþot var vitanlega ekki annað en selbiti í vasann, aðallega settur á stað af mönnum, sem höfðu eitthvert horn i síðu ráðherrans og langaði til að svala sér á honum, og öðrum, sem höfðu eitthvert horn í síðu hr. Sehou, ef til vill sumir fyrir það, að þeir hafa ekki íengið lán í íal. banka án boðlegrar tryggingar.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.