Reykjavík - 06.04.1912, Síða 2
54
REYKJAVlK
Hjer með tilkynnigt að jarðarför
Friðrikku sál. Guðmundsdóttur,
sem andaðist á Landkotsspitala 30.
rnarz," fer fram 11. þ. m. kl. 11 */* f. h.
frá spítalannm.
Reykjarík 3. apríl 1912.
Elín og Pjetur Gnðmnndsson.
Egg eftir vigt.
Það er ákaflega ranglátt að selja
egg eftir tölu. Ein 5 egg geta vegið
jafnmikið og önnur 8.
Egg eiga að seljast eftir þunga (vigt)
— svo og svo mikið fyrir pundið af
eggjum.
Þá vita menn, hvað þeir kaupa.
Annars ekki.
Pundið í eggjum er nákvæmlega
jafnmikils virði, hvort sem mörg egg
eða fá fara í pundið.
Alveg eins og pund af einni og
sömu tegund af molasykri er jafn-
mikils virði, hvort sem molarnir eru
stærri eða smærri, — hvort sem fleiri
eða færri molar fara í pundið.
Sala eggja eftir vigt bætir og
hænsa-kynið. Þá fara menn að gera
sér íar um að ala upp og rækta það
hænsa-kyn, sem gefur stór egg.
Eins og nú er lögskipað að selja
korn, salt og kol eftir vigt, eins ætti
að lögleiða það sama um egg.
Það er réttlátt og hyggiiegt.
Ja, þetta er nú engin stórpólitik,
ekkert flokksmál. En smámálin eru
líka verð íhugunar. Og gottmál, þótt
smátt virðist, verður ekki verra íyrir
það, þó að það sé ekki gert að flokks-
deilumáli.
J. Ó.
Slippur!! !
Hver andsk.....er „slippur" ? Er
það ekki von menn spyrji? Eða „slipp-
félag“ ? Hvað er það ?
Það er orðskrípi, útlenzkusletta, mál-
leysa, sem nokkrir dugandi sæmdar-
menn hafa auðgað málið með.
Þessi ófreskja er enskur uppvak-
ningur. Enska orðið slip hefir meðal
ótal annara merkinga þá, að tákna
þann umbúnað, þar sem skip eru smíð-
uð, eða dregin upp á til aðgerðar.
Danir nefna þetta Beding eða Bakke-
stokke, og er þetta síðara orð forn-
norrænt, því að forfeður vorir neíndu
þetta bakkastokka.
Má ekki nefna þetta svo enn í dag?
Má ekki nefna „slippfélagið" balcká-
stokka-félag ?
Nokkrir menn stofnuðu hér félag til að
að koma upp stæði til aðgerðar haf-
skipum og ráða þeim til hlunns (setja
þau upp) til aðgerðar, og hafl þeir
sæmd fyrir, Tryggvi og þeir félagar;
en hafi þeir skömm fyrir orðskrípis-
ónefnið, sem þeir settu á það, og má-
ist hún aldrei af þeim fyrri en þeir
gera bragarbót og nefna félagið íslenzku
nafni: bakkastokka-félag, hlunnbraut-
ar-félag, skipa-aðgerðar-félag. Nóg er
til annað en orðskrípis-endeniið.
í hamingju-bænum, skiftið þið um
nafn — sem allra-íyrst!
J. Ól.
Leikhúsid.
Leikfjelagið hefir að undanförnu ver-
ið að æfa Sherlock Holmes, brezkan
leik alkunnan, og verður hann bæjar-
búum til sýnis í fyrsta skifti 2. páska-
dag. — Leikur þessi var sýndur hjer
fyrir nokkrum árum, og var gerður
að honum hinn bezti rómur. Síðan
hefir nokkur breyting orðið með leik-
endur, og verða nú aðrir menn í að-
alhlutverkunum. Hr. Jens B. W^age
ljek þá Sherlock Holmes, leynilögreglu-
mann, og hr. Arni Eiríksson próff'essor
Moriarty, foringja í glæpamannaliði;
en nú verður hvorugur þeirra í leikn-
um að þessu sinni, og eins er um
smærri breytingar að ræða eða manna-
skifti í ýmsum hlutverkum.
Prófessor Moriarty hefir hr. Andrjes
Björnsson tekið að sjer, en hr. Bjarni
Bjórnsson leikur Sherlock Holmes. Er
mælt, að hugur Bjarna hafi lengi stað-
ið til þessa hlutverks, og að hanu hafi
um margra ára skeið hugsað um það
rækilega og æft sig á því. Mun það
eins dæmi hjer, að leikendur komi svo
vandlega undirbúnir á leiksviðið, því
að tími þeirra til æfinga er jafnan allt
of naumur, og er gott til þess að vita,
að Bjarni fær nú að reyna sig á hlut-
verki sem hann hefir lagt sjerstaka
rækt og alúð'við síðustu árin.
Við getum því búizt við, að hann
sýni okkur nú það bezta, sem hann á
til í fórum sínum. Hlutverkið er einkar
vel fallið til mikils leiks.
________ Arnkell.
Krumvarp
til laga fyrir »Búnaðarsamband
Kjalarnessþingsv.
1. gr. Tilgangur „Búnaðarsambands
Kjalarnessþings" er að efla og sam-
ræma starfsemi þeirra fjelaga og ein-
stakra manna, er vilja vinna að fram-
förum í jarðrækt og öðru því, er land-
búnað áhrærir, Að þessu vill það
vinna með því:
a. að auka þekking á landbúnaði og
því, er í sambandi við hann stendur,
á. að stuðla til umbóta og framfara í
* er að framleiðslu landbúnaðar-
afurða lýtur,
b. að hlynna að prýðing landsins og
heimilanna, en varna spjöllum,
d. að efla fjelagsskap meðal þeirra
manna, er landbúnað stunda eða
styðja vilja, og
ð. að koma á samvinnu í öllu slíku
á sambandssvæðinu.
2. gr. Inntaka í sambandið veitist:
a. einkafjelögum, er vinna samkvæmt
1. gr.
á. sýslufjelögum,
b. kaupstaðarfjelögum,
d. sveitarfjelögum,
ð. einstökum mönnum á sambands-
svæðinu, gegn árlegu tillagi í sam-
bandssjóð, eftir samningi viðstjórn
sambandsins, er næsti aðalfundur
samþykkir.
Árstillög sjeu greidd í sambands-
sjóð áður en 3 fyrstu mánuðir árs-
ins líða.
e. einstökum mönnum (æfifjelögum),
gegn 10,00 tillagi eitt skifti,
é. sambandsfjelagarjett á hver sá, bú-
settur í Kjalarnessþingi:
1. er gengt hefir stjórnarstarfi í
sambandinu 9 ár,
2. er hlotið hefir verðiaun af sjóði
Kristj. konungs IX eða Rækt-
unarsjóði Isl., 100 krónur eða
meira.
3. gr. Fyrstumsinn skalleggja 10°/o
af árlegum tillagatekjum innan sam-
bandsins í sjerstakan sjóð, er nefnist
„Ræktunarsjóður Kjalarnessþings". —
Leggjast vextir hans við höfuðstól, unz
þeir nema kr. 50,00 á ári. Eftir það
skal auka sjóðinn a. m. k. með 25°/o
af ársvöxtum hans. Sjóðinn skal á-
vaxta á tryggilegan hátt, og má hann
eigi skerða.
4. gr. Stjórn samb. annast 3 menn,
og skifta þeir með sjer störfum. Vara-
menn sjeu jafn margir. Eftir eitt ár
gengur einn maður úr stjórninni með
hlutkesti, annar eftir 2 ár og síðan
einn árlega. Sá, er gengt hefir stjórn-
arstarfi 3 ár, er eigi skyldur að taka
endurkosning jafnlangan tíma.
5. gr. Aðalfund skal halda fyrir lok
maímán. ár hvert. Á fundum [sam-
bandsins eiga atkvæði:
a. einn fulltrúi fyrir hverjar 15. kr.
í árstillögum einkafjelaga,
á. einn fullt. f. hv. 50 kr. i árstill.
sýslu- og kaupstaðafjelaga.
b. einn fullt. f. hv. 25 kr. í árstill.
sveitarfjelaga,
d. skuldlausir sambandsfjelagar (2. gr.,
ð) og aðrir einstakir menn, er fje-
lagsrjett hafa samkv. 2. gr., e. og é.
Hafi fjelag fengið inntöku í samb.,
og sje árstillag þess lægra en hjer segir,
stafl. a.—b., á það þó rjett á að hafa
einn fulltrúa á sambandsfundum.
Á fundum samb. ræður afl atkvæða.
Sje ekki fullur helmingur fulltrúa (stafl.
а. —b.) mættur á sambandsfundi, eru
ályktanir hans þó því að eins gildar,
að samþykktar sjeu með 2/s atkvæða.
6. gr. Fyrir aðalfund skal árlega
leggja:
1. Reikning sambaudsins f. næstl. ár,
endurskoðaðan.
2. Skýrsla um starfsemi sambandsins
sama ár.
3. Fjárhagsáætlun f. það ár, sem yfir
stendur.
4. Tillögur um staifsemi sambands-
ins sama ár.
5. Kosning stjórnarmanns, og vara-
manna eftir þörfum.
б. Kosning reiknings-endurskoðara.
7. Önnur mál og tillögur, er stjórnin
ber fram-
8. Málefni, er fundarmenD bera fram.
9. Hvenær næsta aðalf. skuli halda.
7. gr. Stjórnin annastframkvæmdir
sambandsins, bókfærslu, reikningsfærslu,
innheimtu og greiðslur, og sjer um
eignir þess.
Formaður sambandsstjórnarinnar
boðar til fundar. Aukafundi skal halda
eftir tillögu stjórnar, endurskoðara eða
a. m. k. 10 manna atkvæðishærra á
sambandsfundum.
8. gr. Rjúfa má sambandið sje það
samþykkt á aðalfundi, er auglýstur hafi
verið um sambandssvæðið með a. m. k.
mánaðar fyrirvara: Skal þess getið í
fundarboðinu, að tillaga um að rjúfa
sambandið verði lögð undir atkvæði
fundarins. Verði tillagan samþ. með
í skdfatnaöaryerzlun Jóns Stefánssonar
Laugaveg 14
gera8t þau beztu kaup, sem hægt er
að fá i bænum. T. d.: Kvenstígvjel
á 5 kr. Karhn.stígvjel á 6 kr. 50 a.
2/8 atkvæða, falla eignir samb. allar
til Ræktunarsjóðs „Kjalarnessþings",
en hann legst undir umsjón „Búnað-
arfjelags íslands“, er varðveitir hann
og ávaxtar. Hann má eigi skerða og
leggst 10°/« af ársvöxtunum við hann
árlega, en 90°/o af þeim skal verja til
eflingar landbúnaði í Kjalarnessþingi.
Hin síðasta stjórn samb., ásamt stjórn
„Bf. ísl.,“ semur skipulagsskrá fyrir
sjóðinn.
9. gr. Breyta má lögum þessum
og auka þau á aðalfundi með */3 lög-
mætra atkvæða. 3. gr., 5. gr. stafl.
a.—b., 8. og 9. gr. má þó ekki breyta
nema tillaga um það hafi auglýst ver-
ið eins og í 8. gr. segir um rofning
sapibandsins.
Formenn búnaðarfjelaga og annara
fjelaga í Kjalarnessþingi, er „Bsb. Knþ.“
vill til taka, svo og fulltrúar, sem
kjörnir eru eða verða til að mæta á
aðalfundi sambandsins, sem auglýstur
er annarssiaðar í blaðinu, eru sjer-
staklega áminntir um að hirða blað
þetta og hafa frv. við höndina á nefnd-
um fundi. B. B.
ef keypt er:
Tókbak
V in clljrr*
Si garettnr
Sælgæti
Bankastræti 12.
m
Ur ýmsurn áttum.
Einokun á radíutn. Ríkisstjórnin
í Austurriki er að semja við Turuka
greifa um kaup á úraníum-námunum
hans í nánd við Joachimsthal í Bæ-
heimi. E£ hann fæst til að selja þærr
þá fær Austurríki einkarjett á sama
sem öllu radíum, því að í öðrum lönd-
um er svo lítið af því, að það er varla
teljandi. Stjórnin telur víst, að eí hún
eignist námurnar, þá muni hún geta
unnið úr þeim 5 grömm af radíum á
ári hverju, og hvert gramm er margra
miljóna króna virði.
Hafskipasraíðar. Stærð skipa þeirra,
sem smíðuð voru alls í heiminum síð-
astliðið ár, var samtals 2 milj. 650 þús.
smálestir. Þar af Ijetu Englendingar
smíða 1 milj. 809 þús. Englendingar
hafa því látið smiða fleiri eða stærri
skip,heldur en allar aðrar þjóðir samtals.
Gat vinstra. Prestur einn í Ame-
ríku hjelt nýlega ræðu um það, hversu
ósæmilegt það væri, að giftir karl-
menn tækju af sjer giftingarhringana
á ferðalögum, og gengju sem laus-
beizlaðir væru. Þeir ljetust stundum
vera ókvæntir, og tækju þá stúlkurnar
frá hinum rjettu yngismönnum, sagði
hann. Presturinn kvaðst vilja láta
marka alJa kvongaða menn, svo að
kvenfólk sæi undir eins muninn á gift-
um og ógiftum mönnum. Og hann
kvaðst álíta rjettast og auðveldast, að
höggva gat á vinstra eyrað á þeim —
alveg eins og á sauðfje. Og þá, sem
yrðu ekkjumenn, og giftust. aftur, ætti
að marka öðru gati til o. s. frv. —
Nú segja síðustu fregnir, að presturinn
sje flúinn af landi burt, vegna þess að
einhverjir hafi ætlað að hengja hann
án dóms og laga.